Morgunblaðið - 06.04.2022, Síða 17
peysum að drekka kaffi og horfa
saman á fréttir.
Önnur skemmtileg saga af hon-
um afa var þegar ég varð mjög
lasin einn daginn hjá honum og
bauðst frænka mín til þess að fara
út í búð fyrir mig að kaupa það
sem ég vildi, eina sem ég bað um
voru ávextir. Stuttu eftir að hún
fór kom afi inn til mín með skeið
og opna dós af kokteilávöxtum, ég
hafði nú enga lyst á því en tók við
þeim með bros á vör.
Þín verður saknað hér, elsku
afi minn, en nú ertu kominn á
betri stað með henni elsku ömmu,
þar sem þið getið riðið saman inn í
sumarlandið.
Hvíldu í friði.
Dagrún Malmquist
Jónsdóttir.
Þegar ég var kynnt fyrir
tengdaforeldrum mínum fékk ég
fallegustu móttökur sem ég hef
fengið um ævina. Ég vissi ekki
hverju ég átti að eiga von á en
tengdamóðir mín stóð á tröppun-
um á fallegu heimili þeirra að
Dvergasteini með opinn faðminn.
Einlæg og falleg vinátta myndað-
ist á milli okkar og sama átti við
tengdapabba sem kveður þessa
jarðvist í dag. Heimili tengdafor-
eldra minna stóð öllum opið og
komur gesta og gangandi voru
tíðar. Það tók tíma að venjast
þessari ótrúlegu gestrisni og
ósérhlífni sem þau bjuggu bæði
yfir. Við áttum fallega vináttu og
ég á dýrmætar minningar sem ég
geymi í hjartanu. Guðmundur var
sterkur maður, hlý og falleg
manneskja. Hann vildi gjarnan
leiðbeina mér bæði í starfi og leik
og samræður okkar byggðust oft-
ar en ekki á hvað ég væri að gera
og hvernig gengi. Hann vissi að ég
átti í samtali við pólitíkina og hon-
um var annt um að hans flokkur
stæði við bakið á mér og þeirri
starfsemi sem ég leiddi. Guð-
mundur gerði sér far um að læra
um mínar rætur og las allt sem
hann fann um Torfa Bjarnason í
Ólafsdal, langalangafa minn.
Hann varð auðvitað strax miklu
fróðari en ég og var hreint ekki
ánægður ef ég vissi ekki um hin
ýmsu atriði sem snertu mínar
ættir og sögur minnar fjölskyldu.
Hann hlýddi mér yfir og vildi að
ég hefði þetta allt á hreinu sem ég
auðvitað hafði ekki og ég komst
oft í hann krappan þegar hann
vildi ræða um fólkið mitt. Þessi
samtöl okkar gerðu í raun það að
verkum að ég lærði að forvitnast
og hafa einlægan áhuga á lífsbar-
áttu míns fólks og í raun kynnast
harðduglegu og mögnuðu fólki
sem var um margt miklir braut-
ryðjendur. Fyrir það er ég Guð-
mundi ævinlega þakklát og fyrir
virðinguna og kærleikann. Það
var mér mikils virði að eiga okkar
fallegu vináttu og nú er mér ljúft
að rifja upp okkar dýrmætu sam-
verustundir. Síðustu ár hefur ald-
urinn sett sitt mark en það breytti
ekki því að Guðmundur vildi alltaf
vita allt um okkur fjölskylduna,
hann fylgdist með börnum og
barnabörnum í starfi og leik. Þeg-
ar við höfum komið öll saman á
síðustu árum hefur alltaf verið
mikilvægast fyrir hann að allir
hefðu nóg og nytu sín, hann horfði
stoltur yfir hópinn sinn og leið
aldrei betur en þegar hann hafði
alla hjörðina í kringum sig. Elsku
tengdapabbi minn saknaði konu
sinnar mjög og kærleikurinn
þeirra á milli var einstakur en hún
lést árið 2008. Það er ljúft að
hugsa sér að hún taki nú á móti
honum með opinn faðminn.
