Breiðholtsblaðið - 01.05.2022, Side 8

Breiðholtsblaðið - 01.05.2022, Side 8
8 Breiðholtsblaðið MAÍ 2022 Hjá Dóra hefur verið vinsæll matsölustaður í Mjóddinni í áranna rás. Þar hefur verið lögð áhersla á heimildamat sem fólk hefur hvort sem geta borðað á staðnum eða tekið mér sér. Opið hefur verið í hádeginu og aftur síðdegis þar sem margir áttu leið úr vinnu hafa vanið komur sínar. Nú hefur þessum vinsæla stað verið lokað vegna þess að Nettó verslun Samkaupa taldi sig þurfa að nýta það pláss sem Dóri hefur haft til umráða. Síðasti starfsdagur Dóra og hans fólks var föstudaginn 29. apríl og mættu bæði Breiðhyltingar og aðrir til að njóta veitina. Ekki liggur fyrir hvort og þá hvar Dóri muni opna að nýju en eitt er víst að margir munu sakna hans úr Mjóddinni. Dóri lokar í Mjóddinni Hvað ætlar þú að gera í sumar? Vissir þú að í Breiðholti eru starfræktir búsetukjarnar á vegum Reykjavíkurborgar þar sem veitt er þjónusta fyrir fólk með fötlun? Nú er opið fyrir umsóknir um sumarstarf á þessum stöðum. Um er að ræða frábært tækifæri til þess að eiga skemmtilegt og þroskandi sumar. Þungamiðja starfsins er að styðja einstaklinga við athafnir daglegs lífs, stuðla að auknu sjálfstæði og auka lífsgæði. Ef þig langar í fjölbreytta vinnu þar sem þú getur haft bein jákvæð áhrif á líðan einstaklinga og á sama tíma upplifað að þitt starf skiptir máli – þá er þetta starfið fyrir þig! Við viljum fá fjölbreyttan hóp á öllum aldri til vinnu. Hægt að sækja um starfið hér: https://jobs.50skills.com/reykjavik/is/13209 Senda má fyrirspurn á þetta netfang: Lara.Sigridur.Baldursdottir@reykjavik.is eða hringja í Þjónustumiðstöð Breiðholts 4111300 litur CMYK 100 70 0 15 Dóri að störfum í Mjóddinni á meðan var og hét. Deiliskipulag vegna fyrir­ hugaðra framkvæmda reita við Arnarbakka í Bakka hverfi og Eddufell og Völvufell í Efra Breiðholti er nú tilbúið. Því má búast við að farið verði að undirbúa að efna til fram­ kvæmda á þessum tveimur endur byggingar svæðum í Breið holti. Þegar er búið að loka verslun Iceland við Arnarbakka en fjarlægja á gömlu þjónustu byggingarnar af lóðinni til að rýma fyrir nýjum framkvæmdum. Við Arn ar bakka gert ráð fyr ir allt að 150 íbúðum og er sér stak­ lega tekið fram að þar á meðal verði nem enda í búðir. Einnig er gert ráð fyrir að þjónustu rými verið aukið sem er liður í að endur heimta sem fjöl breyttasta þjónustu í hverfis kjarnana sem hafa látið verulega á sjá á undanförnum árum. Við Eddu fell og Völvu fell er einnig ætlunin að byggja um 150 íbúðir sem er mikil fjölgun frá fyrri hug myndum sem gerðu ráð fyrir að 50 íbúðir yrðu byggðar. Þá er einnig ætlunin að efla þjónustu í hverfiskjarnanum á ný. Með þessu er fyrirhugað að byggja allt að 300 íbúðir á þessum stöðum sem hafa legið undir niðurníðslu. Næstu skref verða að hanna framkvæmdir og leita efir framkvæmdaaðilum. Deiliskipulag tilbúið fyrir um 300 íbúðir Arnarbakkasvæðið eins og það lítur út í dag. Þessi hús munu víkja fyrir nýbyggingum fyrir íbúa og þjónustustarfsemi. Arnarbakki og Völvufell

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.