Morgunblaðið - 06.04.2022, Side 14
14 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022
✝
Davíð Örn
Kjartansson
fæddist 31. mars
1976 í Kaupmanna-
höfn í Danmörku.
Hann lést á
krabbameinsdeild
LSH 17. mars
2022.
Foreldrar hans
eru Emma Arnórs-
dóttir, f. 1951, og
Kjartan Búi Aðal-
steinsson, lyfjafræðingur/
lyfsali, f. 1951, d. 1991. Systkini
Davíðs eru: 1) Petra Björg
þroskaþjálfi, f. 1978, dóttir
hennar Emma Ösp, f. 2012. 2)
Bjarni Þór, tölvunarfræðingur,
f. 1984, í sambúð með Klöru,
sveit á sumrin en á Pizza Hut á
veturna með skólanum. Eftir
skólagönguna hóf hann störf
hjá Símanum og starfaði þar
allan sinn starfsferil.
Davíð Örn var áhugasamur
um útivist og hreyfingu. Ungur
byrjaði hann að stunda fótbolta
og skíði með góðum árangri. Á
fullorðinsárum var hann virkur
meðlimur í Ferðafélagi Íslands
og kleif helstu tinda landsins. Í
kjölfarið gekk hann til liðs við
Hjálparsveit skáta í Kópavogi
og var virkur meðlimur í sveit-
inni. Davíð Örn stundaði götu-
hjólreiðar af miklu kappi, tók
meðal annars þátt í WOW cycla-
þon-keppninni fimm sinnum.
Hann hjólaði einnig Vätternr-
undan-leiðina árið 2019 með fé-
lögum sínum úr crossfit. Hann
var virkur meðlimur í Crossfit
Reykjavík.
Útför fer fram frá Vídalíns-
kirkju í dag, 6. apríl 2022,
klukkan 13.
grafískur hönn-
uður, f. 1980, barn
þeirra Kjartan
Karl, f. 2016. Dótt-
ir Klöru er Ásdís
Birna, f. 1997.
Davíð Örn bjó
fyrstu fimm árin í
Reykjavík en flutt-
ist síðan til Seyð-
isfjarðar þar sem
hann hóf sína
skólagöngu. Á tí-
unda ári flyst hann til Blöndu-
óss og klárar grunnskóla þar.
Flyst til Reykjavíkur 1992 og
lauk námi á tölvufræðibraut,
forritunarsviði frá Iðnskólanum
í Reykjavík árið 1998.
Á námsárunum vann hann í
Það þarf þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig
frá Bláa lóns böðum
að nyrstu sjávarströnd
Frá vel þekktum stöðum
út í ókönnuð lönd
þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig
Ef dimmir í lífi mínu um hríð
eru bros þín og hlýja svo blíð
Og hvert sem þú ferð
og hvar sem ég verð
þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig
Það þarf þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig
frá hlíðum Akureyrar
inn í grænan Herjólfsdal
Frá Hallormsstaðarskógi
inn í fagran Skorradal
þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig
Elsku Davíð Örn bróðir minn
og frændi. Ekki veit ég hvar ég á
að byrja. En þessi texti eftir Rún-
ar Júlíusson yljar mér á þessum
erfiða tíma. Einhvern veginn hef-
ur þú alltaf verið hluti af lífi mínu.
Við deildum gleði og sorgum, vor-
um til staðar hvort fyrir annað og
studdum hvort annað. Eftir að ég
varð móðir varst þú uppáhalds-
frændi sem passaðir vel upp á
stelpuna mína, varst duglegur að
leika við hana og fórst t.d. enda-
lausar ferðir í rennibrautir, en að
prófa sem flestar sundlaugar
landsins var eitt af sameiginleg-
um markmiðum okkar í seinni tíð.
Emma Ösp saknar frænda síns
sárt og finnst lífið svo ósann-
gjarnt, hún fékk ekki einu sinni að
kveðja hann. Eitt af því fyrsta
sem hún spurði mig þegar ég
sagði henni að þú væri dáinn var:
„Hver kaupir þá flugeldana og
sprengir stóru terturnar og hver
á að byggja með mér legó?“ Allt
sem þú tókst þér fyrir hendur
gerðir þú 110%, hvort sem það
var vinnan, áhugamálin eða hjálp-
semin. Alltaf gat ég reitt mig á
þig, sama hvað þurfti að gera, eitt
símtal og þú varst mættur til að
passa, með málningarrúlluna,
borvélina, aðstoða við flutninga
eða blóm til að gleðja og þakka
fyrir matarboðin. Það er svo
skrýtið að hugsa um lífið án þín en
vonandi ertu kominn í sumarland-
ið til pabba og afa og ömmu og
allra hinna ættingjanna okkar,
þar sem þú getur gert það sem
þér finnst skemmtilegast; ögra
sjálfum þér í göngu- eða hjóla-
ferðum. Hvíl í friði elsku Davíð
Örn, þín uppáhaldssystir og besta
frænka,
Petra Björg og Emma Ösp.
