Skessuhorn - 06.04.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 202218
Á sunnudaginn var Söngkeppni
framhaldsskólanna 2022 haldin
og fór hún fram í Íþróttahöllinni
á Húsavík. Emilía Hugrún Lárus-
dóttir og skólahljómsveit Fjöl-
brautaskóla Suðurlands báru sig-
ur úr býtum en flottur flutningur
þeirra á lagi Ettu James, I´d Rather
Go Blind skilaði þeim sigrinum. Í
öðru sæti varð Rakel Björgvins-
dóttir úr Menntaskólanum í Tón-
list með lagið No Time To Die og
þriðja sætið fékk Þorsteinn Helgi
Kristjánsson frá Fjölbrautaskóla
Suðurnesja en hann flutti lagið
70mph.
Tveir framhaldsskólar á Vestur-
landi sendu fulltrúa á keppnina.
Signý María Brink Völundardótt-
ir söng lagið Heyr mína bæn fyr-
ir hönd Menntaskóla Borgarfjarð-
ar sem margir þekkja í flutningi
Ellýjar Vilhjálms. Frá Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi keppti
Hanna Bergrós Gunnarsdótt-
ir og flutti lagið Killing Me Softly
With His Song sem margir þekkja
með Robertu Flack og einnig The
Fugees. Báðar stóðu þær sig með
ágætum og voru til sóma í annars
skemmtilegri keppni framhalds-
skólanna. vaks
Tækniskólinn tryggði sér sig-
ur á Framhaldsskólaleikum Raf-
íþróttasamtaka Íslands með sigri
gegn Fjölbrautaskóla Vesturlands
á Akranesi í úrslitaviðureigninni
síðastliðinn fimmtudag en keppn-
in var í beinni útsendingu á Stöð
2 eSport. Þetta er annað árið í röð
sem Framhaldsskólaleikarnir eru
haldnir og í bæði skiptin hefur
Tækniskólinn tekið bikarinn með
sér heim.
Skólarnir hófu leik í CS:GO og
þar var það Tækniskólinn sem hafði
betur. Því næst var keppt í FIFA en
þar voru það liðsmenn FVA sem
báru sigur úr býtum og því var ljóst
að úrslitin myndu ráðast í Rocket
League. Í Rocket League þurfti að
vinna tvo af þremur leikjum til að
sigra viðureignina. Tækniskólinn
vann fyrsta leikinn en FVA hafði
betur í öðrum leiknum og því réð-
ust úrslitin í oddaleik.
Það voru að lokum liðsmenn
Tækniskólans sem tryggðu sér
sigur á Framhaldsskólaleikunum.
Liðið vann 3-2 sigur í lokaleikn-
um þar sem sigurmark Tækniskól-
ans kom þegar aðeins 40 sekúnd-
ur voru eftir en FVA lagaði stöð-
una þegar 24 sekúndur voru eftir
af leiknum. Nær komust þeir ekki
þó litlu hefðu munað á síðustu sek-
úndunni að þeir hefðu jafnað en
hittu því miður ekki úr sínu síðasta
skoti.
Liðsmenn FVA í CS:GO voru
þeir Eysteinn Agnar Georgsson,
Sindri Már Sigurðsson, Ágúst
Páll Þorsteinsson, Kristinn Bene-
dikt Gross Hannesson, Adrian
Pawelczyk og Bóas Orri Hanni-
balsson. Í FIFA voru Olaf Zablocki,
Róbert Leó Gíslason, Guðmund-
ur Tyrfingsson og Ingi Þór Sig-
urðsson. Í Rocket League voru
þeir Ólafur Ían Brynjarsson, Berg-
ur Breki Stefánsson, Davíð Ern-
ir Jónsson og Gabríel Ómar Her-
mannsson. vaks
Helgina 1. – 3. apríl var haldið
umfangsmikið þjálfunarstjóranám-
skeið í Borgarnesi fyrir slökkvi-
liðsmenn af Vesturlandi og víð-
ar. Alls voru tuttugu slökkviliðs-
menn frá Akranesi, Borgarnesi,
Búðardal, Grundarfirði, Reykhól-
um, Snæfellsbæ, Stykkishólmi og
Skagaströnd sem sátu námskeiðið
sem samanstóð af bóklegum æfing-
um á föstudeginum og verklegum
æfingum á laugardag og sunnu-
dag. Markmiðið með námskeiðinu
var að efla æfingar hjá liðunum
sem skilar sér í betri slökkviliðum.
Það voru þeir Lárus Kristinn Guð-
mundsson frá Brunavörnum Árnes-
sýslu og Þorlákur Snær Helgason
frá Húsnæðis- og mannvirkjastofn-
un sem sáu um kennslu sem fór
fram í Borgarnesi og á Akranesi.
tfk
Emilía Hugrún Lárusdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna í ár.
Skjáskot af RUV/ vaks
FSu sigraði Söngkeppni
framhaldsskólanna
Frá vinstri: Bergur Breki, Davíð Ernir, Ólafur Ían og Kristinn Benedikt í viðtali á Stöð 2 eSport. Ljósm. fva
FVA tapaði í úrslitum í FRÍS
Þjálfunarstjóranámskeið slökkviliðsmanna á Vesturlandi
Vinna við vatnsöflun úr skurði og þá þarf að passa að koma
sogbarkanum vel fyrir.
Vatn komið á körfubílinn í Borgarnesi þar sem Friðrik Pálmi Pálmason varðstjóri í
Borgarnesi stýrði aðgerðum.
Unnið að reyklosun í æfingaaðstöðu slökkviliðsins í Borgarnesi.
Slökkviliðsmenn koma sér fyrir áður en þessi bíll var klipptur
í sundur.
Glennurnar notaðar til að komast í að aftengja rafmagnið
af þessum bíl.
Hér er verið að æfa björgun úr bílflaki þar sem þarf að hafa
hraðar hendur.
Eftir krefjandi æfingar er nauðsynlegt að skilja við búnað
inn eins og menn vilja koma að honum næst og því þarf að
ganga frá og þrífa. Æft á gámasvæðinu á Akranesi.