Fréttablaðið - 09.08.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.08.2022, Blaðsíða 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Persónu- lega er mér sama hver kynhneigð eða kyn- vitund fólksins í kringum mig er; hvort það skilgreinir sig sem dulkynja, flæðigerva eða frjáls- gerva – en mér er ekki sama hvort þetta fólk þjáist. Morðárás sem einn af öflugustu herjum samtímans gerir á inni- lokað og vopnlaust fólk er ekki deila eða átök. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is „Hryðjuverkaríkið Ísrael er orðið alvarlegt vanda- mál og á eftir að versna … Ógnanir eru nefni lega eina umgengnisvenjan, sem Ísraelsríki kann.“ Þessi orð skrifaði Jónas Kristjánsson ritstjóri árið 1988. Atburðir síðustu daga sýna að orð ritstjórans hafa staðist tímans tönn. Í sautján ár hafa Gazabúar búið í herkví Ísraels- hers, á þessu tímabili hefur her Ísraels gert fjöl- margar árásir á innilokaða íbúa Gazastrandar- innar og drepið þúsundir og sært tugþúsundir. Á Gaza, sem er að stærð um 1/3 Reykjanes- skagans, búa tvær milljónir Palestínumanna, um helmingur þeirra eru börn undir átján ára aldri, börn sem aldrei hafa upplifað frið en búa við stöðugar ógnir frá Ísrael. Frá árinu 2000 hefur Ísraelsher drepið 2.225 palestínsk börn, þar af 556 árið 2014 og 29 það sem af er þessu ári. Barnamorð Ísraels eru gerð í skjóli frá helstu ríkjum Vesturlanda sem veita bæði fé til hern- aðar og vernd frá refsiaðgerðum. Ríkisútvarpið segir okkur að þarna séu átök milli „deiluaðila“. Morðárás sem einn af öflugustu herjum samtímans gerir á innilokað og vopnlaust fólk er ekki deila eða átök – barna- morðin eru ekki deila eða átök – þetta eru morð – barnamorð. Stefanie Fox, framkvæmdastjóri friðarsamtaka gyðinga (Jewish Voice for Peace), skrifar: „Hin hömlulausa grimmd gegn Palestínumönnum af hálfu ísraelska hersins – með fjármögnun, stuðningi og vörnum bandarískra stjórnvalda – er skelfileg í grimmd sinni og ómannúð. Palest- ínumenn búa við kúgun Ísraelsmanna alla daga ársins. Og þegar her Ísraela gerir loftárásir á Gaza getur enginn sloppið, enginn getur flúið í öruggt skjól.“ Ríkisstjórn Íslands og utanríkisráðherra hljóta að fordæma þessar árásir Ísraels á Palestínu – ríki sem Ísland hefur viðurkennt. ■ Þeir drepa börn Hjálmtýr Heiðdal formaður Félagsins Ísland – Palestína Hinsegin dagar náðu hámarki með Gleðigöngu um miðbæ Reykja- víkur á laugardaginn. Eftir tveggja ára hlé á göngunni og umræðu um bakslag í réttinda- baráttu hinsegin fólks var blásið til allsherjar veislu og stútfullar götur miðbæjarins báru samstöðunni fagurt merki. Margskonar hópar fögnuðu fjölbreytileik- anum með því að taka þátt í göngunni undir fánum og slagorðum til stuðnings mannrétt- indum hinsegin fólks. Sláandi slagorð eins hópsins vöktu sérstaka athygli, hópsins sem hefur hvað mest átt undir högg að sækja í baráttunni undanfarin ár, trans fólks. Þessi slagorð snéru að biðlistum eftir aðgerðum í kynleiðréttingarferli sem lengd- ust talsvert á Covid-tímum og eru nú um eitt og hálft ár. Skilti með orðunum: „Þessi brjóst eru enn á biðlista!“ í höndum einstaklings með ber brjóstin, brjóst sem viðkomandi vill ekki, raungerðu ástandið fyrir þeim sem á gangstéttum stóðu til að sýna stuðning í verki. En undir lok síðasta árs voru þret- tán einstaklingar á biðlista eftir brjóstnámi, átján biðu gerðar legganga og einn reður- uppbyggingar. En orðin: „Biðlisti sem styttir sig sjálfur!“ af næsta kröfuskilti víkja ekki úr huga mér. Skuggalega skýr skilaboð. Fólk hreinlega gefst upp. Fyrir nokkrum árum tók ég viðtal við þjóð- þekkta konu þar sem eitt umræðuefna var sú staðreynd að barn hennar hefði komið út sem trans kona. Þegar ég spurði hana hvernig þau hjónin hefðu tekið því að einkabarn þeirra væri trans svaraði hún að í þeirra huga væri þetta ekki f lókið – baráttan snerist um að halda lífi í barni þeirra. Auðvitað getur verið erfitt að skilja það sem er framandi og sjálfri finnst mér trans umræðan oft ákveðið torf. En það er svo margt sem ég skil ekki, ekki skil ég skammta- fræði, hvernig hægt er að þrívíddarprenta líffæri eða skjóta mannaðri geimflaug til tunglsins! En það skiptir ekki máli að ég skilji það ekki – það er til fólk sem skilur þetta allt. Lokamarkmiðið hlýtur alltaf að vera að koma í veg fyrir ónauðsynlega þjáningu. Per- sónulega er mér sama hver kynhneigð eða kynvitund fólksins í kringum mig er; hvort það skilgreinir sig sem dulkynja, f læðigerva eða frjálsgerva – en mér er ekki sama hvort þetta fólk þjáist. Til þess að koma í veg fyrir það þurfum við að átta okkur á því að kynleiðréttingaraðgerð er ekki valkvæð aðgerð eins og að láta laga slappan maga eða stór nef. Hún er lífsbjarg- andi aðgerð og þolir enga bið! ■ Brjóst á biðlista ser@frettabladid.is Snjóþyngsli Með öllu þykir óvíst hvort sum- arið hafi skilað sér til Íslands í ár. Öðru hvoru hefur þó sést til sólar, en þrálátar norðanáttir hafa gert það að verkum að sú gula hefur ekki náð að hita landið upp svo nokkru nemur. Klæðnaður lands- manna er eftir þessu þykkur og marglaga – og hefur á stundum verið nauðsyn að klæða sig í segl sakir gegndarlausra rigninga ofan í norðanþræsinginn og snjó- komuna víða um land. Raunar hefur landið náð að rísa undir nafni svo til alla þessa árstíð, svo sem á þeim vinsæla ferðamanna- stað sem Askja er inn til Dyngju- fjalla, en elstu menn í Drekaskál- anum þar um slóðir muna ekki snjóþyngra sumar. Frostmark Sumarið hefur verið svo vont fyrir norðan að jafnvel Akureyr- ingar eru farnir að segja sann- leikann um eyfirska ógeðisveðrið sem þar hefur tekið sér bólfestu svo vikum skiptir. Fyrir austan hefur þetta líka verið auma sum- arið, en hitinn var við frostmark á Seyðisfirði á sunnudag, nánar til tekið núll gráður. Og ekki er þetta skárra fyrir vestan, en frést hefur af gönguhópi sem ætlaði að spóka sig um í Aðalvíkinni um næstu helgi, en hefur hætt við þá ferðina sakir langvarandi rigningarspár í á að giska fimm stiga hita. ■ SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 9. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.