Fréttablaðið - 04.08.2022, Síða 8
Betur borgandi ferða
menn eru ágætir en
þeir kosta líka meira
og það hefur áhrif á
kostnað fyrirtækjanna
að sinna þeim.
Ég hef lengi talað fyrir
því að draga þurfi úr
opinberu eignarhaldi á
íslenska fjarskipta
markaðnum.
Skarphéðinn Berg Steinars-
son ferðamálastjóri var
gestur í sjónvarpsþættinum
Markaðinum sem sýndur
var á Hringbraut í gær. Hann
segir að endurreisn ferðaþjón-
ustunnar sé hafin og að við
ættum að forðast að einblína
eingöngu á þá ferðamenn sem
eyða meiru og dvelja lengur.
magdalena@frettabladid.is
Fjölbreytileikinn er einn helsti
styrkleiki ferðaþjónustunnar á
Íslandi og ekki er æskilegt að ein-
blína eingöngu á þá ferðamenn sem
dvelja lengur og eyða meiru.
Þetta sagði Skarphéðinn Berg
Steinarsson ferðamálastjóri í sjón-
varpsþættinum Markaðinum sem
sýndur var á sjónvarpsstöðinni
Hringbraut í gær.
„Dreifing á þjóðernum og dreifing
á tegund ferðamanna er góð og við
eigum að einblína á það. Þegar það
verður samdráttur eða eitthvað
sem hefur áhrif á eftirspurn í ferða-
þjónustu á okkar markaðssvæðum
þá er gott að hafa fleiri markaði til
að ganga að,“ segir Skarphéðinn og
bætir við að mikilvægt sé að huga að
langtíma stefnumörkun fyrir ferða-
þjónustuna.
„Betur borgandi ferðamenn eru
ágætir en þeir kosta líka meira og
það hefur áhrif á kostnað fyrir-
tækjanna að sinna þeim. Það þarf
sérhæfð fyrirtæki til að sinna þeim
og þetta eru ferðamenn sem eru
með aðrar neysluvenjur og annað
ferðamynstur en aðrir ferðamenn.
Þeir eru líka oftar að breyta ferða-
plönunum þannig ég held að það sé
ekki nein allsherjar lausn á okkar
málum að einblína á þá.“
Skarphéðinn segir að ljóst sé að
endurreisn ferðaþjónustunnar sé
hafin. Sumarið hafi gengið vel í
greininni og vísbendingar séu um
að tölurnar séu á pari við 2019.
Ferðaþjónustan hafi með mikilli
tekjustýringu náð að hækka verð
þegar eftirspurnin tók við sér.
„Það er spurning hvernig kostn-
aðarliðurinn er að leika ferðaþjón-
ustuna. Við erum að gera ráð fyrir
því að fjöldi ferðamanna á þessu ári
verði allavega ein og hálf milljón,
sem er í samræmi við bjartsýnustu
spár í upphafi árs.“
Skarphéðinn bætir við að ferða-
þjónustan sé í raun komin á fullt
skrið eftir tvö ár af heimsfaraldri.
„Það er alltaf mikið högg fyrir
atvinnugrein þegar allir kúnnarnir
hverfa og allar tekjur þurrkast upp.
Stjórnvöld komu að með öflugum
hætti og fyrirtækin sýndu mjög
mikinn sveigjanleika. Þau gátu
dregið úr kostnaði, sagt upp starfs-
fólki, lokað og svo framvegis,“ segir
Skarphéðinn og nefnir að með því
móti búi fyrirtækin að þessum
aðgerðum núna og því að hafa
brugðist við með þessum hætti.
Skarphéðinn segir að það sé hægt
að vera bjartsýnn þegar kemur að
ferðaþjónustunni og segist sann-
færður um að hún eigi sín bestu ár
eftir.
„Ég held það sé ágætt að vera bjart-
sýnn í þessum efnum. Við erum að
koma út úr mjög góðu sumri. Eftir-
spurnin er talsvert meiri en reiknað
var með og vonandi að menn hafi
náð að halda aftur af kostnaði. Það
eru áskoranir í haust og vetur sem
snúa að verðlagshækkunum og verð-
bólgu í okkar markaðslöndum. Það
er stríð í Úkraínu svo það er spurning
hvort það verði strúktúrbreyting á
ferðavenjum fólks.“
Skarphéðinn segir jafnframt að
þegar heimsfaraldurinn reið yfir
þá hafi ýmislegt setið á hakanum.
„Umhverfismálin eru stóru málin
sem sátu á hakanum í Covid. Það
mál hefur ekkert farið frá okkur.“
Í þættinum var auk þess rætt um
nýsköpun í ferðaþjónustu, hlutverk
Ferðamálastofu, hvað stjórnvöld
geta gert til að bæta rekstrarum-
hverfi ferðaþjónustufyrirtækja og
fleira. ■
Segir að fjölbreytileikinn sé einn
helsti styrkleiki ferðaþjónustunnar
Skarphéðinn segir að ferðaþjónustan sé komin á fullt skrið eftir tvö ár af heimsfaraldri. SKJÁSKOT/HRINGBRAUT
Að byggja upp „start
up“ fyrirtæki síðustu ár
hefur verið einstaklega
krefjandi verkefni.
