Feykir


Feykir - 09.06.2021, Side 9

Feykir - 09.06.2021, Side 9
Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi í fimmta sinn dagana 11. - 13. júní nk. og er búist við mikilli prjónahátíð. Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið sem tengjast prjónaskap, garni og ull, fjöl- breytta fyrirlestra, spennandi prjónatengda viðburði og svo hefur Garntorgið mikið aðdráttarafl fyrir prjónafólk. Einnig er haldin hönnuna og prjónasamkeppni í tengslum við hátíðina. „Við eigum von á að fjöldi prjónafólks af öllu landinu heimsæki svæðið þessa helgi og líta skráningar á námskeið og sala armbanda vel út,“ segir Svanhildur Pálsdóttir, við- burða- og markaðsstjóri Textílmiðstöðvar Íslands. Mikil ánægja ríkir hjá skipuleggjendum yfir því að hægt sé að halda Prjónagleðina að þessu sinni þar sem hún var felld niður í fyrra en þetta er í fimmta skipti sem hún er haldin á Blönduósi, sú fyrsta árið 2016. Búið er að setja saman og auglýsa spennandi dagskrá sem samanstendur af prjóna-, þæfingar-, og hekl- námskeiðum, fyrirlestrum, prjónatengdum viðburðum og fleiru áhugaverðu og segir Svanhildur að ætlunin sé að skapa prjónafólki skemmti- legan vettvang til þess að njóta samveru og fræðslu. Eru einhverjar nýjungar frá fyrri hátíðum? -Já, við verðum með fleiri prjónatengda viðburði að þessu sinni, meiri afþreyingu tengda prjóni. Það verður prjónamessa í Blönduóskirkju, prjónaganga með leiðsögn út í Hrútey, vinnustofa fyrir endurnýtingu á gömlu prjónlesi og svo ætla Spunasystur að sunnan að taka á móti gestum og leyfa fólki að taka í rokka og halasnældur. Hvernig hefur undirbúningi verið háttað fyrir þessa hátíð? Ég hef verið í hlutastafi í vetur við undirbúning hátíðarinnar, en Textílmiðstöð Íslands fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði SSNV til þess að ráða í það starf. Undirbúningur okkar felst m.a. í því að útvega kennara og skipuleggja námskeið, fyrirlestra og viðburði. Finna aðila til þess að selja vörur á Garntorginu og samræma þetta allt saman. Svo eru auðvitað kynningar- og markaðsmálin stór hluti af undirbúningnum. En þetta er mjög skemmtilegt starf og ég mjög heppin að fá að undirbúa þennan flotta viðburð, vasast um leið í mínu helsta áhugamáli og tala við fólk um prjónaskap daginn út og inn. Svo má heldur ekki gleyma hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar sem er órjúfanlegur hluti af hátíðinni. Að þessu sinni var verkefnið að hanna vesti og nota áferð í náttúru Íslands sem innblástur. Þátttakan var frábær og í keppnina bárust um 25 verk sem dómnefnd mun yfirfara og velja þrjú til að verðlauna. Helsti styrktaraðili keppninnar er Ístex en einnig gefa nokkur fyrirtæki á Norðurlandi vestra vegleg verðlaun. Hvað er það sem fólk sækist mest eftir á svona hátíð? -Samveru, félagsskap og að kaupa garn held ég. Að upplifa, læra og sjá eitthvað nýtt í góðum félagsskap þeirra sem hafa áhuga á því sama og maður sjálfur. Prjónasamfélagið á Íslandi er mjög stórt og vinsældir prjóns hafa aukist gríðarlega síðustu ár og ekki síst núna í Covid. Góður aðgangur að fjölbreyttum uppskriftum, ótrúlega fallegu garni og leiðbeiningum um alla mögulega hluti á netinu hafa mikið að segja varðandi þetta prjónagóðæri sem ríkir núna, einnig er félagsskapurinn og stuðningurinn sem verður til í Feisbókarhópum prjónafólks og á Instagram mikilvæg hvatning fyrir mjög marga. En við þurfum líka að hittast í alvörunni og það eru mjög margir farnir að þrá það mjög að sitja með góðan kaffibolla, prjóna og spjalla og það er einmitt eitt af því sem við ætlum að gera á Prjónagleðinni. Hvað er Garntorgið og af hverju hefur það svona mikið aðdráttarafl fyrir prjónafólk? -Garntorgið, það er sölutorg með garn og aðrar lífsnauðsynlegar vörur fyrir prjónafólk. Að þessu sinni verða um tuttugu aðilar með sölusvæði á Garntorginu sem verður í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Flestir prjónarar eru með heita ástríðu fyrir garni og ull og að hafa allt þetta úrval frá ólíkum aðilum, handliturum, smáframleiðendum og inn- flytjendum undir sama þaki er náttúrulega bara alveg geggjað. Garn rennur ekki út á tíma, er hvorki með síðasta söludag eða neysludag þannig að okkur prjónafólki er alveg óhætt að eiga talsverðar birgðir af því, eiginlega er það bara betra, a.m.k. þegar maður kemst ekki í prjónabúð hvenær sem er. Það er ekki gott að vanta garn, það get ég sagt þér. Á Garntorginu verður sýning á verkunum í hönnunarsamkeppni Prjóna- gleðinnar, sem og sýning frá Ístex, veitingasala og fleira áhugavert. Ætli megi ekki segja að Garntorgið verði hjarta hátíðarinnar. Hefur Covid-19 einhver áhrif á aðsókn eða framkvæmd hátíðarinnar? -Hvað fram- kvæmd hátíðarinnar varðar munum við að sjálfsögðu leggja okkur fram um að hlíta öllum reglum sem varða sóttvarnir og fjöldatakmarkanir. En mér finnst svolítið erfitt að ráða í aðsóknina. Fólk hefur mikla þörf fyrir að hittast og gera eitthvað skemmtilegt eftir langan og skrykkjóttan vetur en er jafnframt með varann á sér varðandi fjölmenni og samkomur. Ég vona bara að prjónagleðin og garnástríðan drífi fólk af stað til að eiga skemmtilega prjónadaga hérna með okkur. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Dagskrá hátíðar- innar má finna á https://www. textilmidstod.is/is/vefverslun/ dagskra-2021. En einnig langar mig að undirstrika það að Prjónagleðin er fyrir alla sem hafa gaman af því að prjóna, ekki fyrir einhverja útvalda prjónasnillinga eða sér- fræðinga. Til þess að viðburður sem þessi festi sig í sessi þarf að mæta á staðinn og taka þátt. Það er svo ótrúlega dýrmætt fyrir svæði eins og okkar hér á Norðurlandi vestra að eiga fjölbreytta og litríka flóru viðburða sem krydda mannlífið og gera samfélagið okkar líflegra. Fimmta Prjónagleðin haldin um helgina Styttist í mikla prjónahátíð á Blönduósi Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Textílmiðstöðvar Íslands. AÐSENDAR MYNDIR. Einnig ætlum við að bjóða upp á morgunjóga, en sennilega er nú best að láta prjónana hvíla meðan á jóganu stendur. Oft er talað um að hátíðir eða viðburðir þurfi hátt í áratug til að sanna sig eða festa sig í sessi. Teljið þið ykkur vera komin á þann stað eða er enn verið að harka? -Ég myndi nú segja að við værum enn í harkinu, ekki síst af því að hátíðin í fyrra féll niður og aðstæður núna takmarka mjög komur erlendra gesta og kennara á hátíðina. En við settum þess í stað fókusinn á það að ná til allra prjónara á Íslandi með öflugu markaðsstarfi á samfélags- miðlum og ég er að vona að það muni bera árangur. Svo er það auðvitað okkar að bjóða upp á spennandi námskeið og áhugaverða dagskrá þannig að prjónafólki finnist það þess virði að koma á Blönduós og taka þátt í gleðinni með okkur. Við fáum góðar undirtektir hjá heimafólki þegar til þess er leitað varðandi hátíðna, það er afar mikilvægt sem og að fyrirtækin á svæðinu nýti tækifærin sem hún býður upp á t.d. í ferðaþjónustu og með því að hafa opið t.d. í verslunum og afþreyingu. Alltaf gaman að upplifa, læra og sjá eitthvað nýtt í góðum félagsskap. Á Garntorgi er hægt að fá litríkt garn og aðrar lífsnauðsynlegar vörur fyrir prjónafólk. Eftir langan og skrykkjóttan tíma er þörfin fyrir samveru orðin mikil og það fær fólk að upplifa á prjónahátíð. 23/2021 9

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.