Feykir - 02.06.2021, Síða 8
Loðnuveiðar hafa löngum verið
stundaðar við Íslandsstrendur
enda um einn helsta nytjafisk
Íslendinga að ræða, samkvæmt
því sem fram kemur á vef
Hafrannsóknastofnunar, en
með hlýnun sjávar á undan-
förnum árum hefur orðið
breyting á dreifingu hennar.
Loðna er einn af fimm
uppsjávarfiskistofnum sem
veiddir eru af íslenskum
fiskiskipum og á WikiPedia
segir að loðna sé brædd og
notuð í fiskifóður og lýsisfram-
leiðslu, en sé einnig notuð til
manneldis, m.a. séu loðnu-
hrogn eftirsótt matvara í Japan.
Loðnuveiðar eiga sér aðallega
stað þegar hrygningarstofninn
þéttist fyrir austan landið og
gengur réttsælis með Suður-
landi að vetrarlagi á leið til
hrygningar en á sumrin er
loðnan við íshafsröndina þar
sem hún étur dýrasvif. Hrygna
nær allt að 20 sm lengd og
hængur verður allt að 25 sm
langur.
Í apríl 1965 gerðust þau
undur að vart varð við loðnu-
torfu rétt utan hafnarinnar á
Sauðárkróki sem hafði lokast
inni vegna hafíss sem rekið
hafði inn Skagafjörð. Ákváðu
vinirnir Magnús Jónsson, sem
síðar flutti til Ástralíu ásamt
fjölskyldu sinni, og Sighvatur P.
Sighvats, ævinlega kallaður
Hvati á Stöðinni, að athuga
hvort hægt væri að koma henni
í land og nýta. Maggi átti bátinn
en Hvati nótina og fengu þeir
syni sína með sér, æskuvinina
Helga, son Magga, og Ingvar
Sighvatsson, sem gjarna er
kallaður Ingi, en þeir voru þá
17 ára gamlir.
Til að varna því að ís ræki
inn í höfnina hafði vír verið
strengdur fyrir hafnarmynnið,
festur á endum og hvíldi á
fjórum tunnum svo hann sykki
ekki. Hægt var að fara undir
hann með báta sem næst
hafnargarðinum.
69 tunnur á dag
Ingi segir að þeir Maggi og
Hvati hafi verið miklir vinir en
loðnunni. Svo held ég að Maggi
hafi farið út í beinaverksmiðju
og spurt hvort það stæði
nokkuð á því að þeir tækju
loðnu ef hún yrði veidd. Þá var
einmitt tiltölulega rólegt í fisk-
inum og honum sagt að það
væri ekkert mál. Svo þurfti að
selja mjölið og menn veltu fyrir
sér hvort það yrði nokkurt
vandamál en það var þveröfugt.
Það var verið að gefa búpeningi
beinamjöl en þetta var sprikl-
andi hráefni þegar það fór í
verksmiðjuna þannig að mjölið
var gott og ekki einn einasti
poki fór úr héraðinu, allt til
bænda innan héraðs, þannig að
það nýttist allt.“
Ingi segir að loðnan hafi
synt inn í höfnina svo hægt var
að moka henni þar upp en
stundum lónaði ísinn frá svo
hægt var að komast með bátinn
jafnvel niður með sandinum.
Ingi segir að þá hafi þurft að
vakta það ef kom aðfall og varð
þá að passa að kippa með hraði
og sigla inn í höfn svo báturinn
lokaðist ekki inni í ísnum. Á
þessum tíma var fjörðurinn
lokaður vegna hafíss sem náði
jafnvel norður fyrir svokallaða
Fagranessteina.
Ingi segir að upp á hvern
dag frá 23. til 30. apríl hafi
loðnunni verið mokað upp,
tvær til þrjár veiðiferðir á dag,
715 tunnum alls. Síðan var viku
stopp en þrjá síðustu veiði-
dagana, 7., 8. og 11. maí,
minnkaði umfangið og komu
einungis 45 tunnur í land.