Takk fyrir allt og allt.
Auður Axelsdóttir.
Nú er komið að kveðjustund. Í
dag kveðjum við föðurbróður
minn Guðmund Jónsson bygging-
armeistara á Höfn.
Mundi, eins og hann var ávallt
kallaður, var skemmtilegur mað-
ur með góðan húmor, ákveðinn og
fylginn sér. Hann var atorku- og
athafnamaður sem eyddi mestum
hluta starfsævinnar við uppbygg-
ingu þéttbýlisins á Höfn og sveit-
unum í kring.
Mundi átti og rak Trésmiðju
Hornafjarðar til margra ára. Það
var mikil gæfa fyrir Austur-Skaft-
fellinga þegar þau hjónin Mundi
og Rúna stofnuðu Trésmiðjuna. Á
fyrstu starfsárum sínum teiknaði
Mundi mörg þeirra húsa sem
hann byggði. Töluverður fjöldi
húsa á Höfn er hannaður af hon-
um og setja þau svip sinn á bæinn.
Mörg þeirra eru með valmaþaki,
en Mundi var mikill snillingur
þegar kom að smíði slíkra þaka. Á
verkstæðinu var smíðaður fjöld-
inn allur af innréttingum, hurðum
og skápum. Auk þess stofnaði
Mundi ásamt Sigurði Geirssyni
steypustöð sem þeir starfræktu á
þessum tíma. Umsvifin voru mikil
og oft í mörg horn að líta, margar
skemmtilegar sögur eru til af
Munda frá þessum tíma sem ekki
verða rifjaðar upp hér.
Þegar best lét var á áttunda
tug manna á launaskrá hjá Munda
og Rúnu, reksturinn gekk vel en
þau voru oft meðal hæstu skatt-
greiðenda á Austurlandi.
Mundi og Rúna voru miklir
hestamenn, áttu góða hesta sem
þau sinntu af alúð. Um árabil var
Mundi formaður Hestamanna-
félagsins Hornfirðings. Þar var
hann fremstur í flokki við að
byggja upp svæði félagsins við
Stekkhól. Að löngum vinnudegi
loknum höfðu þau unun af að
leggja á hestana og taka til kost-
anna.
Þegar horft er til baka koma
upp í hugann mörg góð ráð sem
Mundi veitti og þau verk sem
hann gerði fyrir okkur á Seljavöll-
um. Það var alltaf gaman þegar
hann kom við, fékk sér kaffisopa,
rifjaði upp gamla tíma og fylgdist
með störfum okkar. Mundi var
hlýr maður og frændrækinn.
Að leiðarlokum við ég þakka
Munda fyrir samfylgdina og votta
aðstandendum hans innilega sam-
úð.
Loks þegar hlíð fær hrím á kinn
Hneggjar þú á mig, fákur minn.
Stíg ég á bak og brott ég held
Beint inn í sólarlagsins eld.
(ÓJS)
Eiríkur Egilsson,
Seljavöllum.
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022
ar það ekkert.“ Öll orð til að
lýsa þessari góðu konu virka
svo fátæk; góð, skemmtileg,
fyndin, svo maður reyni. Hún
einhvern veginn gat allt og með
því viðhorfi kenndi manni svo
margt. Þakklátur er ég fyrir
allan þann tíma sem ég fékk
með henni og sögurnar sem hún
sagði manni.
Hún gat búið til heilu æv-
intýrin fyrir svefn hjá okkur
bræðrum. Vá hvað þau voru
skemmtileg. Sumir mæta í
heimsókn án þess að gera boð á
undan sér og Odda var þannig,
og ég gagnvart henni, og þá var
maður skammaður fyrir að
hringja dyrasímanum, þar sem
ég var nú með lykil. Sérstök
tengsl myndast á milli fólks
sem mætir óvænt í heimsókn
hvað til annars, maður veit áður
en viðkomandi kemur að hann
sé að koma.
