Fréttablaðið - 21.06.2022, Síða 28

Fréttablaðið - 21.06.2022, Síða 28
Og þessi lög. Alveg ógeðslega mörg lög. Þetta er hrikaleg náðar- gáfa sem hann fékk. SJÓNVARP Life & Beth Amy Schumer Leikarar: Amy Schumer, Michael Cera, Violet Young. Disney+ Nína Richter Life & Beth eru sjálfsævi- s ög u leg i r g r í nþ æt t i r eftir Amy Schumer sem komu út fyrr á árinu. Þættirnir  fjalla  um til- vistarkreppu framafólks á heimsendaþröskuldi, y f i rb orð sken nd a s a m- félagsmiðla, vinnustaða- menningu, unglingsárin, fjölskyldusambönd, fyrir- gefninguna og ástina. Þá má túlka sem ástarbréf aldamóta- kynslóðarinnar til hversdagsins sem fær áhorfandann til að líta inn á við. Í þáttunum er Beth framakona á Manhattan sem þénar vel í starfi sínu í vínbransanum. Hún býr með myndarlegum manni sem hún lýsir sem „New York-áttu,“ og nýtur aðdáunar æskuvinanna. Líf hennar, æðislegt á yfirborðinu, er í raun bragðlaust strit í stafrófsröð.  Óvæntur atburður sendir Beth á æskuslóðirnar sem setur sögu af stað sem spannar tíu þætti. Handrit og persónusköpun er vandaðri en gengur og gerist í sam- bærilegu efni. Amy leikur aðalhlut- verkið og byggir þættina að stóru leyti á eigin lífi. Beth er millinafn Amyar sem hefur frá árinu 2004 átt draumaferil í bandarískum skemmtanaiðnaði. Eftir hana liggja þáttaraðir, met- sölubækur og heimsklassa uppi- standsferill, hún er marg- verðlaunuð og einhvern veginn virðist hún eiga helling inni. Þeir eru margir og háværir sem hata Amy Schumer. Hennar eldri verk hafa oft verið umbúða- laust jaðarg r ín um líkamsvessa og kyn- ferðisbrot . Núna er nálgun Amy að slípast. Hún sendir spéhræðslu Banda- ríkjamanna þó ennþá fingurinn, er óhrædd við að hlæja að sjálfri sér en tekst að gera það á hátt sem setur samfélagið í fókus frekar en hennar eigin persónu. Í Life & Beth fær ein- faldleikinn að njóta sín, efnið er ein- lægt og ekta. ■ NIÐURSTAÐA: Sjaldséð og vand- fundin gæði innan um mýgrút sjálfsmyndar-uppgjöra kvik- myndafólks af aldamótakynslóð. Drepfyndnir þættir og ferskir, ekta og tragískir. Gæðalegir grínþættir um uppgjör aldamótakynslóðarinnar Amy Schumer byggir aðalpersónuna á sjálfri sér í Life & Beth Í dag þriðjudag 21. júní 2022 kl 14:00 verður stórum áfanga fagnað, en þá munu Hollvinir afhenda skjólgóðan garð við Grensásdeild eftir gagngerar endurbætur. Guðrún Pétursdóttir formaður Hollvina Grensáss og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs LSH, flytja ávörp en Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra veitir garðinum viðtöku ásamt Sigríði Hermannsdóttur iðjuþjálfa, sem er fulltrúi skjólstæðinga deildarinnar. Gradualekór Langholtskirkju syngur undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur. Í meira en aldarfjórðung hafa Hollvinir Grensáss staðið þétt við bakið á deildinni og notið stuðnings lands- manna við að styðja starf deildarinnar. Mætum á staðinn og sýnum stuðning í verki. Bítillinn Paul McCartney varð 80 ára þann 18. júní og fagnaðarlátanna varð ekki síst vart á öldungadeildar- fundum á Facebook þar sem aðdáendur fóru í mannjöfnuð og deildu uppáhaldslögum sínum með afmælisbarninu. „Þetta er bara minn meistari,“ segir Grímur Atlason, kollegi Pauls í bassaleiknum og fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar. toti@frettabladid.is „Ég er tíu sinnum meiri McCartney- maður en næstmesti McCartney- maður landsins, sama hvað þú segir: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10,“ skrifaði blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson á Facebook laust fyrir hádegi laugardaginn 18. júní í tilefni af átt- ræðisafmæli bítilsins Pauls McCartney. Y f i r l ý s i n g u n n i fylgdi síðan You- Tu b e -my nd b a nd af McCartney taka lag ið Maybe I'm Amazed, með hljóm- sveit sinni Wings, á tón- leikum 1976. Grímur Atlason, bassaleikari og framkvæmdastjóri Geðhjálpar, gerði hins vegar pena athugasemd við yfirlýsingu frummælandans: „Er samt ekki viss … taldirðu mig með?