Feykir


Feykir - 13.10.2021, Síða 4

Feykir - 13.10.2021, Síða 4
Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Það er ekki á hverjum degi sem von er á hasargrínmynd með sprungulausum Króksara í aðalhlutverki í bíó. Hljómar kannski eins og eitthvert bull en er engu að síður staðreynd því Króksbíó, líkt og fjölmörg kvikmyndahús um allan heim, tekur senn til sýningar kvikmyndina Leynilögga (Cop Secret) sem skartar Auðunni okkar Blöndal í aðalhlutverki. Myndin, sem er leikstýrt af Messi-víta-bananum Hannesi Þór Halldórssyni, er einnig byggð á hugmynd Audda. Auk Auðuns, sem leikur löggu- harðjaxlinn Bússa, eru tveir aðrir Skagfirðingar í aðalhlut- verkum í Leynilöggu; Egill Dýllari Einarsson og Vivian Ólafsdóttir. Meðal annarra leikenda eru Steinunn Ólína, Sveppi, Björn Hlynur, Rúrik Gísla og Jón Gnarr. Myndin verður frumsýnd 20. október næstkomandi en hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíð- um í Locarno og London þrátt fyrir að hún hafi í raun verið framleidd fyrir íslenskan markað og með íslenska áhorfendur í huga. Það má kannski segja að flestum að óvörum hefur myndin fengið glimrandi dóma, er þegar þetta er ritað með ríflega átta í eink- unn á IMDB.com, og er sögð koma með ferskan blæ inn í l ö g g u f é l a g a - b í ó s t o f n i n n . Myndin er í stuttu máli sögð vera um löggu sem er í afneitun varðandi kynhneigð sína en verður ástfanginn af nýjum félaga sínum á meðan þeir rannsaka röð bankarána. Í tilefni af því að myndin verður tekin til sýninga í Bifröst á Sauðárkróki hafði Feykir sam- band við Auðun Blöndal og byrjaði á að spyrja hvort nú væri gamall draumur að rætast eða hvort ímyndunaraflið hefði hreinlega ekki náð svona langt. „Þetta er risa draumur að ræt- ast,“ svarar Auddi að bragði. „Og sennilega verið draumur síðan ég steig á svið í fyrsta sinn, einmitt í Bifröst í 7. bekk, og mæmaði við lagið I Will Always Love You með Whitney Houston.“ Hvaða bíómynd er sú eftir- Kvikmyndastjarnan Auðunn Blöndal svarar nokkrum laufléttum Feykisspurningum „Það er víst byrjað að ræða framhald...“ Eitt af plaggötunum fyrir Leynilöggu. MYNDIR AÐSENDAR Auðunn og Egill Einarsson fara með tvö af aðalhlutverkum myndarinnar. VIÐTAL Óli Arnar Brynjarsson minnilegasta sem þú sást í Bifröst eða fórstu kannski aldrei í bíó á Króknum? „Jú, fór reglulega í bíó í Bifröst og White Men Can't Jump og Under Siege 2 með Seagal-klúbbnum standa upp úr!“ Hvernig myndir þú lýsa bíó- myndinni Leynilögga og er farið að plotta framhald? „Mundi lýsa henni sem grín/ hasarmynd af bestu gerð. Grín- ið er soldið að við séum að leika það með straight face að þetta sé allt að gerast á Íslandi. Og já, það er víst byrjað að ræða framhald...“ Hvað hefur verið skemmtilegast í þessu ferli og hvað hefur komið þér mest á óvart? „Þetta hefur allt verið svo súrrealískt og skemmtilegt eitthvað. En ég viðurkenni að það að fá að fara til Locarno og London á risa kvikmyndahátíðir getur ekki annað en staðið upp úr. Að fara í uppselda sali erlendis og horfa á fólk standa upp og klappa eftir sýningu er eitthvað sem mig hefði ekki getað dreymt einu sinni!“ Nú eru nokkrir Skagfirðingar í framlínunni í myndinni, var ekkert pláss fyrir Skagfirðing- inn Pétur Jóhann? „Það er alltaf pláss fyrir Skagfirðinga þar sem ég er! Við þurfum að eiga ein- hverja ása í mynd tvö!“ Hvort á fólk að velja Bússa eða Bond þegar fara á í bíó og er þetta eins og að upplifa súrrealískan draum eða er þetta bara eins og hver annar dagur í lífi Audda Blö? „Haha, Bússa allan daginn! Eins svalur og Daniel Craig er þá hefur hann aldrei hlaupið nakinn upp Grænuklauf og farið beint í djúpsteikta pulsu á Bláfelli eftir það. Og nei, þetta er ansi langt frá því að skipta um bleyjur og láta æla á sig eins og venjulegir dagar hjá Audda Blö eru í dag.“ Að lokum: Hvernig líst þér á lið Tindastóls í körfunni? „Þetta er okkar ár! Finn það. Skulda víst Arnari flöskuborð fyrir að koma aftur heim á Krókinn. Hann má rukka það þegar við erum orðnir Íslandsmeistarar!“ Leikstjóri Leynilöggu er sem fyrr segir Hannes Þór Halldórs- son en hann er einnig handrits- höfundur ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni (Sveppa) en sagan sjálf er eftir Auðun Blöndal, Egil Einarsson og Hannes Þór. Það er Pegasus sem framleiðir myndina. Það er langt frá því sjálfgefið að koma myndum á stórar kvik- myndahátíðir og hátíðirnar í Locarno og London eru báðar virtar hátíðir. Í viðtali við Vísi.is segir Lilja Ósk Snorradóttir, framleiðandi hjá Pegasus: „Að frumsýna myndina á virtri hátíð eins og Locarno er sérstakur heiður fyrir okkur öll sem komum að myndinni. Þar sem lítið hefur verið um kvik- myndahátíðir vegna Covid er óvanalega mikill fjöldi mynda sem reynir að komast að á hátíðum og því er það mikil viðurkenning að vera valin.“ Það verður spennandi að fylgj- ast með framgangi Leynilöggu á erlendum og innlendum vett- vangi á næstunni. Auðunn situr fyrir svörum á kvikmyndahátíð í Locarno. 4 39/2021

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.