Morgunblaðið - 06.04.2022, Síða 16

Morgunblaðið - 06.04.2022, Síða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 ✝ Guðmundur Jónsson fædd- ist á Rauðabergi á Mýrum 26. janúar 1924. Hann and- aðist á Hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði á Höfn mánudaginn 28. mars 2022. For- eldrar hans voru Jón Jónsson Malm- quist og Halldóra Guðmundsdóttir. Guðmundur fluttist með foreldrum sínum að Hoffelli í Nesjum 1929 og bjuggu þau þar þangað til þau reistu sér nýbýli í Akurnesi og fluttu þangað árið 1939. Guð- mundur var þriðji í röðinni af tólf systkinum: Hallgerður, Björg, Skúli, Anna, Unnur, Eg- ill, Þóra Ingibjörg, Hanna, Pét- ur Haukur, Droplaug, og Ragnar. Guðmundur giftist 29. júlí 1950 Sigrúnu Eiríksdóttur frá Volaseli í Lóni, f. 13. febr- úar 1924, d. 30. september 2008. Foreldrar hennar voru Svafa Sigurjónsdóttir frá Vík í Lóni og Eiríkur Einarsson frá Þorgeirsstöðum í Lóni. Börn Sigrúnar og Guðmundar eru: 1) Svava Kristbjörg. Dóttir hennar og Ólafs Þórðar Harð- og bjuggu þar þangað til þau fluttu á Víkurbraut 30 árið 2001. Guðmundur flutti á hjúkrunarheimilið Skjólgarð árið 2017. Guðmundur stund- aði nám við Laugaskóla og lauk námi í húsasmíði frá Iðn- skólanum í Reykjavík árið 1950. Þau hjónin Guðmundur og Sigrún ráku byggingafyr- irtækið og trésmíðaverkstæðið Trésmiðju Hornafjarðar frá 1950 til 1993 og síðan starfaði Guðmundur sem eftirlitsmaður bygginga hjá KASK þar sem hann lauk sinni starfsævi. Guð- mundur stundaði einnig útgerð og var með bátinn Jón Eiríks- son SF 100. Guðmundur var formaður Hestamannafélags- ins Hornfirðings í mörg ár og átti stóran þátt í uppbyggingu hestamennsku og aðstöðu fé- lagsins á Fornustekkum. Hann og Sigrún voru gerð að heið- ursfélögum í Hestamanna- félaginu Hornfirðingi á sjö- tugsafmæli þeirra og Guðmundur var líka sæmdur gullmerki Landssambands hestamanna. Guðmundur sat í hreppsnefnd fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og tók virkan þátt í starfi Lionsklúbbs Horna- fjarðar. Á síðari árum sungu þau hjónin í kór aldraðra á Höfn, Gleðigjöfum. Útför Guðmundar fer fram frá Hafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat arsonar er Sigrún. 2) Ásta Halldóra, maki Guðjón Pét- ur. Dætur þeirra eru Helga Rún, maki Jón Ingvar Hilmarsson. Dætur þeirra eru Kol- finna Ásta, Katla Sif og Hrafntinna Ýr. Börn hans eru Perla Ösp og Ein- ar. Una, maki Ragnar Þór. Sonur þeirra er óskírður. 3) Jón, maki Elín Guðmundardóttir. Börn þeirra eru Dagrún og Guðmundur. 4) Eiríkur, maki Auður Axels- dóttir. Börn þeirra eru: Guð- laug, maki Ronni, dætur þeirra eru Ronja og Freyja, Guð- mundur Hrannar, maki Lilja Dögg, dóttir þeirra er Auður Valgerður, og Höskuldur. Guðmundur og Sigrún hófu búskap á Bjargi á Höfn. Á heimilinu voru einnig Svafa móðir Sigrúnar, Jón Eiríksson, Þorbjörg kona hans og Kristín Jónsdóttir svilkona Þorbjarg- ar. Þau Guðmundur og Sigrún byggðu sér húsið Dvergastein (Bogaslóð 12) ásamt Þórhalli Dan fósturbróður Sigrúnar og konu hans Ólöfu Sverrisdóttir Faðir okkar elskulegur kvaddi okkur mánudaginn 28. mars. Hann fæddist fyrir tæpri öld, um- vafinn stórbrotinni náttúru og jöklum sem lágu niður á láglendi. Á heimili okkar var alltaf mikið um að vera, mikið um gesti og gangandi, oft var um að ræða ætt- ingja pabba og vini foreldra okk- ar, en einnig, þegar við uxum úr grasi, voru okkar vinir alltaf vel- komnir. Móðir okkar vissi aldrei hvað margir komu í hádegismat því ef pabbi hitti einhvern úr sveitinni var honum umsvifalaust boðið í mat. Pabbi hafði mikla trú á menntun og studdi okkur systk- inin dyggilega