En stundum klikkaði það
eitthvað og hún hringdi í mig:
„Þú ert á leiðinni, er það ekki?“
„Nei, er úti á landi“ og það
fannst henni alltaf fyndið. Var
svo viss en hafði rangt fyrir sér.
Einnig var hún dálítið hvatvís.
Eitt skipti hringir hún: „Var að
kaupa parket, þarft að skutla
því heim fyrir mig!“ „Uhh … ég
er ekkert með bíl í það.“
„Allt í lagi, hringi í pabba
þinn, hann er með kerru, en þú
ert að leggja það fyrir mig!“
„Já, sjálfsagt.“ Daginn eftir
hringir hún og spyr af hverju
ég sé ekki kominn: „Uhh … er í
prófum, geri þetta í næstu
viku.“ „Nei það dugar ekki,
hringi í Palla, hann gerir þetta
strax.“
Það fylgdi því pínu söknuður
þegar þú fluttir úr Hörðaland-
inu, þessi griðastaður farinn,
þetta fallega heimili sem hafði
verið til staðar alla ævi. En þú
fluttir með bróður og fjölskyldu
og aðeins örfáum mánuðum síð-
ar urðum við nágrannar, gat
fylgst með þér út um gluggann.
Við bræður byggjum stiga á
milli svo samgangur verður
auðveldur. Veit ég er frekur, en
ég hefði viljað fleiri ár þar sem
við vorum komin á sama blett-
inn.
Að hafa Oddu í mínu lífi var
mér mikill happafengur, fá að
kynnast svona kærleik, vænt-
umþykju og lífsviðhorfi. Lífið
verður aldrei samt án hennar.
Ég elska þig. Takk fyrir allt.
Sigþór Björgvinsson.
Elsku hjartans amma Odda,
nú hefur þú kvatt þennan heim
okkar hér. Þung eru tárin og
söknuðurinn mikill. Þvílík for-
réttindi að hafa átt þig að, ynd-
islega og stórbrotna amma mín.
Minningarnar eru margar og
stundirnar með þér ómetanleg-
ar. Allt frá ferðunum okkar
austur í Fljótshlíð, föndurs-
tundum, bakstri, eldamennsku,
heilsuráðum, fatamátun, gisti-
kvöldum, hlátrasköllum, og ekki
síst dýrmætum og skemmtileg-
um sögustundum.
Aldrei voru dauðar stundir
með þér og þú varst alltaf að.
Mikið naut ég þess að sitja
heima hjá þér, spjalla og horfa
á þig bardúsa ýmislegt. Þú vild-
ir allt fyrir mann gera, og sér-
staklega þegar kom að mat.
Stundirnar sem við áttum þeg-
ar þú sóttir mig í Menntaskól-
ann við Sund til þess að gefa
mér hádegismat og allar kvöld-
máltíðirnar eru mér ómetanlega
dýrmætar í dag. Ég mun sakna
þess mikið að geta gefið þér
símtal og rætt við þig um dag-
inn og veginn.
Mikið vildi ég að ég gæti leg-
ið í kjöltu þinni aftur og spjall-
að á meðan þú klórar á mér
bakið. Faðmur þinn var ein-
staklega hlýr og góður og mig
verkjar í hjartað að hugsa til
þess að geta ekki gefið þér eitt
annað knús, elsku amma mín.
Ég verð þér ævinlega þakk-
lát fyrir allar okkar stundir og
þá ást sem þú gafst af þér til
okkar allra í fjölskyldunni. Ég á
þér margt að þakka, elsku fal-
lega og góða amma mín, og ekki
síst alla þína ómetanlegu um-
hyggju.
Þangað til næst, elskulega
amma mín.
Ég elska þig.
Þín
Sandra Dögg
Björgvinsdóttir.
Elsku fallega og góða amma
mín. Ég sakna þín svo mikið.
Mig verkjar í hjartað að geta
ekki knúsað þig og klórað bakið
í leiðinni, bara einu sinni enn.