Davíð Örn hefur nú allt of ung-
ur kvatt okkur hinstu kveðju.
Hann var að vinna í gæslu hjá
gosinu í Geldingadal þegar hann
fékk fréttir um greininguna –
krabbi í vélinda, kominn á fjórða
stig, með meinvörp hér og þar.
Ekki leit það vel út enda fékk
hann bara tæpt ár. Og það var
erfitt ár. Óréttlætið er svo mikið
þegar ungur og hraustur maður
þarf að kveðja á þennan hátt en
við ráðum svo litlu. Svo mikið er
víst.
Davíð Örn flutti ungur með
fjölskyldu sinni austur á Seyðis-
fjörð. Stundaði þar skíði af mikl-
um móð og tók m.a. þátt í Andrés-
ar Andar-leikunum ásamt systur
sinni Petru Björgu. Einu sinni
heimsóttum við þau þangað á hús-
bíl. Komum seint um kvöld og
lögðum fyrir framan húsið hjá
þeim. Eldsnemma um morguninn
fór ég að heyra einhver hljóð – þá
var þar kominn Davíð Örn.
Stjáklaði fyrir utan bílinn, var svo
spenntur að hitta á okkur. For-
eldrarnir gátu ekki haldið honum
inni lengur.
Við kipptum honum upp í bíl-
inn og var honum skellt upp í rúm
hjá mínum krökkum og undi sér
þar vel. Hló mikið.
Frá Seyðisfirði flutti fjölskyld-
an á Blönduós. Þar voru ekki jafn
góðar skíðabrekkur og á Seyðis-
firði en styttra til Reykjavíkur,
sem hafði sína kosti. Á Blönduósi
lést pabbi hans allt of ungur líka
úr krabbameini, það voru erfiðir
tímar. Í kjölfarið fluttu þau til
Reykjavíkur. Davíð Örn lærði í
Iðnskólanum í Reykjavík og
starfaði síðan hjá Símanum.
Davíð Örn var sérstakur ein-
staklingur. Þegar hann tók sér
eitthvað fyrir hendur fór hann
alltaf alla leið. Einu sinni hittumst
við niðri í bæ og tókum spjall. Þá
sagði hann við mig: „Þú veist það,
frænka, að þegar ég byrja á ein-
hverju fer ég alltaf alla leið.“ Sem
var alveg rétt. Þurfti t.d. alltaf
nýjustu og bestu græjurnar.
Davíð Örn var afskaplega
hjálplegur, kom alltaf með bros á
vör ef beðið var um aðstoð. Hann
vildi líka að það væri haldið vel á
spöðunum, t.d. þegar hann kom í
vinnuhelgar í Múlakotið þá fannst
honum við frændsystkinin heldur
löt að koma okkur af stað í verkin
– lét okkur heyra það og fór svo
með ömmu sinni í vegagerðina.
Gott ef þau skelltu ekki hurðum
skötuhjúin og hlógu um leið.
Alls konar hreyfing skipti Dav-
íð Örn miklu máli. Hann gekk á
fjöll, var í hjálparsveit skáta,
stundaði crossfit og hjólaði með
sínu liði hjá Símanum í Cyclothon
ár eftir ár svo eitthvað sé nefnt. Í
tengslum við vinnu og áhugamál
kynntist hann góðu fólki sem
reyndist honum afskaplega vel í
veikindunum. Hafið þökk fyrir
það.
Ég vil votta móður hans,
Emmu, systkinum, Petru Björgu
og Bjarna Þór, og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð. Nú tel
ég víst að hann sé kominn í sum-
arlandið til pabba síns og allra
þeirra sem farnir eru á undan.
Far vel kæri frændi og takk fyrir
allt og allt.
Nú ertu farinn elsku frændi minn,
frá okkar veröld lausn fékk andi þinn.
