Skessuhorn - 06.04.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 17
VR óskar eftir að ráða einstakling í þjónustu á skrifstofu félagsins
á Akranesi. Helstu verkefni felast í þjónustu við félagsfólk okkar
í gegnum síma og netspjall. Samskiptin fara fram á íslensku og
ensku. Um er að ræða 100% starf og er vinnutíminn frá klukkan
8:30-16:00 alla virka daga.
Við leitum að einstaklingi sem er afar fær í að tala og skrifa bæði
íslensku og ensku. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af og njóta
þess að sinna þjónustuhlutverki, hafa jákvætt viðmót, vera
lausna miðaður og búa yfir góðri samskiptahæfni. Eins er mikil-
vægt að búa yfir góðri tölvufærni og reynslu af notkun helstu
tölvuforrita.
VR er stærsta stéttarfélag landsins með um 37.000 félaga. Skrif-
stofur félagsins eru á Akranesi, Suðurnesjum, Selfossi, Egils-
stöðum, í Reykjavík og Vestmannaeyjum.
Þjónustufulltrúi
Hefur þú gaman af að taka vel á móti fólki, aðstoða,
upplýsa og leiðbeina? Ert þú góð tungumála
manneskja og tölvufær?
Upplýsingar veitir Rósmarý Andersen
Úlfarsdóttir. Umsóknir sendist á netfangið
umsokn@vr.is. Umsóknarfrestur er til og
með 19. apríl nk.
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
tíma fá börnin ekki þá aðstoð sem
þau þurfa.“
Kjörið tækifæri til
að breyta
„Þegar leitað var til mín með að
taka sæti á lista ákvað ég eiginlega
strax að demba mér í þetta. Þarna
sá ég kjörið tækifæri að reyna að
breyta kerfi sem er orðið of þungt
í vöfum. Ég veit að ég er ekk-
ert meiri kraftaverkamanneskja
en aðrir sem hafa gengið þennan
veg á undan mér og ég er væntan-
lega ekki að fara að breyta öllu en
ég held að ég hafi reynslu og sýn
á kerfið sem gæti hjálpað. Það er
margt hægt með góðum vilja,“ seg-
ir Bjarney.
Spurð hver séu stóru málin í
hennar huga segir Bjarney skóla- og
velferðarmál vera hennar hjartans
mál. „Stóru málin eru held ég mis-
jöfn eftir því við hvern þú talar. Ég
brenn fyrir skóla- og velferðarmál-
um. En við sem erum í efstu þrem-
ur sætunum á listanum komum öll
úr ólíkum áttum, Logi Sigurðsson
í 2. sæti er vel inni í landbúnaðar-
málum og Kristján Rafn Sigurðs-
son sem er í 3. sæti hefur 20 ára
reynslu sem atvinnurekandi og því
vel inn í þeim málum,“ segir hún og
heldur áfram. „Eitt af því sem mér
finnst skipta miklu máli er að það er
alveg ólíðandi að það fari eftir fjár-
hag sveitarfélaga hversu góða þjón-
ustu skólar geti veitt börnum. Ríkið
þarf að grípa inn í þarna. Ég var að
kenna í Kópavogi þar sem öll börn
frá 5. bekk voru með sína spjald-
tölvu. Hér er það ekki svoleiðis og
á sama tíma er verið að hamra á því
við kennara að við séum að undir-
búa börnin fyrir störf framtíðarinn-
ar en við erum engan veginn tækj-
um búin til þess. Öll börn ættu að
sjálfsögðu að fá bestu þjónustu sem
völ er á og það er frábært að sum
sveitarfélög geti veitt þeim það en
það er líka ósanngjarnt fyrir börn í
sveitarfélögum þar sem það er ekki
hægt. Hér í Borgarbyggð er samt
margt mjög gott og það sem fleytir
okkur áfram er hvað allir eru af vilja
gerðir. Borgarbyggð býr að mjög
góðum mannauði í skólakerfinu þar
sem allir leggjast á eitt til að vinna í
þágu nemenda,“ segir Bjarney.
