Morgunblaðið - 06.04.2022, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Umræðan um
stöðu
stríðsins í
Úkraínu er snúin.
Sé aðeins horft til
okkar álfu og vest-
ur yfir til Banda-
ríkjanna, er mjög
ójafnt skipt í lið. Fáir á þeim
bletti taka svari Pútíns. Sú um-
ræðubóla lykur um okkur flest,
og þangað sækjum við þá leið-
sögn sem hafa má úr „fjöl-
miðlum heimsins“, þeim sem
eru aðaluppspretta okkar eigin
ályktana. Og rétt eins og við
aðrar aðstæður, ekki eins al-
vöruþrungnar, þegar menn
skipast í lið, þá einkennir ósk-
hyggjan oft hluta ályktana
okkar um alla atburðarás.
Frá tíunda degi innrásar
Rússa hefur efst á okkar blaði
verið óvænt varnargeta og
þróttur Úkraínumanna. Það
kom óneitanlega mjög á óvart
enda höfðu fáir þorað að vona
að sá ofsótti ætti einhverjar
líkur á sigri gegn ofureflinu
eins og glittir í núna. Þá
óvæntu niðurstöðu hafa menn
að vísu nálgast með ýmsum
hætti, og er óskhyggjan þá oft
nærri.
Fullyrt er að Pútín forseti
hafi illa misreiknað sitt dæmi
sem hafi þýtt að stuðningur við
tiltæki hans heima fyrir hafi
snarminnkað, uns svo var kom-
ið að áhyggjuefni hans sé nú
orðið það, hvort hann muni
sjálfur sleppa lifandi frá öllu
saman. Spáð er í þau spil að
þeir sem næstir séu forset-
anum sitji nú á svikráðum við
hann, enda sé það eina leið
þeirra til að bjarga eigin
skinni. Það er frábært að svo
óvænt draumastaða skuli kom-
in upp hugsa sjálfsagt margir.
En aðrir slá varnagla fyrir
sjálfa sig: Er þetta ekki of gott
til að vera rétt?
Fjórar milljónir kvenna og
barna hafa þegar flúið landið
eftir að hafa horfst í augu við
raunveruleikann og talið fokið í
flest skjól. Myndirnar sem ber-
ast af borgum Úkraínu eru
ekki upplífgandi. Hálfhrunin
íbúðarhús, beinlínis sprengd í
loft upp viljandi og margvísleg
nauðsynleg mannvirki af öðr-
um toga ein rjúkandi rúst.
Úkraína stóð ekki á sterkum
stoðum efnahagslega þegar í
óefni stefndi og enn síður þeg-
ar út í það var komið. Sú mynd
hefur algjörlega hrunið á þess-
um eina mánuði, þrátt fyrir
verulegan stuðning frá vest-
rænum ríkjum. En vandinn er
sá, að fæst þeirra ríkja, sem
þar eiga góðan hlut að máli, og
fæstir þeirra sem eru þar í for-
ystu leggja á það raunveruleg-
an trúnað að Úkraína sé óvænt
að vinna sigur á Rússlandi,
þótt hitt sé rétt að
Rússar fái ekki sig-
ur á silfurfati og
slagurinn orðið
brattari og tíma-
frekari en þeir í
Kreml höfðu gengið
út frá.
Almenningur í Rússlandi býr
ekki við neinar hörmungar sín
megin landamæra. Við honum
blasa ekki þær myndir sem við
og flóttafólkið horfum á kvölds
og morgna. Þar hafa ekki millj-
ónir kvenna og barna flúið rúss-
nesk heimili sín. Efnahags-
þvinganir bíta ekki fyrr en eftir
langa hríð og lærist fljótt að
fara í kringum þær, þegar helm-
ingur heimsins er opinn þeim
þvingaða. Það tók bandarískan
almenning mörg ár að fá stríðið
í Víetnam inn á sig og drógu
þarlendir fjölmiðlar þó ekki af
sér þegar frá leið. Bandaríkja-
menn hafa engan áhuga á stríði
þar sem sigurlíkur eru litlar og
nær allar fréttir vondar.
Garry Kasparov, skákmeist-
arinn mikli, leynir því lítt að þar
fari andstæðingur Pútíns. Þeg-
ar Biden sagði óvænt í Póllandi
að Pútín yrði að fara frá sagði
Kasparov að hann hefði hitt
naglann á höfuðið. En það hafi
verið mistök þegar Hvíta húsið
át þá yfirlýsingu ofan í Biden.