á menntabrautinni. Pabbi hugsaði mikið um sitt nærumhverfi, systkini sín og þau félög sem hann var í forsvari fyrir. Undir hans stjórn var aðstaða hestamannafélagsins Hornfirð- ings byggð upp á Stekkhól og var hann óspar á sinn tíma, þann mannskap og þau tæki sem hann hafði umráð yfir. Foreldrar okkar ráku Tré- smiðju Hornafjarðar í nokkra áratugi og þegar mest var að gera voru sjötíu manns að vinna á þeirra vegum, í þorpi sem taldi þá í kringum þúsund manns. Hér eru nokkrar sögur frá vinnunni hans sem segja mikið um hann. Það var verið að steypa gólfið í nýja frystihúsinu, en það komu engir steypubílar. Pabbi fer inn í steypustöð og kom þá í ljós að annar steypubíllinn hafði runn- ið aftan á hinn. Honum var sagt að það yrði að fresta steypu, hann lít- ur yfir svæðið og segir: „Við steypum þótt það sé ekki hægt,“ og ekki leið á löngu þar til steypan kom. Ungur vinnumaður kom til pabba og sagðist orðinn það veik- ur að hann þyrfti að fara heim. Pabbi svaraði: „Já, já, heyrðu, drífðu þig og taktu tvo menn með þér!“ Nemi var að setja innihurðir í hús og vissi ekki alveg hvað hann átti að gera, hann kallaði í pabba og spurði ráða og pabbi svaraði: „Aðalatriðið er að sópa vel í kring- um sig og þá kemur hitt af sjálfu sér.“ Þetta lýsir mjög sterkt per- sónuleika pabba, en hann var oft orðheppin og einnig hnyttinn ræðumaður. Það er mikill sjónarsviptir að föður okkar eins og jöklunum sem hafa hopað, en eftir stendur hans æviverk, sem eru mjög mörg af þeim mannvirkjum sem reist hafa verið á Hornafirði. Elsku pabbi, eftir langan vinnudag er komið að hvíldinni. Við munum sakna þín, en vitum að móðir okkar tekur vel á móti þér í sumarlandinu og við sjáum ykkur fyrir okkur ríðandi á brún- um hestum með tvo til reiðar, inn í eilífðina. Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, Jón Malmquist Guðmundsson, Eiríkur Guðmundsson. Mikill höfðingi er fallinn frá. Ég kynntist Guðmundi fyrst um páska 1975. Það bar að með þeim hætti að við unga parið ég og Ásta dóttir Guðmundar vorum búin að komast að þeirri niður- stöðu að sennilega mundi sam- band okkar endast eitthvað. Það var því ákveðið að brenna austur yfir jökulfljótin miklu og kynna drenginn fyrir þeim hjónum Guð- mundi og Sigrúnu heitinni. Þau voru árlegri páskaútreið þar sem þau riðu yfir Hornafjarð- arfljót og gistu í Flatey á Mýrum með sínu vinafólki. Við ákváðum að heilsa upp á fólkið. Þar var ansi glatt á hjalla svo hin formlega kynning varð að bíða heimkomu þeirra hjóna. Seinna komst ég að því að saman áttu þau margar ánægjustundir í sinni hesta- mennsku og hróður þeirra fór víða. Seinna fór ég að vinna fyrir Guðmund sem þá var orðinn tengdafaðir minn og kynntist af eigin raun þeim dugnaði og elju- semi sem maðurinn bjó yfir. Hann var mikill morgunhani og vinnu- dagurinn byrjaði snemma. Á þeim tíma var hann að byggja heilsu- gæslustöðina og vinnudagurinn byrjaði kl. 8:00. Í huga Guðmund- ar þýddi það ekki að mæta til vinnu þá heldur að þú skyldir vera byrjaður að vinna kl. 8:00, annað væri svik við þann sem var kaup- andi vinnunnar. Guðmundur var mikill stjórn- andi og ósérhlífinn, gerði miklar kröfur til sjálfs sín og annarra en var ekki mikið fyrir samráð. Hann naut mikillar virðingar í sam- félaginu enda virtist eins og nær allir Hornfirðingar hefðu á ein- hverjum tímapunkti unnið hjá honum og ég man ekki til þess að hafa heyrt nokkurn mann hall- mæla honum þótt á stundum hefði ákafi hans mátt vera heldur hóf- stilltari. Eitt kom mér svolítið spánskt fyrir sjónir. Það var hið sérstaka samband Guðmundar við Suður- sveitunga. Þegar stór