Feykir - 12.08.2021, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Lið Kormáks/Hvatar er á siglingu í D-riðli 4.
deildar en liðið vann sinn þriðja leik í röð þann
7. ágúst sl. þegar þeir mættu Knattspyrnufélagi
Breiðholts (KB) á Domusnovavellinum sl.
sunnudag. George Chariton hélt áfram að skora
og kom gestunum yfir rétt fyrir hlé og
Húnvetningar bættu við tveimur mörkum til að
gulltryggja sigurinn áður en heimamenn
klóruðu í bakkann í lokin. Lokatölur 1–3.
Spánverjinn markheppni gerði fjórtánda mark
sitt í sumar á 45. mínútu og sá til þess að
Kormákur/Hvöt var yfir í hálfleik. Jose Mariano
Saez Moreno bætti við marki á 48. mínútu og
Akil De Freitas gerði þriðja markið á 66. mínútu.
Brynjar Magnússon lagaði stöðuna fyrir Breið-
hyltinga með marki á 90. mínútu.
Úrslitin þýða að nú þegar tvær umferðir eru
eftir af riðlakeppninni þá eru Vængir Júpiters efstir
með 33 stig en Kormákur/Hvöt í öðru sæti með 30
stig. Síðan koma Hvíti riddarinn og Léttir í þriðja
og fjórða sæti með 25 stig, geta komist upp fyrir lið
Kormáks/Hvatar en það verður að teljast afar
ólíklegt.
Í næstu umferð mæta Húnvetningar liði Hvíta
riddarans á heimavelli og í síðustu umferð fara þeir
í Eyjafjörðinn og mæta liði Samherja sem er lang-
neðst í riðlinum með einn sigur það sem af er
sumri. Það yrði því stórslys ef Kormákur/Hvöt færi
ekki alla leið í úrslitakeppnina. /ÓAB
4. deild karla | KB – Kormákur/Hvöt 1–4
Húnvetningar komnir með
níu tær inn í úrslitakeppnina
Pepsi Max deild kvenna | Tindastóll – Breiðablik 1–3
Meistarar Blika of stór biti
Íslandsmeistararnir úr
Kópavogi, lið Breiðabliks, komu
í heimsókn á Krókinn sl.
föstudag til að skoða sólina og
spila við lið Tindastóls í Pepsi
Max deildinni góðu. Stólastúlkur
hefur sjálfsagt dreymt um að
leggja meistarana í gras en þrátt
fyrir draumabyrjun Tindastóls
þá reyndust Blikar búa yfir of
miklum gæðum og nýttu sér
nokkur mistök heimaliðsins til
að sigla heim 1-3 sigri.
Það er varla hægt að segja að
gestirnir hafi verið búnir að
komast í boltann þegar
Tindastóll náði forystunni eftir
tveggja mínútna leik. Jackie tók
þá aukaspyrnu og smurði
boltann í nærhornið með
glæsilegum bananabolta. Blikar
jöfnuðu á 18. mínútu eftir að
heimastúlkur töpuðu boltanum
á slæmum stað og höfðu
yfirhöndia fram að hléi.
Það sama var uppi á
teningnum í síðari hálfleik.
Blikar komust yfir á 57. mínútu
með marki úr hornspyrnu.
Boltinn kom á nærstöng þar
sem Ásta Eir Árnadóttir flikkaði
honum laglega í markið en alltof
auðveldlega. Á 70. mínútu
tryggði Karitas sigur gestanna
með hnitmiðuðu skoti eftir
góða sókn þar sem varnarlína
Tindastóls var teygð og toguð.
Eftir þetta komust Stólastúlkur
betur inn í leikinn og fengu
Murr og Laura tvo-þrjú ágæt
færi til að laga stöðuna. Allt kom
þó fyrir ekki og lið Breiðabliks
vann sanngjarnan sigur.
Eftir leikinn er lið Tindastóls
á ný komið í fallsæti eftir sigur
Fylkis á botnliði Keflavíkur.
Það er því stórleikur í næstu
umferð þegar Stólastúlkur halda
til Akureyrar til að eiga við
sameinað lið Þórs/KA. /ÓAB
3. deild karla | Augnablik – Tindastóll 2–4
Langþráður sigur Tindastóls
Augnablik tók á móti liði
Tindastóls á Kópavogsvelli 5.
ágúst sl. í 3. deild karla í
knattspyrnu. Stólarnir höfðu
tapað fjórum leikjum í röð í
deildinni og útileikur gegn einu
af liðunum sem er að berjast um
að komast upp í 2. deild því
kannski ekki óskastaðan fyrir
Hauk þjálfara og lærisveina
hans.
