Skessuhorn - 06.04.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 23
Garða- og Saurbæjarprestakall
Garða- og Saurbæjarprestakall
Pálmasunnudagur 10. apríl
AKRANESKIRKJA
Sunnudagaskóli kl. 10
– gulur dagur
Ferming kl. 10.30
Jón Þór Finnbogason
Kara Líf Traustadóttir
Karl Magnús Kristjánsson
Sigurður Brynjarsson
Sigurrós Diljá Ingimundardóttir
Ferming kl. 13.30
Adam Agnarsson
Agla Agnarsdóttir
Aldís Birta Ólafsdóttir
Amanda Zumberga
Aníta Sif Flosadóttir
Edda Ósk Vigfúsdóttir
Guðjón Hagalín Kristjánsson
Lilja Sól Bjarnadóttir
Linda Þórarinsdóttir
Sævar Hrafn Sævarsson
Þorbjörn Tómas Guðmundsson
Laugardagur 9. apríl
AKRANESKIRKJA
Ferming kl. 10.30
Aðalheiður Lára Guðlaugsdóttir
Aldís Tara Ísaksdóttir
Arnar Páll Sigmarsson
Aron Snær Einarsson
Björn Jónatan Björnsson
Dagný Rós Stefánsdóttir
Elín Birna Ármannsdóttir
Fróði Hrafn Gíslason
Hjálmar Jón Heide Sigfússon
Hlynur Jón Heide Sigfússon
Ívar Orri Sigurðarson
Jenný Lind Hannesdóttir
Sara Dís Óskarsdóttir
Styrmir Jóhann Ellertsson
Þeir félagar Heimir og Þorgeir úr
Reykjavík voru í óða önn að laga
bát sinn Seley BA á hafnarsvæð-
inu í Stykkishólmi þegar fréttarit-
ari Skessuhorns rakst á þá í liðinni
viku. Báturinn er frá Flateyri en
Heimir og Þorgeir segjast sigla
á honum sér til skemmtunar en
geyma hann í Stykkishólmi yfir
vetrartímann. „Nei, þetta er ekk-
ert alvarlegt,“ svöruðu þeir spurð-
ir hvort eitthvað væri að bátnum.
„Við erum bara að laga tjakkinn við
flapsana. Hann er ekki að virka svo
því þurfum við að kippa því í lag
áður en sumarið kviknar,“ sögðu
þeir félagar og bættu við: „Nei við
erum ekki að fara á strandveiðar
þótt báturinn sé skráður sem fiski-
bátur, en þó er aldrei að vita, aldrei
að segja aldrei.“
af
Mikið var um dýrðir í Silfurbergi í
Hörpu sl. miðvikudagskvöld þegar
íslensku tónlistarverðlaunin voru
afhent við hátíðlega athöfn. Þar
kom saman stór hópur listamanna
og aðstandenda til að fagna upp-
skerunni eftir gróskumikið tón-
listarár í skugga heimsfaraldurs.
Kynnar á verðlaunahátíðinni voru
Guðmundur Felixson og Valgerð-
ur Guðnadóttir.
Meðal verðlaunahafa má nefna
að GusGus átti bestu plötu ársins,
Mobile Home, í poppi og Birnir var
með plötu ársins, Bushido, í rappi
og hipphoppi. Lag ársins í poppi
var Mér er drull með FLOTT,
Vesturbæjar Beach með BSÍ í rokki
og Vogur með Birni í rappi og
hipphoppi. Bríet hélt tónlistarvið-
burð ársins sem voru útgáfutónleik-
ar í Eldborg og einnig var hún valin
tónlistarflytjandi ársins. Bjartasta
vonin var FLOTT og textahöfund-
ur ársins var Teitur Magnússon. Þá
var söngkonan Soffía Björg Óðins-
dóttir tilnefnd í söng ársins en hún
er frá Einarsnesi í Borgarhreppi.
Í flokki sígildrar og samtímatón-
listar var Borgnesingurinn Anna
Þorvaldsdóttir áberandi. Tón-
verk hennar, CATAMORPHOS-
IS, var valið tónverk ársins og þá
var plata hennar og Spektral Quar-
tet, Enigma, tilnefnd í flokknum
Plata ársins. Reykholtshátíðin í
Borgarfirði var tilnefnd í flokknum
tónlistarviðburður ársins, hátíðir,
en þar sigraði Björk Guðmunds-
dóttir með Björk Orkestral, Live
from Reykjavík. Þá var Tónleika-
röð á barnum Skuggabaldri valin
tónlista rviðburður ársins í djass-
og blústónlist en fyrir henni stóðu
tónlistarmaðurinn Snorri Helga-
son og Borgnesingurinn Jón Mýr-
dal. Þá var Benedikt Kristjáns-
son tilnefndur í flokknum Söngur
ársins en Benedikt býr á Akranesi.
Í flokknum önnur tónlist átti
Brek plötu ársins í þjóðlagatónlist
og Emiliana Torrini átti besta lag-
ið í opnum flokki með titillaginu
Vertu úlfur úr leiksýningunni sem
byggð er á sögu Borgnesingsins
Héðins Unnsteinssonar. vaks
Bátnum klappað
fyrir sumarið
Bríet vann til tvennra verðlauna á íslensku tónlistarverðlaununum. Hér á 17. júní
á Akranesi í fyrra. Ljósm. vaks
Íslensku tónlistarverðlaunin
afhent í síðustu viku