Feykir


Feykir - 13.10.2021, Page 9

Feykir - 13.10.2021, Page 9
Takk Ármann! Takk fyrir áskorunina. Þetta verður geymt en ekki gleymt. Nú þegar styttist í komu erfingjans á Neðri-Torfustöðum þá fannst mér tilvalið að ræða við verðandi foreldrana um upptöku eftirnafnsins Ármann, það var hlustað en ég veit ekki hvort samtalið hafi skilað ætluðum árangri og hugmyndin sé gleymd. Eitthvað þarf nú að rita hér og ætla ég að hlífa ykkur við því að taka fyrir titringinn á Vatnsnesi. Hins vegar finnst mér við hæfi að minnast á það að Kormákur er með lið í yngri flokkum í körfuknattleik aftur eftir sex ára hlé, þegar stelpur og strákar í 8. bekk léku sína fyrstu leiki á Íslandsmóti í september. Það er fagnaðarefni og er ég þakklátur fyrir að fá að taka þátt í því verkefni sem þjálfari. Fyrsta mótið hjá strákunum var á Vestfjörðum, nánar tiltekið á Þingeyri. Ég rúllaði um Vestfirðina hljóðljóst á rafmagnsbíl og var mættur í höfuðborgina á sunnudeginum að fylgja stelpunum eftir. Ferðalagið fór eitthvað yfir 1000 km en gekk engu að síður snurðulaust fyrir sig. Það hjálpaði til að hleðslustöðvar voru á stöðunum sem ég kom við á og það vildi svo skemmtilega til að ein var við íþróttahúsið á Þingeyri, sem ég gat nýtt mér án endurgjalds. Ég velti fyrir mér af hverju við hér á Hvammstanga erum ekki komin inn í framtíðina í þessum málum? Framtíðin kom nefnilega fyrir tveimur til þremur árum síðan og er ekkert að fara. - - - - - - Næsti áskorandi er hinn gáskafulli Patrekur Óli Gústafsson. Himnasending sem okkur barst hingað í Húnaþing vestra. Það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni en honum eru allir vegir færir! Ég er spenntur að sjá hvað hann hefur að segja. ÁSKORENDAPENNINN | palli@feykir.is Þorgrímur Guðni Björnsson Hvammstanga Framtíðin er komin Þorgrímur Guðni. MYND AÐSEND Landnáma minnist á bæinn: „Þórir (Ingimundarson) hafði goðorð ok bjó at Undurnfelli“ (132). Vatnsdæla (66) veit betur: „Þórir hafrsþjó bjó at Nautabúi; þat heitir nú at Undunfelli.“ Þar hefir því verið nautabú Ingimundar goða. Forliður nafnsins brenglast svo á ýmsa vegu, en bendir þó furðumikið á upprunanafnið: Árin 1344: Undon- (DI. IV. B.). 1360: Undan- (DI. III. B.). 1394: Unden- og Undin- (DI. III. B.). Á 16. öld mun fyrst fara að votta fyrir Undir- en fyrri ekki (sbr. DI. II. 477, 489 [l429] o. v.). Undorn (eða undurn) var eyktamarksheiti í fornmáli. Í þessu bæjarnafni merkir það vafalaust tímann, um 3-leytið e. hád., því að sjálfsögðu hefir fellið heitið nafninu upphaf- lega, en af því, að bærinn stóð undir fellinu, færðist nafnið á bæinn fljótlega, en Nautabú hvarf úr sögunni. Eins og mönnum er vitanlegt, stendur Undornfell að vestanverðu í dalnum, og á hálsinum syðst, sjeð frá bænum, er hátt fell í rjettri stefnu við sól um kl. 3 e. hád. Hlýtur það að vera Undornfell hið forna, því ekki hefði bærinn verið kendur við fjöllin að austanverðu. 6. erindi í Völuspá: „Morgin hjetu ok miðjan dag undorn ok aptan“ getur frekar bent á þennan tíma, en dagmálaleytið (kl. 9), því eyktanöfnin eru talin í röð: morgunn, miður dagur (há- degi), undorn kl. 3, aptan og miðaptan. Orðið undurn er þekt í Naumudal og Þelamörk í Noregi og þýðir (einmitt) Undornfell í Vatnsdal TORSKILIN BÆJARNÖFN | palli@feykir.is RANNSÓKNIR OG LEIÐRÉTTINGAR MARGEIRS JÓNSSONAR Undirfell er eyðibýli, kirkjustaður og áður prestssetur í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu og stendur undir samnefndu felli. Á heimasíðu Héraðsskjalasafns Austur Húnavatnssýslu segir að Ingimundur gamli á Hofi í Vatnsdal hafi haft nautabú sitt þar sem Undornfell er nú. Þar kemur einnig fram að þegar jörðin Undirfell var auglýst til sölu í blöðum 1984 var tekið fram í auglýsingunni að öllum tilboðum frá sjálfstæðismönnum yrði hafnað, svo og framsóknarmönnum sem kosið hefðu þann flokk eftir 1978. MYND: HÉRAÐSSKJALASAFN AUSTUR HÚNAVATNSSÝSLU/BJÖRN BERGMANN. miðdegisverð (um kl. 3) og sænskan undarn merkir mið- degis- (milli-) máltíð. Hefir því þessi merking orðsins geymst þarna furðu lítið breytt. (Í forn-þýzku merkja orðin und- arn og undern einnig miðdegi ([kl. 3]). Hvort rjett er að engilsax. undern og gotn. und- aurni-mats hafi táknað dag- mál, læt jeg ósagt (sbr. A. Torp Etym.l. Ordb., bls. 837), en afstaða hins umrædda bæjar við fellið virðist ákveða rjetta merkingu orðsins undorn hjer á landi. Mætti ekki láta svo merkilegt nafn niður falla. Laus eru til umsóknar embætti byggingafulltrúa og embætti skipulagsfulltrúa á nýrri skrifstofu í Húnavatnssýslum auk annarra starfa á skrifstofunum tveimur en á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að starfsstöðvarnar verði á Hvammstanga og Blönduósi. Það eru sveitarfélögin Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær og Skaga- byggð sem auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í stöðurnar en fulltrúarnir munu þjóna öllu svæðinu. Helstu verkefni og ábyrgð byggingar- fulltrúa er að sjá um skipulags- og byggingarmál sveitarfélaganna, gerð áætl- ana og eftirfylgni, mælingar og úttektir, undirbúa fundi skipulags- og umhverfisráðs sveitarfélaganna og fylgja eftir niðurstöðum þeirra. Meðal þess sem skipulagsfulltrúi þarf að annast er yfirumsjón með skipulagsmál- um sveitarfélaganna, rekstur skipulagsmála ásamt upplýsingagjöf og ráðgjöf við m.a. íbúa, kjörna fulltrúa, hönnuði og verktaka um skipulagsmál. Umsóknarfrestur er til og með 25. október nk. /PF Ný skrifstofa skipulags- og byggingamála í Húnavatnssýslum Auglýst eftir fulltrúum 39/2021 9

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.