Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 06.04.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 202222 Dagur í lífi... Nafn: Sylvía Rós Helgadóttir Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý á Hóli í Hvalfjarðarsveit með manni mínum Friðjóni Guðmundssyni og Fanneyju dóttur okkar. Við hjón- in eigum einnig þrjá syni. Þór- ir sá elsti býr á Selfossi með unn- ustu sinni og tveimur dætrum. Svo er það Anton en hann býr einnig hér á Hóli með kærustu sinni. Þau eru núna í Finnlandi þar sem hún er í skóla þar. Síðan er það Guðjón en hann býr fyrir norðan og vinn- ur þar. Starfsheiti/fyrirtæki: Bóndi á Hóli og keyri eldri borgara einu sinni til tvisvar í viku í vatnsleikfimi og á opið hús fyrir þá. Áhugamál: Það er svona sitt lítið af hverju. Útivera, prjónaskapur, skartgripagerð og bý stundum til prjónamerki. Dagurinn: 31. mars 2022 Klukkan hvað vaknaðir þú og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir: Ég vaknaði tíu mínútur í sex, fór í fötin og labbaði út í fjós. Hvað borðaðir þú í morgunmat: Hafragraut. Fyrstu verk í vinnunni: Hita mjólkina fyrir kálfana og gefa þeim. Hvað varstu að gera klukkan 10: Var á leiðinni að keyra eldri borgara í vatnsleikfimi. Hvað gerðirðu í hádeginu: Var að koma heim frá því að keyra úr vatnsleikfiminni. Hvað varstu að gera klukkan 14: Það var misjafnt, svona sitt lítið af hverju. Þvo þvott og ganga frá þvotti. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni: Það síðasta sem ég gerði var að þrífa mjólk- urhúsið eftir fjósverkin og var að koma inn svona um klukkan 19. Hvað gerðirðu eftir vinnu: Fór heim og skipti um föt. Hvað var í kvöldmatinn: Það voru kótilettur sem Fanney var búin að elda fyrir okkur. Hvernig var kvöldið: Það var nú bara rólegt. Hvenær fórstu að sofa: Svona upp úr klukkan 22.30. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta: Nú, ég fór að bursta tennur og fleira áður en maður skreið upp í rúm. Hvað stendur upp úr eftir daginn: Nú, bara góður dagur. Eitthvað að lokum: Uuuu, nei það held ég ekki svo ég segi bara takk fyrir mig. Bónda í Hvalfjarðarsveit Þriðjudaginn 12. apríl verður haldinn fyrirlestur um keltnesk orð og örnefni í Nýsköpunar- og frum- kvöðlasetri Dalabyggðar í Búðar- dal. Þar mun Þorvaldur Friðriks- son, fornleifafræðingur og fyrrver- andi fréttamaður, segja frá rann- sóknum sínum á keltneskum arfi Íslendinga. Þorvaldur tekur t.d. fyrir spurn- inguna um merkingu nafnanna Ljárskóga, Fáskrúðs og Baulu. Ennfremur fer hann yfir rann- sóknir sem gerðar hafa verið á erfðaefni og leitt hafa í ljós að stór hluti landnámsmanna voru Keltar. Íslensk tunga er nokkuð keltnesku skotin og að því leyti ólík dönsku, sænsku og norsku. Sem dæmi um þetta má nefna orð eins og strák- ur, stelpa, æska, hrútur, gemlingur, kría og krummi. Ennfremur kem- ur þetta fram í heitum á algeng- ustu matartegundum Íslendinga, í orðum eins og kæfa, bjúga, skyr og blóðmör. Örnefni á Íslandi eru sum óútskýranleg út frá skandinavísku, en auðskýrð út frá írsku og skosku. Inn í fyrirlestur Þorvaldar bland- ast einnig skemmtilegar upplýs- ingar um matarræði og sterka stöðu kvenna á Íslandi sem var öðruvísi hér en á hinum Norðurlöndunum og er hluti af keltneskum menn- ingararfi Íslendinga. Fyrir lesturinn hefst klukkan 20.00 og er öllum opinn. gj Tinna Ósk Grímarsdóttir og vin- ir hennar í Team Tinna á Akra- nesi stóðu fyrir fjölskyldubingói í sal FVA síðastliðinn fimmtu- dag. Sjálf hafði Tinna lagt nótt við dag við söfnun vinninga og annan undirbúning. Bauð hún vinahópn- um sínum að mæta, en sá hópur er fjölmennur og því fullt út úr dyr- um á bingóinu. Lalli töframað- ur var bingóstjóri og fór á kostum og þá var einnig tónlistarflutningur í hléi og seldar pizzur. Alls safnað- ist um hálf milljón króna og renn- ur afraksturinn allur til Krabba- meinsfélags Akraness og nágrenn- is. Sjálf er Tinna Ósk að glíma við krabbamein en hún segist í samtali við Skessuhorn elska að spila bingó. Þarna hafi hún því fundið góða leið til að skemmta sér og öðrum. Fjöl- mörg fyrirtæki gáfu vinninga og áttu bingóstjórarnir í raun fullt í fangi með að útdeila öllum pok- unum með allskyns vinningum, en pokarnir voru á annað hundraðið. Því voru oftast spilaðar stystu línurnar á bingóspjaldinu og jafnvel bætt við tölum eftir hvern vinning til að sem flestir fengju vinninga. Það voru því margir glaðir vinn- ingshafar að kvöldi loknu. mm Erindi um keltneskan menningararf flutt í Búðardal Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Hélt risabingó til stuðnings krabbameinsfélaginu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.