Feykir - 13.10.2021, Blaðsíða 2
Eins og lesendur geta séð í aðalefnis Feykis þessa vikuna er
endalaust hægt að gera sér mat úr mesta ófriðartíma Ís-
landssögunnar, Sturlungaöldinni. Hún er yfirfull af valdabaráttu,
svikum, auðsöfnun, misskiptingu og gríðarlegu ofbeldi. Menn eru
drepnir hægri vinstri, ýmist felldir í
bardögum, brenndir inni eða háls-
höggnir, aflimaðir, blindaðir og geltir
svo eitthvað sé nefnt.
Skúli Sæland sagnfræðingur segir á
Vísindavefnum að um 1220 hafi farið að
gæta töluverðrar valdasamþjöppunar
og valdagrunnur helstu valdaætta
landsins hafi verið orðinn nokkuð
traustur. Þessar helstu valdaættir voru
Haukdælir, sem voru staðsettir í Árnes-
þingi, Oddaverjar í Rangárþingi, Ásbirningar í Skagafirði, Vatns-
firðingar við Ísafjarðardjúp, Svínfellingar á Austurlandi og svo
Sturlungar sem kenndir eru við Sturlu Þórðarson í Hvammi í Dölum
en synir hans, Þórður, Sighvatur og Snorri, mynduðu síðan áhrifa-
svæði á Stað á Ölduhrygg um Snæfellsnes, Grund í Eyjafirði og
Borg á Mýrum. Synir þeirra voru áhrifamiklir í Sturlungasögunni,
sérstaklega Sturla og Þórður kakali Sighvatssynir.
Frændur þeirra, Ásbirningar, röktu ættir sínar til Öndótts sem
keypti land af landnámsmanninum Sleitu-Birni og bjó í Viðvík.
Afkomandi Öndótts var Ásbjörn Arnórsson, sem ættin var kennd
við. Á heimasíðu Kakalaskála segir að um árið 1118 höfðu synir
Ásbjörns; Böðvar, Arnór og Þorsteinn, héraðsvöld í Skagafirði.
„Þeir áttu og fóru með goðorð í Skagafirði og eitt í Húnavatnssýslu
að auki. Ásbirningar héldu völdum í Skagafirði óslitið fram til 1246
er þeim var steypt af valdastóli í Haugsnesbardaga.“
Ekki má gleyma þætti Gissurar Þorvaldssonar, oft nefndur
Gissur jarl, af ætt Haukdæla. „Hann tók ungur við Haukdælagoðorði,
varð helsti foringi Sunnlendinga og gerði bandalag við Kolbein
unga, leiðtoga Ásbirninga í Skagafirði, gegn Sturlungum. Unnu þeir
sigur á liði Sturlunga í Örlygsstaðabardaga 1238 og urðu við það
valdamestu höfðingjar landsins, ekki síst eftir að Gissur lét drepa
Snorra Sturluson 1241 að kröfu Hákonar Noregskonungs,“ segir á
Wikipedia.
Eins og segir í inngangi gat ofbeldið gengið ansi langt á
Sturlungaöld og ekki er það minna í Íslendingasögunum. Þar eru
menn jafnvel gerðir höfðinu styttri bara vegna þess hversu vel þeir
„lágu“ við höggi en hin fleyga setning að einhver „liggi vel við höggi“
kemur úr Flateyjarbókarhluta Fóstbræðrasögu. Í stuttu máli kemur
Þorgeir Hávarsson að Hvassafelli og sér sauðamann er stóð þar í
túninu og studdist fram á staf sinn og talaði við aðra menn.
„Stafurinn var lágur en maðurinn móður og var hann nokkuð
bjúgur, steyldur á hæli og lengdi hálsinn. En er Þorgeir sá það
reiddi hann upp öxina og lét detta á hálsinn. Öxin beit vel og fauk af
höfuðið og kom víðsfjarri niður. Þorgeir reið síðan í brott en þeim
féllust öllum hendur er í túninu höfðu verið,“ segir í sögunni. Þegar
hann er svo spurður hví hann hafi gert þetta segir hann: „Eigi hafði
hann nokkurar sakar til móts við mig en hitt var satt að eg mátti eigi
við bindast er hann stóð svo vel til höggsins.“
Magnað hvernig hægt er að gera þessar ofbeldissögur svona
áhugaverðar þar sem engu er líkara en Talibanar norðursins séu á
ferðinni.
Góðar stundir.
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
Talibanar Íslandssögunnar
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
AFLATÖLUR | Dagana 3. – 9. október á Norðurlandi vestra
Drangey SK 2 með rúm 152 tonn
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Fjölnir GK 157 Lína 58.561
Hafrún HU 12 Dragnót 11.546
Hjalti HU 313 Handfæri 739
Hrund HU 15 Handfæri 171
Hulda GK 17 Lína 21.315
Kristinn HU 812 Landbeitt lína 25.390
Jóhanna Gíslad. GK 557 Lína 80.287
Páll Jónsson GK 7 Lína 77.794
Sighvatur GK 57 Lína 78.486
Sigrún GK 97 Landbeitt lína 1.687
Viktoría HU 10 Handfæri 915
Alls á Skagaströnd 375.831
HVAMMSTANGI
Margrét SU 4 Handfæri 214
Alls á Hvammstanga 214
SAUÐÁRKRÓKUR
Drangey SK 2 Botnvarpa 152.099
Hafey SK 10 Handfæri 133
Hafborg SK 54 Þorskfisknet 1.787
Lilja SH 16 Landbeitt lína 5.677
Lilja SH 16 Lína 10.098
Málmey SK 1 Botnvarpa 117.968
Onni HU 36 Dragnót 3.484
Rán SH 307 Landbeitt lína 9.729
Alls á Sauðárkróki 300.975
SKAGASTRÖND
Bergur Sterki HU 17 Handfæri 259
Blíðfari HU 52 Handfæri 228
Dúddi Gísla GK 48 Landbeitt lína 5.045
Dúddi Gísla GK 48 Lína 12.995
Fengsæll HU 56 Handfæri 413
Á Króknum var landað tæpu 301 tonni af átta
bátum/togurum í alls tólf löndunum í síðustu
viku og var það Drangey SK 2 sem var aflahæst
með rúm 152 tonn.
