Fréttablaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 13
Mannekla í ákveðnum
störfum á ekki að stýra
því hvort fólki sé leyft
að vinna eins lengi og
það langar og getur.
Á síðustu
árum hefur
undirrit-
aður horft
upp á það,
hvernig
eldri borg-
arar hafa,
hvað eftir
annað,
setið eftir,
þegar þeim
fjármun-
um, sem
þjóðfélagið
hefur til
skiptanna,
hefur verið
útdeilt.
Síðustu árhundruðin hefur marg-
vísleg réttindabarátta farið fram,
þar sem hinir ýmsu þjóðfélags-
hópar, sem minna hafa mátt sín,
hafa reynt að sækja aukinn rétt, til
valda, velferðar og fjármuna.
Karlar lengst af með undirtökin
Lengi voru völd og réttur í höndum
karla, oft þeirra eldri, einkum ef
þeir réðu fyrir miklum fjármunum
og/eða komu af ættum, sem höfðu í
gegnum ár og aldir tryggt sína stöðu
og forréttindi í þjóðfélaginu.
Framsókn kvenna
Á seinni hluta nítjándu aldar fóru
kvenskörungar í vaxandi mæli af
stað með kröfugerð, fyrst, um rétt
til að greiða atkvæði um hverjir
skyldu fara með völdin, og svo, eða
jafnhliða, um það, að geta boðið sig
fram til þingsetu.
Á Norðurlöndum riðu Finnar
á vaðið með fullan kosningarétt
kvenna 1906, Norðmenn 1913,
Danir 1915 og við Íslendingar
komum svo með óvenjulegan kosn-
ingarétt kvenna, líka 1915. Bara fyrir
40 ára og eldri.
Annars konar barátta fyrir
auknum réttindum
Í millitíðinni hafa alls kyns hópar
háð baráttu fyrir stöðu sinni og
réttindum í þjóðfélaginu, og ber
þar hæst barátta hinsegin fólks og
transfólks fyrir sínum réttindum.
Margvísleg önnur réttindabarátta
hefur verið í gangi: Barátta kvenna
fyrir rétti til fóstureyðinga, barátt-
an fyrir rétti til menntunar, launa
og lífskjara, velferðar og öryggis,
sjúkraþjónustu og nú, kannske síð-
ast, fyrir rétti kvenna til að fá frið
fyrir áleitni og áreiti karla, nema
ef/þegar þær vilji og þeim hentar.
MeToo.
Sumt af þessu virkar reyndar
skrýtið, annað yfirkeyrt.
Lögmál frumskógarins
Í harðri samkeppni um réttindi,
velferð og völd í þjóðfélaginu gildir
oft einfalt lögmál: Þeir sterku verða
ofan á og þeir veiku, þeir sem minna
mega sín, verða undir.
Ellin laskað skeið
Þegar menn eldast og horfa upp á
aldurinn, með öllu því, sem honum
fylgir, færast yfir sjálfa sig, ættingja,
vini og aðra samferðamenn, opnast
augun fyrir því, að ellin er laskað
lífsskeið fyrir flestum.
Staðan verður auðvitað verst, ef
heilsa og geta, ekki sízt sú andlega,
bila. Hvernig eiga menn þá að bjarga
sér í gegnum þann brimgarð kvaða
og skyldna, sem þjóðfélagið leggur
þeim á herðar?
Á síðustu árum hefur undirrit-
aður horft upp á það, hvernig eldri
borgarar hafa, hvað eftir annað,
setið eftir, þegar þeim fjármunum,
sem þjóðfélagið hefur til skiptanna,
hefur verið útdeilt.
Réttur hins sterka
Hér kemur auðvitað að því, sem
áður var nefnt; rétti hins sterka.
Yngri kynslóðir virðast jafnan hafa
tilhneigingu til að skammta sér
fyrst. Fatlaðir, sjúkir og aldnir koma
svo aftar á merinni.
Framlag eldri borgara
grundvöllurinn
Ef menn fara um stræti og torg
þorpa og bæja, eða um sveitir
landsins, vítt og breitt, blasa við
innviðir – margvísleg verk manna
og mannvirki; vegir, brýr, hafnir,
f lugvellir, virkjanir, gróðursvæði og
skógar, skólar, sjúkrahús og bygg-
ingar hvers konar – sem yngri kyn-
slóðirnar, ráðandi kynslóðir, nota
sér og nýta til síns lífs og athafna.
Að verulegu leyti eru það eldri
borgararnir, 70 ára og eldri, sem
lögðu alla þessa innviði af mörkum,
gerðu yngri kynslóðunum fært að
njóta lífsins í þeim mæli, sem þeir
gera, með löngu og miklu vinnu-
framlagi, útsjónarsemi og úrræð-
um, svo og sínum skattagreiðslum.
Lögðu grundvöllinn.
Skuld greidd
Mat undirritaðs er, að eldri borg-
arar hafi þá þegar jafnað skyldur
sínar og skuld við samfélagið, eftir
50 ára vinnu- og skattaframlag, og,
að tími sé til kominn, þegar menn
verða 70 til 75 ára, að þeir fái frið
fyrir f járhagslegri kröfugerð og
framlagi til samfélagsins.
Ég vil leggja fyrir þá hugmynd
og tillögu, að frá 70 ára aldri lækki
skattar og skyldur til þjóðfélagsins
um 20% á ári, þannig, að, þegar
75 ára aldri er náð, verði skatta-
skyldur við þjóðfélagið komnar
niður á núll. Fyrir alla. Menn greiði
þó áfram fjármagnstekjuskatt; af
vaxtatekjum, arði af verðbréfum,
leigu o.s.frv.
