Feykir - 07.04.2021, Qupperneq 6
Birta á kontórnum.
MYND AÐSEND
Að þessu sinni bankar
Bók-haldið upp á hjá Birtu
Ósmann Þórhallsdóttur,
rétt rúmlega þrítugum
bókaútgefanda hjá Skriðu
bókaútgáfu. Birta hefur verið
búsett á Hvammstanga en er
að flytja til Patreksfjarðar.
Hún er að auki rithöfundur og
þýðandi en er einnig í hluta-
starfi við skráningu gripa fyrir
Byggðasafn Húnvetninga og
Strandamanna.
Birta segist yfirleitt vera með
nokkrar bækur á náttborðinu
og á skrifborðinu. „Þessa
stundina er ég djúpt sokkin
ofan í Álabókina: sagan um
heimsins furðulegasta fisk eftir
Patrik Svensson í frábærri
þýðingu Þórdísar Gísladóttur.
Er einnig að lesa ljóðabókina
Aftanskin eftir Rannveigu
Guðnadóttur. Auk þess er ég
alltaf með húslestur á meðan
maðurinn minn eldar, þessa
dagana erum við að lesa Söngur
villiandarinnar, smásögur eftir
Einar Kárason.“
Hver er uppáhaldsbókin af
þeim sem þú hefur lesið
gegnum tíðina? „Þær eru
margar. Til dæmis Brekku-
kotsannáll eftir Halldór Lax-
ness, Stúlkan í skóginum eftir
Vigdísi Grímsdóttur, Svefn-
hjólið eftir Gyrði Elíasson og
Íslenskur aðall og Ofvitinn eftir
Þórberg Þórðarson. Annars les
ég mest ljóð, fyrstar koma upp í
hugann Undarlegt er að spyrja
mennina og Svartur hestur í
myrkrinu eftir Nínu Björk
Árnadóttur og Fiðrið úr sæng
Daladrottningar eftir Þorstein
frá Hamri. Þær eru þó mikið
fleiri bækurnar sem ættu skilið
að vera taldar upp hér.“
Hvers konar bækur lestu helst?
„Ég les mest ljóðabækur, er
einnig hrifin af smásagna- og
örsagnaforminu, les eins
skáldsögur og gríp í þjóðlegan
fróðleik og ævisögur. Síðan les
ég mikið á spænsku, bæði
skáldsögur og ljóðabækur og
þýðingar úr erlendum málum
yfir á íslensku.“
Hvaða bækur voru í uppáhaldi
hjá þér þegar þú varst barn?
„Skilaboðaskjóðan eftir Þor-
vald Þorsteinsson var í mestum
( BÓK-HALDIÐ ) oli@feykir.is
„Birta á að fá þessa bók“
Birta Ósmann Þórhallsdóttir | bókaútgefandi á Hvammstanga
metum. Einnig Dýrin í
Hálsaskógi og Kardimommu-
bærinn eftir Thorbjörn Egner
og svo gleypti maður allar
bækur Astrid Lindgren í sig.“
Hvaða bækur eru ómissandi
eða er einhver ein bók sem
hefur sérstakt gildi fyrir þig?
„Ég held upp á margar gamlar
ljóðabækur og sumar hafa
alveg sérstakt gildi fyrir mig.
Eina bók glugga ég líka oft í en
það er bókin Merkisdagar á
mannsævinni eftir Árna
Björnsson þjóðháttafræðing.
Ég var alltaf að fletta í bókinni
hjá ömmu og afa á Hvamms-
tanga, þegar þau voru síðan
bæði látin og verið var að fara í
gegnum eigur þeirra var þessi
bók merkt mér, amma hafði
skrifað innan í hana: „Birta á að
fá þessa bók.“ Mér þykir vænt
um þetta og fletti henni oft.“
Hvaða rithöfundar eða skáld fá
hjartað til að slá örar, bíðurðu
spennt eftir bókum frá
einhverjum höfundi? „Gyrðir
Elíasson, Vigdís Grímsdóttir,
Þorsteinn frá Hamri, Rosario
Castellanos, Mario Bellatin,
Nína Björk Árnadóttir, Geir-
laugur Magnússon... Ég bíð
reyndar alltaf spennt líka eftir
bókum frá Ófeigi Sigurðssyni,
nýjum ljóðabókum og góðum
íslenskum þýðingum.“
Áttu þér uppáhalds bókabúð?
„Ætli það sé ekki fornbóka-
búðin Bókin, á Klapparstíg.
Annars finnst mér skemmti-
legast að finna gullmola á
nytjamörkuðum eða í gefins-
hillum á bókasöfnum.“
Hversu margar bækur heldurðu
að þú eignist árlega? „Þær eru
margar. Ég les allar en sumar
gef ég síðan áfram.“
Ertu fastagestur á einhverju
bókasafni? „Ég vann á Bóka-
og skjalasafninu á Hvamms-
tanga og hef sótt það safn
nokkuð mikið, hef hins vegar
ekkert heimsótt safnið á Pat-
reksfirði núna vegna covid, les
í staðinn bækur sem mér
áskotnuðust eða hef keypt.“
Hefur þú heimsótt staði sér-
staklega vegna þess að þeir
tengjast bókum sem þú hefur
lesið? „Ekki man ég eftir því,
nema í huganum.“
Hver er eftirminnilegasta bókin
sem þú hefur fengið að gjöf /
hvers vegna? „Mamma gaf mér
safnið sitt af verkum Geirlaugs
Magnússonar í fyrra, hann
kenndi henni í Fjölbraut á
Sauðárkróki og hún hafði keypt
margar bækur af honum og
safnað bókunum eftir hann.
Mér þykir afskaplega vænt um
þetta safn.“
Hvað er best með bóklestri?
„Bolli af rótsterku kaffi og
kötturinn.“
Ef þú ættir að gefa einhverjum
sem þér þykir vænt um bók,
hvaða bók yrði þá fyrir valinu?
„Það færi nú eftir því hvaða
manneskja það væri, líklega
yrði einhver ljóðabók fyrir
valinu.“
6 14/2021