Feykir - 02.06.2021, Blaðsíða 16
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
22
TBL
2. júní 2021 41. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í
42. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á
Sauðárkróki sl. föstudag. Enn litar Covid-
faraldurinn líf okkar en vegna sóttvarnareglna
voru einungis nemendur og nokkrir starfsmenn
skólans viðstaddir en athöfninni var streymt á
netinu. Alls brautskráðust 100 nemendur frá
skólanum.
Í frétt á vef FNV segir: „Í máli skólameistara,
Ingileifar Oddsdóttur, kom m.a. fram að 2844
nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá
upphafi skólahalds haustið 1979. Skólameistari
fjallaði m.a. um áhrif COVID-19 á skólastarfið og
þakkaði nemendum fyrir þrautseigjuna við þær
aðstæður. Þá þakkaði hún fyrirtækjum, stofnunum
og sveitarfélögum fyrir afar ánægjulegt samstarf.
Loks greindi frá nýrri reglugerð um vinnustaðanám
og þörf fyrir stækkun verknámshúss skólans í ljósi
mikillar aðsóknar í verknámsdeildir skólans. Að
lokum kvaddi hún starfsmenn sem láta af störfum
og þakkaði þeim vel unnin störf, en þeir eru Árni
Stefánsson íþóttakennari, Björn Björnsson tréiðna-
kennari, Gróa Guðmunda Haraldsdóttir heima-
vistarstjóri, Gísli Árnason rafiðnakennari og Adolf
Berndsen skólanefndarmaður.
Kristján Bjarni Halldórsson flutti vetrarannál
skólans þar sem stiklað var á stóru í starfsemi hans.
Þar kom m.a. fram að á haustönn voru 559 nem-
endur við skólann.“
Að loknum vetrarannál fór fram brautskráning
og afhending viðurkenninga, sem var í höndum
skólameistara. Alls brautskráðust 100 nemendur af
eftirtöldum námsbrautum sem hér segir, en alls voru
gefin út 109 prófskírteini: Af stúdentsprófsbrautum
45 nemendur, húsasmíði 28, húsgagnasmíði einn,
þrír af kvikmyndabraut, einn af nýsköpunarbraut,
sex í rafvirkjun, 16 af sjúkraliðabraut, einn af
starfsbraut og átta í vélvirkjun og vélstjórn.
Freydís Þóra Bergsdóttir og Arnar Freyr Guð-
mundsson fluttu ávarp fyrir hönd brautskráðra
nemenda en að lokum flutti skólameistari braut-
skráðum nemendum heilræði fyrir lífið, óskaði
þeim velfarnaðar og sagði skólanum slitið.
Það er að sjálfsögðu engin brautskráning án
tónlistaratriða en að þessu sinni voru það Rannveig
Sigrún Stefánsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson
sem sáu um þá hlið mála, Rannveig söng og Arnar
spilaði undir á hljómborð. Fyrst tóku þau lag eftir
fyrrum nemenda skólans, Sigvalda Gunnarsson,
og síðan tóku þau nýja útgáfu af Góða ferð og ekki
ólíklegt að einhverjir hafi tárast meðan á þeim
flutningi stóð. /ÓAB
Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra slitið í 42. skipti
100 nemendur brautskráðust
Hér má sjá þá nemendur sem sáu sér fært að vera viðstaddir brautskráninguna ásamt stjórnendum FNV. MYNDIR: HINIR SÖMU
Myndir frá brautskráningunni. Fleiri myndir má sjá í frétt á Feykir.is og á heimasíðu FNV þar sem nánar er fjallað um viðburðinn.
Við óskum
sjómönnum
til hamingju með daginn
KJÖTAFURÐASTÖÐ
Við óskum
sjómönnum
til hamingju með daginn
Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut Sími 455 6000 www.skagafjordur.is
Háeyri 1 Sauðárkróki
Sími 455 7930
Vísindagarðar
Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga | Sími 455 9200 www.tengillehf.is
Skagfirðingabraut 29 Sauðárkróki
Sími 453 6666
Kaupfélag Skagfirðinga Hofsósi Sími 455 4692
Sími 528 9000 www.rarik.is
HOFSÓSI
Borgarmýri 1 Sauðárkrókur Sími 453 5433
Eyrarvegi 20 550 Sauðárkróki Sími 455 4500 www.ks.is
www.fmis.is
Hesteyri 1 Sauðárkrókur Sími 453 5923 dogun@dogun.is
Skarðseyri 5 550 Sauðárkróki Sími 455 3000 www.steinull.is
VERKFRÆÐISTOFA
Aðalgötu 21 Sauðárkrókur Sími 453 5050
Hvernig nemandi varstu? Misjafn.