Betra líf og örvun hagkerfisins
Ætla má, að allir eldri borgarar, sem
vettlingi geta valdið, myndu nýta
aukin fjárráð til eyðslu og neyzlu
– f lestir vita, að þeir fara ekki með
neitt með sér – og myndi niðurfell-
ing beinna skatta á 70 ára og eldri,
skila sér í aukinni neyzlu, sem um
leið þýddi ákveðna viðbótargrósku
fyrir efnahagslífið.
Líka má ætla, að betra líf myndi
bæta líðan og heilsufar.
Jöfnun tekjumissis hins
opinbera
Í næstu grein, mun ég fjalla um
tekjumissi ríkis og sveita við skatt-
leysi eldri borgara og leiðir til jöfn-
unar. n
Nýtt sjónarhorn í jafnréttismálum
Ole Anton
Bieltvedt
samfélagsrýnir og
dýraverndarsinni
Heilbrigðisráðherra vill nú leggja
fram frumvarp um að hækka
hámarksaldur opinberra heilbrigð-
isstarfsmanna í 75 ár til samræmis
við þá sem eru sjálfstætt starfandi.
Frumvarpið er lagt fram af neyð,
vegna alvarlegs ástands í heilbrigð-
ismálum. Þetta hefur verið umdeilt
og hefur ýmsum sjónarmiðum verið
haldið á lofti.
Flokkur fólksins lagði fram til-
lögu í borgarstjórn árið 2019 um
sveigjanleg starfslok. Eldra fólk og
öryrkjar sem treysta sér til að vera
á vinnumarkaði eiga að geta það án
skerðinga. Flokkur fólksins lagði
aftur fram tillögu nú á nýju kjör-
tímabili um að leitað verði leiða
til að bjóða eldri borgurum upp á
sveigjanlegri vinnulok. Tillagan
nær til allra eldri borgara sem starfa
á vegum Reykjavíkurborgar en nú er
fólki gert að hætta störfum við sjö-
tugsaldur, hvort sem því líkar það
betur eða verr.
Lengi hefur það gilt að opinberir
starfsmenn láti af störfum sjötugir
að aldri, sama á hvaða sviði þeir
eru. Reykjavíkurborg getur tekið
ákvörðun um sveigjanleg starfslok
sé áhugi fyrir því. Hér er um pólit-
íska ákvörðun að ræða. Ýmist gæti
viðkomandi haldið áfram vinnu
á starfssamningi sínum eða gert
nýjan og að sjálfsögðu njóta sömu
kjara og áður.
Við í Flokki fólksins fögnum
vissulega hverju skrefi í átt til rétt-
lætis svo sem að eldra fólk ráði því
sjálft hvenær það fari af vinnu-
markaði og geti það án skerðinga.
Sveitarfélagi er ekki skylt að fylgja
almannatryggingalögum þegar
kemur að skerðingum og getur því
bætt kjör þessa hóps með því að
taka sjálfstæða ákvörðun í þeim
efnum. Borgaryfirvöld geta með
virkum hætti stuðlað að sveigjan-
leika. Árið 2016 kom út skýrsla í
tengslum við aldursvænar borgir
og þá voru lagðar til ýmsar leiðir að
sveigjanlegum starfslokum. Ein til-
lagan var um atvinnuþátttöku eldri
borgara, þ.m.t. að skoða leiðir til að
Reykjavíkurborg bjóði upp á meiri
sveigjanleika í starfslokum starfs-
manna sinna. Vegferð sem hófst
fyrir meira en sex árum er enn á
byrjunarreit hjá síðasta og núver-
andi borgarmeirihluta. Vel kann að
vera að eitthvað sé í farvatninu en
engar upplýsingar fást.
Burt með girðingar
Það eru mannréttindi að geta tekið
ákvarðanir um atvinnumál sín
eins og annað í lífinu. Mannekla í
ákveðnum störfum á ekki að stýra
því hvort fólki sé leyft að vinna eins
lengi og það langar og getur. Það
er missir fyrir samfélagið að sjá á
eftir fólki af vinnumarkaði fyrir
þær einar sakir að ná sjötugsaldri.
Um er að ræða dýrmætan mann-
auð. Reykjavíkurborg hefur verið
óvenju þversum að mati Flokks
fólksins þegar kemur að sveigjan-
legum vinnulokum. Í stað þess að
sjá ávinninginn, svo ekki sé talað
um réttlætið í frelsi einstaklings til
að vinna eins lengi og hann vill og
getur, hefur borgin sett skorður og
girðingar. Það helsta sem boðið er
upp á nú er heimild til að óska eftir
undanþágu til eins árs hverju sinni.
Ekki er vitað hversu auðfengin slík
undanþága er. Sérstakt leyfi þarf frá
borgarstjóra.
Flokkur fólksins segir burt með
girðingar og hindranir þegar kemur
að aldri og atvinnumálum. Borgin,
sem stærst sveitarfélaga, á að vera
leiðandi í að afnema eldgömul og
úrelt ákvæði. Þvinguð starfslok
eru ekki til góðs, valda oft kvíða og
þunglyndi meðal eldra fólks. Um
er að ræða jafnréttis- og mannrétt-
indamál og frelsi til að velja. n
Að hafa val um starfslok
Kolbrún
Baldursdóttir
oddviti Flokks
fólksins í borgar-
stjórn Reykjavíkur
MIÐVIKUDAGUR 27. júlí 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