Nám:
Ég er útskrifaður BSc í tölvunar-
fræði frá HR.
Störf:
Ég er fæddur og uppalinn í sveit
og byrjaði að vinna kornungur við
sveitastörf. Fyrir fermingu fór ég
að vinna með föður mínum við
uppskipun á fiski á bryggjunni á
Sauðárkróki enda stutt að fara
úr sveitinni sem er norðan við
Sauðárkrók. Á unga aldri vann ég
þá vinnu sem bauðst, þar til ég
flutti suður í skóla. Síðan 1996 hef
ég unnið við hugbúnaðargerð,
bæði hérlendis sem og erlendis.
Tuttugu árum síðar, 2016, stofn-
uðum ég og konan mín fyrirtækið
Crossing the line ehf. og höfum
stýrt því fram á þennan dag.
Fjölskylduhagir:
Ég er kvæntur Laufeyju Dóru
Wilhelmsdóttur. Ég á son og tvær
dætur úr fyrri samböndum og
Laufey á eina dóttur.
Guðmundur Jón Halldórsson,
framkvæmdastjóri og stofnandi
Crossing the line, hefur gaman
af hjólreiðum og útiveru. Hann
segir það hafa verið einstaklega
krefjandi verkefni að byggja upp
nýsköpunarfyrirtæki.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Hjólreiðar og útivera, sveppa- og
hamprækt, vísindi og heimspeki.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Það eru margar bækur sem hafa
haft mikil áhrif á mig og má þar
nefna „East of Eden“ eftir John
Steinbeck, „Leitin að tilgangi lífsins“
eftir Viktor Frankl og „Sapiens“ eftir
Yuval Noah Harari.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin á undanförnum miss-
erum?
Að byggja upp „startup“ fyrir-
tæki síðustu ár hefur verið einstak-
lega krefjandi verkefni. Við erum
staðsett bæði hérlendis og erlendis.
Verkefnin hafa verið fjölbreytt,
allt frá sveppa- og hamprækt á
tilraunabúi í Eyjafirði yfir í fjár-
tæknilausnir. Afrakstur af þessari
miklu vinnu eru lausnirnar Open
banking og Open finance. Mark-
mið fjártæknilausnanna er að gefa
fyrirtækjum aðgang að sýndarfjár-
málastjóra og sýndarbókara sem í
sameiningu einfalda reksturinn,
lækka kostnað ásamt því að segja
þér ef það eru vandamál í rekstri og
hvernig á að leysa þau.
Hvaða áskoranir eru fram undan?
Stóra áskorunin fram undan er
að koma okkar fjártæknilausnum á
erlendan markað, sem verður bæði
erfitt og skemmtilegt.
Hvar sérðu þig eftir 10 ár?
Að ferðast og njóta lífsins.
Ef þú þyrftir að velja annan starfs-
frama, hvað yrði fyrir valinu?
Eðlisfræði hefur ávallt heillað
mig, upphaflega ætlaði ég þá leið í
gegnum lífið. Stjarneðlisfræði yrði
fyrir valinu.
Hver er uppáhaldsborgin þín?
Belgrad hefur upp á að bjóða
mikla og skrautlega sögu og hefur
verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég
kom þangað fyrst. ■
Vinnur að því að koma fjártæknilausnum á erlendan markað
■ Svipmynd
Guðmundur Jón
Halldórsson
Guðmundur
segir að borgin
Belgrad sé í
miklu uppáhaldi
hjá honum.
MYND/AÐSEND
magdalena@frettabladid.is
Opinber rekstur er of mikill á
íslenskum fjarskiptamarkaði að
mati Orra Haukssonar, forstjóra
Símans. Orri var gestur í sjónvarps-
þættinum Markaðinum sem sýndur
var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut
í gær.
„Ég hef lengi talað fyrir því að
draga þurfi úr opinberu eignarhaldi
á íslenska fjarskiptamarkaðnum
og að virkja mætti kraft í gegnum
einkafjármagnið í þeim geira,“
segir Orri og bætir við að Gagna-
veita Reykjavíkur, sem nú heiti
Ljósleiðarinn, hafi lýst því yfir að
félagið sé að skoða að fara í hluta-
fjáraukningu.
„Ég vona að sú hlutafjáraukning
verði ekki frá opinberum aðilum
eins og hingað til.“ Orri segir að
ESA hafi bent á að þeir brjóti ríkis-
styrktar reglur EES-samningsins og
að það sé ámælisvert.
Í þættinum var einnig rætt um
sölu Símans á Mílu til franska sjóða-
stýringarfyrirtækisins Ardian og
ákvörðun Samkeppniseftirlitsins
að hleypa ekki viðskiptunum í gegn
án skilyrða. Þá var auk þess rætt
um innleiðingu 5G og hvað sé fram
undan hjá Símanum. ■
Segir að draga
þurfi úr opinberu
eignarhaldi
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
8 Fréttir 4. ágúst 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 4. ágúst 2022 FIMMTUDAGUR