verk stóðu fyrir dyrum, svo sem mikil steypuvinna eða að henda þaki á eina raðhúslengju, þá var eins og allir Suðursveitungar hentu frá sér öllum tækjum og tólum og drifu sig á Höfn og kláruðu verkið hratt og örugglega með Guð- mundi. Guðmundur var sterkur kar- akter og góður ræðumaður, hann hafði eitthvað í sér sem gerði hon- um auðveldara með að ná sínu fram. Sem dæmi þá vantaði hann kannski byggingarefni eða eitt- hvað sambærilegt og honum fannst hann ekki fá þá þjónustu sem hann óskaði eftir, þá heyrði maður hann ósjaldan segja við sölumanninn: Hvað heitir þú góði eða hvað heitir yfirmaður þinn góði og það var eins og við mann- inn mælt að allar dyr virtust opn- ast. Við hjónin fórum ferð um Snæ- fellsnesið með þau Guðmund og Sigrúnu þegar þau voru komin á efri ár og var sú ferð mjög góð. Það vakti athygli okkar að á flest- um áningarstöðum var fyrr en varði kominn hópur af körlum á spjall við Guðmund. Hann virtist hafa eitthvert svona aðdráttarafl. Guðmundur eyddi síðustu ævi- árum sínum á dvalarheimilinu Skjólgarði á Höfn þar sem heilsu hans hrakaði hægt og bítandi þar til yfir lauk. Þar naut hann frá- bærar umönnunar þrátt fyrir erf- iðar aðstæður. Það var mér mikill heiður að fá að kynnast þessum mikla höfð- ingja og ég kveð hann með söknuð í hjarta. Blessuð sé minning hans. Guðjón Pétur Jónsson. Elskulegi afi minn Guðmundur Jónsson féll frá mánudaginn 28. mars. Ég veit að það er algjörlega eðlilegt að 98 ára gamall maður fellur frá en ég græt hann samt. En ég hugga mig við það að hann var alveg tilbúinn að yfirgefa þessa jarðvist og hitta ömmu sem var honum alltaf svo kær. Hann afi minn var alveg ein- stakur maður. Alla mína ævi hef ég heyrt sögur af honum og orðið vitni að nokkrum. Hann var alltaf tilbúinn að læra eitthvað nýtt þó háaldraður væri og hikaði ekki við að biðja mig um aðstoð þegar kom að nýjustu tækni. Ég mun alltaf hugsa skemmtilega til þess þegar ég kenndi honum að nota „Skype“, fjarfundarforrit. Hann var hæstánægður að læra þessa nýjung og nýtti hann þessa tækni óspart. Ég og afi vorum sambýlingar fjögur sumur í röð, þar sem ég fékk að búa hjá honum þegar ég var í sumarvinnu á Hornafirði. Í dag lít ég til baka á þennan tíma og eru þetta mínar bestu stundir með honum. Einn sumardaginn komu foreldrar mínir í heimsókn, þá sátum við afi hvort í sínum hægindastólnum í alveg eins Guðmundur Jónsson ✝ Oddný Sigríð- ur Guðnadóttir (Odda) fæddist í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð 12. apríl 1926. Hún andaðist á Skjóli 28. mars 2022. Foreldrar henn- ar voru Guðni Markússon bóndi og trésmiður frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 23.7. 1893, d. 4.3. 1973, og Ingigerður Guðjóns- dóttir frá Brekkum í Hvol- hreppi, f. 1.5. 1897, d. 19.2. 1984. Þau eignuðust níu börn og var Odda sú sjötta í röðinni. Systkini hennar voru Guðni, Magnús, Markús Grétar, Guð- rún, Guðbjörg Jónína, Margrét, Þuríður og Guðný. Odda lifði systkini sín öll. ömmu. Ágúst Sigurður, elsti sonur Björgvins, ólst upp að hluta hjá Oddu og Reimari. Flutti Ágúst til Oddu eftir að Reimar féll frá og varð hann henni sem eigin sonur. Odda bjó með Ágústi og fjölskyldu á Ásbraut í Kópavogi síðustu æviárin. Odda ólst upp í Kirkjulækj- arkoti en fluttist ung að árum til Reykjavíkur. Ævistörf henn- ar voru ýmis verslunar- og þjónustustörf og vann hún m.a. lengi við saumaskap. Eftir hefðbundna starfsævi hóf hún sjálfboðastarf á útvarpsstöð- inni Lindinni þar sem hún tók m.a. á móti bænarefnum og vann hún við það í 20 ár eða allt þar til heilsan gaf sig fyrir rúmu ári. Henni var margt til lista lagt og lék allt í höndunum á henni. Eftir hana liggja mörg falleg málverk, útsaumuð verk, prjónaskapur, ljósmyndir og fjöldinn allur af alls kyns lista- verkum. Odda verður jarðsungin frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík í dag, 6. apríl 2022, klukkan 11. Odda hóf sam- búð með Reimari Ágústi Stefáns- syni, f. 14.3. 