Fréttablaðið - 04.08.2022, Page 10
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Flugið er
hvað við-
kvæmast
fyrir þess-
um breyt-
ingum,
enda eru
tveir helstu
flugvellir
landsins
á áhrifa-
svæði
þessara
eldsum-
brota.
Hugur
minn og
annarra
lands-
manna
er hjá
þeim sem
búa næst
eldsum-
brotunum.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur í skáldsögum
sínum skotið lífinu sjálfu ref fyrir rass að því leyti
að svo virðist sem lífið hafi líkt eftir listinni, fyrst
með veirunni í Eylandi og síðan með eldsumbrotum
á Reykjanesi í Eldunum. Í upphafi bókarinnar
Eldarnir – ástin og aðrar hamfarir, vitnar hún í
bók Freysteins Sigmundssonar, Magnúsar Tuma
Guðmundssonar og Sigurðar Steinþórssonar þar
sem talað er um að bræðslusvæðið í möttlinum þar
sem bergkvikan myndast sé eins konar eldhjarta
Íslands. Við höfum á síðustu misserum fundið vel
fyrir kraftinum sem býr í þessu eldhjarta landsins,
krafti sem er bæði skapandi og eyðileggjandi. Og
nú er eldgos hafið að nýju á svipuðum slóðum og í
fyrra.
Um leið og við eigum tilvist landsins okkar
eldsumbrotum að þakka þurfum við að búa okkur
undir það versta en vona um leið það besta. Ríkis
stjórnin hefur frá því óróinn á Reykjanesi hófst
verið með puttann á púlsinum. Við erum við öllu
búin með okkar færustu vísindamenn, sem eru í
hópi færustu vísindamanna heimsins á þessu sviði,
til ráðgjafar í samvinnu við Almannavarnir og
heimamenn.
Fólk hefur skiljanlega áhyggjur við þær aðstæður
sem eru uppi. Við vorum heppin að eldgosið í Geld
ingadölum var máttlítið. Við vorum þegar það gos
hófst reiðubúin að ryðja upp varnargörðum til að
vernda Suðurstrandarveg en ekki kom til þess. Og
við erum viðbúin að verja eins og kostur er vegi til
og frá byggðinni á Reykjanesi eftir því sem gosinu
vindur fram. Síðustu ár hefur einnig verið unnið að
því að byggja upp varaflugvelli á Egilsstöðum og
Akureyri auk þess sem tilvist Reykjavíkurflugvallar
hefur verið varin.
Hugur minn og annarra landsmanna er hjá þeim
sem búa næst eldsumbrotunum. Það er erfitt að búa
við slíkt og mikið álag á börn og fullorðna. Við þau
vil ég segja að svæðið er vaktað eins og hægt er og
brugðist verður við því sem verður af öllum þeim
krafti sem samfélagið býr yfir. n
Eldhjarta Íslands
Sigurður Ingi
Jóhannsson
innviðaráðherra
ser@frettabladid.is
Flug og gos
Auðvitað er Ísland stórasta land
í heimi þegar kemur að kenjum
náttúrunnar. Aftur og endur
tekið getur þetta land elds og
ísa boðið upp á flug og gos. Og
ekkert annað land í heiminum
er í færum til þess að beina
alþjóðafluginu til landsins með
jafn skýrum hætti og að fljúga
fram hjá eldglæringum í sjálfri
lendingunni. Heita má að braut
arljósin komi upp úr jörðinni.
Þar af leiðandi eru jarðeldarnir
í göngufæri frá flugstöðinni,
aftur og nýbúið, en vörumerki
af þessu tagi í ferðaþjónustunni
getur bara ekki klikkað.
Fögnuður
Grindvíkingar héldu upp á
gærdaginn með kökutertum og
öðru kruðeríi, enda ángskotans
skjálftahrinan að baki sem
haldið hefur fyrir þeim vöku svo
sólarhringunum skiptir. Ber nú
nýrra við í þeirra lífi með hæg
fljótandi gosi sem lullar sína leið
í Meradölum. En þeir vita líka
hvaða afleiðingar það hefur fyrir
bæjarlífið. Vart verður sofið fyrir
drynjandi þyrluhljóðum yfir
bænum næstu vikurnar, jafnvel
mánuði, ef ekki ár, en þess utan
verður bærinn svo yfirfullur af
ferðamönnum, íslenskum og
erlendum, að heimamönnum
verður fyrirmunað að ferðast
um eigin bæ. Voru skjálftarnir
þá skárri? n
Eldgosahrinan sem hafin er á Reykja
nesskaga er bæði lítil áminning og
stór. Hún er lítil að því leyti að jarð
eldarnir hafa til þessa logað á einstak
lega heppilegu svæði, svo mjög raunar
að hægt er að kalla þá þægilegt ferðamannagos
í göngufæri frá þjóðleiðinni um suðurströnd.
En hún er stór í öðru tilliti, einkum og sér
í lagi hvað varðar innviði landsins, f lugvelli,
þjóðvegi og raflínur, enda bendir endurtekin
eldvirkni til þess að nýtt og langvarandi gos
tímabil sé hafið á suðvesturhorni landsins þar
sem mestur hluti landsmanna býr og megin
hluta opinberrar þjónustu er að finna.
Enda þótt engin ástæða sé til að fara á
taugum á meðan jarðeldarnir eru staðbundnir
og geta vart eða ekki valdið skaða á mannvirkj
um, hvað þá að fólki standi hætta af þeim, er
full ástæða til að endurmeta framtíðarskipu
lagið á fjölmennasta byggðasvæði Íslands.
Ef til vill er of mikið sagt að þar hafi orðið
forsendubrestur, en breytingin er augljós og
áhrifin af henni munu að öllum líkindum vara
lengi.
Flugið er hvað viðkvæmast fyrir þessum
breytingum, enda eru tveir helstu flugvellir
landsins á áhrifasvæði þessara eldsumbrota,
en þau geta, samkvæmt rannsóknum vísinda
manna, teygt sig allt frá hafsvæðinu vestan
Reykjanestáar og austur fyrir Bláfjöll, á milli
fimm virkra belta, sem nú eru vöknuð af átta
hundruð ára dvala.
Af sjálfu leiðir að hugmyndir yfirvalda
um uppbyggingu innanlandsflugs í Hvassa
hrauni eru í besta falli í uppnámi. Fyrir vikið
er Reykjavíkurflugvöllur líklega að festa sig
áfram í sessi, enda virðist ekki hægt að setja
niður nýjan völl fyrir norðan borgina af veður
farslegum ástæðum.
En sömuleiðis verður að horfa til þess hvort
miðstöð millilandaflugs á Miðnesheiði eigi
bjarta framtíð fyrir sér á svæði sem verður lík
lega virkasta eldfjallasvæði landsins á næstu
árum og áratugum.
Það yrði reiðarslag fyrir íslenskan efnahag
ef alþjóðaflugið um Keflavíkurflugvöll myndi
stöðvast um tíma, hvað þá til langframa. Meira
og minna öll uppbygging ferðaþjónustunnar á
síðustu árum hefur beinst að suðvesturhorn
inu – og þar af leiðandi geta varaflugvellirnir á
Akureyri og á Egilsstöðum ekki tekið við þeirri
umferð nema að litlum hluta.
Allt að öllu eru Íslendingar nú áminntir um
afleiðingar þess að byggja upp alla meginþjón
ustu landsins á einu horni landsins sem safna
þar saman svo til allri þjóðinni. n
Áhrif eldanna
HVAÐ ER
AÐ FRÉTTA?
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 4. ágúst 2022 FIMMTUDAGUR