Feykir - 12.08.2021, Blaðsíða 12
Allir með Feyki!
Það er mikilvægt að halda úti fjölmiðli sem segir fréttir
og fjallar um fólk af Norðurlandi vestra. Það gerir Feykir.
Áskrifendur eru Feyki nauðsynlegir.
Er ekki upplagt að gerast áskrifandi að
góðu blaði og fréttum af þínu fólki?
Hafðu samband í síma 455 7171
eða sendu póst á feykir@feykir.is BORGARFLÖT 1 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 7176 | FEYKIR.IS
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
30
TBL
12. ágúst 2021 41. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
16.-17. janúar
Séra Pétur Guðmunds-
son, sem samdi Annál
nítjándu aldar, rifjaði
upp minningu frá
unglingsárum, sem hér
er tekin upp: ,,16. janúar um kvöldið hafði Pétur
Guðmundsson, er síðar varð prestur í Grímsey, sem þá
var um tvítugt og vinnupiltur á Hofdölum í Skagafirði,
leitt kú að Svaðastöðum í mjög ískyggilegu veðri. Var
með honum stúlka innan við fermingu. Brast á þau
stórhríð á leiðinni heim, svo að þau villtust. Gengu þau
þó enn nokkuð, þar til stúlkan örmagnaðist og urðu
þau að setjast að. Klæddi hann hana þá í treyju sína og
gróf í fönn. Sat hann þar þá um stund, unz hann ætlaði,
að hún væri sofnuð. Stakk hann þá staf sínum þar
niður og freistaði að nýju að leita bæja, en fann engan.
Hitti hann fyrir stekk og lagði sig þar til svefns í
fönninni, unz dagaði. Vaknaði hann þá við það, að
hríðina hafði heldur rofað. Var hann þá bæði heitur og
blautur, og frusu mjög að honum klæðin, því að frost
var mikið, og varð honum stirt um gönguna. Náði
hann þó heim að Ytri-Brekkum lítið kalinn á úlnliðum
og stóru tám. Var þá stúlkunnar leitað. Fannst hún síðla
um daginn og var þá örend. Kýrin var að mestu
óskemmd. Kvöld þetta höfðu fleiri menn villzt, og var
um kennt, hve vindstaðan hafði snúið sér.“ /PF
Skagfirskur annáll
Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947
1853
Eitt sérstæðasta réttarstæði landsins er án vafa
Hamarsrétt á vestanverðu Vatnsnesi, nokkurra
kílómetra holóttan spöl norður af Hvammstanga.
Þegar blaðamaður Feykis renndi fyrir Vatnsnesið
um mánaðamótin mátti sjá að lagfæringar stóðu
yfir á réttinni sem staðsett er í fjörukambinum.
Á VisitHúnaþing.is segir: „Réttin er notuð á
haustin þegar bændur á Vatnsnesi rétta fé sitt sem
þeir smala saman úr fjallinu. Sunnan við Hamars-
rétt er Hamarinn, klettaberg sem fengið hefur
nafnið Kallhamar, tilkomið vegna þess að á árum
áður var mikið útræði frá Vatnsnesi og þegar koma
þurfti boðum til báta á sjó var farið fram á
hamarinn og gefið merki eða kallað til nærliggj-
andi báta. Sunnan við Hamarinn má enn finna
rústir frá sjóbúðum og útræði sem þar var mikið.
Litlu norðan við fjárréttina stendur Hamarsbúð,
félagsheimili húsfreyjanna á Vatnsnesi.“
Við útsýnisplan ofan við réttina má finna skilti
þar sem gestir geta áttað sig á örnefnum fjalla og
annars sem fyrir augu ber þegar horft er vestur á
Strandir. /ÓAB
Hamarsrétt á Vatnsnesi
Unnið að lagfæringum
Þetta sumarið hefur verið góð aðsókn í sundlaugina á
Blönduósi. Reyndar svo góð að hingað til í sumar
hefur verið sett aðsóknarmet í fjölda sundlaugar-
gesta. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Íþróttamið-
stöðvarinnar á Blönduósi.
Frá 1. júní til 28 júlí í ár komu 16.827 gestir í laugina
en á sama tíma fyrir tveimur árum, 2019, komu
15.892.
„Ef reiknað er bara sumartímabilið eða frá 1. júní
til dagsins í dag er árið í ár (2021) stærra en 2019, sem
gerir sumarið í ár það besta hingað til það sem af er
því. Sumartímabilið okkar er 1. júní til 20. ágúst ár
hvert," segir í færslu Íþróttamiðstöðvarinnar.
Ef horft er yfir árið í heild hafa 26.502 sund-
laugargestir heimsótt laugina sem er aukning um 19%
frá árinu í fyrra. /SMH
Aðsóknarmet í sumar
Sundlaugin á Blönduósi
Sundlaugin á Blönduósi. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Framkvæmdir við Hamaarsrétt. MYNDIR: ÓLI ARNAR