Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.08.2022, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 04.08.2022, Qupperneq 28
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@ frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Áttu Copenhell-hring? Sveinn Waage rokkhundur og Eyjamaður með meiru „Ég vissi ekki af þessum hring, the one to rule them all, en hann væri klárlega freistandi,“ segir Sveinn Waage um Copen- hell-hringinn sem stofnendur þungarokkshátíðarinnar fengu Jónas Breka Magnússon gullsmið til þess að hanna og smíða. Fréttablaðið greindi frá því í gær að hringurinn hefði selst upp á hátíðinni í Kaupmannahöfn í lok júní þar sem Sveinn var svo upptekinn við að njóta sín í botn að tilvist rokkskartsins fór alveg fram hjá honum. „En já, ég var þarna eftir að hafa þurft að fresta tvisvar. Ég elska þessa hátíð. Ég fór á Copenhell en ekki Þjóðhátíð. Segir það ekki allt?“ spyr Sveinn, sem er annál- aður Eyjamaður og sem slíkur fastagestur í Herjólfsdal um verslunarmannahelgar. „Ég er reyndar búinn með 40 plús Þjóð- hátíðir en samt, það var líka tveggja ára hlé þar,“ segir Sveinn, sem átti ekki heiman- gengt síðustu helgi þar sem hann var fastur við að búa bílaplan undir steypu. Hann sótti sér þó ráðlagðan rokk- skammt á Lemmy á kvöldin. Hann neitar því þó ekki að helg- in hafi verið erfið og fráhvörfin frá Eyjum hafi verið tilfinnanleg. „Með Þjóðhátíð innprentaða í DNA-ið finnur maður líkamlega fyrir öllum hápunktunum í raun- tíma.“ Framkvæmdirnar og smá- skammtar af rokki á Lemmy hafi því hrokkið skammt. „Að sjá sitt fólk, fjölskyldu og vini skemmta sér konung- lega í Dalnum var ljúf- sárt en meira fallegt og fyllti hjartað af ást og stolti yfir fólkinu og fallegu Eyjunni minni.“ n n Lykilspurningin FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA Fréttavaktin býðum landsmönnum upp á fjölbreytta fréttaumfjöllun í opinni dagskrá. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti að ræða helstu mál líðandi stundar. Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga á Hringbraut og frettabladid.is Þetta er nettur vagn og allt mögulegt. Samlok­ ur, pylsur, súpur og ís. Baldur Þórhallsson 20 Lífið 4. ágúst 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ Stjórnmálafræðiprófessorinn Baldur Þórhallsson kemur úr nokkuð óvæntri átt með forláta matarvagn sem hann býður til sölu á Facebook með þeim orðum að hann sé skemmtilegur, nettur og veki mikla athygli. toti@frettabladid.is Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segist vart hafa undan að svara fyrirspurnum um matarvagn sem hann auglýsir til sölu á Marketplace á Facebook. Þar kemur fram að skemmtilegur og nettur vagninn veki mikla athygli og hafi verið notaður til að selja pylsur, samlokur og súpur. Ásett verð er 990.000 krónur en vagninum fylgja meðal annars pylsupottur, stórt samlokugrill og ísskápur þannig að í honum er fólg- ið tilvalið tækifæri til að taka þátt í „stækkandi og spennandi matar- vagnamenningu“. En hvað er prófessor í stjórnmála- fræði að vilja upp á dekk með matar- vagn? Þarna hlýtur einhver saga að liggja að baki? „Hún er nú ekki mikil,“ segir Baldur og hlær. „Það er nú einfald- lega þannig að við fjölskyldan erum með lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem heitir Hellarnir við Hellu,“ heldur Baldur áfram og bætir við að vagninn hafi verið keyptur þegar fjölskyldan opnaði fyrir almennar hellaskoðunarferðir 2020. „Við vinnum mjög stíft með hellakons- eptið og köllum hann Mathelli.“ Fjöldi svangra gesta Hellarnir við Hellu opnuðu fyrir fastar ferðir um manngerðu hell- ana tólf sem þar eru í febrúar 2020, nákvæmlega tveimur vikum áður en Covid skall á af fullum þunga og skrúfað var fyrir straum erlendra ferðamanna. Baldur segir þau því ekki hafa átt von á neinum gestum það sumarið en þau systkinin stóðu þarna um hvítasunnuhelgina í byrjun júní þegar 700 manns komu að skoða hellana. „Það stóðu bara hundruð manns á planinu hjá okkur og heimtuðu bara að fá eitthvað að borða og við urðum að fá okkur matarvagn,“ segir Baldur og hlær og vitnar síðan í systur sína. „Eins og hún segir þá vorum við þarna um hvítasunnuna og komumst ekki heim fyrr en um haustið. Við gerðum bara ekki ráð fyrir öllum þessum Íslendingum sem væru á ferðinni og vildu koma að skoða hellana.“ Þykkvabæjarkartöflusúpa Baldur segir hins vegar að nú skilji leiðir með matarvagninum þar sem öll veitingasala sé komin inn í mót- tökuna eftir breytingar. „Þess vegna erum við að selja matarvagninn. Veitingarnar eru komnar inn. Og þetta er sagan.“ Baldur lætur þess einnig getið í auglýsingunni að þar sem vagninn vegur um 300 kíló sé hann ekki skráningarskyldur og auðvelt sé að koma honum fyrir á útihátíðum, afmælum eða öðrum viðburðum vegna stærðar og lítillar þyngdar. „Þetta er nettur vagn og allt mögu- legt. Samlokur, pylsur, súpur og ís. Við erum svo gamaldags að við reynum að vinna sem mest með allt úr heimabyggð og buðum upp á þessa alveg indælis kartöflusúpu úr Þykkvabænum ásamt ýmsu öðru góðgæti.“ Vagninn stendur enn hjá Hell- unum við Hellu þar sem hann bíður nýs eiganda en Baldur rekur mikinn áhugann á vagninum til ört vaxandi matarvagnamenningar á Íslandi. „Hann er enn óseldur en ég er bara í því að svara skilaboðum núna. Það er bara skemmtilegt og ég fæ margar fyrirspurnir, bæði frá fólki sem er með vagna fyrir en það er líka margt fólk að spyrja sem er að velta fyrir sér að fá sér vagn í fyrsta skipti,“ segir Baldur, sem svarar fyrir- spurnum í síma og einkaskilaboðum á Facebook. n Prófessor selur matarvagn Baldur Þór- hallsson og fjölskylda hans hafa fóðrað hellaskoðara í Mathellinum en nú skilja leiðir. MYND/AÐSEND

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.