Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Page 18

Skessuhorn - 06.04.2022, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 202218 Á sunnudaginn var Söngkeppni framhaldsskólanna 2022 haldin og fór hún fram í Íþróttahöllinni á Húsavík. Emilía Hugrún Lárus- dóttir og skólahljómsveit Fjöl- brautaskóla Suðurlands báru sig- ur úr býtum en flottur flutningur þeirra á lagi Ettu James, I´d Rather Go Blind skilaði þeim sigrinum. Í öðru sæti varð Rakel Björgvins- dóttir úr Menntaskólanum í Tón- list með lagið No Time To Die og þriðja sætið fékk Þorsteinn Helgi Kristjánsson frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hann flutti lagið 70mph. Tveir framhaldsskólar á Vestur- landi sendu fulltrúa á keppnina. Signý María Brink Völundardótt- ir söng lagið Heyr mína bæn fyr- ir hönd Menntaskóla Borgarfjarð- ar sem margir þekkja í flutningi Ellýjar Vilhjálms. Frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi keppti Hanna Bergrós Gunnarsdótt- ir og flutti lagið Killing Me Softly With His Song sem margir þekkja með Robertu Flack og einnig The Fugees. Báðar stóðu þær sig með ágætum og voru til sóma í annars skemmtilegri keppni framhalds- skólanna. vaks Tækniskólinn tryggði sér sig- ur á Framhaldsskólaleikum Raf- íþróttasamtaka Íslands með sigri gegn Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í úrslitaviðureigninni síðastliðinn fimmtudag en keppn- in var í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Þetta er annað árið í röð sem Framhaldsskólaleikarnir eru haldnir og í bæði skiptin hefur Tækniskólinn tekið bikarinn með sér heim. Skólarnir hófu leik í CS:GO og þar var það Tækniskólinn sem hafði betur. Því næst var keppt í FIFA en þar voru það liðsmenn FVA sem báru sigur úr býtum og því var ljóst að úrslitin myndu ráðast í Rocket League. Í Rocket League þurfti að vinna tvo af þremur leikjum til að sigra viðureignina. Tækniskólinn vann fyrsta leikinn en FVA hafði betur í öðrum leiknum og því réð- ust úrslitin í oddaleik. Það voru að lokum liðsmenn Tækniskólans sem tryggðu sér sigur á Framhaldsskólaleikunum. Liðið vann 3-2 sigur í lokaleikn- um þar sem sigurmark Tækniskól- ans kom þegar aðeins 40 sekúnd- ur voru eftir en FVA lagaði stöð- una þegar 24 sekúndur voru eftir af leiknum. Nær komust þeir ekki þó litlu hefðu munað á síðustu sek- úndunni að þeir hefðu jafnað en hittu því miður ekki úr sínu síðasta skoti. Liðsmenn FVA í CS:GO voru þeir Eysteinn Agnar Georgsson, Sindri Már Sigurðsson, Ágúst Páll Þorsteinsson, Kristinn Bene- dikt Gross Hannesson, Adrian Pawelczyk og Bóas Orri Hanni- balsson. Í FIFA voru Olaf Zablocki, Róbert Leó Gíslason, Guðmund- ur Tyrfingsson og Ingi Þór Sig- urðsson. Í Rocket League voru þeir Ólafur Ían Brynjarsson, Berg- ur Breki Stefánsson, Davíð Ern- ir Jónsson og Gabríel Ómar Her- mannsson. vaks Helgina 1. – 3. apríl var haldið umfangsmikið þjálfunarstjóranám- skeið í Borgarnesi fyrir slökkvi- liðsmenn af Vesturlandi og víð- ar. Alls voru tuttugu slökkviliðs- menn frá Akranesi, Borgarnesi, Búðardal, Grundarfirði, Reykhól- um, Snæfellsbæ, Stykkishólmi og Skagaströnd sem sátu námskeiðið sem samanstóð af bóklegum æfing- um á föstudeginum og verklegum æfingum á laugardag og sunnu- dag. Markmiðið með námskeiðinu var að efla æfingar hjá liðunum sem skilar sér í betri slökkviliðum. Það voru þeir Lárus Kristinn Guð- mundsson frá Brunavörnum Árnes- sýslu og Þorlákur Snær Helgason frá Húsnæðis- og mannvirkjastofn- un sem sáu um kennslu sem fór fram í Borgarnesi og á Akranesi. tfk Emilía Hugrún Lárusdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna í ár. Skjáskot af RUV/ vaks FSu sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna Frá vinstri: Bergur Breki, Davíð Ernir, Ólafur Ían og Kristinn Benedikt í viðtali á Stöð 2 eSport. Ljósm. fva FVA tapaði í úrslitum í FRÍS Þjálfunarstjóranámskeið slökkviliðsmanna á Vesturlandi Vinna við vatnsöflun úr skurði og þá þarf að passa að koma sogbarkanum vel fyrir. Vatn komið á körfubílinn í Borgarnesi þar sem Friðrik Pálmi Pálmason varðstjóri í Borgarnesi stýrði aðgerðum. Unnið að reyklosun í æfingaaðstöðu slökkviliðsins í Borgarnesi. Slökkviliðsmenn koma sér fyrir áður en þessi bíll var klipptur í sundur. Glennurnar notaðar til að komast í að aftengja rafmagnið af þessum bíl. Hér er verið að æfa björgun úr bílflaki þar sem þarf að hafa hraðar hendur. Eftir krefjandi æfingar er nauðsynlegt að skilja við búnað­ inn eins og menn vilja koma að honum næst og því þarf að ganga frá og þrífa. Æft á gámasvæðinu á Akranesi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.