Morgunblaðið - 06.04.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.04.2022, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Uglur nefnist fyrsta kvikmynd leik- stjórans og handritshöfundarins Teits Magnússonar í fullri lengd. Hún verður frumsýnd í Bíó Paradís annað kvöld, fimmtudag 7. apríl. Hugmyndin að kvikmyndinni varð til í kjölfar atvika sem Teitur varð vitni að þegar hann vann á hóteli í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. „Drögin að sögunni sjálfri voru að ég varð vitni að heimilis- ofbeldisatviki sem var mjög alvar- legt. Ég hafði aldrei upplifað neitt svona nálægt mér og fékk einhverja þörf fyrir að kynna mér þetta betur. Svo þegar maður fer að lesa sér til um þetta þá kemur í ljós hvað þetta er fáránlega algengt, sem er ótrú- legt,“ segir leikstjórinn. „Á sama tíma var ég búinn að vera að gæla við þá hugmynd að gera mynd í fullri lengd. Mig langaði að segja einhverja einfalda sögu og þetta var saga sem mig langaði að segja og passaði inn í þetta form sem mig langaði að hafa.“ Umgjörðin er nokkuð einföld og sagan gerist öll á einum stað, í einu húsi. Á flótta undan manni sínum Uglur fjallar um ekkilinn Pál sem býr einn úti á landi þar sem hann er búinn að einangra sig frá samfélag- inu eftir að hafa misst fjölskylduna sína í slysi. Þegar Elísabet kveður dyra tekur þetta einfalda líf hans breytingum. „Hún er í raun að leita að húsa- skjóli af að því hún er að flýja mann- inn sinn sem beitir hana ofbeldi. Páll veitir henni húsaskjól og býður henni svo að vera lengur. En svo er maðurinn hennar alltaf að koma að reyna að ná henni aftur heim og þá byrjar aðalpersónan að sjá að það er ekki allt með felldu. Páll og Elísabet ná saman sem ólíklegir vinir og hjálpa hvort öðru,“ segir Teitur. Bjartmar Einarsson fer með hlut- verk Páls, Rakel Ýr Stefánsdóttir með hlutverk Elísabetar og Hafþór Unnarsson leikur mann Elísabetar. Teitur segir sjónarhorn Páls á of- beldissambandið í raun vera sama sjónarhorn og hann upplifði á hót- elinu, þegar hann átti erfitt með að trúa því að svona ofbeldi gæti átt sér stað. „Maður bara trúði því varla“ Teitur segir það hafa gengið vel að framleiða þessa fyrstu mynd sína. „Það hefur verið furðulega auðvelt, ef maður á að þora að segja það.“ Hann hafi verið búinn að kynna sér hvað beri að varast þegar um mynd í fullri lengd og fyrstu mynd sé að ræða. „Svo ég undirbjó mig vægast sagt vel. Við vorum með hér um bil engan tíma í tökum af því að við vor- um með mjög lítið fjármagn, engin framleiðslufyrirtæki og enga styrki eða neitt svo við undirbjuggum allt alveg fram og aftur. Þannig að tök- urnar sjálfar gengu mjög smurt fyr- ir sig.“ Allt sem kom í kjölfarið segir hann eiginlega hafa verið bónus. „Upprunalega pælingin var bara að gera mynd til þess að sjá hvort ég gæti gert mynd. Síðan voru allar há- tíðir sem við komumst inn á og allt svoleiðis bara eitthvað sem við reiknuðum aldrei með. Við hugs- uðum bara um að klára myndina sjálfa.“ Uglur hefur hlotið nokkuð góðar viðtökur og verið sýnd meðal annars á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (RIFF) og The Pigeon International Film Festival (PIFF) sem haldin er á Vestfjörðum. „Við lentum reyndar á alveg ömurlegu ári þar sem við vorum að keppa við myndir sem áttu að vera á hátíð- unum árið á undan og þar áður. Það var mikið haf af kvikmyndum sem við vorum að keppa við. Það var bara galið þegar við komumst inn á til dæmis Tromsø-hátíðina, sem er stærsta kvikmyndahátíð Noregs. Maður bara trúði því varla.