Hvað er eftirminnilegast frá
fermingardeginum? Plötuspilar-
inn sem ég fékk í fermingargjöf frá
mömmu og pabba.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar
þú yrðir stór? Bóndi.
Hvert var uppáhalds leikfangið
þitt þegar þú varst krakki?
Prikhestur.
Besti ilmurinn? Góð sjávarlykt og
lykt af íslensku birki eftir rigningu.
Hvar og hvenær sástu núverandi
maka þinn fyrst? Bifröst.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú
fékkst bílprófið? Led Zeppelin.
Hvernig slakarðu á? Í sveitinni.
Hverju missirðu helst ekki af í
sjónvarpinu? Íþróttum.
Besta bíómyndin? Deer Hunter,
vel leikin og áhrifarík mynd.
Hvaða íþróttamanni hefurðu
mestar mætur á? Michael Jordan.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir
á þínu heimili? Ryksuga.
Hvert er snilldarverkið þitt í eld-
húsinu? Rjúpurnar á jólunum.
Hættulegasta helgarnammið?
Lakkrís.
Hvernig er eggið best? Linsoðið.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari þínu? Leti.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is
NAFN: Guðmundur Sveinsson.
ÁRGANGUR: 1960.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Giftur Auði Steingrímsdóttur og við eigum
Svein, Önnu Lóu og Svölu.
BÚSETA: Sauðárkrókur.
HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALINN: Sonur Sveins Guðmunds-
sonar hrossaræktanda og Ragnhildar G. Óskarsdóttur lista-
konu. Alinn upp á Króknum undir Nöfunum.
STARF / NÁM: Kjötiðnaðarmeistari, hrossaræktandi og sjómaður.
HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Vinna.
Gummi Sveins
fari annarra? Leti.
Uppáhalds málsháttur eða til-
vitnun? Heima er best.
Hver er elsta minningin sem þú
átt? Minningar um hesta.
Þú vaknar einn morgun í líkama
frægrar manneskju og þarft að
dúsa þar einn dag. Hver værirðu
til í að vera og hvað myndirðu
gera? Donald Trump, ég myndi
gera allt vitlaust.
Hvaða þremur persónum vild-
irðu bjóða í draumakvöldverð?
Börnunum mínum, ávísun á
skemmtilegt kvöld.
Ef þú gætir farið til baka í
tímann, hvert færirðu? Ég myndi
eyða einum degi á Furðuströndum
með Jóni Ósmann frænda mínum,
það yrði eflaust forvitnilegur dagur.
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél
og réðir hvert hún færi, þá
færirðu... í sólina á Tenerife.
Bucket list spurningin: Nefndu
eitthvað þrennt sem þér finnst
þú mega til að gera áður en
þú gefur upp öndina: Fara á
Old Traffort, NBA leik og fara í
fallhlífarstökk.
Gummi með afastrákinn Hrafnketil. MYND ÚR EINKASAFNI.
6 21/2019
Við undirbúning kosninga um sameiningu fjögurra
sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu kom fram sú
hugmynd að koma á fót námi í umhverfisfræðum á
Húnavöllum. Hugmyndin er liður í því að gera
fyrirhugað nýtt sveitarfélag að umhverfisvænsta
sveitarfélagi landsins. Til að sú framtíðarsýn verði að
veruleika þarf að eiga sér stað mikil stefnumótun og
vinna við aðgerðaráætlun.
Ein helsta aðgerðin verður að koma á koppinn
námi í umhverfisfræðum í nýju sveitarfélagi og vera
þar með fyrsti skólinn á Íslandi sem einblínir eingöngu
á umhverfisfræði. Skipaður var starfshópur þann 23.
febrúar sl. til að leggja mat á hugmyndina, greina
helstu kosti og ókosti, tækifæri og ógnir o.fl. /SMH
Starfshópur skilar
af sér skýrslu
Umhverfisakademía á Húnavöllum