Feykir - 12.08.2021, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR :Ás..
Sudoku
Krossgáta
FEYKIFÍN AFÞREYING
Feykir spyr...
Undir hvaða
stóðhest(a) var
haldið í sumar?
Spurt á Facebook
UMSJÓN: Sæþór Már
„Við hjónin héldum átta 1. verðl.
hryssum í ár. Notuðum Fróða
frá Flugumýri, léttstígan og
spennandi fola, Viðar frá Skör,
skrefstóran og ganggóðan og
Kolbak frá Litla-Garði sem ég
heillaðist af fyrir ganghæfni og
útgeislun. Einnig notuðum við Óm
frá Kvistum, Snilling frá Íbishóli,
Eldjárn frá Skipaskaga og Þór frá
Efri-Brú.“
Sonja Líndal Þórisdóttir
Finna skal út eitt orð
úr línunum fjórum:
Ótrúlegt - en kannski satt...
Svartidauði var einn skæðasti heimsfaraldur sögunnar og náði hámarki
í Evrópu um miðja 14. öld en barst ekki til Íslands fyrr en vorið 1402
vegna þess að engin skip komu til landsins þau tvö ár sem hann geisaði á
Norðurlöndum og í Englandi. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er talið
að um 75 milljónir manna alls hafi látist úr farsóttinni, þar af 25–30 milljónir í
Evrópu, eða þriðjungur til helmingur íbúa álfunnar á þeim tíma.
Tilvitnun vikunnar
Ég vil hafa mennina mína eins og kaffið mitt – þögla.
– Anna Kendrick
„Einn af þeim var Óskasteinn frá
Íbishóli. Hann er einstakur gæð-
ingur og hefur reynst okkur vel.“
Sigurður Heiðar Birgisson
„Við héldum undir Fróða frá
Flugumýri, Óskastein frá Íbishóli,
Sjóð frá Kirkjubæ, Þór frá
Efri-Brú og Drang frá Steinnesi
vegna þess að þeir eru góðir og
okkur fannst þeir passa vel við
ræktunarhryssurnar.“
Fanney Dögg Indriðadóttir
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Turdus merula svartþröstur.
F
„Ég hélt til að mynda undir Þráinn
frá Flagbjarnarholti, Kná frá Ytra-
Vallholti, og Sólon frá Skáney.
Þar er ég að leitast fyrst og fremst
eftir góðu geðslagi og tölti. Síðan
er með Óskar frá Narfastöðum
undan Korg frá Ingólfshvoli.“
Elvar Einarsson
Jólamaturinn
okkar og besti
eftirrétturinn
Matgæðingur vikunnar er Finna Guðrún frá Hátúni í Skagafirði og
er hún gift Garðari Smárasyni. Þau eiga þrjá uppkomna syni og
þrjú barnabörn og mætir fjórða barnabarnið á næstu dögum.
Finna býr í Mosfellsbæ þar sem hún vinnur í Mosfellsbakaríi en
fyrstu búskaparárin þeirra Finnu og Garðars ráku þau fiskbúð.
Finna segir að önnur eða þriðju jólin þeirra saman hafi þau ákveðið
að prufa að hafa fisk á jólunum og síðan þá hefur þessi réttur, sem
hún ætlar að deila með ykkur hér, alltaf verið jólamaturinn þeirra.
AÐALRÉTTUR
Smálúða með
humar-rjómasósu
800 g smálúðuflök
10 humarhalar
3 dl rjómi
1 dl fisksoð
1 dl mysa
1 msk. eðalkrydd frá
Pottagöldrum
1 tsk. paprikuduft
2 hvítlauksgeirar
1 msk. dill frá Pottagöldrum
smjör til að steikja upp úr og
hveiti til að velta fisknum upp
úr
Aðferð: Hreinsa humarhalana.
Velta smálúðuflökunum upp úr
hveiti og krydda. Steikja smá-
lúðuflökin og humarinn upp úr
smjöri. Þegar búið er að steikja
smálúðuflökin og humarinn, þá á
að hella mysu, fiskisoði og rjóma
á pönnuna og leyfa suðunni að
koma upp. Láta sósuna sjóða
niður og hella henni síðan yfir
fiskinn. Okkur finnst gott að hafa
sætar kartöflur og hrásalat með.
EFTIRRÉTTUR
Ávextir með rjóma
Niðurbrytjaðir ávextir eftir smekk
með þeyttum rjómi sem er gerður
smá sætur.
Verði ykkur að góðu!
Finna skorar á Lindu Dröfn
Káradóttur, frænku sína, að taka
við sem matgæðingur.
( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is
Finna Guðrún Ragnarsdóttir | Hátúni í Skagafirði
Garðar og Finna Guðrún. AÐSEND MYND
Ávextir með rjóma. MYND AF NETINU
30/2021 11
Vísnagátur Sveins Víkings
Ég er máttarviður vænn.
Var tilbeðinn áður.
Oft á sumrin iðjagrænn.
Engu spili háður.