Skákmeistarinn telur eftir
þetta að alls ekki sé víst að nýj-
ustu atburðir í þessari hroll-
vekju, líkfundirnir í Bútsja,
muni breyta öllu um afstöðu
Bandaríkjanna. Flest bendi nú
til þess að þeir vonist til að átök-
unum í Úkraínu ljúki sem fyrst
með samningum (þ.e. með upp-
gjöf) og í þá átt sé allur þrýst-
ingur þeirra nú á leiðtoga Úkra-
ínu með Selenskí í broddi
fylkingar. Biden líti svo á að
þessi slagur vinnist ekki nema
atbeini vestrænna ríkja verði
færður upp á nýtt og miklu al-
varlegra stig. Til þess standi
ekki vilji hjá bandarískum al-
menningi og enn síður hjá sund-
urlausri hjörð ESB. Kosningar
til þings verða í Bandaríkjunum
eftir aðeins sex mánuði. Þar sé
staða forsetans mjög slök og
horfi ekki til betri vegar nema
hægt sé að snúa sér að innanrík-
ismálum með jákvæðum for-
merkjum og knýja þar orku-
kostnað almennings niður og slá
á síhækkandi verðbólgu, sem sé
alþekkt eitur í beinum lands-
manna. Ótækt sé að hafa yfir
sér stríð sem almenningur telur
að forsetinn hafi enga góða
lausn á, og minni óþægilega á
lokaskref hans í uppnáminu í
Afganistan á lokapunkti þess.
Stríðslokin þar áttu að tryggja
góðan uppslátt fyrir Biden en
breyttust í ömurlegar ógöngur.
Slíku megi hann ekki við, eins
og komið sé.
Dirfska og hugprýði
hafa vissulega skil-
að Úkraínu langt og
framar vonum.
En dugar varla til.}
Biden vill gleyma
þessu stríði sem fyrst
Á
málþingi Velferðarsjóðs barna um
barnafátækt, í húsakynnum Ís-
lenskrar erfðagreiningar laugar-
daginn 26. mars síðastliðinn, kom
fram sú spurning hvort við höfum
yfir höfuð efni á því að hafa börn í fátækt. Þar
kom fram spurning um hvort eðlilegt væri að
rukka börn fyrir skólamáltíðir, leikskóla, tann-
réttingar, fótboltaæfingar eða tónlistarnám.
Auðvitað á þetta allt að vera gjaldfrjálst fyr-
ir börnin. Þá eiga foreldra þeirra auðvitað að
fá þau laun og/eða lífeyrislaun sem eru mann-
sæmandi og vel yfir fátæktarmörkum. Ísland
er eitt ríkasta samfélag í heimi og það er okkur
til háborinnar skammar að hafa þúsundir
barna í fátækt.
Það er löngu kominn tími á að hætta með
endalausar ráðstefnur um fátækt barna og
hvað þá að leggja fram enn eitt kökurit, línurit,
súlurit og hvað þá endalausar tölur um fátækt barna.
Komum velferðar- og heilbrigðiskerfinu í lag í eitt skipti
fyrir öll og stöðvum strax þá ömurlegu staðreynd að fjöl-
skyldur á Íslandi búi með börn undir fátæktarmörkum,
hvað þá við sárafátækt.
Barn á aldrei að bíða eftir læknisþjónustu og hvað þá
mánuðum eða árum saman. Svo langir biðlistar eiga ekki
að fyrirfinnast í siðmenntuðu samfélagi þar sem mann-
réttindi eiga að vera í fyrirrúmi. Það er ekki í lagi að
börn á biðlista eftir lögbundinni þjónustu í velferðar- eða
heilbrigðiskerfinu verði fyrir líkamlegu, andlegu eða fé-
lagslegu tjóni vegna biðarinnar.
Það eru fá börn sem eru í þessum að-
stæðum segja ráðamenn. Þetta eru rúmlega
fimm þúsund börn sem eru í fátækt. Eru það
fá börn? Þá er nær annar eins fjöldi barna á
fátæktarlínunni eða rétt fyrir ofan hana.
Er eðlilegt að skerða barnabætur við
lægstu lífeyrislaun frá Tryggingastofnun
ríkisins, sem eru fyrir vel undir fátæktar-
mörkum? Nei, auðvitað ekki, en samt gerir
ríkisstjórnin það. Jaðarsettar fjölskyldur
með börn úti í horni velferðar- og heilbrigðis-
kerfisins eru okkur hér á Íslandi til hábor-
innar skammar.
Að jaðarsetja fólk sem glímir við fötlun,
veikindi eða bara elli er ríkisstjórninni til há-
borinnar skammar. Að segja fyrir kosningar
að þeir verst settu í okkar samfélagi geti
ekki beðið lengur eftir réttlæti og gera síðan
ekkert í því, heldur leyfa málum að þróast í
þveröfuga átt næstu árin er fáránlegt.
Á fyrrnefndri ráðstefnu kom fram um fátækt barna að
hver króna sem sett er í það að útrýma fátækt skilar sér
tífalt aftur og ég er sannfærður um að hún skilar sér í
raun hundraðfalt til baka ef við tökum inn í dæmið and-
legan, líkamlegan og fjárhagslegan ávinning samfélags-
ins af því að útrýma fátækt barna.
Flokkur fólksins segir: Eitt barn á biðlista í velferðar-
og heilbrigðiskerfinu er einu barni of mikið. Eitt barn í
fátækt er einu barni og of mikið. gudmundurk@althingi.is
Guðmundur
Ingi
Kristinsson
Pistill
Jaðarsett börn
Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
F
yrirtækið Eleven Experi-
ence á Íslandi, sem rekur
náttúrutengda ferðaþjón-
ustu á hótelinu Deplum í
Fljótum, varar við afleiðingum hertra
skilyrða við kaup og nýtingu fasteigna
sem boðuð eru með frumvarpi for-
sætisráðherra sem nú er til umfjöll-
unar á Alþingi. Samþykkt þess myndi
takmarka enn frekar eða koma í veg
fyrir möguleika fyrirtækisins til að
koma upp lúxusgistingu í öðrum
landshlutum.