Dularfullur draumur
Það var ekki bara loðna sem
slæddist í nótina þessa undar-
legu daga fyrir rúmri hálfri öld
því í eitt skiptið fylltist hún af
óþverra sem enginn vill draga
að landi og segir Ingi að pabba
hans hefði dreymt fyrir því,
a.m.k. hafi draumurinn verið
túlkaður þannig.
„Pabba dreymdi draum sem
hann vissi ekkert hvað þýddi
fyrr en dagurinn var búinn. Það
var um morguninn, 29. apríl,
sem hann segist hafa dreymt
Ævintýraleg loðnuvertíð á hafísárunum
Mokveiddu loðnu
í Sauðárkrókshöfn
Ingi Sighvats segir frá skemmtilegu ævintýri sem átti sér stað á vordögum 1965 er hafís lokaði Skagafirði og myndarleg loðnutorfa
varð innlyksa sem hann tók þátt í að veiða. Á þessari mynd stendur hann á landfyllingu við smábátahöfnina á Sauðárkróki, þar sem
veiðarnar fóru fram áður. MYND: PF
VIÐTAL
Páll Friðriksson
eins og fram kemur hér að
framan flutti Maggi til Ástralíu.
Kom þó að því að hann flutti til
baka á Krókinn en örlögin hög-
uðu því þannig að sama dag
og Maggi kom dó Hvati. Þótti
mörgum það neyðarlegt að þeir
fengju ekki að hittast á ný eftir
langan aðskilnað.
En að loðnuævintýrinu. Frá
23. apríl til 11. maí 1965 voru
farnar 22 veiðiferðir á ellefu
dögum og loðnu mokað upp úr
sjónum, í og við höfnina á
Króknum, innan um ís sem
hafði fyllt Skagafjörðinn. Alls
reyndist aflinn 760 tunnur, sem
gerir 69 tunnur á dag, sem
bræddur var í mjöl og bændur í
héraðinu gáfu búpeningi sínum
og þótti afbragðsfóður. Bátur-
inn, Hegri SK 164, var í eigu
Magga, lítil 3,6 tonna trilla og
segir Ingi djarflega hafa verið
farið stundum því a.m.k. einu
sinni mátti litlu muna að
báturinn sykki, svo hlaðinn var
hann. Segir hann að 55 tunnur
hafi þá verið í bátnum en þann
daginn komu þeir með 163
tunnur í land í þremur veiði-
ferðum. Hvati átti hins vegar
gamla nót sem Ingi telur hafa
verið gamlar leifar frá því þegar
verið var að veiða smásíld.
„Við þurftum að slefa nót-
inni tvisvar með okkur því við
vorum nærri því sokknir þar
sem báturinn var svo drekk-
hlaðinn. Magnús sagði við það
tækifæri að það væri helvíti
hart ef við sykkjum við
bryggjuna. Þessi bátur var tal-
inn þrjú og hálft tonn en við
fylltum hann svoleiðis að það
var farið að vatna upp á
borðstokkana en það var bara
litli listinn innan við sem
varnaði því að læki inn. Þá
tókum við upp úr honum 55
tunnur en eftir þetta var ekki
farið yfir 50 tunnur, en þá er
strax búið að létta bátinn um
700 kíló.“
Ingi segir að loðnuveiðin
hafi byrjað þegar ísinn var
kominn inn á fjörðinn. Pabbi
hans hafi alltaf vaktað sjóinn og
hefur sjálfsagt séð á fugli að
eitthvað spennandi væri komið
í fjarðarbotninn. „Pabbi fór til
Magga og sagði honum að það
hlyti að vera komin bullandi
loðna af því að það væri það
mikill fugl að sækja í þetta.
Pabbi stingur upp á því við
Magga hvort þeir ættu ekki að
fara að skoða þetta, hvort ekki
væri hægt að ná í eitthvað af
Báturinn með fánann er Hegri SK 164, sá er dró loðnu-
aflann að landi. Hið sögufræga skip, Ernan, í bakgrunni.
Á gömlu bryggjunni. Vinirnir Maggi Ástralíufari og Hvati
á Stöðinni ásamt Daníel Sighvats. Veiði dagsins er selur
og skarfar.
Í júní 1965. Helgi Magnússon, fv. siglingamálastjóri, við
Syðra-planið. MYNDIR ÚR EINKASAFNI
8 22/2021