Fréttablaðið - 04.08.2022, Side 13

Fréttablaðið - 04.08.2022, Side 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 4. ágúst 2022 Nýja KFC-lína Hype þykir einkar lífleg og töff. MYND/KFC/HYPE thordisg@frettabladid.is Hvern dreymir ekki um að klæðast eitursvölum jakka myndskreyttum brakandi stökkum kjúklinga- leggjum frá KFC og skarta derhúfu í stíl? Allt getur það nú ræst því bandaríski kjúklingarisinn KFC hefur kynnt til sögunnar eigin tískufatnað í samstarfi við breska lífsstílsmerkið Hype. Fatalínan samanstendur af 47 flíkum og fylgihlutum, þar á meðal hettupeysum, sólhöttum, jökkum, bakpokum, toppum, t-bolum, jogging-buxum, derhúfum og úlpum. Sagan, matseðlar og slagorð Það sem fyllti hönnuði Hype anda- gift við hönnun KFC-línunnar, sem þykir einstaklega hressandi og súpersvöl, var saga, matseðlar og alþekkt slagorð KFC. Þá má nefna derhúfur með áletruninni „Bargain Bucket“ yfir í snjóhvíta kósígalla með rauðletruðu slagorði KFC, „Finger Lickin‘ Good“, á skálmum og bol, sem og ofurtöff „vintage“ kappakstursjakka með ísaumuðu skjaldarmerki KFC og fleira fínu. Í tískulínu Hype má líka finna skemmtilega fylgihluti, eins og hvítar og rauðar KFC-töskur, sem líta út eins og KFC-kjúklingafötur, og sérstakar drykkjartöskur. Fatalínan verður fyrst föl í vef- verslun Hype, uk.justhype.com, í dag, fimmtudaginn 4. ágúst, og í verslun Hype á Carnaby Street í Lundúnum. Þar verður mikið húllumhæ og geta gestir skapað sína eigin stuttermaboli með úrvali mynda af matseðli KFC. n Hipp og kúl KFC Ég myndi lýsa verkunum mínum sem hráum, áberandi og djörfum, segir Þórunn Heba. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Keðjuverk sem fjötra líkamann Þórunn Heba Bjarnadóttir hefur vakið athygli að undanförnu fyrir keðjur sem hún setur saman í líkamslistaverk sem hægt er að klæð- ast. Keðjurnar, skartið og fylgihlutina skapar hún undir nafninu Habe – Chainwork. 2 B Ä S T A I T E S T Bäst-i-Test 2022.s e BESTA SÓLARVÖRNIN 7 ár Í RÖÐ Fæst í Apótekum, Hagkaup, Fríhöfninni og víðar | nánar á evy.is og celsus.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.