Skessuhorn - 06.04.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 20222
Skessuhorn
næstu vikur
VESTURLAND: Vegna
páskanna færist útgáfa Skessu-
horns í næstu viku fram um
einn dag. Blaðið verður prent-
að mánudagskvöldið 11. apr-
íl og fer í dreifingu næsta dag.
Því þarf efni og auglýsingar til
birtingar í blaði dymbilviku að
berast ritstjórn í allra síðasta
lagi á hádegi mánudaginn 11.
apríl. Sumarblað verður svo
gefið út eftir páska og kemur
það út miðvikudaginn 20. apr-
íl, á síðasta degi vetrar. -mm
Dróni fastur
í fjalli
BORGARBYGGÐ: Hringt
var í Neyðarlínuna seint síð-
asta sunnudagskvöld þar sem
tilkynnt var um hvítt ljós sem
blikkaði á einkennilegum
stað í Hafnarfjalli. Staðfesti
lögregla ljósið sem blikkaði
reglulega og var kannað hvort
þyrla væri tiltæk. Landhelgis-
gæslan lét vita að enginn þyrla
væri á lofti og fór því lögreglan
að kanna málið betur. Þá var
rannsóknadeild lögreglunnar
á Vesturlandi kölluð út til að
skoða þetta með dróna en ekki
reyndist hægt að fljúga honum
vegna veðurs. Óskað var aftur
eftir útkalli þyrlu og fór rann-
sóknadeildin á staðinn. Þyrlan
kom síðan á vettvang skömmu
síðar og staðfest var að ljósið
kæmi frá dróna sem var fastur
í klettum í hlíðum fjallsins.
Málið sem þykir alvarlegt er
í rannsókn en eigandi drón-
ans hefur ekki gefið sig fram.
-vaks
Stærsti get-
raunavinningur
frá upphafi
LANDIÐ: Íslenskur tippari,
búsettur í Kópavogi, vann 104
milljónir króna þegar hann
fékk 13 rétta á Enska get-
raunaseðilinn á laugardaginn
og er þetta hæsti vinningur
sem unnist hefur hjá Íslensk-
um getraunum frá upphafi.
Síðasti leikurinn á getrauna-
seðlinum var viðureign Man.
Utd. og Leicester og áður en
sá leikur fór fram var ljóst að
tipparinn myndi fá 13 rétta ef
leikurinn færi jafntefli og 104
milljónir króna í vinning. Sig-
ur Leicester myndi líka þýða
13 rétta og vinning upp á 65
milljónir króna. Sigur Man.
Utd. þýddi hins vegar að tipp-
arinn fengi aðeins 12 rétta og
ríflega 200.000 krónur í sinn
hlut. Það lá því ljóst fyrir með
hvoru liðinu tipparinn hélt.
Úrslit leiksins voru jafntefli
1-1 og tipparinn 104 millj-
ón krónum ríkari. Hinn get-
spaki Kópavogsbúi tvítryggði
átta leiki, þrítryggði einn leik
og fjórir leikir voru með einu
merki og kostaði getraunaseð-
illinn 10.752 krónur. -mm
Kuldabolinn er kominn aftur í heim-
sókn en það er víða kalt. Á Alþingi
undanfarið hefur andað köldu á
milli þingmanna og virðist oft vera
um persónulegan núning að ræða.
Stundum hefur læðst að manni
kjánahrollur að horfa upp á ráðherra
og þingmenn vera að karpa um eitt-
hvað allt annað en það sem tengist
þingstörfum. Þá hafa varaþing-
menn sem hafa komið inn nýver-
ið lýst furðu sinni yfir andrúmsloft-
inu en sem betur fer er góð stemn-
ing í matsalnum. Vonandi er þessi
vinnustaðakúltúr á Alþingi ekki
lýsandi fyrir aðra vinnustaði lands-
ins því þarna virðist einelti, dóna-
skapur, vanvirðing og ókurteisi vera
of algengt.
