Skessuhorn - 06.04.2022, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 202228
Pennagrein
Vörur og þjónusta
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Dreifi bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
- Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi
Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt.
Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390.
Ökuskóli allra landsmanna
Klifur - tónlist - námskeið - afmæli - hópafjör
Fjölskyldutímar á sunnudögum 11-14
Afþreyingarsetur á Akranesi
smidjuloftid.is
GJ málun ehf
málningarþjónusta
Akravellir 12 - Hvalfj arðarsveit sími 896 2356
301 Akranes gardjons@visir.is
Garðar Jónsson
málarameistari
1990-2020 30 ár
Úrval af jeppafelgum til sölu.
Upplýsingar á jeppafelgur.is,
í netfanginu jeppafelgur@jeppafelgur.is
eða í síma 866-6443
Pennagrein
Við stofnendur Heimastjórnar-
flokksins í Borgarbyggð fundum í
upphafi ríkan meðbyr og áhuga. En
ekki nægjanlegan, þegar á leið, til
að halda áfram að þessu sinni og því
var einboðið að draga sig til hlés.
Við getum samt sem áður verið
stolt af þeim árangri sem við náð-
um frá því að flokkurinn var stofn-
aður í desember sl. Meirihlutinn í
Borgarbyggð tók vel við sér á síð-
ustu metrunum fyrir kosningarn-
ar, eftir ítrekaðar ábendingar okkar
og hysjaði upp um sig í nokkrum af
þeim stórmálum sem að við beitt-
um okkur fyrir. Má þar nefna að
rykið var dustað af hugmyndum um
byggð í Ölduhryggnum vestan við
Borg á Mýrum. Einnig var reynt að
koma á heildrænum fyrirætlunum
varðandi uppbygginguna í Brákar-
ey og fá lausn á vanda þeirra félaga-
samtaka sem voru rekin úr gamla
sláturhúsinu.
Síðan komum við líka öðrum
málum á dagskrá eins og að breyta
leið þjóðvegarins í gegnum bæinn
sem ekki hefur verið minnst á í
langan tíma og nauðsynlegt er að
ræða og taka ákvarðanir um. Þá
var friðun Borgarvogsins dregin til
baka, eftir ábendingum frá okkur,
sem er algjör kúvending því mik-
il áhersla var lögð á það mál fyrir
stuttu síðan. Það opnar fyrir land-
fyllingu og stækkun íþróttamið-
stöðvarinnar sem við lögðum til.
Ég bið mitt fólk og þá sem ætl-
uðu að gefa okkur atkvæðið sitt að
kynna sér vel loforð og efndir og
forðast fagurgala. Að sitja heima er
afstaða og það að skila auðu segir
líka sitt. Ég vona að allt verði vel
innsiglað á kjörstöðum og að rétt
verði talið upp úr atkvæðakössun-
um bæði hér og annars staðar.
Þó svo að Heimastjórnarflokk-
urinn bjóði ekki fram lista í kom-
andi kosningum verður hann áfram
til og mun halda uppi gagnrýnni
umræðu og veita sitjandi sveitar-
stjórn aðhald.
Fyrir hönd Heimastjórnarflokksins
í Borgarbyggð,
Eiríkur Þór Theodórsson formaður
Heimastjórnar-
flokkurinn
hættir við fram-
boð að þessu
sinni
Eitt af mínum fyrstu verkefnum
sem frambjóðandi í komandi sveitar-
stjórnarkosningum var að sitja ung-
mennaþing Vesturlands sem haldið
var á Lýsuhóli um miðjan mars síð-
astliðinn. Um fyrsta ungmennaþing-
ið var að ræða síðan 2018, en líkt og
svo margt annað hefur það þurft að
liggja í dvala vegna heimsfaraldursins.
Ungmennin sem tóku þátt á þinginu
komu málefnum sínum skýrt á fram-
færi og voru glæsilegir fulltrúar yngri
kynslóðarinnar á Vesturlandi. Opn-
uðu þau jafnframt augu mín fyrir
mikil vægi þess að hafa þau með í ráð-
um, ekki bara á tyllidögum endrum
og sinnum, heldur með reglubundn-
um hætti.
