Skessuhorn - 06.04.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 21
Athafna- og
iðnaðarlóðir
Grundartanga
Faxaflóahafnir sf. óska eftir umsóknum um leigu á athafna- og iðnaðarlóðum
á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Á Grundartanga eru aðstæður góðar
til uppbyggingar á fjölbreyttri athafna- og iðnaðarstarfsemi; úrval lóða,
iðnaðarhöfn, góðar samgöngur innan svæðis og góðar tengingar við Þjóðveg 1.
Atvinnustarfsemi á svæðinu þarf að falla vel að markmiðum græns hringrásargarðs
eins og lýst er á heimasíðu Grundartanga: www.grundartangi.is
Upplýsingar um stærðir lóða, staðsetningu og afhendingarskilmála
er hægt að nálgast á heimasíðu Faxaflóahafna sf.: www.faxafloahafnir.is
Umsóknarfrestur er til 22. apríl 2022
Klifur í öryggislínu
Söngstund kl. 11.30
Opinn hljóðnemi
Páskamyndir að lita
Aðgangseyrir: 1200 kr. Frítt fyrir
fullorðna í fylgd með börnum.
Smiðjuloftið afþreyingarsetur á
Akranesi, Smiðjuvöllum 17.
S. 6239293 smidjuloftid.is
http://smidjuloftid.is
Páska - Fjölskyldutími
sunnudaginn 10. apríl kl. 11-14
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson
HF 200 kom til hafnar í Grundar-
firði miðvikudaginn 22. mars síð-
astliðinn. Marsrallið var þá í full-
um gangi og þurfti skipið að koma
til löndunar þar sem mikið af karfa
hafði komið í veiðarfærin, en alla
jafna þarf ekki mikinn afla til að
fylla geymslur skipsins. Skipið hafði
verið að toga vestan- og norðvest-
an við landið en alls eru fjögur skip
í togararallinu hringinn í kring-
um landið. Auk Árna Friðriksson-
ar voru skipin Bjarni Sæmundsson,
Breki VE og Gullver NS að veið-
um. Togað var á tæplega 600 stöðv-
um á 20-500 metra dýpi umhverf-
is landið segir á vef Hafrann-
sóknastofnunnar.
tfk
Árni Friðriksson
kom inn til löndunar
Eftir langan og erfiðan vet-
ur er aftur að færast líf yfir höfn-
ina á Arnarstapa. Lítið hefur verið
um landanir í vetur en nú síðustu
daga hefur lifnað við. Framund-
an er strandveiðitímabilið, en það
hefst 2. maí og er útlit fyrir að tugir
strandveiðibáta haldi á miðin und-
an Jökli eins og síðustu ár.
Línubátar hafa verið að landa
afla sínum á Arnarstapa að undan-
förnu og aflinn verið dáldið mis-
góður hjá bátunum. Nú er komið
að hrygningarstoppi að fjórum sjó-
mílum en 11. apríl fer þorskurinn í
langt fæðingarorlof til 21. apríl en
þá mega bátar ekki vera nær landi
en 12 mílur. af
Kíkt á hafnarlífið á Arnarstapa
Arnarstapahöfn þykir ein fallegasta höfn hér á landi. Þegar nær dregur strand
veiðitímabilinu mun höfnin smekkfyllast af bátum enda er stutt þaðan á fengsæl
og skjólgóð mið.
Halldór Brynjarsson starfsmaður Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar að sturta þorski úr
körum af línubátnum Kristni HU.
Svavar Kristmundsson að laga karfann til í karinu.