Á fimmtudag má búast við hægri
norðlægri eða breytilegri átt, víða
þurrt og bjart veður en stöku él
norðaustan til á landinu. Kalt í veðri
og sums staðar talsvert næturfrost.
Á föstudag er gert ráð fyrir breyti-
legri átt 3-8 m/sek. Skýjað verður
með köflum og stöku él, einkum við
ströndina. Frost 0 til 6 stig að deg-
inum en frostlaust við suðvestur-
ströndina. Á laugardag og sunnudag
er útlit fyrir austlæga átt 8-15 m/s en
mun hægari vindur austan til. Snjó-
koma eða slydda um landið suðvest-
anvert en annars dálítil él. Hiti breyt-
ist lítið.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: „Finnst þér að leggja eigi nið-
ur píptestið í grunnskólum lands-
ins?“ 46% sögðu „Já,“ 39% sögðu
„Nei“ og 15% sögðu „Hef ekki
skoðun á þessu.“
Í næstu viku er spurt:
Hvað á að gera af sér í sumar?
Anna Rósa Guðmundsdóttir fv.
blaðamaður Skessuhorns lauk störf-
um um síðustu mánaðamót eftir
sex ára farsælt starf á ritstjórn. Fyrr-
um vinnufélagar hennar þakka fyr-
ir samstarfið og vona að hún sakni
okkar ekki of mikið. Framvegis ætl-
ar hún að byggja sér nýtt íbúðarhús
á Leirá og selja tryggingar hjá Sjó-
vá í Borgar nesi. Anna Rósa er Vest-
lendingur vikunnar að þessi sinni.
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Hafrannsóknastofnun ráðlegg-
ur að veiðar á grásleppu fiskveiði-
árið 2021/2022 verði ekki meiri en
6.972 tonn en það er 23% lækkun
milli ára. Ráðgjöfin byggir að mestu
á stofnvístölu úr stofnmælingu
botnfiska í mars 2022 en hún var
nálægt langtíma meðaltali. „Stofn-
vísitölur hrognkelsa sveiflast milli
ára sem endurspeglar að hluta til
óvissu í mælingunum. Vegna þessa
vegur stofnvísitala sama árs 70% á
móti 30% vægi vísitölu fyrra árs við
útreikning ráðlagðs hámarksafla,
en vísitala síðasta árs var sú hæsta
frá upphafi mælinga 1985. Haf-
rannsóknastofnun leggur jafnframt
til að upphafsaflamark fiskveiðiárið
2022/2023 verði 1627 tonn,“ segir í
tilkynningu frá Hafró.
Veiðar á grásleppu eru eins og
kunnugt er bundnar leyfum og eru
þau nú um 400 í landinu. Heimilt
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar
samþykkti á fimmtudaginn ályktun
þess efnis að gerð verði sú krafa að
hluti þeirra fjármuna sem fengust
með nýlegri sölu eignarhluta rík-
isins í Íslandsbanka hf. verði nýtt-
ir til uppbyggingar á grunnneti
samgöngukerfisins. Í því sambandi
er bent á nauðsyn þess að full-
fjármagna endurbætur á Skógar-
strandarvegi og að ríkið fjárfesti í
nýrri og öflugri Breiðafjarðarferju
sem uppfylli allar nútíma öryggis-
kröfur.
„Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar
vill benda á að með sölu 22,5% af
hlutafé ríkisins í Íslandsbanka hf.,
en söluandvirðið nam 52,65 millj-
örðum króna, gefst aukið svigrúm
til fjárfestingar í innviðum sam-
félagsins í samræmi við stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnarflokkanna
Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks
og Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs þar sem lögð er áhersla á
að nýta það fjármagn sem fæst með
sölunni til uppbyggingu innviða.“
Þá er bent á það í ályktun bæjar-
stjórnar að mikilvægt sé að byggja
upp þá samgönguinnviði í grunn-
neti samgöngukerfisins sem eru í
óboðlegu ástandi í dag, líkt og Snæ-
fellsnesvegur nr. 54 um Skógar-
strönd og Breiðafjarðarferjan Bald-
ur eru. „Sé það markmiðið að sölu-
andvirðið verði nýtt til samfélags-
lega arðbærra fjárfestinga þá er
ljóst að þeir grunninnviðir sem
eru í óboðlegu ástandi, á alla mæli-
kvarða, eigi að vera í forgangi hvað
varðar ráðstöfun fjármuna. Minn-
ir bæjarstjórn á að umræddar fjár-
festingar eru forgangsmál sam-
kvæmt samgönguáætlun Vestur-
lands sem samþykkt hefur verið af
sveitarfélögum á Vesturlandi. Þá
var í nýafstöðnum kosningum um
sameiningu Helgafellssveitar og
Stykkishólmsbæjar, sem var sam-
þykkt af íbúum beggja sveitarfélaga,
umrædd innviðauppbygging með-
al þeirra áhersluatriða sem lágu til
grundvallar þeirri sameiningu og
forgangsröðun ríkisstjórnar ætti
jafnframt að taka mið af þeim.“
mm
Sveitarstjórn Dalabyggðar hef-
ur ákveðið að samhliða sveitar-
stjórnarkosningum í vor skuli fara
fram skoðanakönnun meðal íbúa
um afstöðu þeirra til sameiningar
við önnur sveitarfélög. Málið var
fyrst rætt á fundi í janúar og var
byggðarráði falið að útfæra íbúa-
könnun varðandi málið og leggja
fyrir sveitarstjórn til umfjöllun-
ar. Þar var málið síðan rætt og tók
Róbert Ragnarsson ráðgjafi þátt í
þeim fundi gegnum fjarfundarbún-
að, en hann hefur víða komið að
slíkum verkefnum og starfar nú hjá
KPMG. Í framhaldinu tók sveitar-
stjórn formlega ákvörðun um að
könnun um sameiningarmál yrði
lögð fyrir íbúa samhliða sveitar-
stjórnarkosningum í vor. Þar verður
spurt hvort fólk telji að Dalabyggð
ætti að hefja skoðun á kostum og
göllum sameiningar og um mat þess
á þremur valkostum í því efni:
A) Sameiningu við Húnaþing
vestra
B) Sameiningu við sameinað
sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og
Helgafellssveitar.
C) annað, hvað?
Á næstunni verður kynningar-
efni um valkostagreininguna sem
var unnin 2021 dreift til íbúa svo
þeir geti tekið afstöðu til framan-
greindra kosta sem spurt verður
um. gj
Fjórðungi minni grásleppukvóti ráðlagður
er að veiða í ákveðinn dagafjölda
og þegar þeim dagafjölda er náð er
hægt að hefja veiðar á nýju leyfi, en
nokkur dæmi eru um að útgerðar-
menn geri út tvo báta á sínum veg-
um. Bátum á grásleppuveiðum hef-
ur fækkað síðustu ár. Voru 174 í
fyrra, en 249 árið 2019. Almennt
er fremur dauft hljóð í grásleppu-
veiðimönnum varðandi væntingar
til vertíðarinnar í sumar. Á síð-
asta ári varð metvertíð í áratug, en
þrátt fyrir það skiluðu hrogn minna
útflutningsverðmæti en árið á und-
an. Magnið sem barst á land í fyrra
hafði áhrif til verðlækkunar þegar
leið á vertíðina. Mörgum er í fersku
minni að sökum þess að vel veiddist
norðan við land þurfti að stöðva
veiðar nokkru áður en byrja mátti
veiðar í Breiðafirði. Þar fékkst þó
tímabundið leyfi sem grásleppusjó-
menn í Stykkishólmi nýttu sér.
Talsverðar birgðir loðnuhrogna
eru til í landinu og gæti það haft
neikvæð áhrif á söluhorfur á þessu
ári og afkomu í greininni.
mm
Vilja að bankapeningar fari til
uppbyggingar í samgöngukerfinu
Vegurinn um Skógarströnd. Ljósm. úr safni/ bj.
Frá Búðardal.
Vilji íbúa til sameiningar verður kannaður