Fréttablaðið - 04.08.2022, Page 18

Fréttablaðið - 04.08.2022, Page 18
Arnar Gauti Sverrisson er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að tískunni en hann hefur verið í tísku og hönnunarbransanum til fjölda ára og er reglulegur gestur á skjáum landsmanna í þættinum Sir Arnar Gauti á sjónvarpsstöð- inni Hringbraut. gummih@frettabladid.is Það styttist óðum í haustið og það er fróðlegt að fá Arnar til að spá og spekúlera hvort eitthvað nýtt og spennandi sé í vændum í heimi karltískunnar. „Haustið og veturinn er uppá- haldstími okkar í karlatískunni. Þá fáum við að draga fram þykkar peysur, treflana og dúnvestin og grófu skóna, sem er útlit sem við erum alltaf öruggir með. Litir hjá okkur herrunum eru mest dökkir jarðlitir. Við erum ekkert að flækja þetta of mikið,“ segir Arnar Gauti. Spurður hvort tískan verði frjálsleg eða í föstum skorðum á komandi misserum segir Arnar: „Ég tel að tískan í herrafatnaði verði í frekar föstum skorðum í haust og vetur.“ Sérðu eitthvað nýtt, hvað með húfur og sixpensara? „Það eru alltaf einhverjir straum- ar og stefnur en við elskum klassík eins og ,,Barbour“ jakka sem fara með öllu og já, ég verð að segja að sixpensarar hafa náð miklum vin- sældum síðustu misseri.“ Stíllinn hefur ekki breyst mikið með árunum Ert þú duglegur að fylgja nýjum tískulitum og hefur smekkur þinn eitthvað breyst með aldrinum? „Já, ég fylgist mjög vel með og hef alltaf gert. Við hjónin ásamt Ragnheiði og Bjarna, vinahjónum okkar, rekum saman Kroll í Kringlunni sem er kvenfataverslun og erum mikið að velta fyrir okkur vörumerkjum og tískunni í heild sinni. Minn persónulegi stíll hefur ekki mikið breyst með árunum. Ég er alltaf jafn hrifinn af klassískri fallegri hönnun sem er tímalaus, eins og til dæmis Barbour vax- jakkinn minn, sem er flík sem verður bara fallegri með tímanum og er alltaf tekinn fram í rigningu. Ég er líka mjög hrifinn af denim og annað vörumerki sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér er Ralph Lauren þar sem í raun skiptir ekki máli hvað þú ert að fara í. Það talar allt saman svo fallega. Ég dýrka að vera í denim gallaskyrtu og gallabuxum og svo tweed-jakka eða flauelsjakka yfir. Það er negla,“ segir Arnar Gauti. Leyfðum okkur að vera meira frjálslegir Hafa íslenskir karlmenn tekið ein- hverjum breytingum í fatavali og í stíl? „Já, bara yfir höfuð hafa þeir verið mun opnari fyrir sínum per- sónulega stíl í vali á fatnaði og fjöl- breytileikinn er bestur. Við erum það sem við klæðumst í karakter mætti segja.“ En tók Arnar Gauti eftir ein- hverju sem einkenndi fatastílinn í heimsfaraldrinum? „Eina sem kannski breyttist er að við leyfðum okkur að vera meira frjálslegir og kósí í klæðnaði. Ég tók eftir mörgum mönnum í jakka- peysum og þægilegum buxum kannski, til að nefna eitthvað.“ n Haustið og veturinn uppáhaldstíminn Arnar Gauti er öllum hnútum kunnugur þegar það kemur að tískunni MYND/AÐSEND Tweed jakkarnir eu vinsælir og fást í mörgum mynstrum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Trefillinn er alltaf nauðsynlegur þegar hausta tekur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Leyfum okkur að vera meira frjáls- legri og kósi í klæðum. Við erum það sem við klæðumst í karakter, mætti segja. 6 kynningarblað A L LT 4. ágúst 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.