Á þinginu komu fram frábærar hug-
myndir og tillögur, m.a. um hvað hægt
væri að bæta í starfi grunnskólanna á
Vesturlandi. Var helst að sjá ákall eft-
ir aukinni kyn- og kynjafræði ásamt
fræðslu um andlega heilsu, og aukið
fjármálalæsi. Námsgreininni lífsleikni
er ætlað að stuðla að því að byggja
upp alhliða þroska nemenda. Hafa
þeir þættir sem ungmennin nefndu
á þinginu því fallið að mestu und-
ir þá námsgrein. Af framsögu ung-
mennanna mátti þó heyra að lífsleikni-
kennslu væri ekki eins háttað í hverj-
um skóla og skýrist það af stöðu hvers
skóla fyrir sig við val á áhersluatriðum
í kennslunni. Ekki ætla ég að lengja
mál mitt með skoðunum mínum um
mikilvægi þess að endurskoða aðal-
námskrá grunnskólanna, en skemmst
er frá því að segja að sú námskrá sem
í gildi er í dag byggir á úreltum við-
miðum að mati unga fólksins. Þar er
ég sammála.
Aðalnámskrá verður vissulega
seint breytt á sveitarstjórnarstigi,
en sveitarfélagið getur engu að síð-
ur gert ýmislegt til að koma til móts
við stöðu grunnskólabarna hvað varð-
ar þessa málaflokka sem falla undir
lífsleikni. Aukin áhersla á heimsókn-
ir sérfræðinga á ofangreindum svið-
um inn í grunnskólanna með fræðslu-
erindi og -fyrirlestra er úrræði sem
gæti leyst hluta vandans. Það þarf ekki
síður að leggja áherslu á að við getum
orðið sjálfbær um þessa þekkingu inn-
an sveitarfélagsins með því að styðja
grunnskólakennarana okkar til endur-
menntunar og sérhæfingar í fögum
sem tengjast lífsleikni. Með þessari
nálgun getum við komið til móts við
vilja unga fólksins okkar. En hvernig
vitum við hvað börnin hafa áhuga á að
læra sérstaklega um?
Áhugi á lýðræðinu helst
í hendur við fræðsluna
Með ungmennaráði Borgarbyggðar
er ungu fólki í sveitarfélaginu veittur
vettvangur til að koma skoðunum sín-
um á framfæri, um þau málefni sem
þau snerta, við þá sem stýra sveitar-
félaginu. Tækifærin til þess að leyfa
unga fólkinu okkar að hafa áhrif eru
því sannarlega til staðar. Með þessu
fyrirkomulagi fylgir Borgarbyggð
j a f n f r a m t
eftir ákvæð-
um 12. og
13. greinar
B a r n a s á t t -
mála sameinuðu þjóðanna. En betur
má ef duga skal.
Til þess að auka þátttöku unga
fólksins í samfélaginu, fá þau til þess
að láta í sér heyra og kynna þau fyr-
ir kröftum lýðræðisins þurfum við að
fræða þau um þá möguleika sem þeim
bjóðast til að hafa áhrif þó þau hafi
ekki kosningarétt. Möguleiki þeirra á
áheyrn skólastjórnenda, fræðslunefnd-
ar og sveitarstjórnar á að vera þeim
augljós og þau ætti að hvetja til þess
að nýta sér þessi verkfæri lýðræðis-
ins. Fræðslan á þessum möguleikum
þarf að bjóðast inni í skólakerfinu, í
tómstundunum og þá þarf samtal við
sveitarfélagið að vera þeim aðgengi-
legt, til að mynda í gegnum netmiðla.
Að sama skapi þurfa kjörnir fulltrúar
sveitarfélagsins að vera tilbúnir til þess
að hlusta og taka mark á því sem við
erum krafin um.
Á þetta munu frambjóðendur
Vinstri grænna í Borgarbyggð leggja
áherslu, að tryggja bæði fræðslu og
tækifæri til þess að unga fólkið geti
látið okkur vita hverjar þeirra kröfur
til samfélagsins eru. Það er partur af
farsælli framtíð unga fólksins okkar og
sveitarfélagsins í heild.
Thelma Harðardóttir
Höfundur er oddviti Vinstri grænna í
Borgarbyggð
Höfum unga fólkið
með í ráðum