“ Bestu bassalínurnar „Hann kunni að stilla gítar. End of story,“ segir Grímur þegar hann er spurður hvað geri hann besta Bítilinn áður en honum er bent á að heldur sé þessi yfirlýsing snubbótt þegar annað eins afmælisbarn eigi í hlut. „Þetta er helvíti góð lína samt. Þetta tengir þetta í rauninni allt saman. John var alveg „raw tal- ent“ og geggjaður,“ heldur Grímur áfram og bendir á að McCartney hafi, umfram hæfileikana og sem oft er vanmetið, líka verið dálítið ferkantaður. „Hann var sko líka kassi. Hann var leitandi. Hann var kassi og hann var svona maður sem hélt farar- tækjunum gangandi. Menn hafa oft gert lítið úr honum út af því en mér fannst hann sko alltaf bara mesti meistarinn. Og hann var náttúrlega bassaleik- ari líka, en hann er auðvitað ekki bassaleikari. Þess vegna er hann svona góður bassaleikari,“ segir Grímur um þversagnakenndan kollega sinn á strengjunum fjórum. „Hann var bara píanómaður og gítarmaður og svo þurfti bara ein- hver að spila á bassa og þá gerði hann það og kom náttúrlega bara með margar af bestu bassalínunum og mótaði bassaleik, öðruvísi.“ Ógeðslega flott Grímur segir bassa- leikinn svo f lottan hjá Paul að hann hey rist ek ki þótt hann heyrist. Svo haldið sé áfram með þversagnirnar í fari McCartneys. „Þú heyrir ekki en þú heyrir það líka ef þú hlustar á línurnar. Þetta er ógeðslega f lott og svo syngur hann yfir þetta. Þú veist, að vera að spila svona á bassa og syngja. Það er náttúrlega eitthvert rugl á milli heilahvela sem við höfum ekki, sko.“ Og þessar melódíur hans, maður! Og þessi lög. Alveg ógeðslega mörg lög. Þetta er hrikaleg náðargáfa sem hann fékk.“ Tímaritið Variety birti lista yfir 80 bestu lög McCartneys um helg- ina með þeim fyrirvara að valið var næstum vonlaust og að vonandi verði Paul 120 ára en sá árafjöldi myndi gera það aðeins auðveldara að þrengja valið. Senjoríta í kjól „Ég skoðaði þennan lista og þar í 79. sæti er She Loves You. Ég meina … Jafn ferskur í tuttuguþúsundasta skipti Paul McCartney eldhress á sviði seint á síðasta ári og enn er hann að. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY fyrir mér var það lagið sem bara breytti öllu,“ segir Grímur og rifjar upp fyrstu kynni sín af laginu þegar hann var fjögurra ára og það var spilað af fyrri plötunni í safni bestu Bítlalaganna sem skiptist milli rauðu plötunnar og þeirrar bláu. Platan hafði að v ísu far ið umslagavillt í einhverju partíinu þannig að Grímur fann hana í sól- strandatónlistarumslagi kenndu við Y viva Espana. „Þetta var allt í ruglingi og ég fattaði ekkert og spil- aði þetta bara endalaust og hélt í tvo eða þrjá mánuði að Bítlarnir væru kona í f lamenco-kjól. Svona sen- jóríta sem var á plötuumslaginu.“ Móðir Gríms leiðrétti misskiln- inginn og hann batt sitt trúss við jakkafataklæddu fjórmenningana og ekki síst Paul sem hann segir ekki síður hafa risið hátt eftir að Bítlarnir hættu. Magnað vænghaf „Wings er stórkostlegt band og nátt- úrlega lög eins og Maybe I´m Ama- zed, sko. Þetta er náttúrlega rosalegt lag. Þetta er náttúrlega alveg sturlað lag. Þetta voru bara lög sem maður hlustaði á. Þeir komu bara Wings- ararnir og dældu út lögum,“ segir Grímur og minnir á að ekki megi heldur gleyma frábærum sóló- plötum McCartneys. Þá bætir Grímur við að heldur megi ekki taka af McCartney hversu lagið honum er að skapa tónlistinni umgjörð, gott „show“. Hann er ekki eitthvað alltaf að fela sig í því að vera nógu skrýtinn eitthvað,“ segir Grímur, sem hefur séð kappann fjórum sinnum á tónleikum. Alltaf jafn gaman „Ég kom svo snemma á fyrstu tón- leikana sem ég sá af því ég var svo spenntur þannig að ég var fyrir utan og hlustaði á sándtékkið og þar var bara rennandi í Hey Jude og Yest- erday. Til að æfa sig. Þetta voru örugglega tuttugustu tónleikarnir á túrnum og þegar hann tók Yesterday á tónleikunum, sem er náttúrlega ofspilað, þannig lagað, var það eins og hann væri að taka þetta í fyrsta skipti. Þá skildi maður að hann fattar þennan þátt í „showbissnisinum“ og hvernig það sem þú gerir er metið ef þú vandar þig, leggur þig fram. Þess vegna er hann svona risastór, ennþá. Af því að hann gerir þetta svo ekta og manni líður svo vel vegna þess að manni finnst þetta svo vel gert og lítur út fyrir að vera gaman. Að spila þetta lag í þúsundasta skipti. Eða tuttuguþúsundasta eða hvað það er og það er alltaf bara, vá!“ Grímur stefnir ótrauður á að ná McCartney á tónleikaferð sinni þegar hann fer um Evrópu. „Af því að þetta er alltaf skemmtilegt. Þú veist, á meðan Rolling Stones taka átján lög þá tekur Paul McCartney 30,“ segir Grímur og hlær. „Rolling Stones, munurinn á þeim einhvern veginn er að þar er bara ótrúlegt magn en þú veist örfáar perlur. Alveg örfáar.“ ■ Grímur Atlason 16 Lífið 21. júní 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 21. júní 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.