Á himinboga blika stjörnur tvær,
hve brosi í augum þínum líkjast þær.
(Svava Strandberg)
Þín frænka,
Heiðrún.
Mig langar ekki til þess að
skrifa klisjukennda minningar-
grein um vin minn Davíð. Á sama
tíma og mig langar til þess að
forðast að nota orðatiltæki eins og
„vinur vina sinna“, „hans verður
sárt saknað“ og að hann hafi
„markað djúp spor í líf allra sem
þekktu hann“, þá er ekki hægt að
minnast Davíðs nema grípa akk-
úrat til þessara orðatiltækja.
Davíð var vinur vina sinna, ég
sakna hans sárt og hann markaði
djúp spor í líf mitt og líf þeirra
sem fengu tækifæri til þess að
þekkja hann og elska.
Ég kynntist Davíð í gegnum
Crossfit Reykjavík. Við sóttum
báðir tíma kl. 11.00 á hverjum
morgni og tilheyrðum hópi fólks-
ins sem kallaði sig því frumlega
nafni Ellefan.
Á stuttum tíma myndaðist góð
vinátta á milli þeirra sem sóttu
tímana með reglubundnum hætti,
ekki síst fyrir tilstilli Davíðs. Þeir
sem ekki þekkja til eiga kannski
erfitt með að átta sig á þeim kröft-
um sem eiga sér stað á crossfit-
æfingum, en margir þátttakendur
upplifa það að þeir séu að glíma –
hver um sig – við sameiginlegt
verkefni, sem felst í því að leysa
ákveðnar þrekraunir.
Davíð átti yfirleitt ekki í vand-
ræðum með að ljúka sínum verk-
efnum hratt af (og ég tala ekki
neitt um skrýtnar talningar eða
að maður eigi alltaf að fullklára
hreyfingar svo þær teljist gild-
ar!).
Að svo búnu var Davíð fyrstur
á hliðarlínuna hjá þeim sem
þurftu hvatningu, og lifði sig inn í
þeirra æfingar, með það fyrir
augum að hjálpa hverjum og ein-
um að sigrast á sjálfum sér.
Utan æfinganna fengum við
mörg tækifæri til þess að hanga
saman, klifra fjöll og hjóla um
óbyggðir.
Eftirminnilegustu ferðirnar
voru annars vegar fjallahjólatúr
úr Landmannalaugum í Þórs-
mörk með góðum félögum, og
hins vegar ferð frá Akranesi, um
Hvalfjörðinn og í Garðabæinn á
götuhjólum. Þessum ferðum til
viðbótar voru ótal gönguferðir
upp á hin og þessi fjöll í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins, gjarnan
með dætrum mínum, sem Davíð
sýndi alltaf mikið vinarþel og ég
verð ævinlega þakklátur fyrir.
Auk þess sem Davíð var góður
vinur og félagi var hann með bón-
fúsari mönnum sem ég hef
kynnst. Skipti engu hvort hann
þekkti fólk mikið eða lítið – hann
langaði bara alltaf til þess að láta
gott af sér leiða.
Fyrir ári greindist Davíð með
krabbamein. Þessi helvítis krabbi
sem engu eirir. Upphaflega gerði
Davíð ráð fyrir að krabbinn yrði
viðráðanlegur í 10-15 ár, en eftir
því sem fram liðu stundir varð
ljóst að verkefnið væri flóknara
en gert var ráð fyrir í upphafi.
Lyfjameðferðir skiluðu ekki ár-
angri og það dró nokkuð af
drengnum samhliða því sem hann
léttist. Þrátt fyrir að það hefði
gefið duglega á bátinn hélt Davíð
áfram að rækta vináttu sína við þá
sem voru í kringum hann og
mætti reglulega niður í Crossfit
Reykjavík til þess að hitta vini og
kunningja. Það er ekki síst í það
samfélag sem nú er búið að
höggva stórt skarð.
Ég á eftir að sakna Davíðs sárt.
En ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið tækifæri til þess að kynn-
ast honum. Takk fyrir allt, kæri
vinur. Það er eins gott að þú verð-
ir búinn að mastera „double und-
ers“ næst þegar við hittumst!
Ómar Rafn Valdimarsson.
Davíð Örn
Kjartansson
HINSTA KVEÐJA
Elsku Davíð Örn frændi.