Grunnskólar
í Borgarbyggð
En hvernig sér Bjarney fyrir sér
að Borgarbyggð geti bætt þjón-
ustu við börn í grunnskólum? „Við
þurfum meiri aðkomu fagfólks. Ég
veit ekki hvað ég hef fundað með
mörgum fagaðilum sem gefa mér
góð ráð en svo er það á mínum
herðum sem kennara að búa til og
finna verkefni, muna hvaða ráð eru
fyrir hvaða barn og sjá til þess að
þeim sé beitt rétt og þegar þú ert
með mörg börn með mismunandi
þarfir er þetta ógjörningur. Ofan á
námsörðugleika og raskanir bætast
við vandamál sem kannski tengj-
ast heimilisaðstæðum eða líðan og
þá erum við farin að sinna störfum
félagsráðgjafa og sálfræðinga. Það
er augljóst að þetta gengur ekki upp
og við getum ekki veitt þá þjónustu
sem börnin eiga rétt á og því vil
ég sjá aðkomu fleira fagfólks inn í
skólana,“ svarar Bjarney.
Skólamálin í Borgarbyggð hafa
lengi verið til umræðu í sveitarfé-
laginu þar sem deilt hefur verið
um hvort fækka eigi starfsstöðvum
Grunnskóla Borgarfjarðar. Hver er
sýn Bjarneyjar á skólamál í dreif-
býlinu? „Það eru vissulega margar
yfirbyggingar en það þýðir ekki
endilega að við eigum að fara að
loka skólum. Ég held að það þurfi
að stíga mjög varlega til jarðar þar.
Að loka skóla getur komið í veg fyr-
ir frekari uppbyggingu á því svæði
þannig að það má ekki fara út í
neinar vanhugsaðar aðgerðir. Það
er mjög mikilvægt að skoða mál-
in frá öllum hliðum og taka sam-
talið við fólkið á svæðinu. Hins
vegar getur þurft að taka erfið-
ar og jafnvel óvinsælar ákvarðanir
en það verður þá gert að mjög vel
ígrunduðu máli,“ svarar Bjarney.
Gott að vera
í Borgarbyggð
Aðspurð segir Bjarney íbúafjölg-
un í sveitarfélaginu vera eitt af
stóru málunum fyrir komandi kjör-
tímabil. „Það vantar gríðarlega hús-
næði í sveitarfélaginu. Það er samt
ekki nóg því við þurfum að vera
með leik- og grunnskóla til að taka
á móti þeim börnum sem flytja
hingað. Það eru nú þegar pælingar í
gangi til að byggja upp húsnæði og
ég er mjög spennt að sjá hvernig fer
með byggð við Borgar voginn. Það
er töluverð áskorun þegar kemur
að þjónustu í Borgar byggð hversu
víðfeðmt sveitarfélagið er en íbú-
ar ekki svo margir. En með fjölg-
un íbúa eykst tekjustofn sveitarfé-
lagsins og getan til að bæta þjón-
ustu í öllu sveitarfélaginu. Ég held
því að það verði eitt af forgangsmál-
um nýrrar sveitarstjórnar að fjölga
íbúum,“ segir Bjarney og held-
ur áfram. „Ég hugsa að það gæti
orðið mjög eftirsóknarvert að flytja
í Borgarbyggð. Hér er falleg nátt-
úra og mikil kyrrð auk þess sem hér
er frekar hátt þjónustustig þó vissu-
lega sé svigrúm til bætinga á ýms-
um sviðum. Í Borgarnesi er allt í
göngufæri og margar fallegar nátt-
úruperlur í sveitarfélaginu. Ég held
að fólk sem er að hugsa sér til hreyf-
ings af höfuðborgarsvæðinu myndi
horfa hingað ef húsnæðið væri til
staðar. Kyrrðin er eftirsóknarverð
og samfélagið hér er alveg einstakt.
Við fengum hlýjar og góðar mót-
tökur þegar við komum fyrir þrem-
ur árum og hér er mjög gott að
vera,“ segir Bjarney ánægð.
