Morgunblaðið - 06.04.2022, Side 6

Morgunblaðið - 06.04.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2021 GMC Denali 2500 Litur: Hvítur/ Svartur að innan (nappa leather). Æðislegur fjölskyldubíll hlaðinn búnaði. 7 manna bíll. Hybrid Bensín. Sjálfskiptur. 360 myndavélar. Collision alert system. Harman/Kardon hljómkerfi. Tölvuskjáir í aftursæti. VERÐ 10.390.000 2022 Chrysler Pacifica Hybrid Limited Gullfallegur bíll í ábyrgð! Ekinn 30.000 km. 10 gíra skipting. Auto track millikassi. Multipro opnun á afturhlera. 35” dekk. Samlitaðir brettakantar. Sóllúga. Rúllulok á palli. Led bar. Tveir dekkjagangar á felgum (sumar- og vetardekk). VERÐ 13.990.000 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Húsið við Skúlagötu 4 verður tæmt á næstunni og starfsemi ráðuneyta sem þar eru á efri hæðum verður flutt annað. Matvælaráðuneytið flytur tímabundið í nýtt húsnæði, en reikn- að er með að samningar um það verði undirritaðir í vikunni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um að ræða húsnæði við Borgartún 26. Ráðgert er að menningar- og við- skiptaráðuneyti flytji í Sölvhólsgötu 7, þar sem dómsmálaráðuneytið er nú til húsa. Síðarnefnda ráðuneytið flytji hins vegar í Borgartún 26. Viðamikl- um endurbótum sem staðið hafa yfir við Skúlagötu 4 verður hraðað. Þetta er aðeins hluti af þeim kapli sem er í gangi með húsnæði ráðu- neyta. Í síðustu viku var greint frá því að félags- og vinnumarkaðsráðuneyt- ið og heilbrigðisráðuneytið flytja á næstunni í Síðumúla 24, en þar er um að ræða tímabundið leiguhúsnæði. Húsnæðið við Síðumúla er 3.100 fer- metrar að stærð og nýja húsnæðið við Borgartún er svipað að stærð. Í Skógarhlíð 6 hafa ráðuneytin tvö deilt húsnæði frá því í febrúar 2017 en þar komu fyrr í vetur upp rakaskemmdir og mygla. Fyrirhug- að er að ráðuneytin fái framtíðarað- stöðu á Skúlagötu 4. Þá hefur komið fram áhugi ríkisins á viðræðum um kaup af Landsbankanum á norður- húsinu við Austurbakka sem er í byggingu. Sveigjanleiki að leiðarljósi Húsið við Skúlagötu 4 er sex hæð- ir, á jarðhæð er samnýtanleg fund- araðstaða og anddyri hússins og á 2.-6. hæð verða skrifstofuhæðir fyrir ráðuneyti. Í byrjun árs var ákveðið að 4.-6. hæð yrðu endurnýjaðar samhliða framkvæmdum á 2. og 3. hæð. Áætlað er að útboð fram- kvæmda verði á vormánuðum. Ekki liggja fyrir endanlegar upp- lýsingar um kostnað, samkvæmt upp- lýsingum frá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum. Þá er verið að endur- skoða heildartímalínu vegna aukins umfangs verkefnisins. Reiknað er með að félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigð- isráðuneyti verði á 2. og 3. hæð á Skúlagötunni að endurbótum lokn- um. Ekki liggur fyrir hvaða ráðuneyti muni fara á 4.-6. hæð, samkvæmt upplýsingum frá FSRE. Við hönnun húsnæðisins sé lagt upp með sveigjanleika að leiðarljósi. Örar breytingar á málaflokkum sem ráðuneyti sinna hafi sýnt fram á mik- ilvægi þess að húsnæði geti tekið breytingum eftir áherslum ríkis- stjórna hverju sinni. Húsið við Skúlagötu 4 var reist árið 1961, eftir teikningu Halldórs H. Jónssonar. Þar voru lengi höfuð- stöðvar Ríkisútvarpsins og síðan Hafrannsóknastofnunar. Kapall með húsnæði ráðuneyta á næstunni - Húsið við Skúlagötu 4 tæmt - Unnið að endurbótum Morgunblaðið/Eggert Skúlagata 4 Breytingar eru fram undan á húsinu, sem gengur enn eina ferðina í enurnýjun lífdaga. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Miklar breytingar verða á ásýnd byggðarinnar í Bolungarvík með breytingum á skipulagi og úthlutun nýrra lóða. Mesta nýjungin er að gert er ráð fyrir að Aðalstræti, gatan sem flestir gestir aka um þegar kom- ið er inn í bæinn, verði íbúðagata en þjónustan færist að höfninni. Skortur er á íbúðum í Bolungar- vík, eins og víðar á Vestfjörðum.Við því hefur bæjarstjórn brugðist með því að skipuleggja nýtt hverfi fyrir framtíðarbyggð. Er það svokallað Hreggnasahverfi á láglendinu við Hólsá, í framhaldi af núverandi íbúðabyggð og ofan við innkeyrsluna í bæinn. Samkvæmt deiliskipulagi sem nú er í kynningu er gert ráð fyr- ir 20 íbúðalóðum sem hægt væri að byggja um 50 íbúðir á. Eru þetta ein- býlis-, par- og fjölbýlishús. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri segir að mikil eftirspurn sé eftir einbýlishúsalóðum og á von á að það komi fram þegar fyrstu lóðunum verður úthlutað í júní. Forsendan fyrir því að búist er við auknum áhuga á búsetu í Bolungar- vík er að sögn bæjarstjórans að unn- ið er að uppbyggingu laxasláturhúss Arctic Fish, mjólkurvinnslan Arna er að efla starfsemi sína og von er á að Bolungarvík komist vel á kortið sem áfangastaður ferðafólks með opnun útsýnispallsins á Bolafjalli á komandi sumri. Tryggja þurfi að fólkið sem kemur til starfa geti fengið húsnæði. Skipulagið sem nú er í kynningu ger- ir einnig ráð fyrir uppbyggingu í þágu ferðaþjónustu við Hreggnasa- hverfið en hinum megin Hólsár. Íbúðir við „breiðgötuna“ Þegar komið er til Bolungarvíkur tekur á móti gesti breið gata með nokkrum stórbyggingum sem hýsa skrifstofur og verslanir helstu at- vinnufyrirtækjanna í bænum, svo sem eins og sjávarútvegsfyrirtækis Einars Guðfinnssonar og bygginga- vöruverslun Jóns Friðgeirs Einars- sonar. Fáir íbúar voru við þessa götu. Þetta er að breytast. Verið er að breyta efri hæðunum í íbúðir en verslanir og ýmis þjónusta er enn á jarðhæð. Unnið er að breyttu skipulagi þar sem byggð verða að minnsta kosti þrjú fjölbýlishús á auðum lóðum í áðurnefndri húsaröð. Fyrstu útlits- teikningar að húsunum voru kynntar á fundi bæjarráðs í gær. Útlit þeirra tekur mið af gömlum sjóbúðum sem stóðu á þessum slóðum, svokölluðum Fjórbúðum sem tóku nafn sitt af fjórum burstum í röð. Gangi áætlanir um byggingu nýrra fjölbýlishúsa eftir verður Aðal- stræti ein fjölmennasta íbúðagatan á staðnum með um 100 íbúðir. Þjónusta tengd við hafnarlíf Síðasti þáttur í þessum breyt- ingum á skipulagi er að byggja upp þjónustusvæði við höfnina. Reiknað er með að þjónusta við íbúa og ferða- fólk færist þangað af Aðalstrætinu. „Við ætlum að reyna að tengja þjón- ustu, verslanir, veitingahús og ann- ars konar þjónustustarfsemi við það mikla líf sem er við höfnina,“ segir Jón Páll. Mikil starfsemi er við höfn- ina og margir bátar landa þar. Starf- semin hefur breyst. Fyrir um það bil áratug voru um 100 störf við beitn- ingu í landi. Sú starfsemi hefur lagst af og stendur stór hluti af beitninga- skúrunum og öðru húsnæði sem not- að var í þeim tilgangi auður. Breyt- ingar í útgerðarháttum hafa einnig losað annað húsnæði. „Við sjáum mikil tækifæri í að skipuleggja starf- semi í kringum þessi mannvirki. Þetta verður samvinnuverkefni og við erum jákvæð og spennt fyrir því að fá einstaklinga og fyrirtæki með okkur í uppbygginguna,“ segir bæj- arstjórinn og segist þegar finna fyrir áhuga fjárfesta á slíkum verkefnum. 956 íbúar eru í Bolungarvík, sam- kvæmt nýustu tölum. Ef öll þessi verkefni ganga vel verða íbúarnir komnir yfir 1.000 íbúa markið innan tveggja ára, að mati bæjarstjórans, og þá þarf að setja ný markmið. Bolungarvík breytir senn um svip Teikning/Sei arkitektar „Fjórbúð“ Eitt af fjölbýlishúsunum rís á auðri lóð við hlið skrifstofu- og verslunarhúss EG. Sést í inngang í það hús. - Aðalstræti verður íbúðagata með fjölbýlishúsum - Þjónusta við íbúa og gesti tengist líflegri hafnarstarfsemi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.