Fréttablaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 20
Þrátt fyrir að hafa ekki verið fastráðin atvinnu- flugmaður né loftsiglinga- fræðingur átti Erna að baki 217 klukkustundir sem flugmaður og 462 klukkustundir sem loft- siglingafræðingur. Erna fékk ung mikinn áhuga á flugi. MYND/FLUGAKADEMÍA ÍSLANDS Erna Hjaltalín verður heiðruð á Reykjavíkurflugvelli á fimmtu- daginn. arnartomas@frettabladid.is Á fimmtudaginn stendur Flugakademía Íslands fyrir athöfn á Reykjavíkurflug- velli þar sem Erna Hjaltalín verður heiðruð. Erna var mikill frumkvöð- ull í íslenskri f lugsögu og varð fyrsta konan til að taka einkaflugmannspróf, atvinnuflugmannspróf og öðlast rétt- indi sem loftsiglingafræðingur. Erna fæddist 12. mars 1932, dóttir Svönu og Steindórs Hjaltalíns, sem var mikill f lugáhugamaður. Hún fékk fljótt mikinn áhuga á flugi og hóf sextán ára gömul formlegt f lugnám. Að loknu einkaflugmannsprófi, á 18 ára afmælis- degi sínum, eignaðist hún sína eigin eins hreyfils Piper Club. Allir samnemendur Ernu voru karl- menn og fengu fastráðningu hjá Loft- leiðum að loknu atvinnuf lugmanns- prófi. Erna fékk því miður ekki sömu tækifæri en hélt samt áfram að fljúga og hóf nám í loftsiglingafræði árið 1952 og fékk réttindi sem loftsiglingafræðingur 1956. Hún hóf störf sem flugfreyja hjá Loftleiðum 1952 og varð yfirflugfreyja félagsins árið 1960. Þrátt fyrir að Erna hafi hvorki verið fastráðin atvinnuf lugmaður né loft- siglingafræðingur átti hún þó að baki 217 klukkustundir sem f lugmaður, 462 klukkustundir sem loftsiglinga- fræðingur og sem flugfreyja flaug Erna í f leiri tugi þúsunda klukkustunda. Hún lést þann 14. maí 2021. Afkomendur í heiðursflugi Við athöfnina á fimmtudag verður ein af kennsluvélum skólans nefnd eftir Ernu en Flugakademían hefur áður heiðrað f lugfrumkvöðla með sama hætti. Þar á eftir mun Óskar Pétur Sæv- arsson, forstöðumaður akademíunnar, taka afkomendur Ernu í stutt f lug um borð í vélinni. „Það er svona draumur að það verði ágætisveður, við getum verið úti með vélina og haft fána yfir nafninu, og svo smá kaffi og kökur,“ segir Óskar Pétur. Frá því að Erna hóf flugferil sinn hefur jafnrétti innan stéttarinnar batnað til muna og í dag eru kynjahlutföll f lug- manna á Íslandi með þeirra bestu í heiminum. „Það skiptir engu máli í f lugi með hverjum þú flýgur. Við erum með staðl- aðar vinnureglur og vinnum öll að sama markmiði,“ útskýrir Óskar Pétur. „Sem flugmönnum skiptir kyn eða litarháttur þess sem við fljúgum með okkur engu máli. Það er bara ekki boðið upp á það í flugi þar sem öryggi og samvinna skiptir langmestu máli.“ ■ Heiðursathöfn Ernu Hjaltalín Árið 1903 komu Norðmaðurinn Rasmus Hallseth og Svíinn David Fernander til Íslands til að sýna kvikmyndir. List- greinin var á þeim tíma enn kornung og urðu Reykvíkingar því augljóslega spenntir þegar auglýst var að þeir gætu séð „stórkostlegustu, fegurstu og fróð- legustu lifandi myndir sem nokkru sinni hafa verið búnar til“ í Iðnó. Myndefnið var meðal annars fengið úr dýragarði London, borgarastríðinu í Suður-Afr- íku og frá krýningu Játvarðar konungs sjöunda. Þessi sýning markaði upphaf bíó- menningar í höfuðstaðnum en fyrsta kvikmyndahúsið sem starfrækt var í Reykjavík var Reykjavíkur Biografthea- ter sem sett var upp í Aðalstræti 8, sem síðar var þekkt sem Fjalakötturinn. Það var eina kvikmyndahús Reykjavíkur fram til 1912 þegar Nýja bíó var sett upp í sal Hótel Íslands. ■ Þetta gerðist 27. Júlí 1903 Fyrsta kvikmyndasýning Reykjavíkur haldin í Iðnó Reykvíkingar kynntust fyrst lifandi myndum í Iðnó. 1821 Perú fær sjálfstæði frá Spáni. 1895 Vígð brú á Þjórsá við Þjótanda að viðstöddu fjöl- menni. Sú brú var notuð í rúmlega hálfa öld. 1896 Tólf læknar og þrír læknanemar sækja fyrsta lækna- fund á Íslandi, sem haldinn er í Reykjavík og stendur í fjóra daga. 1898 Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi, sem Oddfellow- reglan í Danmörku gaf Íslendingum, er vígður með viðhöfn. 1957 Vígð kirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og nefnd Hallgrímskirkja, til minningar um sálmaskáldið og prestinn Hallgrím Pétursson, sem þjónaði þar síðustu áratugi sína í embætti. 1960 Norðurlandaráð heldur þing sitt í fyrsta sinn á Ís- landi. 1974 Þjóðhátíð til minningar um 11 alda byggð á Íslandi er haldin á Þingvöllum. Þangað streymdi um fjórð- ungur þjóðarinnar. Alþingi hélt hátíðarfund og sam- þykkti ályktun um gróðurvernd og landgræðslu. 1983 Fyrsta breiðskífa Madonnu, Madonna, kemur út. 1985 Íslandsmet sett í fallhlífarstökki á Akureyri er fimm fallhlífarstökkvarar mynduðu stjörnu og héldu henni í 45 sekúndur. Merkisatburðir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Hólmsteinn Þórarinsson loftskeytamaður, lést á HSN á Siglufirði 16. júlí sl. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 29. júlí kl. 13.00. Jóninna Hólmsteinsdóttir Grímur Laxdal Sigurður Hólmsteinsson Sigurlaug Þórhallsdóttir Díana Hólmsteinsdóttir Viðar Konráðsson Oddný Hólmsteinsdóttir Markús Ingason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær bróðir minn, Ólafur Þór Friðriksson verslunarmaður, áður til heimilis að Krummahólum 6, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 16. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 28. júlí kl. 11. Páll Friðriksson Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Kjartan Jónsson innanhússarkitekt, lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 20. júlí síðastliðinn í faðmi dætra sinna. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 28. júlí klukkan 13. Helga Sjöfn Kjartansdóttir G. Magni Ágústsson Margrét Una Kjartansdóttir Kristinn J. Magnússon Helgi Birgisson Margrét Agnarsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Pálsson Þverbraut 1, Blönduósi, áður til heimilis við Kálfshamarsvík á Skaga, lést á HSN Blönduósi laugardaginn 16. júli. Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 30. júlí kl. 14.00. Hægt verður að nálgast streymi frá útförinni á Facebook síðu Blönduóskirkju. Alda Dagbjört Friðgeirsdóttir Guðbjörg Sigurðardóttir Kristján Þröstur Jónsson Gerður Eyrún Sigurðardóttir Sigurjón Kjartansson Heiðdís Björk Sigurðardóttir Marías Bjarni Viggósson Guðný Sigurðardóttir Kjartan Már Kjartansson barnabörn og barnabarnabörn. TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 27. júlí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.