Feykir


Feykir - 09.06.2021, Side 11

Feykir - 09.06.2021, Side 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku Krossgáta FEYKIFÍN AFÞREYING UMSJÓN : klara@nyprent.is Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum: Ótrúlegt - en kannski satt... F Brauðtertur fyrir þjóðhátíðardaginn Það styttist í þjóðhátíðardaginn og hvað er þjóðlegra en að skella í brauðtertu. Hér eru þrjár uppskriftir, ein klassísk, ein sem vann til verðlauna á Menningarnótt árið 2019 og svo skonsubrauðterta. Mæli svo með að skella í eina um helgina til að taka smá forskot á sæluna og ef þú nennir því ekki þá er um að gera að koma á Samgöngusafnið í Stóragerði því þar verður boðið upp á nokkrar gerðir með súkkulaðinu bæði þann 13. júní og á þjóðhátíðardaginn. TERTA 1 Brauðterta með rækjusalati Uppskrift í þriggja laga Ég mæli með að útbúa gumsið í brauðtertuna kvöldið áður en skreyta rétt áður en hún er borin á borðið. 400 g rækjur 6 egg, skorin í eggjaskera 1 pakki af skinku, skorin í bita 350 g létt majónes Til að skreyta þarf: sýrðan rjóma/þeyttan rjóma 150 g létt majónes gúrku tómata papríku, gula eða rauða steinselju vínrauð vínber Aðferð: Takið þrjár sneiðar af brauðtertubrauði (formbrauð skorið langsum). Skerið skorpuna af og reynið að hafa allar sneiðarnar eins í laginu. Setjið rækjur, egg, skinku og majónesið í skál og hrærið vel saman. Setjið eina brauðsneið á tertudisk, smyrjið helmingnum af gumsinu á og þekið vel brauðið, setjið aðra brauðsneið ofan á, smyrjið restinni á og svo síðustu brauðsneiðina ofan á. Passið að smyrja maukinu vel út á kantana. Pressið svo létt ofan á efsta brauðið til að þjappa aðeins. Setjið poka utan um og inn í kæli. Daginn eftir tekur maður svo 150 g af léttmajónesi og blandar saman við hálfa dollu af sýrðum eða þeyttum rjóma og smyr blöndunni á brauðtertuna, bæði ofan á og á hliðarnar. Þegar búið er að smyrja vel á, ekki of þykkt og ekki of þunnt, en samt þannig að þetta þekur vel og brauðið þorni ekki upp, þá má byrja að skreyta. TERTA 2 Hamingjuterta Sólrúnar Þessi brauðterta vann til verðlauna á Menningarnótt árið 2019 og er það matgæðingurinn Sólrún Sigurðardóttir úr Grafarvoginum sem átti vinningsuppskriftina. 400 g rækjur 5 egg 1–2 epli 1½ til 2 öskjur Philadelfia ostur með graslauk og lauk 400 g Hellemans-majónes 1 dl sweet chili-sósa salt og pipar gott er að dreypa smávegis af sítrónusafa á rækjurnar Aðferð: Hrærið saman Philadelfia osti saman við mæjónes og sweet chili-sósu. Piprið og saltið. Kreistið svolítinn sítrónusafa yfir rækjurnar og bætið þeim í blönduna ásamt smátt söxuðum eplum og eggjum. Setjið rækjusalatið á brauðtertubrauðið, kælið í sólarhring og skreytið svo daginn eftir að vild. TERTA 3 Skonsubrauðterta 4 dl hveiti 3 tsk lyftiduft 1 tsk salt 2 msk sykur 4 msk matarolía 2½ dl mjólk 2 egg Aðferð: Blandið þurrefnunum saman í skál og bætið eggjum og mjólkinni smátt og smátt út í. Hrærið vel svo ekki myndist kekkir. Að lokum er olían sett út í. Hitið pönnu við miðlungshita og steikið skonsurnar á báðum hliðum, gætið þess að þær séu bakaðar í gegn. 4-5 skonsur ½ dós af blönduðu grænmeti hangikjötsálegg majones eftir smekk Aðferð: Látið vökvann renna af grænmetinu og blandið því síðan saman við smávegis af majónesi. Smyrjið neðstu skonsuna með majonesi, raðið hangikjöts- sneiðum ofan á og smyrjið grænmetisblöndunni yfir. Þetta er endurtekið a.m.k tvisvar í viðbót. Efsta skonsan er líka smurð með majónesi og tertan skreytt. Verði ykkur að góðu! ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) siggag@nyprent.is Hamingjubrauðtertan hennar Sólrúnar Skonsubrauðterta Feykir spyr... Á að skella sér á einhverja útihátíð í sumar? Spurt á Facebook „Ætli ég fari ekki bara í Húnaver eins og hèrna í denn.“ Halldór Hlíðar Kjartansson „Ég held ekki, en verð vissulega á flakki um landið hvort sem það verða útihátíðir eða ekki í nálægð.“ Agnes Skúladóttir „Já ég á miða á Þjóðhátíð og stefni þangað.“ Róbert Smári Gunnarsson „Það er ekkert ákveðið en ef ég færi þá væri það skyndiákvörðun tekin út frá veðurkortinu!“ Hafrún Anna Michael Jeffrey Jordan er af mörgum talinn einn besti körfuknattleiksmaður allra tíma, ef ekki sá besti. Hann lék lengst af ferli sínum í NBA deildinni með liði Chicago Bulls, en tvö síðustu árin var hann liðsmaður Washington Wizards. Ótrúlegt, en kannski satt, þá komst hann ekki í körfuboltalið Emsley A. Laney menntaskólans í Wilmington á unglingsárum sínum þar sem hann var talinn of stuttur til að spila á því stigi. Tilvitnun vikunnar ,,Frelsi er háð staðsetnngu. Það er ástand." – Abdu´l-Bahá SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR :Botn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Landhelgisgæslan á ferðinni 23/2021 11 Vísnagátur Sveins Víkings Þarna dári drýldinn bjó. Dýpst í hverjum brunni. Innst til dala er. Og þó aldrei í vitleysunni.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.