Fréttablaðið - 09.08.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.08.2022, Blaðsíða 2
Siglt um Faxaflóa Þó að ekki hafi viðrað vel til fjallgöngu í gær og gossvæðinu í Meradölum hafi verið lokað, var fínasta veður til siglinga. Þessir sæfarar nýttu vindinn og skemmtu sér á siglingu um Faxaflóa. Í bakgrunni má sjá listaverkið Þúfu sem stendur við Norðurgarð í Örfirisey og er eftir Ólöfu Nordal. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Félagið Fjallabati hefur að markmiði að halda aftur af útbreiðslu lúpínu á miðhá- lendinu og öðrum viðkvæm- um gróðursvæðum. Fram undan er átak á Emstrum. gar@frettabladid.is NÁTTÚRA „Okkur finnst mjög gleði- legt hvað við erum víða að fá jákvæð viðbrögð við þessum aðgerðum,“ segir Ingibjörg Eiríksdóttir, annar forvígismanna félagsins Fjallabata sem fæst við að hefta útbreiðslu lúpínu á miðhálendinu og víðar. Ingibjörg ásamt Geirmundi Klein sendi nýverið fyrir hönd Fjallabata bréf til Rangárþings eystra þar sem verkefni félagsins eru kynnt. Þar segir að þau hafi, ásamt f leirum, að eigin frumkvæði unnið að heftingu útbreiðslu lúpínu að Fjallabaki, á Sprengisandi, á Tungnaáröræfum og á Kili og einnig á Heklusvæðinu. Þau segjast vinna að því hefta útbreiðsluna á Emstrum að Fjalla- baki syðra og víðar og hafi í sumar fengið styrki frá Landgræðslunni, Landsvirkjun og Náttúruverndar- samtökum Suðurlands. Markmiðið segir Ingibjörg vera að hefta frekari útbreiðslu lúpín- unnar á hálendinu til lengri tíma litið. „Af góðum hug var hvatt til dreif- ingar plöntunnar á sínum tíma, en reynslan hefur sýnt að þessi annars duglega landgræðslujurt á ekki alls staðar við og hopar seint eða jafn- vel ekki í gljúpum eldfjallajarðveg- inum hérlendis,“ segir í bréfinu til Rangárþings eystra. „Alaskalúpína er ágeng, fram- andi tegund sem veldur, eða líklegt er að valdi, rýrnun líffræðilegrar fjölbreytni. Með hækkandi lofthita hefur hún í auknum mæli náð að sá sér á hálendinu á undanförnum árum, sem er alvarlegt mál með til- liti til þess að hún hörfar almennt ekki fyrr en vistkerfinu hefur verð breytt,“ segir í bréfi Fjallabata. Á hálendinu hafi tekist að halda aftur af frekari dreifingu lúpínu með markvissum aðgerðum á um tuttugu smærri reitum. Í Hatta- fellsgili og Mosum á Emstrum séu breiðurnar þó nokkuð umfangs- miklar. Benda þau Geirmundur og Ingi- björg á að samkvæmt náttúru- verndarlögum sé bannað að dreifa lúpínu á friðlýstum svæðum, í landslagsgerðum sem njóti sér- stakrar verndar og ofan 400 metra yfir sjávarmáli. „Reynsla sumarsins 2022 verður notuð til skýrari mótunar áætlunar til lengri tíma, sem lögð verður til grundvallar áframhaldandi vinnu komandi ára. Við höfum þegar hafið slátt með fram læknum í Hattafellsgilinu, en forgangsatriði er að hreinsa lúpínuna frá straum- vatni,“ segir Fjallabati í bréfinu. Ætlunin sé að reyna að meta árangur af mismunandi aðferðum við eyðinguna. Mikill áhugi sé á að reyna beit í afmörkuðum reitum. Ingibjörg leggur áherslu á það í samtali við Fréttablaðið að lúpína geti sannarlega víða gert gagn á sumum stöðum sem landgræðslu- jurt. „En það er áríðandi að hugsa til enda að hún verður ekki svo auðveldlega heft. Ástandið í Hatta- fellsgili á Emstrum var orðið mjög krítískt. Þetta er svæði á náttúru- minjaskrá,“ bendir hún á. n Hefta lúpínu til að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika Fólkið að baki Fjallabata hefur lengi unnið að því að hefta útbreiðslu lúpínu á svæðum þar sem hún ógnar öðrum gróðri. MYND/AÐSEND HJARTA OG ÆÐAKERFI ARCTIC HEALTH AHI.IS OMEGA-3 COLLAGEN HREIN ÍSLENSK FÆÐUBÓT Í POKUM FYRIR LÁGMARKS KOLEFNISSPOR Ingibjörg Eiríks- dóttir í Fjalla- bata sigurjon@frettabladid.is VEÐUR Nú fer sumarfrí að líða undir lok hjá mörgum og því margir á faraldsfæti þessar síðustu vikur af sumrinu. Besta veðrið í vikunni og komandi helgi verður austanlands, að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veð- urfræðings á Veðurstofu Íslands. „Það verður líklegast best að vera fyrir austan ef fólk vill losna við rigninguna, þó að menn verði ekki alveg lausir við hana. Hitinn verður í kringum tuttugu stig víða fyrir austan,“ segir hann. Vestlæg átt verður ráðandi á komandi dögum, að sögn Þor- steins. Hann segir Suður- og Vest- urland þá helst muna finna fyrir vætu. „Það verður áfram frekar milt veður, það er ekki að sjá neinn kulda. Það er þessi lægðagangur sem kemur hérna á okkur með til- heyrandi vætu á vestanverðu land- inu en það verður fínasta veður fyrir austan,“ segir Þorsteinn. n Besta veðrið fyrir austan Hitinn verður í kring- um tuttugu stig víða fyrir austan. Þorsteinn V. Jónsson sigurjon@frettabladid.is ELDGOS Fjöldi fólks sótti gosstöðv- arnar í gær þrátt fyrir að svæðið hafi verið lokað. Björgunarsveitarhópar björguðu um tíu manns sem höfðu hringt í neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð. „Það var hundleiðinlegt veður og svartaþoka og þau höfðu villst á leið- inni. Það var enginn slasaður en fólk var orðið kalt, blautt og rammvillt,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýs- ingafulltrúi Landsbjargar. Ekki er vitað hversu margir gengu að gosstöðvunum í gær en Davíð segir að þónokkur umferð hafi verið að svæðinu. „Þarna voru margir erlendir ferða- menn, sem eru þá kannski ekki með- vitaðir um hætturnar og stöðuna á lokunum og veðri, við getum gert betur í að tryggja að allir séu vel upp- lýstir,“ segir Davíð. Hann segir margt mega lærast af síðasta gosi. „Á endanum var farið í það að hafa landverði á staðnum til að upplýsa fólk og kynna því hætt- urnar, ég held það gæti gefist vel.“ n Margir á lokuðum gosstöðvunum í gær Margir lögðu leið sína að gosstöðv- unum í Meradölum þrátt fyrir lokun vegna veðurs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 2 Fréttir 9. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.