Feykir


Feykir - 09.06.2021, Síða 6

Feykir - 09.06.2021, Síða 6
Mikil fjölgun hefur verið á nýliðum hjá Golfklúbbi Skagafjarðar undanfarin ár og virðast vinsældir koma stjórn klúbbsins á óvart. „Við höfum engar sérstakar skýringar á því aðrar en þær að Skagfirðingar virðast vera að taka við sér aðeins seinna en gerist annars staðar á landinu hvað varðar vinsældir og áhuga á golfi,“ segir Andri Þór Árnason, ritari klúbbsins en að hans sögn hefur verið algjör sprenging í nýjum meðlimum golfklúbba á landsvísu undanfarin ár eða áratugi. „Hér í Skagafirði höfum við ekki verið að sjá þessa fjölgun fyrr en nú. Á höfuðborgar- svæðinu eru langir biðlistar eftir því að komast að í klúbbum þar, ásamt því að nánast blóðug barátta er eftir rástímum hvern dag og þurfa félagsmenn að bíða við tölvu á miðnætti eftir að ná rástíma eftir fjóra daga. Hér á Sauðárkróki hafa meðlimir notið þeirra for- réttinda að geta nánast farið í golf þegar þá langar. Þetta eru forréttindi sem stóru klúbb- arnir, sérstaklega á Suðurlandi, þekkja ekki.“ Andri segir fjölgun í GSS hafa hafist í raun fyrir nokkrum árum þegar stjórn klúbbsins tók þá ákvörðun að bjóða upp á sérstakt nýliðagjald, sem er lægra en almennt verð, en það mun vera á hinn veginn á hefur ekki fjármagn til þess að gera það án aðstoðar. Það er verkefni sem verður skoðað eftir stækkun vallarins,“ segir Andri en eitt af stóru verkefnum sem félagið stendur fyrir er að stækka völlinn til þess að geta tekist á við fjölgun meðlima og ásókn ferðamanna á völlinn. Nú þegar er búið að teikna upp þrjár nýjar holur við völlinn en lengi hafa verið uppi hugmyndir um stækkun vallarins í 18 holu völl en Andri segir stjórn klúbbsins hingað til hafa talið það of stórt verkefni fyrir ekki stærri klúbb og talið það vænlegast til árangurs að gera það hægt og rólega. Það sé því einlæg von stjórnar GSS að hægt verði að hefja fram- kvæmdir nú strax í sumar þar sem unnið verði að því að stækka Hlíðarenda í 12 holu völl sem myndi strax gera það að verkum að hægt verði að fjölga þeim sem geta spilað völlinn á degi hverjum. Mesti hlutfallslegi vöxtur golfklúbbs á landinu „Þátttaka á nýliðanámskeiði GSS í fyrra sló öll met, en metið var slegið aftur núna,“ segir Kristján Bjarni Halldórsson, formaður Golfklúbbs Skaga- fjarðar. Kennt er í þremur hollum á mánudögum og fimmtudögum og segir Kristján að yfir 40 nýliðar hafi bæst í hóp golfáhugamanna klúbbsins. „Gamlir nýliðar fóru á upprifjunarnámskeið, þar voru tvö holl, annars voru alls fimm holl á nýliðanámskeiðum eða í upprifjun í byrjun sumars. Árný Lilja og Atli Freyr sjá um kennsluna með hjálp góðra félaga,“ segir Kristján Bjarni. „Þetta er sennilega mesti hlutfallslegi vöxtur golfklúbbs á Íslandi á þessu tímabili. Einnig er líklegt að um met sé að ræða í grósku í íþróttasögu Skaga- fjarðar. Það eru þó viss vonbrigði að hlustun á golflagið mitt, Skagfirsk sveifla, á Spotify hefur ekki aukist í takt við fjölda félagsmanna, jafnvel þótt Geirmundur sé með í textanum,“ spaugar Kristján léttur í bragði. „Annars fer þetta golfsumar mjög vel af stað Mikil gróska í golfíþróttinni í Skagafirði Stefnir í 12 holu völl á Hlíðarenda Hlíðarendavöllur þykir góður en krefjandi fyrir golfara og hefur ásókn í hann aukist meðal farandgolfara. MYND: KRISTJÁN BJARNI HALLDÓRSSON. VIÐTAL Páll Friðriksson