Feykir


Feykir - 12.08.2021, Blaðsíða 3

Feykir - 12.08.2021, Blaðsíða 3
Félagsráðgjafi í barnavernd Félags- og skólaþjónusta A-Hún auglýsir starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Ráðning er tímabundin til eins árs með möguleika á áframhald- andi ráðningu. Félagsþjónusta A-Hún sinnir allri félagslegri þjónustu í Austur-Húnavatnssýslu. Hjá Félags- og skólaþjónustu A-Hún er lögð áhersla á að þjónustan einkennist af fagmennsku, áreiðanleika og jákvæðni. Starfið krefst sérfræðiþekkingar á meðferð barnaverndarmála. Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst 2021 Helstu verkefni • Móttaka barnaverndartilkynninga og skráning • Vinnsla barnaverndarmála, samskipti og samvinna við börn og foreldra • Teymisvinna við vinnslu barnaverndarmála • Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu barnaverndarmála • Samskipti við stuðningsfjölskyldur og fósturforeldra. • Þátttaka í stefnumótun, mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðun á reglum í málaflokknum • Þátttaka í þverfaglegu samstarfi við skóla, heilbrigðisstofnanir, lögreglu og aðra sem koma að málefnum barna. Menntun • Félagsráðgjafanám til starfsréttinda • Önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi Hæfniskröfur • Starfsreynsla, þekking og áhugi á barnaverndstarfi • Réttindi til að veita PMTO foreldrafærnimeðferð er kostur sem og þekking á ESTER matskerfinu • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi er nauðsynlegt • Krafa er gerð um jákvæð og lausnamiðuð viðhorf, lipurð í mannlegum samskiptum og sveigjanleika gagnvart notendum þjónustunnar og samstarfsfólki • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Umsækjendur skulu senda inn umsóknir sínar á netfang félagsmálastjóra sara@felahun.is. Umsókninni skal fylgja greinagóð skýrsla um störf umsækjanda, menntun og reynslu sem varpað geta ljósi á færni hans til að sinna umræddu starfi. Nánari upplýsingar um starfið veitir > Sara Lind Kristjánsdóttir í síma 863-5013 eða með því að senda tölvupóst á sara@felahun.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Óskað er eftir því að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. F É L A G S - O G S K Ó L A Þ J Ó N U S T A A - H Ú N Félags- og skólaþjónusta A-Hún Nýverið barst Byggðasafni Skagfirðinga pakki frá Þýskalandi sem innihélt þrjá hluti. Starfsfólk safnsins botnaði fyrst um sinn hvorki upp né niður í sendingunni en fljótlega kom í ljós að um var að ræða þrjá safngripi sem höfðu horfið af safninu árið 1970. Í frétt á heimasíðu safnsins segir: „Pakkanum fylgdu engar upplýsingar utan nafn og heimilisfang sendanda sem skrifað var utan á pakkann og eftir smá grúsk tókst að hafa uppi á símanúmeri og hafa samband við hann. Samtalið leiddi í ljós að sendandanum hafði áskotnast þessir gripir á flóamarkaði erlendis fyrir fjölda ára og að þær upplýsingar hefðu fylgt með gripunum að þeir kæmu frá Glaumbæ á Íslandi. Sendandinn væri nú orðinn gamall og enginn nákominn virtist vilja eiga gripina og því hafi honum fundist réttast að koma þeim aftur til sinna heima. Allt er því gott sem endar vel og erum við þakklát fyrir að vera komin aftur með gripina í hendurnar eftir hálfrar aldar fjarveru.“ Nánari umfjöllun um málið er á heimasíðu safnsins glaumbaer.is og á feykir.is. /Byggðasafnið í Glaumbæ Horfnir safngripir Byggðasafnsins í Glaumbæ Komu í leitirnar eftir 50 ár Þann 26. júlí sl. fór fram afhending styrkja úr Húna- sjóði, en sjóðinn stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir frá Ægissíðu á Vatnsnesi til að minnast Alþýðuskóla Húnvetninga sem Ásgeir stofnaði árið 1913. Þeim hjónum var mikið í mun að Vestur-Húnvetningar hefðu tækifæri til að mennta sig. Hjónin gáfu einnig kr. 10.000 til Háskóla Íslands árið 1960 vegna herbergis í fyrir- huguðum nýjum stúdenta- garði. Herbergið skyldi nefn- ast Ægissíða og stúdent úr Vestur-Húnavatnssýslu skyldi hafa forgangsrétt til búsetu í herberginu. Við sameiningu sveitar- félaganna í Vestur-Húna- vatnssýslu árið 2000, var Húnasjóður endurvakinn og ný skipulagsskrá rituð. Árlega fer fram úthlutun úr sjóðnum og miðast fjármagn við framlag frá sveitarsjóði ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls. Það kemur í hlut byggðar- ráðs Húnaþings vestra að úthluta úr sjóðnum, en á 1095. fundi byggðarráðs var sam- þykkt að eftirtaldir aðilar fengju úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni: Ása Berglind Böðvarsdóttir, B.S. nám í sálfræði. Fríða Björg Jónsdóttir, B.S. nám í viðskiptafræði. Inga Rósa Böðvarsdóttir, B.S. nám í almennri hagfræði. Lóa Dís Másdóttir, atvinnuflugnám. Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, B.S. nám í hjúkrunarfræði. Þórdís Helga Benediktsdóttir, B.S. nám í viðskiptafræði. Styrkfjárhæð á hvern styrk- þega er kr. 100.000. /Húnaþing.is Vestur-Húnavatnssýsla Afhending styrkja úr Húnasjóði árið 2021 Frá afhendingu styrkja úr Húnasjóði árið 2021. MYND: HÚNAÞING.IS Síðastliðið fimmtudagskvöld bauð Svf. Skagafjörður íbúum Varmahlíðar til fundar í Miðgarði vegna aðgerða í kjölfar aurskriða sem féllu á hús við Laugarveg seint í júní, þar sem betur fór en á horfðist. Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra, var ágætlega mætt á fundinn en þar miðluðu fulltrúar sveitar- félagsins upplýsingum til íbúa um þær framkvæmdir sem þegar er búið að ráðast í vegna skriðanna og hvaða hug- myndir eru uppi á þessu stigi um frekari framkvæmdir. „Einnig upplýstum við um beiðni sveitarfélagsins til umhverfisráðherra um gerð sérstaks hættumats fyrir Varmahlíð og hluta Sauðár- króks vegna aurskriðuhættu,“ sagði Sifús Ingi í samtali við Feyki. Hann sagði ennfremur að stefnt sé að öðrum íbúa- fundi þegar frekari upplýs- ingar liggja fyrir um hættu- matið og þær tillögur að framkvæmdum sem lagðar verða til í kjölfar þess. /ÓAB Sveitarfélagið Skagafjörður Vilja hættumat fyrir Varma- hlíð og hluta Sauðárkróks Svona var staðan á skriðusvæðinu í Varmahlíð sl. mánaðamót. MYND: ÓAB Rjómakanna úr tini, útksorin smjöraskja og kotrutafla úr hvalbeini. MYND: BSK 30/2021 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.