Feykir


Feykir - 02.06.2021, Page 5

Feykir - 02.06.2021, Page 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Meiri verður dramatíkin varla á fótboltavellinum en síðastliðið fimmtudagskvöld þegar lið Tindastóls og Þórs/KA mættust á Sauðárkróksvelli. Tindastóll leiddi lengstum í leiknum en gestirnir tóku yfir leikinn í síðari hálfleik, jöfnuðu metin þegar um 20 mínútur voru eftir og gerðu síðan sigurmarkið bókstaflega með síðasta sparki leiksins – rothögg um leið og bjallan klingdi! Svekkjandi úrslit fyrir Stólastúlkur en kannski má segja að sigur Þórs/KA hafi verið sanngjarn að þessu sinni. Lokatölur 1-2. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en lið Tindastóls virkaði hættu- legra í sínum sóknaraðgerðum. Murr var aðgangshörð strax í byrjun og það skapaðist oft hætta þegar hún komst á skrið með boltann. Hún braut enda ísinn með skallamarki á 22. mínútu, hamraði boltann í markið eftir aukaspyrnu frá Laufeyju. Sem fyrr segir var lið Akur- eyringa sterkara í síðari hálfleik og uppskar jöfnunarmark á 73. mínútu en það gerði Sandra Pepsi Max-deildin | Tindastóll – Þór/KA 1–2 Grátleg lokasekúnda Murr skallar boltann í markið og gerði fyrsta mark sitt í Pepsi Max deildinni. MYND: ÓAB Leikmenn Kormáks Hvatar bættu þremur stigum í pottinn þegar þeir mættu Úlfunum á Framvellinum í Reykjavík á laugardag. Bæði lið höfðu unnið einn leik og tapað öðrum í ansi jöfnum D-riðli 4. deildar og því mikilvægt fyrir bæði lið að sækja þrjú stig og koma sér betur fyrir á stigatöflunni. Húnvetningar skoruðu snemma leiks og þar við sat, lokatölur 0-1. Það var hinn eldsnöggi og áræðni Akil Rondel Dexter De Freitas sem gerði eina mark leiksins á 10. mínútu. Heima- menn urðu fyrir áfalli snemma í síðari hálfleik þegar fyrirliði þeirra, Arnór Siggeirsson, fékk að líta annað gula spjald sitt í leiknum og varð því að skottast af velli og skilja félaga sína eftir einum færri. Lið Kormáks Hvatar hélt síðan sjó það sem eftir lifði leiks og sætur seiglu- sigur í höfn. Næsti leikur er nk. laugar- dag en þá mæta Húnvetningar í Kópavog þar sem Vatna- liljurnar bíða eftir þeim. /ÓAB 4. deild | Úlfarnir – Kormákur Hvöt 0–1 Sterk þrjú stig í pottinn 3. deild | Tindastóll – Augnablik 1–1 Eitt stig í hús hjá Stólum Lið Tindastóls og Augnablika mættust í hörkuleik á laugar- dag í 3. deildinni en leikið var á Sauðárkróksvelli. Heima- menn tóku forystuna snemma leiks en gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks og þrátt fyrir mikil átök tókst hvorugu liðinu að gera sigurmarkið og skildu því jöfn. Lokatölur 1-1. Það var hlýtt á vellinum í dag en hliðarvindurinn á köflum ansi snarpur. Þrátt fyrir það tókst liðunum að spila ágætan bolta. Það var Arnar Ólafsson sem kom liði Tindastóls yfir á 17. mínútu, reykspólaði sig inn fyrir vörn gestanna og skoraði gott mark. Gestirnir stjórnuðu ferðinni í fyrri hálfleik en Atli Dagur varði aukaspyrnu frábærlega og einu sinni fór boltinn í stöng. Augnablikar höfðu vindinn örlítið í bakið í síðari hálfleik og þá vill oft vera erfiðara að hemja boltann. Þeir fengu aukaspyrnu á 56. mínútu sem var rennt inn á teiginn, þaðan var boltinn sendur inn á markteig þar sem Þorbergur Steinarsson hælaði boltann laglega í markið. Leikurinn var fjörugur allt til loka