Feykir - 13.10.2021, Blaðsíða 6
Forvitnileg og spennandi dagskrá um Sturlunga í Kakalaskála
Siðblindir höfðingjar
dregnir fram í dagsljósið
Sigurður Hansen hefur verið
ötull við að koma Sturlunga-
sögunni til skila með sýning-
um og uppákomum í Kakala-
skála á Kringlumýri en sá
staður er staðsettur á sögusviði
Haugsnesbardaga sem fram fór
19. apríl 1246. Þar var um
mannskæðasta bardaga að
ræða sem háður hefur verið á
Íslandi fyrr og síðar þar sem
Sturlungar, aðallega Eyfirðing-
ar, undir forystu Þórðar kakala
Sighvatssonar og Ásbirningar
úr Skagafirði, sem Brandur
Kolbeinsson stýrði, börðust
upp á líf og dauða.
Í svari Skúla Sæland, sagn-
fræðings á Vísindavefnum um
hvað Sturlungaöld hafi snúist,
segir að Kolbeinn hafi haft á
sjötta hundrað manna í sínu
liði en Þórður kakali nærri
fimm hundruð og voru það því
yfir þúsund manns sem þarna
Næstkomandi laugardag verður haldin heilmikil dagskrá um Sturlunga í Skagafirði á vegum Kakalaskála
Sigurðar Hansen á Kringlumýri. Þar munu m.a. koma fram tveir miklir Sturlungasöguritarar, þeir Einar Kárason,
sem m.a. fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir aðra Sturlungabókina sína, Ofsa, árið 2008, og Óttar
Guðmundsson, sem velti fyrir sér geðrænum vandamálum á þrettándu öld og skoðaði róstusamt líf
Sturlunga í bók sem kom út fyrir síðustu jól.
Margir fleiri og afdrifaríkir
atburðir gerðust í Skagafirði og
má nefna Örlygsstaðabardaga
21. ágúst 1238 og Flugumýrar-
brennu 22. október 1253, sem
einmitt er viðfangsefni Einars
Kárasonar í Ofsa.
„Þeir Einar Kárason og
Óttar Guðmundsson ætla að
koma og fjalla um sitthvað um
Sturlungu í Skagafirði. Það er
meiningin að þetta standi frá
klukkan eitt til fjögur á
laugardaginn, 16. október,“
segir Sigurður Hansen. „Einar
ætlar að fjalla um Sturlungu í
Skagafirði og Óttar Guðmunds-
son ætlar að tala um Guðmund
biskup, Guðmund góða,
kannski í tilefni af því að 800 ár
eru frá því hann hraktist frá
Hólum og út í Málmey. Hann
líklega fjallar um það ásamt
einhverju fleiru og ég vona að
þarna verði talsvert miklar
umræður um þetta. Síðan ætl-
ar Jóhanna Þórhallsdóttir að
syngja Heyr himnasmiður og
Stefán R. Gíslason ætlar að sjá
okkur fyrir einhverju efni og
svo verða kaffiveitingar í hléi.
Þetta er nú svona beinagrindin
að þessu,“ segir Sigurður sem
vonast til þess að fólk láti sjá sig
í Kakalaskála. „Ég býst við að
þarna verði skemmtilegar um-
ræður.“
EINAR KÁRASON
Margslungin saga
„Ég hef fylgst með þessu
uppbyggingarstarfi hjá Sigga
Hansen síðustu árin og hef
komið til hans í Kakalaskálann
og verið með sögustundir
a.m.k. tvisvar. Svo fékk ég
aðeins að vera með í því þegar
hann setti upp sýninguna,“
segir Einar Kárason, rithöf-
undur, og á þá við þá sýningu
sem uppi stendur í Kakala-
skálanum og lýsir nokkrum af-
drifaríkum augnablikum Sturl-
ungaaldar. „Okkur er vel til
vina, hann er geysilega fróður
um Sturlungu og verið mér til
gagns, af því að ég hef verið að
skrifa bækur um þetta efni,“
segir hann en fjórar bækur
hefur Einar skrifað þar sem
sögusviðið er sótt í Sturl-
ungasöguna; Óvinafagnaður,
Ofsi, Skáld og Skálmöld.
