Feykir


Feykir - 20.01.2021, Blaðsíða 2

Feykir - 20.01.2021, Blaðsíða 2
Starfsmaður Eflu Verkfræðistofu, ásamt starfs- manni Sveitarfélagsins Skagafjarðar, unnu að því í síðustu viku að taka sýni úr jarðvegi á svæði umhverfis bensínstöð N1 á Hofsósi þar bensínleki uppgötvaðist síðla árs 2019. Skipt var um tanka og jarðveg umhverfis þá síðasta sumar. Sveitarfélagið Skagafjörður réð Verkfræðistof- una Eflu til að annast rannsóknir á frekara um- fangi mengunarinnar og var fyrirhugað að hefja rannsóknir í haust. Steinn Leó Sveinsson, sviðs- stjóri veitu- og framkvæmdasviðs hjá Sveitarfél- aginu Skagafirði, sagði í samtali við Feyki að búið hefði verið að ákveða tíma fyrir rannsóknirnar þegar þriðja bylgja COVID-19 skall á og því hafi þurft að seinka framkvæmdum. Steinn segir að nú sé búið að taka sýni í sam- ræmi við rannsóknaráætlun sem gerð var í sam- starfi við Eflu til að kanna útbreiðslu mengunar á svæðinu en boraðar voru 13 holur, 3-4 metra djúpar, til sýnatökunnar. „Við erum sem sagt búin að ná þessum sýnum en svo á eftir að fara yfir þau frekar og verður eitthvað af þeim sent utan til rannsóknar. Ég á svo von á skýrslu um málið ein- hvern tímann á næstunni, það er ekki alveg komin dagsetning á það en ég geri ráð fyrir að það verði á næstu vikum,“ segir Steinn. Aðspurður segir Steinn að framhaldið fari svo algjörlega eftir niðurstöðum rannsóknarinnar og að engin leið sé að segja til um það að svo stöddu. /FE Nú stendur yfir handboltavertíð, HM á fullri ferð og íslenska liðið bara staðið undir nafni sem „strákarnir okkar“ hingað til, svona að mestu. Ég held að engin önnur íþrótt nái að sameina þjóðina eins og hand- boltinn gerir, allavega þegar vel gengur, allir, a.m.k. velflestir, fylgjast með , hvort sem þeir hafa nokkurn einasta áhuga á íþrótt- um yfirleitt. Ég er ein af þeim sem fylgist oftast með úr fjarska og tek stöðuna bara öðru hvoru. Það er alltaf svolítið gaman að standa eilítið utan við mestu spennuna og fylgjast með því hvaða áhrif svona keppni getur haft á fólk því það eru svo sannarlega ýmis dýr sem vakna af blundi, jafnvel hjá dag- farsprúðustu manneskjum. Engu að síður hef ég gaman af að horfa á leikina, já eða hlusta, það er oft ekkert verra. En ef ég ætla að fylgjast með þarf ég helst að vera ein, ég get orðið alveg hrikalega pirruð ef einhverjir nærstaddir missa sig í neikvæðar upphrópanir um aumingjaskap og slælega spilamennsku íslenska liðsins, geri þeir hinir sömu þá bara betur. Ég kíkti aðeins á leikinn við Marokkó á mánudagskvöldið. Þar stóð tvennt upp úr: Gróf spilamennska marokkósku leik- mannanna annars vegar og svo hins vegar hvað liðsmenn Marokkó voru upp til hópa ófríðir. Ekki að það síðar nefnda skipti nokkru máli fyrir handboltann, og þó, það er alltaf gott að fá eitthvað fyrir augað í bónus, ekki satt? En smekkur fólks er til allrar hamingju mismunandi. Kannski sitja marokkóskar kynsystur mínar við tedrykkju núna og fárast yfir því hvað þessir gráfölu Íslendingar séu ótrúlega lítið spennandi að sjá og algjörar veimiltítur sem varla megi anda á. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI HM þankar Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is | Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Bensínlekinn á Hofsósi Jarðvegssýni tekin í síðustu viku Bjarni Helgi Ragnarsson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar Svf. Skagafjarðar, og Baldvin Jónbjarnarson, jarðeðlisfræðingur hjá Eflu Verkfræðistofu, við sýnatöku. MYND: FE AFLATÖLUR | Dagana 11. til 17. janúar 2021 á Norðurlandi vestra Málmey með rúm 197 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 115.376 Málmey SK 1 Botnvarpa 197.325 Onni HU 36 Dragnót 8.399 Hafborg SK 54 Þorskfisknet 1.376 Alls á Sauðárkróki 322.476 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 8.913 Bergur Sterki HU 17 Lína 2.969 Dagrún HU 110 Net 10.031 Elfa HU 191 Landbeitt lína 1.612 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 6.209 Viktoría HU 10 Lína 1.851 Alls á Skagaströnd 31.585 Fáir sóttu sjóinn í síðustu viku á Króknum og var landað rúmum 322 tonnum. Aflahæst var Málmey SK 1 með rúm 197 tonn. Á Skagaströnd var heildaraflinn tæp 32 tonn og var það Dagrún HU 110 sem var aflahæst með rúm 10 tonn. Enginn bátur landaði á Hofsósi né Hvammstanga og var heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra 354.051 kg. Gengið hefur verið frá samningi um kaup FISK Seafood á útgerðarfélaginu Ölduósi ehf. á Höfn í Hornafirði og um leið á krókaaflamarksbáti félagsins, Dögg SU 118. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Aflaheimildir Daggar eru um 700 þorskígildistonn og eru heildarverðmæti viðskiptanna ríflega 1,8 milljarðar króna. Dögg hefur til þessa verið gerð út frá Stöðvarfirði og munu seljendur bátsins ljúka þessu fiskveiðiári með áhöfn sinni áður en afhending hins selda fer að fullu fram. Í fréttatilkynningu frá Fisk Seafood segir að með kaupunum styrki útgerð FISK Seafood rekstur sinn og hlutdeild í bolfiskvinnslu félagsins. Þorsk- veiðikvótinn eykst um tæplega 5% og gera má ráð fyrir að viðbótaraflinn samsvari tveggja til þriggja vikna afkastagetu landvinnslu FISK Seafood á Sauðárkróki og Snæfellsnesi. Dögg SU 118 er smíðuð hjá Trefjum árið 2007. Báturinn er tæplega 15 brúttótonn, 11,5 brúttórúmlestir og ríflega 11 metrar að lengd. „Með þessum viðskiptum er FISK Seafood að fikra sig inn í smábátaútgerð á línu og skak og ef vel tekst til munum við halda áfram að byggja okkur upp á því sviði, segir Friðbjörn Ásbjörns- son, framkvæmdastjóri FISK Seafood. „Vertíðarbátarnir yrðu kærkomin viðbót við það aukna líf sem höfnin hér á Sauðárkróki hefur öðlast á undanförnum árum og þetta fyrsta skref með kaupunum á Dögg verður strax mikil styrking fyrir land- vinnsluna og verðmætin sem hún er að skapa á hverjum degi.“ /Fréttatilkynning FISK Seafood Kaupir útgerð Daggar og 700 þorskígildistonn Dögg SU 118. MYND AÐSEND Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra í síðustu viku var lögð fram tillaga að bókun sem samþykkt var samhljóða þar sem lýst er yfir áhyggjum yfir fyrirkomulagi og stöðu dýralækna- þjónustu í sveitarfélaginu og hvetur ráðið jafnframt Matvæla- stofnun og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið til að bregðast strax við þeirri stöðu sem uppi er. Í bókun fundarins sagði m.a.: „Landbúnaðarráð hvetur Matvæla- stofnun og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið að bregðast strax við þeirri stöðu sem uppi er í Húnaþingi vestra. Jafnframt er óskað eftir fundi með fulltrúum MAST og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis." /FE Húnaþing vestra Hafa áhyggjur af stöðu dýralæknaþjónustu 2 03/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.