“ Fann tilgang sinn í lífinu Annars konar viðtökur hafa líka glatt aðstandendur myndarinnar. „Við höfum fengið skilaboð frá fólki sem hefur verið í þessum aðstæðum, í svona ofbeldissamböndum, þar sem það er fyrst og fremst að þakka okk- ur fyrir að vekja athygli á málefn- inu,“ segir Teitur og bætir við að það hefði nægt að ein manneskja hefði haft samband við hann og þakkað fyrir, þá væri hann búinn að ná markmiðinu með þessari mynd sem var að veita þessu málefni rödd. „Ég fór í kvikmyndaskólann 2015 en það var eiginlega gert með svolít- ið hangandi hendi. Ég var alltaf að gera kvikmyndir þegar ég var krakki, bara frá því ég var svona sex eða sjö ára þá var ég alltaf að fikta við eitthvert vídeó. Svo lagði ég það á hilluna þar til ég var manaður til að sækja um í Kvikmyndaskólanum, sem ég svo gerði og útskrifaðist það- an tveimur árum síðar. Og þá var ég einhvern veginn bara búinn að finna minn tilgang í lífinu.“ Teitur er alveg ákveðinn í að halda áfram að skrifa og leikstýra kvikmyndum. Hann hefur haft ann- að handrit í smíðum frá 2018 sem hann langar að gera að kvikmynd. „En ég var ekki alveg með öryggið í sjálfum mér um hvort ég gæti gert það eða ekki. Með þessari mynd vildi ég sýna það og sanna fyrir sjálfum mér að ég réði við kvikmynd í fullri lengd. Þannig að það er algjörlega planið að fara í aðra mynd, en þá kannski með aðeins stærra sniði.“ Morgunblaðið/Eggert Leikstjórinn „Með þessari mynd vildi ég sýna það og sanna fyrir sjálfum mér að ég réði við kvikmynd í fullri lengd.“ Ótrúlegt hvað þetta er algengt - Íslenska kvikmyndin Uglur frumsýnd í Bíó Paradís - Frumraun leikstjórans Teits Magnússonar - Varð vitni að alvarlegu atviki á hóteli og langaði eftir það að vekja athygli á heimilisofbeldi Stilla Líf ekkilsins Páls breytist til muna þegar Elísabet kveður dyra. Lilja Guðmunds- dóttir sópran- söngkona og Eva Þyri Hilmars- dóttir píanóleik- ari koma fram á hádegistón- leikum í sal Tón- listarskóla Garðabæjar í dag, þriðjudag, kl. 12.15. Þær flytja óvenjulega efnisskrá sem samanstendur af lögum sem ekki eru flutt mjög oft, eftir Jóhann Helgason, Jóhann G. Jóhannsson, Hauk Tómason, Schubert, Grieg og fleiri. Aðgangur er ókeypis. Lilja og Eva Þyri á hádegistónleikum Lilja Guðmundsdóttir Leikritið Prins- inn eftir Maríu Reyndal og Kára Viðarsson verður frumsýnt á Rifi í kvöld. Verkið er samstarfsverk- efni Frystiklef- ans á Rifi og Þjóðleikhússins. Prinsinn verð- ur sýndur á sjö stöðum víða um land áður en sýn- ingar hefjast í Þjóðleikhúsinu í haust. Leikarar eru Kári, Sólveig Guðmundsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson og Birna Pétursdóttir. Prinsinn frum- sýndur á Rifi Úr leiksýningunni Prinsinum. Á Listahátíð í Reykjavík, sem stendur frá 1. til 19. júní í sumar, verða opnaðar á annan tug mynd- listarsýninga eða myndlist- arviðburða. Helgina 4. og 5. júní verður porti Hafnarhússins breytt í manngerða baðströnd í hinni rómuðu sýningu Sun & Sea. Þessi áhrifamikla inn- setning eftir Linu