Einar segir að nú síðsumars
hafi hann hitt Óttar Guð-
mundsson, geðlækni, sem
skrifaði bókina Sturlunga
geðlæknisins og fjallar um
karaktera Sturlungu út frá
læknisfræðinni, og þá hafi
hugmyndin að þessum atburði
í Kakalaskála kviknað.
„Við hittumst nú síðsumars
á Siglufirði en hann var með
UMFJÖLLUN OG VIÐTÖL
Páll Friðriksson
Sigurður Hansen við opnun sýningarinnar Á söguslóð Þórðar kakala í Kakalaskála í Kringlumýri í Skagafirði 18. ágúst 2019. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra, hlustar af athygli á sagnameistarann. MYND: PF
börðust og tíundi hver féll, eða
yfir eitt hundrað manns.
Skúli fer ýtarlega yfir Sturl-
ungaöldina sem hann segir í
raun einungis hafa spannað 42-
44 ára tímabil á miðri 13. öld og
hafi verið einn ofbeldisfyllsti
tími Íslandssögunnar. „Sturl-
ungaöldin einkenndist af liðs-
safnaði valdamikilla höfðingja
sem herjuðu hverjir á aðra með
vígaferlum og gripdeildum.
Sturlungaöldin dregur nafn sitt
af Sturlungunum sem voru
valdamesta ættin á Íslandi á
þessu tímabili. Við lok Sturl-
ungaaldarinnar komst landið
undir erlend yfirráð og við það
lauk þjóðveldistímanum sem
hófst við landnámið.
Almennt er miðað við árið
1220 sem upphafsár Sturlunga-
aldarinnar því þá fer fyrst að
gæta tilrauna Hákonar gamla
Noregskonungs til að leggja
Ísland undir norsku krúnuna.
Honum tókst svo ætlunarverk
sitt á árunum 1262-64 og þar
með lauk Sturlungaöldinni,“
skrifar Skúli.
Ásbirningar voru ein helsta valdaætt landsins
á 12. öld og fram eftir Sturlungaöld og var
ríki þeirra í Skagafirði og síðar austanverðu
Húnaþingi. Á Wikipediu er vitnað í Magnús
Jónsson sem skrifaði um Ásbirninga 1939
og Sögufélag Skagfirðinga gaf út. Þar segir
að í fáein ár eftir Örlygsstaðabardaga megi
segja að þeir hafi verið einna valdamesta ætt
landsins.
„Ættin var komin í beinan karllegg af
landnámsmanninum Öndótti, er bjó í Neðra-Ási
í Hjaltadal, en kennd við ættföðurinn Ásbjörn
Arnórsson, sem uppi var á 11. öld. Sonarsonur
hans, goðorðsmaðurinn Kolbeinn Arnórsson (d.
1166) átti tvo syni, Arnór og Tuma. Sonur Arnórs
var Kolbeinn kaldaljós, bóndi á Reynistað, en
á meðal barna Tuma voru Kolbeinn Tumason
skáld, er átti í hörðum deilum við Guðmund
Arason biskup og féll í Víðinesbardaga 1208,
Arnór Tumason goðorðsmaður á Víðimýri og
Halldóra Tumadóttir, kona Sighvats Sturlusonar
á Grund í Eyjafirði.
Sonur Arnórs, Kolbeinn ungi, sem bjó á Víðimýri,
er líklega þekktastur Ásbirninga. Hann tók mjög
ungur við leiðtogahlutverkinu og var einn af
valdamestu mönnum landsins til dauðadags.
Þá tók Brandur Kolbeinsson á Reynistað, sonur
Kolbeins kaldaljóss, við sem leiðtogi Ásbirninga
en við fall hans í Haugsnesbardaga ári síðar má
segja að veldi þeirra hafi liðið undir lok.“
Ásbirningar
6 39/2021