Takk fyrir öll frábæru
áramótin og geggjuðu flug-
eldana, laufa-
brauðsmynstrin og spila-
kvöldin. Við söknum þín
mikið og hugsum um þig
sem skæra stjörnu á himn-
inum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir þinni.
(Sigurður Jónsson)
Margrét Laufey
og Skúli Snær.
✝
Bragi Friðfinns-
son fæddist 30.
júlí 1934 á Bæ í Mið-
dalahreppi, Dala-
sýslu. Hann lést á
Landspítalanum
Fossvogi 26. mars
2022.
Foreldrar hans
voru Friðfinnur Sig-
urðsson bóndi á Bæ I
og Elín Guðmunds-
dóttir húsfreyja á Bæ
I.
Bræður hans eru Baldur, f. 5.
desember 1930, og Hreinn, f. 19.
febrúar 1943.
Bragi kvæntist Ólöfu Ester
Karlsdóttur Celin, f. 21. febrúar
1940. Börn þeirra eru: 1) Albert
Ingibjartur, f. 26. apríl 1962. Maki
Karin Petersen, f. 30. október
1964. Börn þeirra eru Maja Liv, f.
25. september 1992, Simon Brage,
f. 21. júlí 1996, Jakob Ingi, f. 11.
febrúar 2002. 2) Finnur, f. 2. ágúst
1964. 3) Steinunn Braga, f. 4. jan-
úar 1968. Maki Brynjar Jóhann-
esson, f. 10. nóvember
1963. Börn þeirra eru
Viktor Bragi, f. 30.
október 1989, maki
Heiðrún Lilja Þrast-
ardóttir, f. 10. júlí
1989. Börn þeirra eru
Emilía Karen, f. 1. júlí
2014, Selma Lind, f.
22. september 2018.
Börn Brynjars eru
Hulda Björk, f. 6.
ágúst 1985. Barn
hennar er Benjamín
Orri, f. 7. maí 2012. Ester Rós Cel-
in Brynjarsdóttir, f. 14. apríl 1996,
4) Þórir Karl Celin, f. 25. júní
1971. Maki Anna Jóna Heimis-
dóttir, f. 20. nóvember 1981. Barn
Þóris er Elín Kara, f. 10. október
2000. Börn Önnu Jónu eru Högni
Alvar Harðarson Önnuson, f. 25.
apríl 2004, og Vigdís Elfur Harð-
ardóttir Önnudóttir, f. 15. júní
2006.
Bragi verður jarðsunginn frá
Lindakirkju í dag, 6. apríl 2022,
klukkan 13.
Upphaf kynna okkar Braga
varð þegar skrifstofuálma Rann-
sóknastofnunar byggingariðnað-
arins var byggð á áttunda tug síð-
ustu aldar. Við sátum á skrifstofu
minni á Rb á Keldnaholti og
spjölluðum dágóða stund saman
um byggingar, verktöku, mennt-
un, stjórnmál o.fl. Mér þótti mikið
til þessa manns koma, frásagnar-
gáfa hans var eftirtektarverð og
hann mundi ótalmargt frá fyrri
tímum. Við hittumst upp frá þessu
nokkuð oft og leið sjaldan varla
mikið lengra en örfáar vikur milli
þess að leiðir okkar lágu saman að
nýju.
Það hrannast upp minningarn-
ar á þessum tímapunkti, þegar lit-
ið er yfir lífshlaup þessa látna vin-
ar okkar sem Bragi var. Verður
honum vart lýst með fáum orðum í
fátæklegri minnngargrein sem
þessari. Hann var fjölhæf persóna
með háa gæðastuðla og skemmti-
legur. Rafvirkinn í honum var af-
gerandi, þar sem hann hafði gert
það starf að sínu ævistarfi. Hann
var fæddur í slíkt starf, fylginn sér
mjög og mannblendinn. Hann var
alltaf tilbúinn að taka yngri menn
á samning, afar úrræðagóður,
gæddur miklu jafnaðargeði og
ræðinn, auk þess sem hann var
óþreytandi að gefa af sér til ann-
arra.
Hann hafði skoðanir og oft
spunnust líflegar umræður um
stjórnmál og almenn tíðindi dags-
ins. Okkar áratuga vinátta hélt alla
tíð, sem aldrei féll skuggi á. Vorum
við saman í veiðiferðum og golfið
stunduðum við á Flúðum, í Kiðja-
bergi og í Golfklúbbi Reykjavíkur.