Elsku amma mín, ég mun halda
áfram að minnast okkar stunda
saman með því að skála í Daim-
toppís og fá mér instant-kaffi
með uppáhaldsvínarbrauðinu
okkar. Alltaf var stutt í grín og
hláturinn, nýjasta var sagan
þegar þú varst hjá augnlækni
núna um daginn og bauðst hon-
um upp í dans og hlóst svo mik-
ið þegar þú varst að segja mér
söguna.
Ég mun sakna þess að koma
eftir skóla til þín og leggja okk-
ur saman í sófanum, fara saman
í Hagkaup og skoða alls konar
dót, máta fallegu kjólana sem
þú saumaðir og hlusta á allar
sögurnar sem þú hafðir að
segja.
Ég á þér svo margt að þakka
elsku amma mín, mér þótti svo
vænt um þig og allar þær
stundir sem við áttum saman.
Þín
Þuríður Björg (Dídí).
✝
Örn Arason
fæddist í
Reykjavík 13. apríl
1951. Hann lést á
Háskólasjúkrahús-
inu í Lundi, Svíþjóð,
22. febrúar 2022.
Foreldrar hans
voru Ari Magnús
Kristjánsson, f.
15.1. 1922, d. 7.8.
2001, og Hulda Júl-
íana Sigurð-
ardóttir, f. 30.7. 1929, d. 19.4.
2004. Systkini Arnar eru Erla
Aradóttir, rekur eigin ensku-
skóla í Hafnarfirði, f. 1953, Gísli
Sigurður Arason rekstrarhag-
fræðingur, f. 17.12. 1956, d.
15.7. 1997, Kristjana Aradóttir
bankastarfsmaður, f. 23.6. 1959,
Kristján Arason viðskiptafræð-
ingur, f. 23.7. 1961, Arndís Ara-
dóttir forstöðumaður, 11.9.
1966.
Árið 1975 giftist Örn Sigríði
Árnadóttur, f. 23.4. 1949.
Börn þeirra: 1) Huldar Freyr
Arnarson hljóðhönnuður, f.
24.8. 1977. Maki, Maricris Ca-
stillo De Luna kennari, f. 20.11.
Eftir að hafa lokið loftskeyta-
prófi 1968 hóf hann rekstur
verslunarinnar Músík og sport
sem var hjólreiðaverkstæði og
plötuverslun. 1971 fluttist hann
út í nám til Barselóna í klass-
ískum gítarleik við tónlistar-
skólann Conservatori Superior
de Música del Liceu. Eftir námið
kenndi hann gítarleik við tón-
listarskólann í Hafnarfirði, Nýja
tónlistarskólann í Reykjavík,
Tónlistarskólann á Akureyri og
var um tíma með gítarskólann
Tarraco í Hafnarfirði. Með
kennslunni starfaði hann sem
loftskeytamaður á togaranum
Ingólfi Arnarsyni til ársins
1985. Frá árunum 1986 til 1989
starfaði hann hjá RÚV sem
hljóðmaður eftir að loft-
skeytastörfum var hætt. Hann
var þar að auki skólastjóri í
Tónlistarskólanum í Hafnarfirði
undir lok níunda áratugar. Var
um tíma ritari hjá KÍ í byrjun ní-
unda áratugar, hélt þó nokkra
tónleika og spilaði dinnertónlist
á þekktum veitingastöðum.
1990 fluttist hann ásamt fjöl-
skyldu sinni til Svíþjóðar og hélt
áfram að kenna á gítar og halda
tónleika þar til efri ára.
Útför fer fram í Svíþjóð í
kyrrþey.
1980. Þeirra börn
eru: Arnar Freyr
De Luna Huld-
arsson, f. 8. 11.
2019, Andri Fannar
De Luna Huld-
arsson, f. 22.8.
2021. Dætur Ma-
ricris og uppeld-
isdætur Huldars:
María Kristveig De
Luna Dagsdóttir, f.
