Feykir - 07.04.2021, Side 4
Ert þú áskrifandi?
Ef það er eitthvert dýr sem
Skagafjörður getur státað af þá er
það hesturinn en um þessar slóðir
má finna fjöldann allan af flottum
ræktendum sem eru að gera góða
hluti með íslenska hestinn bæði í
keppnum og í ræktun og sölu
erlendis. Þar sem ég er nokkuð viss
um að margir lesendur Feykis viti
meira um hesta en ég ákvað ég að
leita uppi nokkrar staðreyndir um
hesta sem hugsanlega einhverjir
hafa ekki hugmynd um að
væri rétt.
Vissir þú að hestar fæðast tann-
lausir, fá folaldatennur á fyrstu
mánuðunum en missa þær 5–6 vetra
og fá fullorðinstennur líkt og menn-
irnir. Hestar, ásamt fílum, sofa einna
styst af spendýrum eða um 3-4 klst á
sólarhring. Elsti hestur sem vitað er
um er hann Old Billy sem bjó í
Englandi og varð 62 ára gamall!
Hestar hafa tvo blinda bletti, annar er
beint fyrir aftan þá og hinn beint fyrir
framan þá. Hestar eyða meiri orku
þegar þeir liggja heldur en þegar þeir
standa. Hestar geta ekki gubbað.
Hestar geta ekki andað gegnum
munninn.
Stefanía Sigfúsdóttir sem býr á
Sauðárkróki og er dóttir Rögnu
Hjartardóttur og Sigfúsar Snorrasonar
á nokkra hesta og hefur verið mikið í
kringum þá frá því að hún var lítil.
Feyki langaði til að forvitnast aðeins
um Stefaníu og hestana hennar.
Hvernig gæludýr áttu? Ég á nokkra
hesta og þeir heita Klettur, Bikar,
Framtíð, Ljómi, Silfurtoppur og
Mummi og svo eru folöldin mín
Steinöld og Sólketill.
Hvernig eignaðist þú hestana? Ég
hef umgengist hesta síðan ég var lítil
með afa en eignaðist minn fyrsta
hest, hann Klett, þegar ég átti tíu ára
afmæli og stórvinur minn Guð-
mundur Sveinsson færði mér hann í
tilefni af fyrsta tugnum.
Hvað er skemmtilegast við gælu-
dýrið þitt? Mikill vinur og það er
svakalega margt skemmtilegt en
toppurinn er að fara í reiðtúr í góðum
félagsskap í góðu veðri!
Hvað er erfiðast? Það er erfiðast
þegar þeir slasast og ekki er hægt að
fara í reiðtúra á þeim lengur.
Ertu með einhverja sniðuga eða
merkilega sögu af gæludýrinu? Ég
ætlaði að fara í skemmtireiðtúr með
tveimur vinkonum einn góðan dag í
sveitinni og þurftum við að labba og
sækja hestana út á tún, þá fengum við
þá hugmynd, til að stytta okkur
labbitúrinn til baka í réttina, að hoppa
á berbak og ríða til baka en þá tóku
hestarnir gleðihopp með okkur og við
hrundum allar af hestunum!
Vinirnir Klettur og Stefanía.
AÐSENDAR MYNDIR
Stefanía á átta hesta
ÉG OG GÆLUDÝRIÐ | siggag@nyprent.is
Stefanía Sigfúsdóttir | hesturinn Klettur
Hér er Klettur tveggja vetra en Stefanía ellefu
ára.
Það er nú svo að þegar þessi þáttur
kemur fyrir sjónir almennings er, þrátt
fyrir hertar aðgerðir ríkisins í
sóttvörnum, ekki búið að fresta
Sæluviku líkt og gert var fyrir ári. Fyrst
svo er freistumst við til að kasta fram
fyrripörtum og gefum almenningi kost á
að taka þátt í vísnakeppni Safnahúss
Skagfirðinga.
Samkvæmt lauslegri talningu er
líklegast komið að 45. keppninni en
henni var komið á árið 1976 og hefur
farið fram öll árin, utan 2020 vegna
Covid áhrifa. Líkt og segir í einum
fyrripartinum, sem einnig var gerður
að fyrirsögn, hafa sjálfsagt margir
viljað gefa liðnu ári löngutöng og
jafnvel þessu ári líka en munum að
brátt verður þetta leiðindaástand
yfirstaðið.
Reglur vísnakeppninnar eru sem
fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að
botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða
semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er
nauðsynlegt að botna allt og einnig er í
lagi að senda bara inn vísu.
Gos, gös, Covidáhrif, kaup og kjör
og kosningar eru viðfangsefni botnara
að þessu sinni og að sjálfsögðu vorið
enda stutt í betri tíð. Fyrripartarnir
hljóða svo:
Í fjölmiðlunum færir menn
fræða okkur um gösin.
Minni vinnu, meira kaup
mun þá auður safnast.
Hvað ætlarðu að kjósa í haust?
Hverju viltu hafna?
Liðnu ári löngutöng
langar mig að senda.
Flesta daga ferðast ég
um fermetrana heima.
Senn mun blíð og betri tíð
bara prýða fjörðinn.
Umsjónarmann vísnakeppninnar lang-
ar til að sjá hvernig hagyrðingar ramma
inn Ísland og þeirra upplifun á
stöðunni í dag, sl. mánuði eða jafnvel
hvernig þeir telja hana þróast næstu
mánuði. Þó Covid-19 hafi verið alls
ráðandi má alveg hugsa út fyrir þann
ramma.
Veitt verða tvenn peningaverðlaun,
annars vegar fyrir bestu vísuna og hins
vegar fyrir besta botninn. Ekki er
skilyrði að allir fyrripartar séu botnaðir
og einnig er leyfilegt að senda einungis
vísu.
Vísur og botnar verða að hafa borist
Safnahúsi Skagfirðinga, Faxatorgi 550
Sauðárkróki í síðasta lagi miðviku-
daginn 14. apríl nk. Nauðsynlegt er að
vísurnar séu merktar dulnefni, en rétt
nafn og símanúmer fylgi með í lokuðu
umslagi. Einnig er hægt að senda vísur
og botna í tölvupósti á netfangið
bokasafn@skagafjordur.is og verður þá
viðkomandi höfundi gefið dulnefni, ef
það fylgir ekki með, áður en vísurnar
fara til dómnefndar.
Úrslit verða tilkynnt sunnudaginn
25. apríl, vonandi við setningu Sælu-
viku Skagfirðinga, í Safnahúsinu á
Sauðárkróki. /PF
Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2021
Liðnu ári löngutöng
langar mig að senda
Frá setningu Sæluviku 2014. MYND: ÓAB
4 14/2021