En strákarnir komu sperrtir
til leiks og sýndu að þeim er ekki
alls varnað. Lokatölur 2-4 og
þrjú dýrmæt stig fleyttu liðinu
upp úr fallsæti.
Það var Pape Mamadou Faye
sem gerði fyrsta mark Stólanna
eftir 21 mínútu og Raul Sanjuan
Jorda bætti öðru marki við með
skalla eftir hornspyrnu tíu
mínútum síðar. Hrannar
Jónsson lagaði stöðuna fyrir
heimamenn á 36. mínútu en það
var síðan Arnór Guðjónsson
sem átti lokaorðið í fyrri hálfleik
þegar hann gerði þriðja mark
Stólanna á fyrstu mínútu
uppbótartíma. Stólarnir bökk-
uðu talsvert í síðari hálfleik og
heimamenn gerðu harða hríð að
marki gestanna. Þeir minnkuðu
muninn á 62. mínútu með
marki frá Rúnari Eysteinssyni
en leikmenn Tindastóls náðu
góðri skyndisókn seint í leikn-
um og uppskáru víti. Konni fór
á punktinn og honum brást ekki
bogalistin og tryggði stigin þrjú.
Næsti leikur Stóla er í kvöld
en þá kemur lið Dalvíkur/Reyn-
is í heimsókn á Krókinn. /ÓAB
Stólastúlkur sækja að marki Blika seint í leiknum. MYND: ÓAB
Kvennasveit GSS lenti í 6. sæti í 1. deild á íslandsmóti Golf-
klúbba sem fram fór dagana 22.-24. júlí sl. Úrslitin þýða að liðið
leikur áfram í 1. deild.
Árný Lilja Árnadóttir var liðsstjóri og valdi liðið sem
er þannig skipað: Anna Karen Hjartardóttir, Dagbjört Rós
Hermundsdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Sigríður Elín
Þórðardóttir, Sólborg Björg Hermundsdóttir, Telma Ösp
Einarsdóttir og Una Karen Guðmundsdóttir.
Karlarnir féllu í 3. deild
Golfklúbbur Skagafjarðar sendi karlasveit sína til keppni á
Íslandsmóti golfklúbba í 2. deild dagana 26.-28. júlí. Sveit GSS
skipuðu þeir: Arnar Geir Hjartarson, Atli Freyr Rafnsson,
Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hlynur Freyr
Einarsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason.
Keppnin var mjög jöfn og hefðu úrslitin hæglega getað
fallið með GSS-mönnum en sú varð ekki rauninn og féllu þeir
um deild eftir hetjulega baráttu. /SMH
Golfklúbbur Skagafjarðar
Kvennasveit GSS hélt
sæti sínu í 1. deild
Kvennasveit GSS á íslandsmóti Golfklúbba 2021 MYND: GSS
Ekki náðu Íslendingar í
verðlaun á Ólympíuleikunum
í Tokyo og voru ekki nálægt
því að þessu sinni. Margir
hafa notið þess að fylgjast
með fjölbreyttum greinum
sem keppt hefur verið í og
öllu því ljúfsára drama og
þeirri botnlausu gleði sem
fylgir þessum stórkostlegu
leikum. Með góðum vilja
getur Tindastólsfólk
samglaðst Kellie Harrington
og fjölskyldu hennar, en
Kellie gerði sér lítið fyrir
síðasta keppnisdaginn og
nældi í gull í boxi fyrir Íra.
Kellie er fædd árið 1989 og
hefur nú um nokkurt skeið
verið einn albesti boxari
heims í sínum þyngdarflokki
og unnið til fjölda verðlauna.
Og hvað kemur þetta
Tindastólsfólki við? – gæti nú
einhver spurt. Jú, bróðir
Kellie er hinn eini sanni
Christopher Harrington,
kallaður Gitzy, en hann
spilaði knattspyrnu á Krókn-
um, bæði með Tindastóls-
liðinu og Drangey. Kom fyrst
á Krókinn 2013 en snéri sér
síðan meira að þjálfun og
kom að þjálfun meistara-
flokka Stólanna og yngri
flokka. Hann hefur víða
komið við síðan hann var á
Króknum en þjálfar nú
kvennalið Fram í Reykjavík.
Kappinn flaug að sjálf-
sögðu heim til Írlands til að
geta horft með fjölskyldu
sinni á systurina taka gull.
Feykir óskar Gitzy og írsku
fjölskyldunni til hamingju!
Sjá nánar á Feykir.is. /ÓAB
Ólympíuleikarnir í Tokyo
Systir Gitzy með gull
Gitzy í faðmi fjölskyldunnar sem réð
sér vart fyrir kæti. MYND AF NETINU
30/2021 5