en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki. Fyrsta stigið því komið í hús hjá Stólunum. /ÓAB Nabweteme sem var nýkomin inn á. Eftir fjörugan lokakafla gerði Sandra síðan sigurmark leiksins á síðustu sekúndunni. „Það verður að segjast að röð grundvallarmistaka hafi átt sér stað undir lokin. Slæmar ákvarð- anir, rangar staðsetningar, léleg dekkun – allt hlutir sem við erum langt því frá að vera þekkt fyrir. Þór/KA gekk á lagið og refsaði okkur,“ sagði Guðni Þór þjálfari að leik loknum. Úr leik í Mjólkurbikarnum Lið Breiðabliks og Tindastóls mættust sl. mánudagskvöld í Mjólkurbikarnum og var leikið í Kópavogi. Blikar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum en gekk illa að hrista af sér baráttu- glaðar Stólastúlkur. Heimaliðið gerði þó mark í sitt hvorum hálfleik en Murr minnkaði muninn seint í leiknum og þar við sat. Lið Tindastóls er því úr leik í bikarnum en lokatölur 2-1. Amber Michel í marki Tindastóls var klárlega maður leiksins, varði hvað eftir annað með tilþrifum og hélt Stóla- stúlkum inni í leiknum. Var kannski orðin full sókndjörf undir það síðasta en það vantar sannarlega ekki stríðshjartað í hana. /ÓAB Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Sigurð Þorsteinsson um að leika með liðinu næsta tímabil. Sigurð þarf vart að kynna þeim sem fylgjast með körfubolta en hann hefur mikla reynslu bæði innanlands sem erlendis. Í vetur lék Sigurður með liði Hattar á Egilsstöðum sem, eftir ágæta frammistöðu, féll um deild með 14 stig, fjórum stigum frá Tindastól sem náði inn í úrslitakeppni með 18 stig. Sigurður er uppalinn Ísfirð- ingur og hóf ferilinn með KFÍ en söðlaði um árið 2006 er hann flutti sig til Keflavíkur en þar lék hann til ársins 2011 og svo með liði Grindavíkur til 2014. Þá freistaði hann gæfunnar erlend- is og lék með Solna Vikings í Svíþjóð og grísku liðunum Machites Doxas Pefkon og Gymnastikos Larissa sitthvort árið þangað til hann kom aftur til Grindavíkur 2017. Tvö næstu tímabil var Sigurður á mála hjá Körfuknattleiksdeild Tindastóls Sigurður Þorsteins til liðs við Stólana Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari, og Sigurður Þorsteinsson, nýjasti liðsmaður Tindastóls, handsala leikmannasamninginn. MYND AÐSEND ÍR og nú í vetur með Hetti Egilsstöðum. „Við erum afskaplega spennt fyrir hans komu á Krókinn og vonumst til að hann styrki íslenska kjarnann í liðinu. Hann hefur mikla reynslu úr úrvals- deild og ætti að koma sterkur inn,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður deildarinnar. Hann vonast til að að þeir leikmenn sem sömdu við félagið í fyrra til tveggja ára verði áfram en mál annarra leikmanna eru í skoðun. Aðalfundur körfuknattleiks- deildar Tindastóls er framundan og segir Ingólfur komið að tímamótun hjá sér þar sem hann gefur ekki kost á sér til áfram- haldandi setu í stjórn. Það verði ákveðin stjórnarskipti þar sem stefnir í mikla endurnýjun en nafn Dags Þórs Baldvinssonar hefur verið nefnt sem formanns- efni og beinagrind komin að nýrri stjórn sem, að sjálfsögðu þarf samþykki aðalfundar. /PF Tindastólsmenn gera sig klára í að verjast aukaspyrnu. MYND: ÓAB Hluti liðsmanna Kormáks Hvatar kampakátir að leik loknum. MYND AF FB 22/2021 5

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.