Feykir - 13.10.2021, Page 8
Kristjana Ýr Feykisdóttir (12 ára) sem býr á
Víðimel í Varmahlíð á eina kisulóru sem heitir
Mosi og er átta ára. Margir kannast eflaust við
Mosa á Sauðárkróki frá því að Kristjana bjó þar
því hann var duglegur að lenda í ævintýrum
sem enduðu yfirleitt alltaf vel.
Kristjana er dóttir Erlu Bjarkar Helgadóttur
og Feykis Sveinssonar en þau fluttu í Varmahlíð
fyrir nokkrum árum síðan.
Hvernig eignaðist þú Mosa? „Það komu kett-
lingar í sveitinni hjá ömmu og afa, þá er ég 4-5
ára. Mamma og pabbi leyfðu mér að velja mér
einn og er hann fyrsta gæludýrið mitt.“
Hvað er skemmtilegast við Mosa? „Hann er
mjög góður og hefur aldrei klórað þó ég
dröslaðist með hann þegar ég var lítil svo kemur
hann alltaf með mér að sofa.“
Hvað er erfiðast? „Þegar hann vill athygli og ég
er upptekin.“
Ertu með einhverja sniðuga eða merkilega
sögu af Mosa? „Þegar við bjuggum á Sauðár-
króki og Mosi var lítill fór hann alltaf til að fá
klapp frá fólki. Mamma þurfti oft að ná í hann í
Skaffó, N1, Hús frítímans og fleiri staði þar sem
hann var að reyna að komast inn. Hann átti
það einnig til að kíkja á leikskólann á krakkana
þar og hefur eflaust vakið mikla lukku þar.
En Mosi hefur týnst tvisvar í nokkra daga. Í
bæði skiptin fundum við hann fyrir slysni inni
í bílskúr hjá fólki sem við þekktum ekki neitt.
Fyrra skiptið sem hann hvarf vorum við búin
að vera að leita og leita ásamt því að auglýsa
eftir honum. Mamma fór svo í heimsókn til
vinkonu sinnar og stendur úti í garðinum
hennar þegar hún heyrir skringilegt mjálm
koma úr bílskúrnum í næsta húsi. Þær fóru að
athuga málið og þá var það Mosi innilokaður.
Þá voru nágrannarnir í Reykjavík og enginn
aukalykill á Króknum. Mamma og vinkona
hennar náðu að taka hurðina úr svo það var
hægt að bjarga Mosa.
Í seinna skiptið var Mosi búinn að vera
týndur í tíu daga. Við vorum aftur búin að
auglýsa og leita en enginn hafði séð Mosa. Dag
einn koma tveir vinir Helga, stóra bróður míns,
að spyrja eftir honum. Hann átti að laga til í
herberginu sínu en mamma fékk gesti svo hún
ákvað að leyfa honum að fara út með þeim. Þeir
gengu út götuna og eru að spjalla þegar einn
bendir á hús í götunni og segir þeim að hann
hafi búið þarna þegar hann var lítill. Þeir
ákváðu að lauma sér inn í garðinn og skoða
hann en þegar þeir koma þar inn segjir einn
vinur Helga: „Hey, sjáið þið köttinn í glugg-
anum!?“ Þá sáu þeir köttinn í bílskúrsglugg-
anum þar sem allir gluggarnir snúa inn í
garðinn. „Þetta er Mosi,“ segir Helgi. Þeir náðu
svo að opna glugga og komu heim með Mosa
en hann var þá örugglega búinn að vera þarna í
ágætan tíma því hann var orðinn mjög mjór og
hás en við hugsuðum vel um hann og hann
náði fyrri heilsu,“ segir Kristjana Ýr að lokum.
Feykir þakkar Kristjönu kærlega fyrir að svara
þættinum Ég og gæludýrið mitt.
Kristjana Ýr og Mosi.