1921, d. 5.1. 1995, ung að árum og giftu þau sig seinna á lífs- leiðinni og bjuggu lengst af í Hörða- landi 12 í Reykja- vík. Þeim varð engra barna auðið en Odda lét sér mjög annt um systkinabörn sín og börn þeirra. Björgvin Ingv- ar Ormarsson flytur ungur til Oddu með móður sinni Þuríði (Dídí) yngri systur Oddu. Milli þeirra mynduðust sterk tengsl og varð Odda honum sem önn- ur móðir. Öll börn og barna- börn Björgvins hafa fengið að njóta góðs af þessum sterku tengslum og kölluðu öll hana Í dag er borin til grafar elsku Odda móðursystir mín sem hefði orðið 96 ára 12. apríl næstkomandi. Þegar ég var tveggja ára flutti móðir mín Dídí og ég tímabundið til Oddu og Reimars á Sigluvoginn. Eftir það má segja að heimili þeirra hafi ávallt verið mitt annað heimili. Það sem einkenndi Oddu var að henni þótti mjög vænt um foreldra sína, öll systkini sín, systkinabörnin og allt frændfólkið og var mikið í mun að viðhalda tengslunum. Ófáar voru ferðirnar þar sem hún bara sisvona hentist út til að fá sér tíu dropa af kaffi hjá vinum og vandamönnum og svo var hún farin á næsta stað að fá næstu tíu dropana. Odda sagðist aldrei vera eldri en 29 ára sem var í raun orð með sanni þar sem hún var mjög ung í anda og nánast ekk- ert sem óx henni í augum. Hún keyrði fram til 95 ára aldurs og þótti henni ekkert tiltökumál að skjótast frá Reykjavík austur í Fljótshlíð að heimsækja ætt- ingja og vini á æskuslóðum og jafnvel til baka aftur sama dag eða daginn eftir. Odda var mjög handlagin og liggja eftir hana margir fallegir hlutir, meðal annars málverk, útsaumur, lopapeysur, sokkar, vettlingar, jakkaföt, buxur, kjólar, skart- gripir, ljósmyndir og allskonar furðuverur. Odda var einnig listakokkur og bakaði dýrind- istertur, kökur og örugglega þær bestu flatkökur sem ég hef nokkurn tímann smakkað. Mörg voru ferðalögin hér innanlands sem við Odda og Reimar fórum saman, seinna meir með Ágústi, Sigþóri, mömmu, Palla stjúpföður mín- um, Vigdísi, Guðna og Sigga. Þegar Sigga Matta eiginkona mín og Ásgeir stjúpsonur minn komu inn í líf mitt héldu ferða- lögin áfram en breyttust síðan í sumarbústaðaferðir. Þegar þær Sandra, Þuríður og Guðrún fæddust höfðu ferðalögin færst meira í að vera á blettinum hennar Oddu og mömmu í Fljótshlíðinni. Allar þessar ferðir og samverustundir eru mér ógleymanlegar og svo dýr- mætar. Elsku Odda, með þessum orðum minnist ég þín, allar hin- ar minningarnar um þig geymi ég í huga mínum um ókomna framtíð sem hörkuduglega og góða manneskju með hjarta úr gulli. Takk, elsku Odda mín, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman á lífsleiðinni, kær- leikann og hjálpina sem þú gafst mér og Siggu Möttu, börnunum mínu og barnabörn- um. Hvíl í friði í faðmi Guðs. Björgvin Ingvar Ormarsson. Elsku besta Odda mín, allir sem þekkja okkur vita hversu einstakt og sterkt samband okkar var. Kærleiksríkari, sterkari, jákvæðari og betri manneskju hef ég ekki hitt á lífsleiðinni. Þú hefur verið mín stoð, stytta og klettur í gegnum líf mitt og varst mér sem móðir. Okkur kom ótrúlega vel saman alla tíð og ég var meira og minna hjá ykkur Reimari frá fæðingu. Hinar fjölmörgu minn- ingar eru mér svo kærar. Ég kallaði ykkur alltaf Oddu og Reimar en ömmu og afa við vini. Þið