Í frumvarpinu felst meðal annars
að þær breytingar sem gerðar voru á
jarðalögum fyrir tveimur árum og tak-
marka heimildir erlendra aðila til að
kaupa jarðir sem eru meira en 25
hektarar að stærð eru látnar gilda um
fasteignir yfir ákveðinni stærð í þétt-
býli.
Samtök ferðaþjónustunnar og
Eleven Experience telja að vafi leiki á
um að fyrirhugaðar breytingar sam-
rýmist þjóðréttarlegum skuldbinding-
um Íslands, meðal annars EES-
samningnum og eignarréttar-
ákvæðum stjórnarskrár.
Laða að „fágætisferðamenn“
Eleven Experience rekur lúxus-
hótelið Depla í Fljótum og á nokkrar
jarðir og fasteignir í nágrenninu sem
notaðar eru í tengslum við reksturinn.
Hann grundvallast á því að laða til
landsins „fágætisferðamenn“ sem
greiða vel fyrir mikla þjónustu og upp-
lifun. Haukur Bent Sigmarsson fram-
kvæmdastjóri bendir á að fyrirtækið
búi þegar við talsverðar hömlur eftir
breytingar á jarðalögum sem sam-
þykktar voru á Alþingi 2020. Með
þeim breytingum sem nú eru áform-
aðar munu takmarkanir ekki aðeins ná
til jarðakaupa heldur einnig fasteigna í
þéttbýli. Þetta myndi koma í veg fyrir
frekari uppbyggingu.
„Ef við vildum auka við starfsemi
okkar með uppbyggingu þjónustu í
öðrum landshlutum getum við ekki
keypt jarðir sem eru stærri en 25
hektarar og það eru ekki margar hent-
ugar jarðir sem eru svo litlar. Nú gæt-
um við heldur ekki keypt okkur skrif-
stofuhúsnæði í Reykjavík eða fasteign
til að opna lúxushótel í þéttbýli nema
fá til þess sérstakt leyfi ráðherra,“
segir Haukur. Hann tekur fram að fé-
lagið eigi þegar jörð í Breiðdal en þar
hafi ekki verið byggt upp.
Vantar erlenda fjárfestingu
Samtök ferðaþjónustunnar vekja
athygli á því í sinni umsögn að ferða-
þjónustan þurfi aukið fjármagn og að
ferðaþjónustan sé góður kostur fyrir
erlenda fjárfestingu.
Forsvarsmenn Eleven Experi-
ence sýna þeim sjónarmiðum skilning
að stíga þurfi varlega til jarðar þegar
kemur að réttmæti erlends eign-
arhalds á íslensku landi. „Við teljum
að tími sé kominn til þess að horfa
frekar á það hvernig landið er nýtt en
hver á það. Við höfum sýnt það í verki
að starfsemin skapar störf og tekjur í
dreifbýli, dreifir ferðamönnum um
landið og greiðir skatta til ríkis og
sveitarfélaga,“ segir Haukur.
Fullbókað fram á haust
Frá því landamærin voru opnuð í
júlí hefur aðsókn að Deplum verið
meiri en björtustu vonir voru um. Sú
ferðaþjónusta sem þar er veitt er ekki
eins háð sveiflum og aðrar greinar
þjónustunnar. Þyrluskíðatímabilið er
hafið eftir tveggja ára hlé. Opnað hef-
ur verið fullbúið upptökustúdíó í
Haganesvík sem erlendir listamenn
nota. Haukur segir að uppbókað sé á
hótelinu fram á haustið. Nú eru 75
starfsmenn við fyrirtækið og þeir
verða yfir 80 í sumar.
Hertar reglur tak-
marka uppbyggingu
Fljót Á lúxushótelinu Deplum eru aðeins 13 herbergi sem geta rúmað á
fjórða tuga gesta. Þar er því rúmgott og vel gert við gesti.
Markmið
Eleven Ex-
perience
sem starfar
víða um
heim er að
bjóða fágæt-
isferðaþjón-
ustu í hæsta
gæðaflokki
og um leið
skapa störf,
skatttekjur, stuðla að náttúru-
vernd og gera dreifbýlissvæði
sjálfbær. Er það gert með því að
skapa óvenjulega og skemmti-
lega upplifun og afþreyingu á
hágæðagististöðum á af-
skekktum svæðum þar sem
náttúran er í forgrunni.
Deplar eru flaggskipið á Ís-
landi. Frá opnun hafa Deplar
tekið á móti um 4.000 ferða-
mönnum og eru einn stærsti
vinnuveitandinn á Tröllaskaga
og kaupa auk þess mikla þjón-
ustu af öðrum fyrirtækjum.
Fágæt ferða-
þjónusta
ELEVEN EXPERIENCE
Haukur Bent
Sigmarsson