Lapelyte, Vaivu Grainyte og Rugile Barzdziukaite, sem er jafnframt ópera um um- hverfismál, hlaut Gullna ljónið, aðalverðlaun Feneyjatvíæringsins, árið 2019 þar sem hún var sett upp í skála Litháens og hefur gjörning- urinn síðan verið settur upp í nokkrum löndum við mikið lof. Á ströndinni liggja tugir manns í makindum sínum, njóta gervisól- arinnar og syngja um allt og ekkert klukkutímum saman. Gestir njóta upplifunarinnar hins vegar ofan af svölum og geta komið og farið að vild. Sun & Sea er eitt umtalaðasta og lofaðasta listaverk síðari ára. „Verkið er afar áhrifaríkt og vel lukkað, hvernig sem á er litið,“ skrifaði rýnir Morgunblaðsins um sýninguna í Feneyjum. Skartgripir Dieters og Enigma Í Listasafni Íslands verður opnuð fyrsta heildstæða sýningin á skart- gripum eftir Dieter Roth. Braut- ryðjandinn Dieter fór ótroðnar slóðir í skartgripagerð eins og ann- arri listsköpun. Gripina, sem hann hannaði gjarnan úr skrúfum, bolt- um og öðrum mekanískum hlutum, má setja saman á mismunandi vegu. Á Kjarvalsstöðum verður opnuð sýningin Spor og þræðir, marg- brotin og lifandi sýning á verkum samtímalistafólks sem saumar út eða nýtir nál og þráð sem verkfæri við listsköpun sína. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa tekið ástfóstri við nálina sem tjáningarform. 19. júní verður í stjörnuveri Perl- unnar Íslandsfrumflutningur strengjakvartettsins Spektral á verkinu Enigma eftir Önnu Þor- valdsdóttur og vídeólistamanninn Sigurð Guðjónsson. Enigma hefur fengið mikið lof þar sem það hefur verið flutt erlendis en kvartettinn pantaði verkið sem er sagt á mörk- um tónleika og innsetningar. Sýningar úti og inni de rien er heiti einkasýningar Ingibjargar Sigurjónsdóttur á nýj- um verkum sem verður í Kling & Bang í Marshall-húsinu. Í Nýlista- safninu verður sett upp sýningin The Last Museum. Egill Sæbjörns- son og listafólk frá sjö öðrum lönd- um er sagt má út mörkin milli kvik- mynda- og skúlptúrlistar. Bótaþegi er heiti persónulegs ljósmyndaverks Hrafns H. Jóns- sonar (Krumma) sem fjallar um veruleika þess að vera fatlaður og lifa við fátækt í íslensku velferð- arkerfi 21. aldarinnar. Sýningin verður við Austurvöll. Brynjur er heiti sýningar á brynjuklæddum og ögrandi verum Steinunnar Þórarinsdóttur sem munu standa á torginu fyrir framan Hallgrímskirkju. Hjólið V, sú fimmta í röð útisýn- inga á vegum Myndhöggvarafélags- ins í Reykjavík sem hafa verið víðs vegar um borgina frá 2018, verður opnuð við Norræna húsið. Í Gerðarsafni verða tvær sýn- ingar. Í Við getum talað saman sýn- ir ungt og framsækið listafólk frá norðurslóðum verk búin til í okkar síbreytilega veruleika og Alda er innsetning á mörkum dans og myndlistar eftir Katrínu Gunn- arsdóttur danshöfund og hönnuðinn Evu Signýju Berger. Og í Lista- safninu á Akureyri verður sýningin Svarthvítt með ljósmyndum Ag- nieszku Sosnowska, Christophers Taylors, Katrínar Elvarsdóttur, Páls Stefánssonar og Spessa. Sólarströnd í Hafnarhúsinu - Verðlaunaverk frá Feneyjum sýnt á Listahátíð - Fjöldi myndlistarsýninga Morgunblaðið/Einar Falur Sigurför Sun & Sea var frumsýnt á Feneyjatvíæringnum og hreppti Gullna ljónið. Umhverfisgjörningurinn verður fluttur hér á svörtum sandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.