Feykir


Feykir - 12.08.2021, Blaðsíða 9

Feykir - 12.08.2021, Blaðsíða 9
Nú fer hver að verða síðastur að kíkja á Búminjasafnið í Lindabæ en safnið er opið alla daga frá kl. 13 til 17 til 20. ágúst. Það er því vissara að gera sér ferð til hans Sigmars áður en hann lokar í ár því margir gullmolarnir leynast á safninu hans. Þessi Massey Ferguson 135 vél er árgerð 1965, en það er fyrsta árið sem þessi tegund af dráttavél var flutt inn til Íslands og innflytjandi var Dráttarvélar hf. Vélin er með 47 hestafla Perkinsvél (dísel). Þessi vél var keypti af Sigfúsi Helgasyni, bónda í Stóru-Gröf syðri. Sigfús notaði vélina við sinn búskap meðan hann bjó í Stóru-Gröf en hann hætti búskap árið 2012. Það er svo í kringum 2014 sem Sigmar í Lindabæ fær vélina sem var ágætlega gangfær enda búið að fara í mótorinn á henni. Haustið 2020 var hafist handa við að rífa vélina niður og undirbúa undir uppgerð. Dekk voru góð en aðeins þurfti að pússa þau upp og bera á þau gljáa. Það var Sigurður Baldurs- son í Varmahlíð sem sá um uppgerðina og sprautunina á vélinni en Sigmar í Lindabæ var honum til aðstoðar. Þá voru ámoksturstæki máluð og sett á vélina og lítur hún nú glæsilega út. Massey Ferguson 135 EINS MANNS RUSL ER ANNARS FJÁRSJÓÐUR Búminjasafnið í Lindabæ í Skagafirði Massey Ferguson 135 spikk og span. MYNDIR AÐSENDAR UMSJÓN siggag@nyprent.is Frá vinnu við uppgerð vélarinnar. Á Ríp í Hegranesinu í Skagafirði búa systkinin Þórður Bragi og Fanndís Vala. Foreldrar þeirra eru Sigurður Heiðar Birgisson og Sigurlína Erla Magnúsdóttir og eiga þau lítinn bróður sem heitir Kristófer Elmar. Þau ætla að segja okkur frá uppáhalds hestinum sínum henni Kötlu. Hvernig gæludýr eigið þið? Í sveitinni eru mörg dýr, hestar, kindur, hundar og kisur en eitt af uppáhalds dýrunum eru hestarnir og þar fremst í flokki er Katla frá Íbishóli sem er 27 vetra gömul hryssa sem var fyrsta hrossið sem við fórum ein í reiðtúr á. Var hún líka fyrsta, og uppáhalds, reiðhrossið hennar mömmu þegar hún var lítil og erum við krakkarnir svo heppin að fá að njóta hennar líka. Þó hún sé hestur köllum við hana gæludýrið okkar því hún er svo góð og mikil vinkona okkar. Hvernig eignuðust þið Kötlu? Katla er fædd á Íbishóli þar sem afi, Magnús Bragi, og amma, Valborg Jónína, stunduðu hestamennsku og afi gerir enn í dag. Hún var þriggja mánaða tamin þegar mamma fór að fara ein á henni í reiðtúra, hún þá fjögurra vetra og mamma sex ára. Svo þegar hún og systkinin hennar hættu að fara á hestbak á hana eignaðist hún fimm folöld. Vorum við svo heppin að afi gaf okkur hana og kom hún hingað til okkar á Ríp svo að við krakkarnir gætum farið að leika okkur á henni og byrjað að fara á hestbak ein. Hvað er skemmtilegast Kötlu? Hún er afskap- lega lítil, ljúf og góð og hefur kennt okkur öllum sem hafa riðið henni margt í hesta- mennsku. Hún er með einstakt geðslag og passaði mömmu og systkini hennar þegar þau voru lítil á Íbishóli og í dag leikum við krakkarnir okkur með henni og hægt að treysta henni alveg 100%. Afskaplega góður kennari og leyfir okkur að leika með sér og á henni alveg endalaust. Hvað er erfiðast? Katla er að verða gömul og verður erfitt að kveðja hana þar sem hún hefur fylgt okkur alla okkar ævi og mikið uppáhalds hross hjá okkur fjölskyldunni. En hún er líka svo stór að hún þarf að eiga heima í hesthúsinu. Eruð þið með einhverja sniðuga eða merkilega sögu af Kötlu? Katla er einstök og mamma hefur sagt okkur margar sögur af henni þegar þær voru saman í reiðtúrum og hestaferðum. Einu sinni var mamma á leiðinni heim úr réttunum og var hnakkurinn hjá henni orðinn laus en Katla passaði hana alla leið heim og sveigði sig til hliðar þegar hún var næstum því dottin til að passa að hún myndi ekki detta af baki. Hún passar alltaf vel upp alla sem eru í kringum hana og vill leyfa öllum að njóta sín í kringum hana. Svo höfum við bæði systkinin keppt á henni í pollaflokki í okkar fyrstu keppni og er hún alltaf jafn góð og gerir allt fyrir okkur sem við biðjum hana um. Katla með Kristófer Elmar, Fanndísi Völu og Þórð Braga. AÐSEND MYND Katla er afskaplega lítil, ljúf og góð ÉG OG GÆLUDÝRIÐ | siggag@nyprent.is Þórður Bragi Sigurðsson og Fanndís Vala Sigurðardóttir | hesturinn Katla 30/2021 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.