1.10. 2008, María
Kolbrún De Luna Dagsdóttir, f.
26.8. 2011. 2) Arna Þöll Arn-
ardóttir Lindberg fram-
kvæmdastjóri, f. 30.12. 1982.
Maki Johan Lindberg, f. 9.4.
1982, framkvæmdastjóri. Börn
Þeirra: Anton Lindberg, f. 26.1.
2009, Lucas Lindberg, f. 18.3.
2010, Iris Lindberg, f. 8.6. 2017.
3) Dóttir Sigríðar og uppeld-
isdóttir Arnar, Ragnheiður
Jónsdóttir bráðahjúkrunar-
fræðingur, f. 29.1. 1970. Maki
Mats Åke Stefan Möller veit-
ingamaður, f. 3.12. 1971. Börn
Þeirra: Carl Johan Bror Åke
Möller, f. 23.10. 2002, Ína De-
siére Möller, f. 13.9. 2008.
Elsku besti fallegi pabbi.
Ég man svo vel þegar ég var
lítill gutti, sat í aftursæti í Lödu
lux, horfði á eftir þér með tárin í
augunum ganga upp landganginn
á Ingólfi Arnarsyni sem þú varst
loftskeytamaður á. Þetta var um
fallega sumarnótt í byrjun níunda
áratugar. Það var erfitt að kveðja
þig þá þó að maður vissi að þú
kæmir aftur. En nú 40 árum
seinna ertu því miður farinn og
kemur ekki aftur. Nema í minn-
ingum. Fallegum, skemmtilegum
minningum sem munu hlýja mínu
litla hjarta.
Þær stundir sem þú fórst með
mig litla gutta og litlu systur Örnu
í bíltúr í Lödu lux á morgnana um
helgar. Mamma var þá búin að
fara í erfiða aðgerð og þú vildir að
hún fengi að sofa út. Það var farið
niður á bryggju að taka móti afa á
trillunni sinni Júlíu. Slökkviliðs-
stöðin heimsótt eða farið í sund.
Þegar ég fékk að fara með þér
og Ómari Ragnarssyni í flugvél-
inni hans Frúnni, það var geggj-
að. Þá var ég bara 9 ára. Á þeim
tíma varst þú að vinna á sumrin
sem hljóðmaður hjá RÚV og fékk
ég oft að fara með þér í vinnuna
því það var svo spennandi.
Þú varst klár gítarleikari. Þú
varst með plötubúð og hjólreiða-
verkstæði. Ég fékk að fara með
þér á túr á togara. Þá varstu loft-
skeytamaður og varst með bestu
káetuna með flott útsýni yfir bláa
hafið. Hún var uppi í brú.
Þú gerðir svo margt spennandi
og ég var mjög stoltur af þér.
Þetta er hluti af þeim mörgu
skemmtilegum minningum sem
þú hefur sáð og þær munu dafna
vel um ókomna framtíð, kynslóða
milli.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
okkur börnin, barnabörnin og
mömmu sem hefur glímt við erfið
veikindi. Hugsaðir vel um hana.
Vildir allt fyrir alla gera og gerðir
engum mein. Þú tókst Ragnheiði
hálfsystur með hlýjum opnum
örmum þegar þú og mamma
kynntust. Þú komst fram við hana
eins og þú komst fram við mig og
Örnu litlu. Réttlætið var í fyrir-
rúmi hjá þér og þú vildir aldrei
gera neitt vesen úr hlutum.
Nægjusamur með stórt gott
hjarta og stríðinn. Man vel þá
tíma þegar við börnin vorum búin
að tuða lengi yfir vídeóleysinu á
heimilinu að þú lést verða af því
og komst einn daginn með herleg-
heitin heim eftir einn togaratúr-
inn á Ingólfi Arnarsyni. Þetta var
auðvitað smygl og mamma var al-
veg á nálum yfir því. Þetta var
fyrrihluta níunda áratugarins
þegar vídeóæðið var í fullum
blóma. Nema að dag einn er ég að
horfa vídeóspólu með Duran Dur-
an-tónleika þegar hringt er á
dyrabjöllunni. Ég svara og full-
orðinn maður kynnir sig sem toll-
stjóra. Mamma fær taugaáfall,
rífur vídeótækið úr sambandi og
felur það inni í skáp. En það varst
bara þú að stríða mömmu.
