Feykir - 13.10.2021, Síða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: :Andvari.
Sudoku
Krossgáta
FEYKIFÍN AFÞREYING
Feykir spyr...
Á að skella sér á
einhverja góða
tónleika í Háa
salnum í Gránu?
Spurt á Facebook
UMSJÓN: klara@nyprent.is
„Já, planið er að skella sér á
allavega eina ef ekki tvenna.“
Sigrún Ólafsdóttir
Tilvitnun vikunnar
Disneyland. Stærsta mannagildra í heimi, byggð af mús.
– Bill Murray
„Já, það er eiginlega ekki
nokkur einasta spurning
að það verður gert.“
Steindór Árnason
„Já, ég er að hugsa um að fara á
einhvern skemmtilegan viðburð
á Gránu.“
Þröstur Ingi Jónsson
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Bráðum kemur ekki betri tíð.
F
„Já, klárlega... helst alla...
sjúlluð dagskrá.“
Sigurlaug Vordís
Eysteinsdóttir
Svepparisotto og
bláberjamuffins
Matgæðingur vikunnar er Kristín Una Sigurðardóttir en hún ólst
upp á Sauðárkróki en býr í Hlíðunum í Reykjavík með Karli Jóhanni,
og börnunum þeirra; Brynhildi Hafdísi, Jökli Jóhanni og Þorbergi
Karli. „Eitt af öðru hættum við að borða kjöt svo nú eldum við bara
fisk og alls konar grænmetisrétti heima við. Mér finnst gaman að
elda en ég er ekki góð í að fara eftir uppskriftum, ég les yfir þær og
geri svo yfirleitt bara eitthvað svona um það bil. Með árunum
verður útkoman æ oftar alveg prýðileg,” segir Kristín.
„Ég bý svo vel að á haustin fæ ég þurrkaða lerkisveppi frá
mömmu sem hún tínir í skógræktinni á Lóni og rausnarlegar
berjasendingar frá pabba. Hvílíkur lúxus! Ég reyni að nota þetta
úrvals hráefni í alls konar rétti og hér er uppskrift að sveppa-
risotto sem er í uppáhaldi hjá okkur og bláberjamuffins.“
AÐALRÉTTUR
Svepparisotto
50 g þurrkaðir sveppir (alls ekki
verra ef þeir eru tíndir í
Skagafirði)
900 ml soðið vatn
11/2 sveppateningur
ólívuolía til steikingar
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk. timian
250 g ferskir sveppir,
niðurskornir
300 g risotto grjón (t.d. arborio)
175 ml þurrt hvítvín
salt og pipar að smekk
1-2 msk. truffluolía (má sleppa)
3 msk.+ hnetublanda (sjá
uppskrift fyrir neðan)
1-2 lúkur grófrifið grænkál ef
maður er svo heppinn að eiga
slíkt
Aðferð: Leggið þurrkuðu svepp-
ina í bleyti í heitt vatnið í amk 20
mín og leysið sveppateninginn
upp í því. Takið bleyttu sveppina
( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is
Kristín Una Sigurðardóttir | Króksari í Hlíðunum
smekk. Berið gjarnan fram með
fersku salati.
Hnetublanda:
150 g ristaðar kasjúhnetur
3 msk. næringarger (nutritional
yeast)
¼ tsk. hvítlauksduft
¾ tsk. sjávarsalt
Smellið öllu saman í matvinnslu-
vél og malið fínt.
RÉTTUR 2
Bláberjamuffins
með stökkum toppi
Stökkur toppur:
45 g smjörlíki
100 g sykur
60 g hveiti
Aðferð: Bræðið smjörlíki í potti
og hrærið sykri og hveiti saman
við með gaffli svo grófir kögglar
myndist. Setjið til hliðar.
Þurrefnin fara í eina skál:
240 g hveiti
200 g sykur (hvítur/púður- eða
blanda af báðu)
2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
1 msk. maísmjöl
börkur af hálfri sítrónu,
fínt rifinn
150 g bláber, fersk eða frosin
(best ef þau eru tínd í Skagafirði)
Blautefnin fara í aðra skál:
115 g brætt smjörlíki eða
bragðlaus olía
1 dl mjólk úr jurtaríkinu
4 tsk. mulin chia fræ (mulin í
matreiðsluvél)
125 g afgangssúr
45 g sýrður rjómi eða grísk
jógúrt úr jurtaríkinu
1 tsk. vanilludropar
Aðferð: Hrærið blautefnin vel
saman og hellið þeim út í þurr-
efnin og hrærið varlega þar til allt
hefur blandast vel. Skiptið deiginu
niður í 12 stór muffinsform eða
fleiri minni og dreifið stökka
toppnum yfir. Gott er að þrýsta
honum aðeins í kökurnar.
Bakið við 180° í 25-30 mínútur
eða þar til prjónn sem stungið er í
miðja köku kemur hreinn út.
Verði ykkur að góðu!
Ég ætla að skora á Rannveigu
Einarsdóttur, æskuvinkonu mína
frá Sauðárkróki, að vera næsti
matgæðingur.
úr soðinu (geymið soðið) og saxið
þá eða maukið í matreiðsluvél.
Þeir sem eru viðkvæmir fyrir
sveppaáferð vilja gjarnan saxa
sveppina fínt, aðrir vilja stærri
bita. Mýkið laukinn á pönnu,
bætið hvítlauknum og timian út á
og loks sveppunum, fersku og
þurrkuðu, og steikið við mið-
lungshita þar til þeir eru orðnir
mjúkir. Setjið grjónin á pönnuna
og steikið í u.þ.b. mínútu. Hellið
þá hvítvíninu saman við og látið
það sjóða niður. Hrærið í á
meðan. Setjið u.þ.b. einn fjórða af
sveppasoðinu út á pönnuna og
látið krauma við miðlungshita
þar til grjónin hafa dregið í sig
mestan vökvann. Bætið þá við
öðrum fjórðungi af soðinu o.s.frv.
þar til grjónin eru orðin „al dente“
(eftir um 20 mínútur). Hrærið
regulega allan tímann svo grjónin
festist ekki við pönnuna. Hrærið
truffluolíunni saman við og
grænkálinu ef vill. Saltið og piprið
og hrærið að lokum hnetublönd-
unni saman við, magn eftir
Fjölskyldan í sumarfríi fyrir austan sl. sumar. MYND AÐSEND
39/2021 11