bæði voruð mér svo miklu meira en amma og afi. Margir eru heppnir að eiga góða ömmu og afa. Það eru þó fáir svo heppnir að eiga Oddu og Reimar. Ykkar skilyrðis- lausa ást til okkar Sigþórs er ógleymanleg og verður geymd í hjarta okkar alla tíð. Ég var líka svo lánsamur að foreldrar mínir skírðu mig í höfuðið á ykkur, ég ber millinöfnin ykkar. Ég er foreldrum mínum þakk- látur fyrir það. Ég er þakklátur mömmu, pabba og Dídí ömmu fyrir að Odda varð þessi mik- ilvæga manneskja í mínu lífi. Það er ekki sjálfgefið, því þið gáfuð mér líka alla mögulega ást. Ég var alltaf með þér flakk- andi milli frændfólks út um alla borg, allt land og meira að segja erlendis. Oftast þegar far- ið var út fyrir borgina var farið á þinn uppáhaldsstað, Fljóts- hlíð, eða í Kirkjulækjarkot. Þar ólst þú upp og staðurinn var þér svo kær. Þú sagði mér svo margar sögur frá foreldrum, frændfólki, sveitinni og svo auð- vitað öllum prakkarastrikunum sem þú hafðir óendalega gaman af. Húmor þinn, hlátur og létt- leiki hefur klárlega lengt þitt líf. Þinn sterki og léttlyndi per- sónuleiki mótaði minn karakter og þú ert mér mikil fyrirmynd. Minnigarnar eru svo margar; ferðirnar til Böggu systur þinn- ar í Flórída eru svo minnis- stæðar og utanlandsferðirnar sem þú fórst með mig Sigþór í, hafa fylgt huga minn af gleði. Samband okkur hefur alla tíð verðið mjög náið. Það styrktist enn frekar þegar ég fluttist al- farið til þín á unglingsárum. Þá urðum við miklir trúnaðarvinir. Þegar Loreta mín kom inn í líf mitt var hún komin inn í þitt líf. Þú tókst henni svo einstaklega vel og sýndir henni svo mikla hlýju og væntumþykju. Sam- gangur milli okkar var mikill þar sem við vorum meira og minna í mat hvert hjá öðru alla daga og jafnvel tvisvar á dag. Drengirnir okkar voru ljósið í lífi þínu síðustu ár. Þú naust hverrar stundar með þeim og þeir með þér. Gabriel var strax kominn í fangið á þér, eins var með Dominik. Þú varst með þeim daglega, þeir fóru til þín eða þú komst til okkar. Við gerðum mikið öll saman og all- ar Flórídaferðirnar til ættingja eru ógleymanlegar. Samgangur var svo mikill að þú fluttir til okkar og varst alfarið hjá okkur síðustu árin. Þú naust þess að vera með strákunum þínum, taka á móti þeim úr skólanum og horfa á þá spila körfubolta. Þeir og ég þekkjum ekki lífið án þess að þú sért í því. Sorgin og sökn- uðurinn er yfirþyrmandi, en þakklæti og minningar munu vara að eilífu. Þú verður alltaf í hjarta okkar, þú varst hluti af fjölskyldu okkar og við elskum þig meira en orð geta lýst. Takk fyrir allt, elsku Odda mín. Strákurinn þinn, Ágúst Sigurður. Odda var klettur í mínu lífi. Var í hlutverki foreldis eða ömmu en ég kallaði hana alltaf Oddu. Hún var manneskja með fullt af kærleika og sýndi manni skilyrðislausa ást og væntum- þykju. Alltaf á flandri en alltaf til staðar fyrir mig og sitt fólk. Hún var af þeirri kynslóð sem hefur gert svo margt fyrir land og þjóð, svo gaman var að heyra allar sögurnar frá því í gamla daga. Hún var vinmörg og frændrækin og fylgdi maður með í margar heimsóknir á yngri árum. Stutt var í hlátur, bros og prakkarastrik, gerðist maður ósjaldan meðsekur í að setja prumpublöðrur undir fín- ar frúr eða hurðasprengjur á klósett og hafði hún mikið gam- an af. Hún bauð mér og bróður mínum í mínar fyrstu tvær ut- anlandsferðir. Ég upplifði okk- ur aldrei vera fyrirhöfn heldur naut hún félagsskapar okkar. Annað fullorðið fólk bauð henni að vera með sér yfir drykk: „Nei þakka ykkur fyrir, ég er með þessum drengjum og lang- Oddný Sigríður Guðnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.