Feykir - 12.08.2021, Blaðsíða 6
Feykir hafði spurnir af því fyrr
í sumar að níu konur, ættaðar
úr Vatnsdalnum, hefðu tekið
sig til eina helgi í sumar og
gengið hringinn í dalnum.
Blaðamaður hafði því
samband við einn göngu-
hrólfinn, Ingunni Gísladóttur,
og féllst hún á að segja
lesendum Feykis örlítið
frá ferðalaginu.
Ingunn er fædd árið 1950 og er
frá Hofi í Vatnsdal en býr nú í
Kópavogi. Hún segir að
nokkrar vinkonurnar hafi hist í
lok apríl og þar hefði ein þeirra
sagt frá því að hún ætlaði að
gangi hringinn í sumar en
vantaði ferðafélaga. „Í fram-
haldi af því var ákveðið að gera
þetta að frænkuferð og minnast
með því sameiginlegra forfeðra
og æskudaganna í dalnum.
Ferðafélagarnir voru, sem
fyrr segir, níu konur á aldrinum
56 til 73 ára. Tvær þeirra búa í
Húnavatnssýslu og á Ströndum
en hinar á höfuðborgarsvæðinu.
„Við erum barnabörn Theó-
dóru, Guðjóns og Ingunnar
Hallgrímsbarna frá Hvammi
og erum uppaldar í Vatns-
dalnum; í Hvammi, Eyjólfs-
stöðum, Hofi og Marðarnúpi,“
segir Ingunn þegar Feykir spyr
hvað göngugarparnir hafi átt
sameiginlegt.
Lækjaniðurinn og fuglasöngurinn
verður hvergi fallegri en í túninu heima
GENGIÐ Í VATNSDALNUM | Ingunn Gísladóttir frá Hofi segir frá gönguferð hringinn í Vatnsdalnum
Hvaða leið var gengin? „Við
gengum hringinn í Vatnsdaln-
um, þ.e. við fylgdum veginum
að mestu en fórum líka niður
að Vatnsdalsánni og gengum
eftir árbakkanum nokkra
kílómetra. Þessi gönguleið er
afar þægileg, nánast lárétt og
engar stórar brekkur.“
Ingunn segir að Vatnsdalurinn
sé sögusvið Vatnsdælasögu og
að fyrsti Húnvetningurinn,
Þórdís Ingimundardóttir, hafi
fæðst sunnan við Vatnsdals-
hólana þar sem heitir Þórdísar-
lundur. „Mörg örnefni í
dalnum tengjast Vatnsdælu,“
segir hún. „Áhugaverðir staðir
eru til dæmis Vatnsdalshólarnir,
Jörundarfell og Hjallinn, Álku-
gil, Kattarauga, útsýnið af
Hnjúknum og svo mætti lengi
telja. Að ógleymdum fossunum
í Vatndsdalsánni en þá ætlum
við að skoða næsta sumar.“
Hvaða staði heimsóttuð þið
helsta á göngunni? „Við
gistum á Hofi en þar er rekið
gistiheimili á sumrin, þaðan
lögðum við af stað um klukkan
níu laugardagsmorguninn 19.
júní í þurru og fallegu veðri.
Hitinn var um 10 gráður en
síðdegis kom sólskin og þá
hlýnaði. Við gengum út að
austan, eins og sagt er í
sveitinni, og fram að vestan.
Á myndinni eru, talið frá vinstri, í aftari röð: Jenný Ingvarsdóttir, Theódóra Reynisdóttir, Þuríður Hallgrímsdóttir, Ásdís Auðunsdóttir,
Aðalheiður Ingvarsdóttir og Ingunn Gísladóttir. Fremri röð: Margrét Hallgrímsdóttir, Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir og Rósa Sólveig
Steingrímsdóttir. MYND AÐSEND
VIÐTAL
Óli Arnar Brynjarsson
6 30/2021