mörgum stöðum. „Ásamt því að innifalið í þessu gjaldi er nýliðanámskeið, þar sem þjálfarar klúbbsins hafa leið- beint nýliðum með fyrstu skref í golfi í sumar, er uppselt á þau nýliðanámskeið sem við höfum tök á að vera með. Samhliða þessum námskeiðum var stofnuð sérstök mótaröð, sem styrkt er af Hard Wok, sem ætluð er fyrir nýliða að taka sín fyrstu skref í keppnisgolfi. Þessi námskeið hafa verið virkilega vel heppnuð aðgerð til þess að hjálpa nýliðum við að kynnast íþróttinni sem keppnisgrein og öðlast sjálfstraust til þess að fara á völlinn og spila. Þegar farið var í þetta verkefni voru meðlimir GSS á bilinu 140-160 og höfðu verið það í langan tíma áður. Nýliðanámskeiðin fóru strax vel af stað en það má segja að algjör sprenging hafi orðið síðustu tvö árin þegar við þurftum að hafa tvö til þrjú námskeið, þar sem þjálfarar sem aðstoða nýliða í sjálfboðastarfi geta ekki tekið við svo mörgum nýliðum í einu. Árið 2018 voru meðlimir GSS 154 talsins en eru í dag 254 og hafa þeir aldrei verið fleiri og er aukningin í klúbbinn mun meiri en á landsvísu. En taka verður fram að aukningin hefur undanfarin ár verið mikil á landsvísu en við sátum svolítið á eftir en það virðist heldur betur vera að rætast úr því, sem er vissulega frábært fyrir klúbb eins og GSS.“ Samhliða fjölgun í klúbbn- um hefur ásókn aðkomu- og og ferðamanna að golfvellinum aukist mikið og segir Andri það einkum hafa gerst á síðasta ári þar sem golfarar alls staðar að af landinu komu á Sauðárkrók til að spila golf. „Hlíðarendi hefur í mörg ár verið nokkurs konar falin perla í golfinu, sem virðist ekki vera svo mikið falin lengur þar sem Covid hafði þau áhrif að landsmenn, sem fara árlega til útlanda, ferðuðust mikið innanlands síðasta ár, uppgötvuðu þessa perlu hér í Skagafirði og flykktust hingað til þess að spila völlinn okkar. Völlurinn er af mörgum talinn einn besti níu holu golfvöllur landsins, sem er í senn frekar langur og krefjandi ásamt því að vera virkilega skemmtilegur með frábært útsýni yfir Skagafjörð og þær fögru eyjar sem hann skartar.“ Andri segir félagsmenn njóta ýmissa fríðinda með aðild sinni að klúbbnum, m.a. fá þeir afslátt á fjölda vinavalla um land allt og hefur það gert eftirsóknarverðara en ella að vera meðlimur í GSS. „Félagslífið skiptir líka máli og er ætlunin að fjölga samkomum svo sem skemmtikvöldum og skemmtimótum. Einnig er stefnt á að halda árshátíð í sumar. Fjölgun meðlima í GSS, ásamt því að landsmenn virðast hafa fundið völlinn okkar, getur skapað ákveðið lúxusvandamál fyrir klúbbinn yfir hásumarið, þar sem völlurinn er þéttsetinn, og þurfa meðlimir að vera vakandi fyrir því að ná sér í rástíma á besta tíma, sem hefur ekki verið áður, ásamt því að aðstæður til þess að taka á móti ferðamönnum eru ekki nægjanlega góðar þar sem skálinn okkar er farinn að láta verulega á sjá. Hann hefur vissulega þjónað okkur ágætlega undanfarin ár en ekki er hægt með góðu móti að taka á móti ferðamönnum í hann eins og staðan er nú. Stjórn GSS hefur leitað leiða til úrbóta en því miður er lausnin ekki fundin en það er ljóst að klúbbinn vantar aðstöðu en Andri segir að þegar sé búið að teikna upp þrjár nýjar holur en lengi hefur verið uppi hugmyndir um stækkun vallarins í 18 holu völl. AÐSEND MYND. 6 23/2021

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.