Stærra íþróttahús
„Við þurfum líka að stækka íþrótta-
húsið. Fólk er orðið langþreytt eftir
bættri íþróttaaðstöðu en mér skilst
líka að það sé eitthvað að gerast í
því núna. Ný sveitarstjórn verð-
ur svo að fylgja því eftir. Ég vil sjá
að hér verði byggð upp aðstaða til
framtíðar, ekki bara næstu tíu ára,“
segir Bjarney. En hvaða öðrum
málum vill hún beita sér fyrir? „Ég
vil fyrst og fremst hlusta á fólk og
fá að heyra hvaða mál skiptir íbúa
mestu. Fyrir sumum eru það vind-
myllur á meðan aðrir vilja hugsa
um staðsetningu á þjóðveginum.
Ég held það fari eftir hagsmunum
hvers og eins hver eru stóru málin.
Ég brenn fyrir velferðarmálunum
og vil búa í samfélagi án aðgrein-
ingar. Ég vil að allir geti tekið þátt
í samfélaginu á sínum forsendum
og að aðgengismál, atvinnumál og
velferðarmál séu í lagi. Það er fullt
sem ég veit ekki og á eftir að koma
mér inn í en ég er óhrædd við að
viðurkenna það og leita til þeirra
sem hafa vit á málaflokknum. Ég
er líka heppin með fólkið á list-
anum okkar, þar er fólk með heil-
mikla reynslu og þekkingu sem ég
get leitað til. Ég ætla ekki að þykjast
hafa vit á hlutum sem ég veit ekk-
ert um. Ég veit að ég á eftir að læra
margt og er spennt fyrir því að soga
í mig allar þær upplýsingar sem ég
get frá fólki með vit og reynslu,“
segir Bjarney og brosir.
Uppbygging í Brákarey
Eitt af stóru málefnum núver-
andi sveitarstjórnar var að tak-
ast á við lokun á húsnæði sveitar-
félagsins í Brákarey þar sem ýmis
félög og fyrirtæki voru með starf-
semi. En hvernig sér Bjarney fyr-
ir sér framtíð Brákareyjar? „Ald-
an er komin með varanlegt hús-
næði á Sólbakka og púttið er með
aðstöðu í Menntaskólanum núna
og svo skilst mér að golfklúbburinn
ætli í uppbyggingu hjá sér, þannig
að aðstaðan mun færast þangað,
sem er frábært. Varðandi eyjuna,
þá er hún brjálæðislega spennandi.
Eitt af stóru verkefnum næstu ára
er að fjölga íbúum í Borgarbyggð,
til þess þarf auðvitað lóðir og hús-
næði. En varðandi eyjuna þá sjá-
um við fyrir okkur einhvers konar
blandaða byggð, og möguleikarn-
ir í rauninni endalausir. Einhver
léttur iðnaður í bland við jafnvel
íbúðarhúsnæði, og þar sem störf
án staðsetningar eru að ryðja sér til
rúms þá mögulega skrifstofuhús-
næði og/eða nýsköpunarsetur í
líkingu við Breiðina á Akranesi.
Einnig væri gaman að geta sett
upp einhvers konar tómstundaað-
stöðu. En auðvitað er þetta samtal
sem þarf að eiga sér stað með íbú-
um Borgarbyggðar og það þarf að
sýna skynsemi í öllum fjárfesting-
um en að sama skapi þarf að ýta
undir verðmætasköpun og það
kostar stundum töluvert í upphafi
en skilar sér svo margfalt til baka
og við þurfum að horfa til framtíð-
ar, ekki bara eitt kjörtímabil held-
ur til næstu 20-30 ára, jafnvel 100.
Gera Borgarbyggð að aðlaðandi
kosti fyrir fólk að flytja til, til þess
þarf að hafa sterka innviði og hátt
þjónustustig til að geta veitt öðrum
sveitarfélögum samkeppni,“ segir
Bjarney að endingu. arg