Fórum oft í golf út á land. Við átt-
um ótal gæðastundir á golfvellin-
um ásamt eiginkonum, þá sérstak-
lega við sumarbústaðina. Bragi
hafði góða frásagnarhæfileika og
sagði oft sögur frá langri ævi sinni,
fróðleik og ekki síst hugsanir sí-
nafr um menn og málefni.
Við Ragnheiður kveðjum góðan
vin og þökkum honum alla hans
vináttu og góðmennsku og biðjum
þess að ljós og kæleikur umvefji
hann á þeirri leið er hann hefur nú
lagt út á. Blessuð sé minning hans.
Elsku Ester Cellin, Albert,
Finnur, Steinunn og Þórir, megi
kærleikurinn umvefja ykkur og
gefa ykkur styrk til þess að halda
áfram.
Guðmundur Pálmi
Kristinsson.
Bragi Friðfinnsson, vinur minn,
er látinn.
Það er margt sem kemur upp í
hugann þegar Braga er minnst.
Ég var svo lánsamur að eiga tvö
heimili þegar ég ólst upp. Hjá fjöl-
skyldu minni á Kleppsveginum og
fjölskyldu Braga. Var tíður gestur
á Rauðalæknum og síðar örlítið
sunnar á Bugðulæknum hjá Braga
og Lóló ásamt krökkunum þeirra.
Hann reddaði mér vinnu þegar
ég var unglingur. Innréttingar í
nýjum Fjölbrautaskóla í Breið-
holti og við afgreiðslu og viðgerðir
á rafmagnstækjum í Rafvörum á
Laugarnesvegi sem hann starf-
rækti ásamt Ara Jónssyni. Í Raf-
vörum kynntist ég heimi iðnaðar-
manna sem voru tíðir gestir í
búðinni.
Bragi var í essinu sínu þegar
karlarnir mættu í búðina að lokn-
um vinnudegi og tóku í spil eða
tafl. Það var gaman að fylgjast
með þeim spjalla um daginn og
veginn – pólitík og annað sem ég
hafði ekki hundsvit á. Og það var
mikið hlegið. Maður lifandi hvað
það var mikið hlegið.
Það má með sanni segja að
Bragi hafi tekið að sér hlutverk
leiðbeinanda þegar hann sýndi
mér fullorðinsheiminn á sinn ein-
staka hátt.
Gleymi því ekki þegar hann fór
með mig í „útsýnisferð“ um
skemmtistaði borgarinnar þegar
ég var varla 18 ára. Sagði dyra-
vörðum að ég væri í sveinsnámi i
rafvirkjun og væri óvenjulítill mið-
að við aldur. Það mætti ekki nefna
aldur því málið væri viðkvæmt.
Mér var að sjálfsögðu hleypt inn
dýrðina með Braga. Stórkostlegt.
Bragi hafði gaman af lífinu og
naut þess og hann hafði gaman af
fólki. Áhugasamur um allt milli
himins og jarðar.
Og nú er hann farinn í sína
hinstu ferð.
Fjölskyldu Braga sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur og
þakka Braga fyrir skemmtilegar
stundir.
Björn R. Sveinbjörnsson.
Bragi Friðfinnsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HÓLMFRÍÐUR ÁRNADÓTTIR,
prófessor emeritus
og myndlistarmaður,
Hvassaleiti 40, Reykjavík,
lést á Landakotsspítala laugardaginn
26. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
7. apríl klukkan 15.
Brjánn Árni Bjarnason Steinunn Gunnlaugsdóttir
Bolli Bjarnason Ellen Flosadóttir
Gunnlaugur Bollason Unnur Þorgeirsdóttir
Unnur Hólmfríður Brjánsd. Gauti Þormóðsson
Elva Bergþóra Brjánsdóttir Dagur Hilmarsson
Fannar Bollason
Fjalar Bollason
og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
VALGEIR SIGHVATSSON,
Norðurgarði 3, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 29. mars. Útförin fer fram
frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 12. apríl klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Hjálparstarf kirkjunnar/aðstoð við
flóttafólk frá Úkraínu. Banki 0334-26-886, kt. 450670-0499.
Athöfninni verður streymt á
https://www.facebook.com/groups/valgeirsighvatsson
Ingibjörg Einarsdóttir
Guðrún M. Valgeirsdóttir Hilmar Guðmundsson
Aðalheiður S. Valgeirsdóttir Helgi Bjarnason
Stefanía Valgeirsdóttir Kristmundur Jónsson
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn