Feykir - 27.10.2021, Síða 4
Liggurðu á frétt?
Hafðu samband í síma 455 7176
eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is
1. OG 2. NÓVEMBER
Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir
5. NÓVEMBER
Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir
8. OG 9. NÓVEMBER
Haraldur Hauksson, alm./æðaskurðlæknir
22. NÓVEMBER
Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir
Tímapantanir í síma 432 4236
Sérfræðikomur
í nóvember 2021
www.hsn.is
Reykjavík 19. október 2021
Að keyra framhjá Mikla-
bæjarkirkju er sorgleg sjón.
Mjög óþrifalegt og alls ekki
ykkur til sóma. Búið er að rífa
gamla húsið og byggja nýtt en
gamli bílskúrinn stendur eins og
minning um eitthvað sem á alls
ekki við á þessum stað..... einn
bílskúr, heyrúllur, njóli, ósnyrt
tré og niðurníddar girðingar.
Man ég á árunum rétt fyrir 1980
að mikið var rætt um hvort að
gömlu húsin sem tilheyrðu Borgarhóli
(hinumegin við veginn) væru tilhlýðileg á
þessum stað svona nálægt kirkjunni.... þóttu
þau óþrifaleg. Ég held að það fólk sem vildi
hafa þrifalegt í kringum Miklabæjarkirkju á
þeim tíma myndi snúa sér við í gröfunum ef
þau litu á óþrifnaðinn sem líðst þar í dag.
Miklabæjarkirkja og kirkjugarðurinn er
ykkur til sóma en næsta nágrenni ALLS
EKKI. Þar sem að kirkjan er á kirkjujörð
hlýtur að vera hægt að kippa þessu í liðinn,
því að alltaf versnar umgengnin í nágrenni
kirkjunnar með hverju árinu. Þið hljótið að
sjá það sjálf.
Nú veit ég að þegar nýja húsið var byggt
fyrir prestinn á Miklabæ var þar gert ráð
fyrir bílskúr svo að ég sting upp á:
AÐSENT | Birna Sigurðardóttir skrifar
Mynd tekin í apríl 2019. „Þó nokkuð verri umgengni 2021
þegar ég fór þar um,“ segir greinarhöfundur.
MYND AÐSEND
Til þeirra sem hugsa eiga um Mikla-
bæjarkirkju og umhverfi hennar
• Gamli bílskúrinn verði rifinn, heyrúllur
og annað drasl fjarlægt í nágrenni við
kirkjuna.
• Girðingin sem var umhverfis gamla
presthúsið verði endurnýjuð og lóðin öll
gerð að bílastæði fyrir kirkjuna.
• Tré verði snyrt eða fjarlægð eins og þurfa
þykir.
Með von um að gamla sóknarkirkjan mín
og umhverfi hennar fari frá því að vera með
því óþrifalegra á landinu í það fegursta.
Birna Sigurðardóttir
P.s. Bréfið var einnig sent á prófast, prest,
sóknarnefnd alla og Biskupsstofu.
Háskólinn á Hólum
22 nemendur brautskráðust að hausti
Á heimasíðu Háskólans á Hólum segir frá
því að föstudaginn 8. október síðastliðinn
var brautskráningarathöfn háskólans að
hausti í Hóladómkirkju en alls braut-
skráðust 22 nemendur að þessu sinni.
Frá Ferðamáladeild brautskráðust átta
einstaklingar, einn með diplóma í ferða-
málum, fimm með diplómu í viðburða-
stjórnun og tveir með BA gráðu í stjórnun
ferðaþjónustu og móttöku gesta. Frá Fisk-
eldis- og fiskalíffræðideild brautskráðust 13
einstaklingar, 12 með diplómu í fiskeldi og
einn með MS gráðu í sjávar- og vatnalíffræði.
Frá Hestafræðideild brautskráðist einn ein-
staklingur með diplóma í reiðmennsku og
reiðkennslu.
Í fréttinni segir að athöfnin hafi verið
gleðistund enda höfðu nemendur lagt stund
á nám við mjög óhefðbundnar aðstæður
sökum Covid-faraldursins. Að athöfn lok-
inni bauð háskólinn nýbrautskráðum Hóla-
mönnum, aðstandendum og starfsfólki til
veislu í Kaffi Hólar.
Alls brautskáðust 66 einstaklingar með
67 gráður frá háskólanum á skólaárinu, 28
einstaklingar af fræðasviðum ferðamála, 17
af fræðasviðum fiskeldis- og fiskalíffræði,
sjávar og vatnalíffræði og 22 af fræðasviði
hestafræða. /ÓAB
Brautskráningarnemar haustið 2021. MYND: HÓLAR.IS
4 41/2021