AÐSEND MYND
„Hey, sjáið þið
köttinn í glugganum!?“
ÉG OG GÆLUDÝRIÐ | siggag@nyprent.is
Kristjana Ýr Feykisdóttir | kötturinn Mosi
gegnum árin. Þá hef ég sungið
inn á milli og tekið lög og
lagstúfa eins og við á. Þeir verða
skemmtilegir drengirnir og ég
aðeins skreyti þetta með smá
músík. Ég verð bara ein, ekki
með neinn undirleikara, og ég
held að þessi hópur muni spila
af fingrum fram, það er nú
alltaf skemmtilegast að hafa
þetta pínu frjálslegt, ekki of
stíft,“ segir Jóhanna, sem er
mikil listakona, bæði málar og
syngur. Nú segist hún koma
fram sem söngkona en hún
lærði á sínum tíma úti í
Englandi. Auk klassíkurinnar
segist hún einnig syngja jazz og
latino tónlist og reyndar hvað
sem er. „Ég er nú ekki sópran
eins og hún Helga Rós ykkar,
svo ég tek þetta aðeins dýpra,“
segir hún létt í bragði og á þá
við flutninginn á Heyr himna-
smiður.
Óttar hefur skrifað eftirtekta-
verða pistla í Bakþönkum
Fréttablaðsins og hafa Sturl-
ungar komið við sögu í ein-
hverjum þeirra. Í desember í
fyrra er eftirfarandi Bakþanka
að finna og nefnist Tími
Sturlunga og gaman að
rifja upp, ekki síst nú þegar
stjórnmálamenn æða um
völlinn með misbeitt vopn
í höndum eftir sögulegar
kosningar.
„Ég hef lengi velt því fyrir
mér hvernig helstu persónum
Sturlungu hefði vegnað í nú-
tímasamfélagi. Höfðingjarnir
Gissur Þorvaldsson og
Hrafn Oddsson hefðu án efa
blómstrað á Alþingi við Austur-
völl. Báðir voru óheiðarlegir
og miskunnarlausir menn sem
sóru ranga eiða. Gissur hefði
sómt sér vel sem fjármála-
og heilbrigðisráðherra enda
óhræddur við harkalegan
niðurskurð.
En hvernig hefðu nútímamenn
staðið sig á Sturlungaöld? Gott
andlegt og líkamlegt þrek skipti
mestu, enda fóru vopnaðir
menn ríðandi landshorna á
milli. Bjarni Benediktsson
hefði blómstrað enda rið-
vaxinn og vöðvastæltur fyrr-
um knattspyrnumaður. Stein-
grímur Sigfússon er bæði
klækjóttur og vel á sig kominn
svo að hann hefði notið sín á
tímum Sturlunga. Einhvern
veginn sér maður ekki Sigurð
Inga og Loga Einarsson í
sjóorrustum og ferðaslarki.
Þeir hefðu sennilega ekki
orðið langlífir í þessum
hörðu átökum. Mikill auður,
popúlismi og föst búseta í
tveimur landsfjórðungum
hefði fleytt Sigmundi Davíð
til einhverra áhrifa. Katrínu
Jakobsdóttur hefði vegnað
ágætlega í flóknum átökum og
óheilindum aldarinnar enda
þaulvön lævísum árásum
eigin flokksmanna. Þórhildur
Sunna hefði náð langt með
því að kjafta karlaveldið í kaf.
Sturlungaöld var blómatími
sjálfmiðaðra narsissista svo
að Kári Stefánsson hefði náð
hæstu hæðum og stjórnað
landinu bak við tjöldin.
Þorgerður Katrín hefði borið
kápuna á báðum öxlum og
haslað sér völl í öllum and-
stæðum fylkingum aldarinnar.
Guðni forseti hefði ekki
komist langt í lævi blöndnu
andrúmslofti þessara tíma.
Hætt er við að Sturlungar
hefðu dottað undir spaklegum
og fyrirsjáanlegum ræðum
Guðna.
Maðurinn breytist ekki. Sturl-
ungar hefðu blómstrað nú á
tímum og nútímamenn notið
sín ágætlega á blóði drifnum
vígvöllum þrettándu aldar.“
Nútímamenn á Sturlungaöld
Skagfirðingurinn Jóhannes Geir málaði magnaðar myndir sem fanga marga afdrifaríka
viðburði Sturlungasögu. Hér eru kappar á leið í Örlygsstaðabardaga 1238
MYND AF NETINU
8 39/2021