Ekki hefði mann grunað að þú
færir svona fljótt frá okkur. Þú
sem aldrei hefur þurft að liggja
inni á spítala. En nú hefur þú
fengið þína hvíld frá þínum erfiðu
veikindum sem bar að svo skyndi-
lega.
Þó þú sért farinn lifir ljómandi
minning um hversu góðhjartaður
maður og faðir þú varst.
Við hjarta þitt blómstraði allt það
góða.
Þó það sé nú hætt að slá
þá minnumst við alls þess fallega sem
þú skildir eftir
með bros á vör gegnum þessi þungu
tár.
Takk fyrir allt, pabbi.
Huldar Freyr Arnarson.
Örn bróðir er látinn. Eftir stutt
veikindi lést hann sjötugur að
aldri. Minningar hrannast upp.
Minningar um yndisleg og fjörug
bernskuár á Álfaskeiðinu í Hafn-
arfirði. Við vorum alin upp við að
taka tillit til álfanna sem áttu
heima í hrauninu. Vissulega sagt
svo við færum okkur ekki að voða
í klettunum. Þetta ævintýralega
umhverfi var okkar leikvöllur.
Örn var elstur og foringinn í
hópnum. Það var endalaust fjör
hjá okkur, eltingaleikir og slags-
mál ef svo bar undir. Mamma var
ein með okkur sex systkinin því
pabbi var á sjónum.
Örn bróðir var sendur í sveit og
kom heim reynslunni ríkari. Hann
hóf að leggja hönd á plóg og kom
strax í ljós að hann var sá af okkur
sem hafði mestu verkkunnáttuna.
Eftir að Örn lauk námi í Flens-
borg lærði hann loftskeytatækni
auk þess sem hann hóf gítarnám.
Hann fór til sjós sem loftskeyta-
maður og síðar háseti hjá pabba
sem var skipstjóri á síldar- og
loðnuskipum.
Þegar loftskeytatæknin varð
úrelt vann Örn um tíma sem
hljóðmaður hjá Sjónvarpinu.
Örn festi kaup á reiðhjólaverk-
stæði á Hverfisgötu 25. Hann
hafði mikinn áhuga á tónlist og
bætti því við sölu á hljómplötum.
Má með sanni segja að þar hafi
orðið til tónlistarmiðstöð ungra
manna því Örn hafði unun af því
að spjalla um músík og setja nýjar
plötur undir nálina.
Aðstæður hjá foreldrum okkar
breyttust þegar breyting varð á
síldveiðinni og þá voru góð ráð
dýr.
Mamma bretti upp ermar og
tók að sér að vera umboðsmaður
fyrir dagblöðin. Snemma dags
sótti hún blöðin til Reykjavíkur.
Örn var mömmu innan handar og
Örn Arason
SJÁ SÍÐU 18
Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARÍA MARTEINSDÓTTIR
frá Höfn,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði
sunnudaginn 3. apríl.
Brynja Reynisdóttir Björn Sverrisson
Sigurbjörg Hákonardóttir Jón Sigurðsson
Hólmfríður Sigþórsdóttir Ingvaldur Mar Ingvaldsson
Þórunn Sigþórsdóttir Páll Gíslason
ömmu- og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
SIGURBJÖRT VIGDÍS BJÖRNSDÓTTIR
frá Breiðabólsstöðum á Álftanesi,
lést mánudaginn 28. mars á Hrafnistu
Hafnarfirði. Útförin fer fram frá
Lindakirkju í Kópavogi föstudaginn 8. apríl klukkan 11.
Ingibjörg Þórisdóttir
Helgi Þórisson
Dagbjartur Björnsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn