Feykir


Feykir - 13.10.2021, Blaðsíða 7

Feykir - 13.10.2021, Blaðsíða 7
hóp af eldri læknum og voru að koma af Sturlungaslóðum. Þeir höfðu verið hjá Sigga og þar hafði þetta borist í tal að við kæmum með einhvers konar prógramm, kannski klukku- tíma hvor. Ég hef geysilega gaman af því að koma þarna þannig að ég sló til,“ segir Einar en hans upplegg verður Sturlungaættin og Skagfirð- ingar. „Þetta var bæði mikill vinskapur og fjandskapur og geysileg tengsl og mikil ör- lagasaga. Stundum unnu Skag- firðingar, eins og á Örlygs- stöðum, og stundum unnu Sturlungarnir eins og í Haugs- nesi. Foringjar Sturlunga í þessum tveimur bardögum eru bræður, annars vegar Sturla, sem tapaði á Örlygsstöðum, og svo Þórður kakali sem sigraði á Haugsnesi. Móðir þeirra var Skagfirðingur, systir Kolbeins Tumasonar sem orti Heyr himnasmiður,“ útskýrir Einar. Örlög Kolbeins Tumasonar réðust í Víðinesbardaga 9. september árið 1208 í landi jarðarinnar Víðiness í Hjalta- dal, rétt hjá biskupssetrinu á Hólum. Einar segir að í rauninni hafi bræður verið að berjast og flóknar aðstæður sem menn komu sér í á Sturlungatímanum. „Þetta skýrist nú þegar maður fer að segja fá því hvað var í gangi. Við skulum vona að ég flæki ekki málin alla vega. Ég hef fylgst með því með ánægju hvað Skagfirðingar hafa listað þessa sögu mikið upp á allan hátt, bæði með sýningu 1238 á Króknum og eins hjá Sigga. Allt sem nú búið er að merkja á smekklegan hátt, þá staði og slóðir Sturlungasögunnar og grjótherinn hans Sigga, þar sem hann stillir upp öllum mönnunum sem börðust í Haugsnesbardaga er listaverk á heimsvísu.“ Einar segir að það hafi reyndar komið sér á óvart þegar hann var að skrifa Ofsa, sem fjallar um einn af drama- tískustu atburðum sögunnar, brunann á Flugumýri, hvað lítið var með það gert á staðnum. „Kannski eitt lítið skilti. Ég fór að bænum og fór að spyrja fólk en það var eins og það hefði ekki neinn rosa áhuga á þessu. Svo hitti ég mann sem ólst þarna upp og hann sagði mér að hann hefði fengið á tilfinninguna að þetta væri svipað og ef þú byggir í húsi og eitthvað óhugnanlegt hefði gerst þá vildir þú ekkert vera að hugsa um það. Þetta var mikill atburður og fjöldi manns brenndir inni.“ Haugsnesbardagi, 19. apríl 1246, í túlkun Jóhannesar Geirs listmálara. Einar á miklar þakkir skildar fyrir að færa atburði Sturlungasögunnar á manna- mál og útilokar ekki að skrifa meira um þá. „Ég hafði ákveðið að þetta yrði þríleikur, eða þrjár bækur. Svo bættist sú fjórða við og þá var þetta orðið kvartett, eins og það er kallað, og þá var ég ákveðinn í að hætta, þetta væri orðið gott. Hins vegar neita ég því ekki að það er mikið spennandi efni þarna eftir, ég segi ekki meira um það.“ ÓTTAR GUÐMUNDSSON Öld siðleysis Óttar Guðmundsson, geð- læknir, hefur skoðað hetjur Íslendingasagnanna út frá læknisfræðilegum forsendum og fyrir jólin í fyrra kom út eftir hann bókin Sturlunga geðlæknisins. Þar veltir Óttar fyrir sér geðrænum vanda- málum á þrettándu öld og skoðar róstusamt líf Sturlunga, eins og segir í kynningu bókarinnar, þar sem Snorri Sturluson, Sturla Sighvatsson, Þórdís Snorradóttir og Gissur Þorvaldsson, ásamt fleirum, leggjast öll á bekkinn hjá geð- lækninum. „Hefur mannlegt eðli eitt- hvað breyst á þessum 800 ár- um sem liðin eru? Hver var skýringin á siðblindu Kolbeins unga, ákvarðanafælni Sturlu Sighvatssonar og tengslaröskun Snorra Sturlusonar?“ er spurt í áðurnefndri kynningu. Áður hefur Óttar gefið út bækurnar, Frygð og fornar hetjur og Hetjur og hugarvíl um geðræn vanda- mál í Íslendingasögum auk fjölda annarra bóka. Óttar segir Sturlungu geð- læknisins hafa týnst í Covidinu öllu saman þar sem erfitt reyndist að kynna bækur með upplestrum og öðru og væri löngu kominn með bókina norður í Skagafjörð ef ekki væri fyrir þá afsökun. En nú mætir hann í Kakalaskálann og ætlar að fjalla um þátt Guðmundar biskups Arasonar. „Sturlunga geðlæknisins er bók þar sem ég er nú fyrst og fremst að fjalla um Sturlungu sem geðlæknir, er að sjúk- dómsgreina bæði einstaka menn sem þar eru og koma fyrir, helstu persónurnar og svo kannski hegðun og athæfi,“ segir Óttar, aðspurður um efni bókarinnar og það efni sem hann muni taka fyrir um helgina. „Við Einar erum miklir Sturlungaáhugamenn og mun- um örugglega fara um víðan völl báðir en ég ætla að byrja á Guðmundi Arasyni og held síðan áfram inn í þau átök sem einkenna hann. Hann er alltaf í auga stormsins, þungamiðju þessara átaka frá 1205 eða 6 og svo kemur hann að mörgum alvarlegum atburðum er verða síðan efni í bókinni. Það er Víðinesbardagi 1208, bardagar um Hóla og svo þessar frægu Málmeyjarför og Grímseyjar- för,“ segir Óttar og af nógu virðist vera að taka þegar Guðmundur biskup er annars vegar. „Ég mun fyrst og fremst taka hann fyrir og hans líf og hvernig hann þvælist inn í allar þessar innanlandsdeilur og hvernig þeir Sturlungar, frænd- ur mínir, verða að ganga inn í þessar deilur við Guðmund og hvað það í raun verður þeim til lítillar gæfu.“ Það er ekki auðvelt fyrir leikmann að skilja hvað gekk á í íslensku samfélagi á þessum tíma enda segir Óttar marga á þessum tíma hafa verið í ójafn- vægi, jafnvel brjálaða. „Þetta er mjög siðlaus öld en það er eins og það verði eitthvert siðrof í íslensku samfélagi á 13. öldinni. Það er eins og búið sé að fyrirkoma siðalögmálum heiðninnar ein- hvern veginn og siðaboðskapur kirkjunnar ekki búinn að vinna sér nægilega háan sess til þess að hann verði ráðandi. Þannig að það verður þetta algjöra siðleysis, í þessum átökum sem eru mjög einkennileg. Það eru þessi átök mjög náinna frænda sem eru að berjast og þessara ætta sem eru allar náskyldar. Í raun og veru eru þarna margir sem eru mjög siðblindir, sið- lausir í þessum átökum, eins og Kolbeinn ungi og fleiri, sem brýtur ansi mikið af þessum siðalögmálum sem hafa verið áður fyrir hendi í íslensku samfélagi,“ segir Óttar og nefnir tvær höfuðpersónur þeirra átaka sem börðust á Örlygsstöðum, það er Kolbein unga og Sturlu Sighvatsson. „Þeir eru bæði systkinabörn og svilar, giftir systrum, hálf- systrum reyndar, þannig að þeir eru náskyldir og nátengdir. En það hindrar ekki Kolbein unga í að drepa þennan frænda sinn og svila. Það er eins og gömlu siðalögmálin verði að engu í þessum átökum, eins og verstu eiginleikar manna blómstri í þeim tíðaranda, því andrúmslofti sem þarna er,“ segir hann og má til sanns vegar færa. JÓHANNA V. ÞÓRHALLSDÓTTIR Himnasmiðurinn Jóhanna V. Þórhallsdóttir, tónlistarkona, er einnig nefnd í upptalningu viðburðarins en hún mun syngja elsta sálm Norðurlanda sem varðveittur hefur verið, Heyr himnasmiður, eftir Kolbein Tumason. Hann er talinn ortur rétt fyrir Víðinesbardaga haustið 1208, þar sem Kolbeinn féll fyrir mönnum Guðmundar biskups Arasonar. „Ég kannski syng eitt lag, ætli ég taki ekki Himnasmiðinn, það verður náttúrulega að hafa hann með,“ segir Jóhanna sem ekki er óvön að koma fram í álíka uppákomum með Óttari Guðmundssyni, eiginmanni sínum. „Já, við höfum gert það, verið með grínprógramm um lækningar í dægurlögum, geð- veikidægurlög og ýmiss konar prógrömm alltaf af og til í Jóhanna Þórhallsdóttir er mikil listakona, málar og syngur en hún ætlar að syngja Heyr himnasmiður á laugardaginn kemur. MYND AF FACEBOOK Óttar Guðmundsson við steinaher Haugsnesbardaga. MYND AF FACEBOOK Einar Kárason er mikill Sturlungaáhugamaður og hér heldur hann tölu vip opnun sýningar 1238 á Sauðárkróki 2019. MYND: PF 39/2021 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.