Þá var landað rúmum 376 tonnum á Skaga-
strönd af sextán bátum í alls 23 löndunum.
Aflahæst var Jóhanna Gísladóttir GK 55 sem var á
línuveiðum með rúm 80 tonn. Enginn landaði á
Hofsósi en einn bátur landaði á Hvammstanga,
Margrét SU 4, með 214 kg.
Heildarafli á Norðurlandi vestra dagana 3.-9.
október var 677.020 kg. /SG
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is
Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir
Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Skagaströnd
Mikil ásókn í íbúðarhúsnæði
Á vef RÚV segir frá því að hús-
næðisskortur standi íbúaþróun
og atvinnuuppbyggingu á
Skagaströnd fyrir þrifum en þar
sé mikil ásókn í íbúðarhúsnæði
en ekkert laust. Í nýlega birtri
húsnæðisáætlun kemur meðal
annars fram að þar þurfi að
byggja 2-4 íbúðir á ári fram til
ársins 2026 til að uppfylla þörf
fyrir nýtt íbúðarhúsnæði og
koma á nauðsynlegu jafnvægi.
Rúv.is hefur eftir Alexöndru
Jóhannesdóttur, sveitarstjóra, að
ungir Skagstrendingar sæki í
auknum mæli í að flytja heim og
þá vanti fólk á staðinn til að
sinna auknum atvinnutæki-
færum. „Ég held að það sé sama
staða hér og á mörgum öðrum
stöðum, að það stendur okkur
fyrir þrifum að geta ekki veitt
fólki fullnægjandi húsnæðiskost.
Við getum tæplega aukið mikið
við atvinnuþróun á svæðinu ef
við erum ekki með húsnæði
fyrir fólk til þessa að geta fjölgað
þessum störfum.“
Eins og víðar í dreifbýli er
söluverð á íbúðarhúsnæði lægra
en byggingarkostnaður sem
dregur úr áhuga verktaka á að
byggja íbúðir. Til að liðka fyrir
felldi sveitarfélagið niður gatna-
gerðargjöld á 14 lóðum við
tilbúnar götur og stendur það
tilboð út kjörtímabil núverandi
sveitarstjórnar. Þá eru viðræður
við leigufélagið Bríeti um bygg-
ingu leiguhúsnæðis.
Alexandra segir áhugaleysi
bankanna á að veita húsnæðislán
til fólks í dreifbýli vera eitt þeirra
atriða sem draga úr möguleikum
á nýbyggingum. „Það er svosem
það sem hefur verið erfiðast
fyrir fólk. Það nær ekki að fjár-
magna ef það vill fara í einhverjar
framkvæmdir. Og það er mál-
efni sem er ekki nýtt af nálinni
og eitthvað sem þarf að halda
áfram að þrýsta á að taki ein-
hverjum breytingum. Eða það
séu einhver önnur úrræði fyrir
fólk sem vill fara í uppbyggingu
á landsbyggðinni. En það er ekki
greiður aðgangur að fjármagni,
það er alveg ljóst,“ segir hún í
samtali við Rúv.is. /ÓAB
Þingflokkur Miðflokks dregst saman
Harma útgöngu Birgis Þórarinssonar
Stjórn Miðflokksins harmar þá ákvörðun Birgis
Þórarinssonar að yfirgefa þingflokk Miðflokksins
nú strax að loknum kosningum og áður en þing
hefur verið sett. Þetta kemur fram í yfirlýsingu
stjórnar flokksins.
Eins og fram hefur komið í fréttum ákvað
Birgir Þórarinsson að ganga til liðs við Sjálfstæðis-
flokkinn áður en nokkur þingmaður hafði fengið
kjörbréf í hendurnar og rekur hann ástæðuna allt
aftur til Klausturmálsins svokallaða. „Brotthvarf
þingmannsins er fyrst og fremst áfall fyrir þann
góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum
sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi og
unnið mikið og óeigingjarnt starf í kosninga-
baráttunni. Í því samhengi er ákvörðun þing-
mannsins mikil vonbrigði,“ segir í yfirlýsingunni
um leið og flokksmönnum er þakkað fyrir mikla
og ósérhlífna vinnu í aðdraganda kosninga.
„Breytt skipan þingflokksins dregur ekki úr getu
hans til að fylgja eftir þeim grunngildum og
hugsjónum sem sameina okkur sem flokk,“ segir
þar ennfremur. /PF
Frá höfninni á Skagaströnd. MYND: ÓAB
2 39/2021