Morgunblaðið - 13.04.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Eftir næðing undanfarna daga er að
sjá breytingar í veðri á landinu.
Vindur úr S- og SA með hlýnandi
veðri fer um landið vestanvert yfir
bænadagana. Lægðir, með roki og
rigningu, koma úr suðvestri og
reikna má með vætu sunnan- og
vestanlands fram á páskadag.
Einnig á Vestfjörðum þar sem
snjó frá því um helgina tekur upp.
„Svo milt verður næstu daga að
reikna má með leysingu á hálendinu
upp í 800-1.000 metra hæð,“ segir
Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur í samtali við Morgun-
blaðið.
Norðanlands verður milt veður
næstu daga. Einar gerir ráð fyrir að
norðan- og austanlands fari hitastig í
byggð í 8-10 stig og einna hlýjast
verði á laugardag. Skýjað verður að
mestu þessa daga, en á páskadag
eru horfur á að sést geti til sólar
norðan- og austanlands. Nyrðra
kólnar og frystir aðfaranótt annars í
páskum gangi spá eftir. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Umferð Allir vegir í byggð á landinu eru nú greiðfærir og vorbirta í lofti.
Lægðir og hlýindi
- Rok og rigning - Leysingar á há-
lendinu - Blíða nyrðra á laugardaginn
Jarðskjálftahrina hófst á Reykja-
nesskaga um klukkan 21:20 í gær-
kvöldi.
Samkvæmt upplýsingum frá Veð-
urstofu Íslands hefur skjálfti að
stærð 3,9 mælst í kvöld auk tveggja
skjálfta yfir 3 að stærð. Þá hefur
verið töluverð smáskjálftavirkni.
Veðurstofu hafa borist tilkynn-
ingar um að skjálftinn hafi fundist í
flestum sveitarfélögum á Reykja-
nesskaga.
Skálftahrinan varð um 7 kíló-
metra norðaustur af Reykjanestá.
Alls hafa um 200 skjálftar mælst frá
því að hrinan hófst.
Síðast mældist skjálfti af svipaðri
stærðargráðu á þessu svæði í nóv-
ember 2021 þegar skjálfti að stærð
3,5 varð þar.
Skjálftahrina á
Reykjanesskaga
Ágúst Héðinsson
hefur verið ráð-
inn dagskrár-
stjóri útvarps-
sviðs Árvakurs
sem rekur stöðv-
arnar K100 og
Retro FM895.
Hann tekur við
af Sigurði Gunn-
arssyni sem
hverfur til ann-
arra starfa.
Ágúst hefur und-
anfarið stýrt
markaðs- og kynningarmálum
fyrirtækisins.
„Um leið og við óskum Sigurði
velfarnaðar á nýjum vettvangi og
þökkum gott samstarf þá er
ánægjulegt að geta nýtt sér þekk-
ingu reynslumesta aðila landsins í
rekstri og stýringu útvarps til að
móta áfram ferskustu stöðvar
landsins,“ segir Magnús E. Krist-
jánsson útvarpsstjóri.
Ágúst er viðskiptafræðingur og á
að baki langa sögu í fjölmiðlum, sér
í lagi útvarpi, og gerði um tíma
Bylgjuna að langvinsælustu stöð
landsins. Hann var lengi vel for-
stöðumaður og framkvæmdastjóri
miðla hjá 365 og Sýn.
Nýr dagskrárstjóri
K100 og Retro
Ágúst Héðinsson
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Freydís Kristófersdóttir áttaði sig á
því í gær, á fyrsta vinnudegi sínum
á Klömbrum Bistro á Kjarvals-
stöðum, að í dag eru liðin 50 ár síð-
an Kjarval féll frá. Var þá ákveðið
að halda upp á daginn og að Mar-
entza Poulsen, stofnandi Klambra
Bistro, myndi bjóða upp á sérstaka
brauðsneið sem Kjarval hefði haft
mikið dálæti á.
„Mér finnst mjög merkilegt að
vera að vinna í húsi sem var byggt
utan um málverk
Kjarvals. Ég fór
að glugga í sögu
hans í morgun
áður en ég fór í
vinnuna,“ segir
Freydís og þá
hafi hún áttað sig
á tímamótunum.
Marentza
Poulsen, smur-
brauðsdottning
með meiru, sagði í samtali við
Morgunblaðið að þetta myndu þær
ekki láta fram hjá sér fara. „Þegar
ég byrjaði með staðinn fyrir mörg-
um árum gerði ég eina smurbrauðs-
sneið honum til heiðurs. Þá var ég
búin að lesa um hvað hann borðaði
helst og það voru flatkökur og
hangikjöt,“ segir hún. Bjó hún þá til
hangikjötsbrauðsneið, sem verður
seld á Kjarvalsstöðum í dag og um
páskana. „Hún er reyndar með
ítölsku salati og með brenndum flat-
kökum. Þessi hugmynd kom reynd-
ar líka þegar ég var að byrja með
þennan stað. Þetta er útrúllað eins
og hrökkbrauð en síðan er þetta
brennt eins og flatkökur sem hefðu
verið steiktar á pönnu. Svo að það
eru bara steiktar flatkökur sem eru
á brauðinu,“ segir hún.
Verður minning Kjarvals því
heiðruð með þakklæti fyrir allt sem
hann skildi eftir sig, að sögn Mar-
entzu. „Þessi staður á að geta boðið
upp á eitthvað sem tengist honum
og við njótum þess að gera það,“
segir hún. Opið verður á Kjarvals-
stöðum yfir helgidagana á pásk-
unum en þó ekki á páskadag. Hvet-
ur Marentza alla til að koma, njóta
listarinnar og borða uppáhaldsmat
Kjarvals.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
50 ár eru í dag liðin síðan Kjarval kvaddi þennan heim. Marentza Poulsen smurbrauðsdrottning galdraði fram heiðursbrauðsneið til heiðurs Kjarval.
Heiðra Kjarval með heiðursbrauðsneið
- Boðið upp á smurbrauð í anda uppáhaldsmatar Kjarvals, hangikjöts og flatköku
Jóhannes
Sveinsson Kjarval
TÍU DAGAR Á COSTA DEL SOL
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
20. - 30. APRÍL | 10 DAGAR
HOTEL PALMASOL 4*
VERÐ FRÁ69.900 KR
TVÍBÝLI
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 99.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
20. - 30. APRÍL | 10 DAGAR
ALUASUN COSTA PARK 4*
VERÐ FRÁ99.500 KR
FJÖLSKYLDUHERBERGI MEÐ HÁLFU FÆÐI
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 111.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA