Morgunblaðið - 06.04.2022, Side 13

Morgunblaðið - 06.04.2022, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 Gleði Barnamenningarhátíð var sett í Eldborgarsal Hörpu í gær. Fjórðubekkingar í skólum Reykjavíkur fylltu salinn og gleðin skein úr augum þeirra þegar lag hátíðarinnar var flutt. Eggert Gangi fjármálaáætlun ríkis- stjórnarinnar fyrir næstu fimm ár eftir munu frumútgjöld ríkissjóðs nema alls 5.309.206 milljónum króna – liðlega fimm þúsund og þrjú hundruð milljörðum króna eða rúmlega eitt þúsund milljörðum að meðaltali á ári, á verðlagi yfirstand- andi árs. Fáir hafa tilfinningu fyrir fjárhæðum sem þessum. Þær verða afstæðar og illskiljanlegar. En flestir átta sig á því að frumútgjöld á komandi fimm árum nema alls um 14,1 milljón á hvert mannsbarn miðað við mannfjölda í byrjun árs- ins. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjármálaáætlun 2023 til 2027 á þingi í gær. Áætlunin byggist á traustum grunni en ber þess óhjákvæmilega merki að landsmenn hafa þurft að takast á við heimsfaraldur kórónu- veirunnar. Sterk staða ríkissjóðs var nýtt til að verja heimili og fyrir- tæki en ráðstafanir í ríkisfjár- málum vegna faraldursins nema rúmlega 280 milljörðum króna 2020-2022. Samþættar aðgerðir í ríkisfjármálum og peningamálum hafa skilað árangri. Staða heimila er sterk og fyrirtækin hafa náð öfl- ugri viðspyrnu. Þrátt fyrir heimsfaraldurinn nutu landsmenn bættra lífskjara en á síðasta kjörtímabili jókst kaupmáttur um 9%, störfum fjölgaði um þrjú þúsund og 22 þúsund keyptu sína fyrstu íbúð, þar af sjö þúsund á síðasta ári. Nýjum stoðum hefur verið skotið undir efnahagslífið. Áætlað er að útflutningstekjur hugverkaiðnaðar séu um 10% af útflutningi. Þær hafa tvöfaldast frá 2014 og aukist um 50% frá 2018. Á þrem- ur árum hefur launagreiðendum í tækni- og hugverkaiðnaði, há- tækniþjónustu, upplýsingatækni og fjarskiptum fjölgað um ríflega 300 og eru ríflega 18% af öllum laun- greiðendum í viðskiptahagkerfinu. Til samanburðar er hlutfall launa- greiðenda í ferðaþjónustu 12%, að því er fram kemur í fjármálaáætl- uninni. Stefnan sem ríkisstjórnin markar í sinni fyrstu fjármálaáætlun er skýr: Hægja verður á vexti útgjalda og styrkja grunn efnahagslífsins og þar með ríkissjóðs og verja þannig kröftuga uppbyggingu opinberrar þjónustu um leið og tryggt verður að hægt sé að mæta óvæntum áföll- um í framtíðinni. Með markvissum skrefum á að end- urheimta jafnvægi í ríkisfjármálum og koma í veg fyrir frek- ari skuldsetningu rík- isins. Skuldir hins op- inbera samkvæmt skuldareglu stöðvast í um 44% af vergri landsframleiðslu í lok tímabilsins. Árið 2025 stefnir í að skuldahlut- fallið verði um fjórð- ungi lægra en reiknað var með í upphafi far- aldursins. 10 málasvið taka 70% Eðli máls samkvæmt eru skoð- anir skiptar um hvernig verja skuli sameiginlegum fjármunum. Sumum stjórnmálamönnum finnst ekki nóg að gert; vilja auka ríkisútgjöld, hækka skatta. Fæstir útgjaldasinna hafa áhyggjur af hallarekstri og skuldasöfnun. Fjármálaáætlun ríkisstjórnar þriggja ólíkra stjórnmálaflokka byggist á pólitískri jafnvægislist og í flestu virðist hafa vel tekist til. Um sjö af hverjum tíu krónum af út- gjöldum ríkissjóðs á komandi fimm árum renna til tíu málefnasviða, mest til sjúkrahúsaþjónustu eða 738 milljarðar og til málefna aldr- aðra 552 milljarðar. Vegna örorku og málefna fatlaðra verður varið um 474 milljörðum króna. Líkt og sést á meðfylgjandi töflu renna yfir 58% útgjalda ríkisins í velferðarmál eða alls liðlega þrjú þúsund milljarðar á fimm árum. Útgjöld til heilbrigðis- mála vega þyngst, eða 31% – en út- gjöld til félags-, húsnæðis- og tryggingarmála nema 27%. Útgjöld til velferðarmála munu því halda áfram að vaxa líkt og síð- ustu ár. En þótt illa verði komist hjá því að auka útgjöld til heilbrigð- ismála og annarra velferðarmála, verður að leggja meiri áherslu á hagkvæma nýtingu fjármuna – að við fáum meiri og betri þjónustu. Hið sama á við um menntamál sem taka til sín tíundu hverja krónu. Fjármálaáætlunin tekur mið af því að fjárfesting er undirstaða fyr- ir velmegun framtíðarinnar – með sama hætti og hallalaus fjárlög eru trygging komandi kynslóða fyrir því að losna við að bera bagga for- tíðar. Að meðaltali mun fjárfesting hins opinbera nema 3,6% af lands- framleiðslu. Mestu skiptir 139 millj- arða fjárfesting í samgöngu- framkvæmdum og 135 milljarða framlög til rannsókna og nýsköp- unar. Einnig er gert ráð fyrir 90 milljarða króna fjárfestingu í bygg- ingu Landspítalans, en 24,4 millj- arðar króna voru lagðir til verkefn- isins á síðasta kjörtímabili. Ekki hafin yfir gagnrýni Fjármálaáætlunin er ekki hafin yfir gagnrýni. Ég hef lengi varað við þeirri útgjaldaaukningu sem átt hefur sér stað og sú gagnrýni á enn við. Reynslan sýnir að aukning út- gjalda er ekki ávísun á bætta þjón- ustu hins opinbera. Og eftir því sem árin líða hef ég sannfærst æ betur um nauðsyn þess að breyta lögum um opinber fjármál og innleiða út- gjaldareglu. Til að tryggja sjálf- bærni verður að lágmarki að tryggja að vöxtur útgjalda hins op- inbera sé ekki umfram hagvöxt. Sameiginlega tókst okkur að sigla vel í gegnum brotsjó kór- ónuveirunnar en það mun reyna á stjórn efnahagsmála á komandi mánuðum – ekki aðeins á rík- isstjórn og Seðlabanka, heldur ekki síður á aðila vinnumarkaðarins. Verkefnið er að verja lífskjörin og nýta svigrúm til að bæta enn frekar hag þeirra sem lakast standa. En óvissan er mikil ekki síst vegna inn- rásar Rússa í Úkraínu. Afleiðingar stríðsins á hagkerfi heimsins eru aðeins að hluta komnar fram. Við finnum öll fyrir hækkun verð- lags. En þótt verðbólga hafi aukist hér á landi er hún þó lægri en víðast hvar í helstu viðskiptalöndum og töluvert lægri en í Evrópusamband- inu að meðaltali. Lausung í fjár- málum hins opinbera verður eins og olía á verðbólgueldinn. Komandi misseri kunna að reyn- ast erfið en með samspili opinberra fjármála, aðhaldssamrar peninga- stefnu og raunsærra samninga á vinnumarkaði er ágætlega bjart fram undan. Allar forsendur eru fyrir því að lífskjör haldi áfram að batna á tímabili fjármálaáætlunar- innar. Í þeim efnum erum við okkar eigin gæfu smiðir. Eftir Óla Björn Kárason » Stefnan sem ríkis- stjórnin markar í sinni fyrstu fjármála- áætlun er skýr: Hægja verður á vexti útgjalda og styrkja grunn efna- hagslífsins og ríkis- sjóðs. Óli Björn Kárason Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Í hvað fara allar þessar krónur? Fjármálaáætlun 2023 til 2027 Tíu málefnasvið með 70% útgjalda Miklar fjárfestingar framundan Tíunda hver króna í menntakerfið Yfir 58% útgjalda í velferðarmál Heimild: Fjármálaáætlun 2023 til 2027 Samtals 2023-2027 Málefnasvið í ma. kr. á verðlagi 2022 milljarðar kr. % af frum-útgjöldum Sjúkrahúsþjónusta 737,9 13,9% Málefni aldraðra 551,9 10,4% Örorka og málefni fatlaðs fólks 473,6 8,9% Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa 363,5 6,8% Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta 352,4 6,6% Háskólastig 304,3 5,7% Fjölskyldumál 274,3 5,2% Samgöngu- og fjarskiptamál 233,4 4,4% Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla 210,4 4,0% Framhaldsskólastig 200,2 3,8% 10 útgjaldamestu málasviðin alls 3.702,0 69,7% Málefnasvið í ma. kr. á verðlagi 2022 2023 2024 2025 2026 2027 Samtals 2023-2027 Sjúkrahúsþjónusta 141,4 147,4 150,4 154,0 144,7 737,9 Málefni aldraðra 104,0 107,1 110,3 113,6 117,0 551,9 Örorka og málefni fatlaðs fólks 90,1 92,3 94,7 97,0 99,5 473,6 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa 70,5 71,0 72,9 74,0 75,0 363,5 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta 72,9 70,2 69,4 69,6 70,3 352,4 Fjölskyldumál 54,7 54,8 54,9 54,9 55,0 274,3 Lyf og lækningavörur 32,6 33,3 33,9 34,6 35,3 169,7 Húsnæðis- og skipulagsmál 14,9 14,9 14,9 15,0 15,0 74,7 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála 10,5 10,2 10,1 10,1 10,1 51,0 Vinnumarkaður og atvinnuleysi 8,0 8,0 8,0 8,0 8,0 39,9 Samtals 599,7 609,2 619,5 630,7 629,7 3.088,9 Málefnasvið í ma. kr. á verðlagi 2022 2023 2024 2025 2026 2027 Samtals 2023-2027 Háskólastig 60,2 60,4 61,8 61,9 60,0 304,3 Framhaldsskólastig 40,6 40,0 39,9 39,9 39,8 200,2 Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála 5,0 5,0 4,9 4,8 4,8 24,6 Samtals 105,8 105,4 106,7 106,6 104,7 529,1 Umfang 2023 til 2027 milljarðar kr. % af vergri landsframleiðslu Samgönguframkvæmdir 139,0 3,6% Framlög til rannsókna og nýsköpunarmála¹ 135,0 3,5% Bygging nýs Landspítala 90,0 2,3% Samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðilia 18,0 0,5% Ofanflóðasjóður 14,0 0,4% Framkvæmdasjóður aldraðra 8,0 0,2% Stofnframlög vegna félagslegra leiguíbúða 9,0 0,2% Stafrænt Ísland – upplýsingatækni 7,0 0,2% Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 6,0 0,2% ¹Hluti þessara verkefna teljast ekki til fjárfestingar ríkissjóðs skv. þjóðhagsreikningum (GFS) s.s. hvað varðar framlög til rannsókna og nýsköpunarmála og fjármagnstilfærslur til sveitarfélaga vegna Ofanflóðasjóðs. =58,2% útgjalda =10% útgjalda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.